Þjóðviljinn - 14.10.1971, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1971, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVIUINN — Fimimtuda.gur 14. október 1971. AÐ VELJA OG HAFNA Nú þessa dagana, eins og endranær. hefur oftlega verið um það getið í fréttum og blaðaleiðurum að áfengisbölið margnefnda herji nú á okkur í ríkulegri mæli en dæmi eru áður til. Því miður eru þessar vá- fréttir á rökum reistar svo ekki þarf um að deila. Viðbrögð fólks í þessu efni eru alloftast undrun og ráðaleysi, enda er nokkur von, hvað á hinn al- menni maður einn og sérstæð- ur að gera ef á hann skellur hríðarveður annað en reyna að bjarga sjálfum sér „Hvað má höndin ein og ein. allir leggi saman“ segir skáldið. Nú er það svo að þessir allir eru ein- ungis annað nafn á þessum al- menna manni þegar hann er staddur í hópi sinna líka og þessir allir eru alveg frægir fyrir að hafa almenningsálitið í hendi sinni en almenningsá- litið nýtur þess trausts óskor- að að ráða hverju sem því sýnist. En hvað er þá til fyrirstöðu? mætti spyrja, „Hvað dvelur orminn langa?“ Hversvegna er óvinurinn mikli áfengisbölið ekki kveðinn í kútinn tafar- laust? Velflestir eru sammála um þörfina og sdmenningsálit- ið ræður. Hér fer eins og oft áður að menn skiptast í flokka og sitt sýnist hverjum, allir telja sig stefna að sama marki en skilur á um leiðina. Hér er- um við stödd við hinn íyrsta mjög varhugaverða punkt í þeirri flækju orsaka og afleið- inga, sem áfengisbölið er sprottið af. Hér er það sem almennings- álitið fer að tvístrast þetssi her sem einn má, fer að berjast innbyrðis og vegast þar á jafnt skyldir sem vandalausir. Á meðan fitnar púkinn á fjósbit- anum, fjandinn glottir í skúmaskotum harla ánægður með sundrungarstarfið. Hin vonda verund alheimsins geng- ur þess ekki dulin; að gegnum eiturlyfin og þá fyrst áfeng- ið fæst lykilaðstaða til skemmdarverka og loks eyð- ingu þessarar jarðar. Hraðversnandi ástand Dag eftir dag berast fregnir frá lögregluyfirvöldum borgar- irunar að ástandið fari nokkuð hraðversnandi, aldur þeirra sem veltast um á almannafæri meira og minna drukknir fari sí lækkandi. jafnvel allt að barnsárum Undanfarið hefur það gengið staflaust um borg- ina að lögreglan hafi nýlega flutt margar unglingsstúlkur, úr einu fyrirmyndiar samkomu- húsi ætlað unglingum, ofur- ölvi heim til foreldra sinna. Vera má að ein og ein ýkju- og/eða skröksaga komist á kreik um þessa hluti en þá er þess að gæta að vanda- laust er hverjum manni sem fötum fylgir að færa sönnur á aðrar hliðstæðar. „En hvað má hér til vamar verða vorum sóma?“ í þessum málum eru. að manni skilst. aðallega uppi tvær stefnur. Sumir vilja algert áfengisbann, aðrir meira frelsi og almenn- ari dreifingu áfengra drykkja. Líklegast eru bessar leiðir báðar stórgallaðar og e.t.v. ó- farandi. En með því að sú síð- arnefnda þ.e. frelsisieiðin. hef- ur firemur rfkt en hin ætla ég að gera hana bæði fyrst og fremur að umtalsefni. A síðari tímum síðan banni og skömmtun lauik hafa marg- ar vínbúðir risið og fer sí fjölgandi, hefur aðstaða öll til áfengisöflunar batnað svo til muna að engu er saman að jafna Og má sízt í þvi sam- bandi gleyma þeim mikla hlut sem veitingastaðir eiga í dreif- ingu áfengra drykkja. Það virðist vera augljöst að stefna^ hins aukna frelsis 'í á- fengismálum hefur setið ein- ráð við völd síðustu áratugi. Eftir því að dæma væri til samrasmis að talsmenn henn- ar og fylgjendur væru önnum kafnir vi'ð að láta árangurinn í askana sína. er ekki ólík- legt að augnaráð og tilburðir allir lýsi velþóknun og blessi hig framsækna málefni. Ekki er verra að ílátin séu rúm- góð