Þjóðviljinn - 12.09.1971, Síða 11

Þjóðviljinn - 12.09.1971, Síða 11
Suirmudagur 12. september 1971 — í>JÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Aðeins íslendingar samlega einstök, og Perúmenn skipta fiskveiðar eíkki eins miklu og Islendinga þvi þeir í Perú haifa námur, skógar- högg og aðrar atvinnuigreinar sem þeir geta treyst á umfram fiskinn. Við höfum hins vegar ekkert anhað en fiskinn. t>að sýnir kannski betur en allt annað, að eins og fisk- veiðimöguleikar eru í dag um- hverfis Isíand og eins og á- sóknin er í dag er útilokað að 400 þúsund manna þjóð geti í framtíðinni lifað á þeim fiski sem veiðist hér við land svo vel sé. Það er aðeins hægt með því að losna við ágang erlendra veiðiskipa og með því að bæta nýtingu aflans. — Þannig að við þunfum ekki aðeins að halda í það á- stand sem nú er með fiski- stofnana. Við þurfum að bæta það. — Já. við verðum að bæta það að miklum mun. Og það er vert að benda á að þegar hefur komið fram að Islending- ar hafa áhuga á því að bæta ástandiö.' Það kemur fram í sildarstofnunum við landið. Þetta kemur m.a. fram í því að við höfum geirt ákveönar ráðstafanir til þess að vernda síldina við landið. Þannig er í fyrsta lagi bannað að veiða síldina nema hluta ársins. eins og ég gat um áðan, en í öðru lagi er einnig sett magntak- mörfeun á síldveiðarnar. Á þeirri síldarvertíð sem nú fer í hönd má veiða 25 þúsund tonn og þar með verður að stoppa veið- arnar. Nái þeir þessu marki áð- ur en tíminn rennur út — um áramót — verða þeir að stoppa fyrr, en hafi þeir ekki náð 25 þúsund tonnum um áramótin verður að stöðva veiðamar allt að einu. Svipað fyrirkomulag er á veiðurn á humar og rækju. En á sama tíma og við ger- um þessar ráðstafanir hafa geta verndað. . . Norðmenn veitt ógrynni afsmá- síld og hafa þeir ekki vemdað síldarstofnana á sama hátt og við höfum gert. Og heilu ár- gangamir hafa tapazt úr síld- arstofnunum mikið til fyrir þá sök að þeir hafa verið veiddir upp sem smásíld. — Hvaða markmið hefur sú verndun sem nú er hér við land á síldinni? Getum viö bú- izt við síldarárum aftur? — Við erum svartsýnir á það á næstu árum, og reynist þær takmarkanir sem nú eru við lýði ekki nægar munum við gera tillögur um enn rót- tækari ráðstafanir. Það er nú talið að stofn- stærð norsk-íslenzfcu síldar- stofnanna sé um tvær miljón- ir tonna. En það er lítið magn sem sést af því að árið 1966 veiddu Islcndingar, Norðmenn og Rússar yfir 2 miljónir tonna af síld. Af þéssari ástæðu erum við eklki bjartsýnir á að hér gerist síldarævintýri nacstu 5- 6 árin að minnsta kosti Og eins og ég gat um áðan bæt- ist það við að Norðmenn haifa ekki dregið úr veiðum sínum á smásiíld eins og skyldi. Búsílag, ekki búhnykkur — Þú nefndir í upphafi Ingv- ar að fiskiræktin væri eitt af verkefnum ykkar. Hvað hafið (þið á prjónunum af því tagi í dag? — Það verður að segjast eins og er að við höfum ekki sinnt því verkefni að nokkru marki og kemur það einkum til af því að okfcar fólk höfur verið í öðrum verkefnum, sem við höfum talið meira aðkall- andi eins og málin standa í dag. Þessu máli þarf að gelfa . meiri gaum á næstunni, eins og reyndar mun ætlunin. — Getur arður af flskirækt og árangur haft veruieg áhrif á afkomu þjóðarbúsins? — Þar er fyrst til að tafca, að hér getur aðeins verið um að ræða þá fiska sem eru tiltölulega staðbundnir. Það er til dæmis erfitt að stunda skipulega rækt fiska eins og þorsks og síldar. Hins vegar kemur skipuiagður ræktunarbú- skapur með flatfisk veltilmála, elrki