Þjóðviljinn - 12.09.1971, Side 16
LANDHELGIN
Að íslandsströndum hnígur haf
er himinlind oss skóp og gaf,
sem tár í rúmsins tóm.
Það haf er brunnur auðs og afls,
er orkugjafi hins mikla tafls
um lífsins dýra dóm.
En nú í dögun vi'tum vér
oss varnarskyldu að höndum ber
við sjávarlífsins safn,
að valda helgi íslands alls,
um Unnarslóðir dals og fjalls,
í lög við lands vors nafn.
Ljóð eftir
Tryggva Emilsson
Vér Eylands börn við ægisskör,
með ævitengsl við djúpsins kjör,
það haf er lífs vors hlíf.
í brimi straums sem stendur laus't
býr styrkur vor, hið gullna traust
fyrir lands og þjóðar líf.
Og þar við sköpunaflsins önn,
sem ein er heilög, frjáls og sönn
og lífsins dýra Lofn,
í lands vors helgi fiska fjöld
skal friðarhöfn á nýrri öld
fyrir djúpsins dýra safn.
Er boð af hafi grunntónn gnýr
og goðasvörum að oss snýr,
um hafsins heiðnu bú,
að geyma vel hins gullna arfs
á gróðamiðum lífs og starfs,
sé helgi, traust og trú.
Og lands vors nafn við íshöf yzt,
með eylands dirfð í starfi og list,
fær dýpri, hreinni hljóm,
er frelsi knúin fiskigengd
fær friðarmörkin landi tengd,
í hafi helgidóm.
Að nema lög þín Norðurslóð
við neistakast frá stjarnaglóð
og hvítra boða brim,
er skyldugrein hjá þeirri þjóð
sem þylur íslands sagnaljóð
við þyngstu sjóa þrim.
Til hafs vér sækjum björg í bú
og blóðsins afl fyrir mennt og trú
og föng í fólksins önn,
því er oss landsins helgi í ha’f
jafn heilög þeim sem lífið gaf,
jafn sigurviss og sönn.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins athugaði
notkun fiskikassa sumarið 1969 og Hagræði-
deild verkalýðsfélaganna á Norðurlandi hefur
notað niðurstöðurnar við athugun á rekstraraf-
komu fiskiskipa og frystihúsa. í Ijós kemur að
fiskikassar eru bezta fjárfesting sem sjávarút-
vegurinn á kost á. Þeir færa útvegsraörumn,
sjómönnum og frystihúsum aukinn hagnað, því
kassafiskur
gefur hærra
verð, minni
rýrnun, betri
flokkun og
nýtingu.
Endurskoðaðfr útreikningar Hagræðideildar, mið-
aðir við ástand og verðlag í ágúst 1971, sýna að
áætla má auknar greiðslur til sjómanna á fiski-
skipum fyrir hvert tonn af kassafiski (þorskur og
ýsa) rúml. 600 kr. og hagnað útgerðar á hvert
tonn um 600 kr. (fiskiskip) og upp í 930 kr. (tog-
ari). Veitum og sendum nánari upplýsingar.
Ný stökkbreyting er framundan. Fram-
leiðslan er komin í fullan gang. Kassarnir
erU' gerðir úr ABS harðplastefni sem er
nýtt á heimsmarkaðnum, harðara, sterk-
ara og léttara en áður hefur þekkzt.
Nýjung sem gefur bættan hag.
★ 90 I kassar taka 45—50 kg af
fiski
★ ganga hver ofan í annan tóm-
ir, en sitja stöðugir hver á
öðrum, séu höfð endaskipti
★ ávalar brúnir, handhægir, létt-
ir
★ ótrúlega auðvelt að þrífa.
Margvísleg not möguleg í iðnaði
og hvers konar þjónustu, s. s. í
kjöt- og fiskvinnslu, við vöruflutn-
inga o. fl.
Framleiðum tvær gerðir fiskbakka
fyrir frystihús, einnig úr ABS. —
Leitið nánari upplýsinga.
Umboð:
KRISTJÁN G. GÍSLASON HF.
Hverfisgötu 6, Reykjavík.
íslenzkir sjómenn og útvegsmenn eru
fljótir að tileinka sér tækninýjungar og
líta ekki við öðru en því bezta:
FISKIKASSAR
Fiskikassar tryggja hærra
verd og betri nýtingu
Þjóðviljinn
er
þýðingar-
mestur
fyrir þá
sem fylgjast
með
verkalýðs-
málum
Kaupið
Þjóðviljann
Fylgizt með
TJ
tí
5>
o
£
u
O
&
Oi
3
*o
u
:0
>
O3
>o
w
a
*o
12 M
‘=> !5
a ía
bo ^
<u w
t—i
s >
a Q
a ‘O
> A
í