því uppskeran er stór. Fyrir þann sem ekki hefur atvinnu sinnar vegna eða af öðrum orsökum komizt í að horfa upp á afleiðingar áfeng- isneyzlu á hærri stigunum væri hollt að vera gætinn í dóm- um. Það er ekki mikið afrek fyrir slíka að tylla sér niður með penna og kalla baráttuna við áfengisbölið fanatískan þverhausahátt. en það er vont verk og lítil líkindi til að bless- un fylgi hendi er slíkt gpleysi fremur, Breytt skemmtanalíf Það fer ekki leynt hversu bragur skemmtanalífs hefur breytzt til hins verra eftir að áfengi komst í hvers manns glas. Ábyrgir menn mega ekki láta sem vind um eyrun þjóta lýsingar lögreglu og annarra sjónarvotta frá sumum úti- skemmtunum t.d. en þar hef- ur ástandið oft á tíðum verið ömurlegt. Kannske væri nauð- synlegt fyrir suma samborgara að fylgjast með lögreglunui inn á nokkur heimili, sá veit gjör sem reynir, þar sem hjónin berast bölvandi á banaspjót- um. flest brotið sem sundur má ganga, börnin standiandi u,ppi í rúmunum grátbólgin af dauðans angist og skelfingu og flrjtningur minnst annars að- ila í fangageymslu verður ekki umflúinn. Kannstoe forvígismenn frels- isstefnunnar vilji nú staldra við og láta til baka þó etoki væri nema 30 til 40 ár. í þann tið var það umtalsefni ef full- tíða kona sást undir áhrifum áfengis á almannafæri. Þá var undantekning ef ólhamaður toarlmaður hafði vín um hönd. Drytokja fullorðinna befur að sjálfsögðu ekki minnkað sáðan en til viðbótar eru komnir lægri aldursflokkar, unglingar niður á barnsaldur fara um skemimtistaði og/eða almanna- færi sem þau hafa aðgang að, allt frá því a<5 vera undir á- hrifum áfengis til ofurölvig og eru stúlkur þar sízt eftirbátar. Ég vænti þess að helzt enginn samborgari sé svo innilokaður að hann ekki fylgist með því að þjóðhátíðardagurinn 17. júní, sem nú er raunar orðinn blöðru- og poppdagur, er svo grátt leikinn af þessuím sök- um að flest venjulegt siðsamt fólk getur efcki fellt sig við a0 vera á gangi í miðborginni eftir miðnætti þá nótt, vegna ölóðra unglinga sem fara um eins og engisprettur, þeir sem ekki sitja röflandi á húsa- tröppum. f’yrir 40 árum þótti ekki verjandi að láta eldspýtur fara logandí af hendi og lenda þar sem verkast vildi, ekki heldur að henda brennandi sígarettu á gólfið og í bezta falli að stíga ofan á bana og voru þó samkomustaðir í þann tíð ekki það hálfa eins finir og við- kvæmir og nú, þar sem flestir eru með fínum innréttingum og teppalögðum gólfum en um- gengnin þvílík a0 oft verður tugþúsunda tjón á skömmum tíma. Það hefði varla komið fyrir þá að kennarar gagnfræða- skóla þyrftu að standa á skóla- böllum í slagsmálum við nem- endur sína ölvaða, fljúgast á og eiga í vök að verjast að halda uppi reglu og aga, Það hefði varla fyrir 40 ár- um látið sig gerast í glæsileigu samkomuhúsi teppalögðu út úr dyrum að vel flest drykkjar- glös sem í notkun voru fynnd- ust mölbrotinn mest í einum haug, eins og þegar steini er bent í vörðu af sérhverjum vegfiaranda Hver sá í þann tíð gólf veizlusala rökuð með garðhrífu eftir slikan „mann- fagnað" og hrúgunum mokað burt með rekum? Ný met Varla lí0ur svo hálft eða heilt ár að ekki megi heyra í fréttum greint frá nýju meti í áfengissölu svo og mörgum milj. meira seinna tímabilið en það fyrra. Þessi hefur þróunin alveg óneitanlega orðið á þeim áratugum sem velja og bafna stefnan hefur verið sett til öndvegis. Forvígismenn hinnar frjálsu drykkju segja að allir séu vel- komnir en enginn skyldugur, hver og einn ungur og gam- all haíi sitt valfrelsi og ráði gerðum sinum. í skjóli þess- ara fögru orða er farið fram á enn frekari dreifingu áfeng- is. Létt vin a.m.k skal vera