sízt hér sunnanlands bar sem eru möguleikar á því að hita sjó með hveravatni. En ég held að fiskirækt í sjó hér geti í bezta lagi orðið búbót — ekki búlbnykkur. Sterkustu rökin — Að lokum, Ingvar: Hvaða fiskifrarðileg rök eru sterfcust í landihelgismálinu? — Aðalrökin tel ég þau, að gengið hcfur vcrið á fiskstofn- ana. t.d. þorsk ýsu. síld skar- kola og ufsa, þrátt fyrir ýmsar vemdaraðgerðir af okkar hálfu Meðalstærðin og meðalaldurinn hefur fallið, stór hiuti heilla stofna fær aðeins tækifæri til að hrygna cinu sinni. Aukin sókn gefur ekki lengur aukna veiði. Annað veifið koma að vísu sterkir árgangar fram, þannig að afli vcx, en aðeins um stundarsakir, og breytir því ekki heildarmyndinni, bví að við höfum þess á milli oít lélega árganga — Eftir að fiskveiðar hafa dreg- izt saman annars staðar, t. d. í Barcntshafi má búast við aukinni sókn erlendra fiski- skipa á íslandsmið. Við þær aðstæður komumst við í mik- inn vanda hvaft snertir aukn- ingu okkar eigin fiskveiða. Aukning okkar veiða byggíst á því, að við losnum við er- lend skip af okkar miðum. Þá getum við haldið okkar hlut og veitt til viðbótar talsvert af því sem útlcndingar veiða nú. og jafnfra.mt létt á fisk- stofnunum. — sv. •'VV> * Mt * - » Kaupum fisk til verkunar og vinnslu. Hraðfrystihús Tálknafjarðar Sveinseyri. Símar: Skrifst. 2530 Framkvæmdastjóri: 2518. ^ubifreida- slrjórar BARÐINNHF. ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMí 30501. WICHHAHK □ IE5EL w ÚTCCRDAmCNN - SKIPSTJÓRAR Skuttogairaöldin er gengin í garð. Vér bjóðum yður WICHMANN AX, þungbyggðar, hæggengar (275/sn) tvígengisvélar, í stærðun- uim allt að 2500 hestöfl (með skiptiskrúfu). 7AX vélin er 175o hö með stöðugu álagi, lenigd tæplega 5,5 m. 8AX vélin er 2000 hö með stöðugu álagi, lengd tæplega 6,0 m. 9AX vélin er 2250 hö með stöðugu álagi, lengd tæplega 6,5 m. Áratuga löng reynsla WICHMANN bátavélanna hér á landi hef- ur sannað að þær eru gangöruggar, sparneytnar, og ódýrar í við- haldi. — Meira en 3ja hvert skip (með 300 ha vél eða stærri) í norska fiskiflotanum er rneð WICHMANN aðalvél. Og flestir norsku skuttogararnir eru með WlCHMANN aðalvél. Um næstu áramót verða yfir 60 íslenzk fiskiskip búin WICH- MANN aðalvél. — Þetta sýnir hið mikla traust, sem íslenzkir út- gerðar- og skipstjórnarmenn bera til WICHMANN-vélanna. Wichmann dráttarhríngurmn Þér getið aukið hraða skipsins og togkraft, með því að setja WICHMANN dráttarhringinn á skip yðar, og um leð minnkið þér hávaða og titring frá skrúfunni. — Þetta getur haft í för með sér mikinn fjárhagslegan ávinning fyrir útgerð skipsins. WICHMANN-dráttarhriniginn er hægt að setja umhvorfis skrúf- ur á öllum skipum, sem eru búin 300-10.000 hestafla vélum. 3 GERÐIR * Fastir hringir Stýrishringir WICHMANN-dráttarhringimir hafa verið settir á: Flutningaskip Sildarbáta Togara Dráttarbáta Farþegaskip og bílferjur. Hér eru nokkur dæmi um hinn ágæta árangur WICHMANN- dráttarhringsins. (Tölur gefnar upp fyrir og eftir að hringur var settur umhverfis skrúfuna). Nafn Hö Hraði í hnútum Dráttarkr. tonn Hávaði og tiringur Fyrir Eftir Fyrir Eftir Fyrir Eftir Dorthra Mögster 1200 12.55 12.95 11.2 14.0 mikið minni Fonnes 1100 11.5 12.1 9.8 12.9 80% minni Harsnurp 1050 12.75 13.1 10.5 12.5 70% minni Sjognes 450 10.36 10.42 3.85 5.5 50% minni Leitið nánari upplýsinga um WICHMANN-dráttarhringinn og bátavélamar hjá aðalumboðinu. EINAR FARESTVEIT & CO. H.F., Bergstaðastr. 10. Sími 21565.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.