til sölu í hverri matvörjbúð svo og áfengur bjór. Manni skilst að me0 þessu eigi að jafna í pokunum þ.e. fleiri leynist manna á meðal miðl- ungs fullir og þeim fækki að sama stoapi, sem ekki standa sjálfir. Það er ekki úr vegi að at- buga nánar þessa velja og hafna keniningu svo lengi sem hún er búin að leika lausum bala og blekkja marga góða menn í samfélaginu til fylgis vdð sig. Reykingar og börn Tötoum til dæmis sígarettu- reykingar og börn Töluverð brögð eru að því að bama- skólanemendur séu famir a0 reykj-a og fjölmargir ungling- ar fara vart svo í föt að efcki sé sígarettupakkiim í einum vasanum. Þessir einstaklingar bíða við þetta stóran hnekki á þroskaiskeiði og veldur þeim ósjaldan varanlegum sjúkdóm- um, sem enda með dauða við- komandi langt fyrir aldur fram eftir ósegjanlegar kvalir og vanlíðan. Þannig verða fjöl- skyldur og þjóðin oll að horfa á eftir því fólki, sem gæti lifað miklu lengur og unnið miki0 gagn. Halda menn virki- lega að þetta sé svo einfalt að bægt sé að Þvo bendur sín- ar með þvi að segja: Börnin voru ekki skyldug til að fikta við reykingar, þau gátu valið og hafnað. Hugsum okkur að undan- sláttarstefnan haldi áfram að ríkja og bjór og vín verði til sölu í hverri matvörubúð og sölutumum í nafni vaifrelsis — enginn ábyrgur, fólk, bæði fullorðnir og böm, geta valið og hafnað, enginn skyldugur. Allir vita að tóbaik og áfengi em eiturlyf og einskonar und- anfari hinna sterkari. sem síð- an tooma í kjölfarið og reka smiðshöggið á að gera mann- kynið að ósjálfráða fálmandi vesalingum. Rökrétt frambaild undansláttarstefnu yrði a0 sjálfsögðu að krefjast sömu Skrífstofu- og afgreiðslumaður óskast STÁLBORG H. F. Nýbýlavegi 203. Sö/uskattur Dráttarvextir falla á sölu&katt fyrir gjaldtíma- bilið júJí og ágúst 1971, svo og nýálagðar hækk- anir á sölusfcatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi efcki verið greidd í síðasta lagi 15. þ.m. Dráttarvextirnir eru Wijo fyrir hvem byirjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. september s.l. Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Sama dag hefst án frekari fyrirvara stöðvun at- vinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa þó skilað sfcattinu’m. Reykjavík, 11. október 1971. Fjármálaráðuneytið. dreifingar-aðstæðna fyrir eit- urlyfin, hver matvörubúð ætti að hafa a.m.k eina hillu fyrir hass, aðra fyrir kannabis og þriðju fyrir heroin. Þetta gæti verið handhæg þjónusta ef ein- hverjum hefði, yfirsézt að koma í hinar stóru sérverzlanir eit- urlyfja. Nú er það svo að annaðhvort stenzt kenning eða ekki. Sé ekki éhætt að búa sterkarí eit- uriyfjum dreifingarskilyrði til jafns við hin veikari bá er velja og haiflna kenningin afhjúpuð, sem röng, afvegaleiðandi og stóriiættuleg steflna, sem bráð- an ber til að losna við og talca upp aðra. Undirrótin er agaskortur Fyrir noitokrum áratugum urðu allsnarpar umræður um stefnubreytingu, sem þá var að ryðja sér til nims i uppeldis- málium, einkum barmauppeldi. Hin nýja stefna var helzt í þvi fólgin að etokl átti að banna börnum neitt, heidur láta bau reka siig á og læra þamnig af reynslunni, sem sagt þau áttu að velja og hafna. Þess er að minnast að margir gegnir menn lögðoxst á móti þessari kenningu og færðu til mörg gild rök sem etkki verða talin hér. En aUt kom fyrir etoki, það virtist sem við, hlytum að taka við því nýja uppeldiskerfi, sem ríkir enm og heflur riðið hús- um notokurt stoeið með þeim af- leiðingum að börm og unglimgar leyfa sér ýmsa þá hluti, sem til hreinnar skammar eru og gera borguirunum lífið til mxima erfiðara en eJla. Á stríðsárun- um 1940—45 fékk þessi stefina óvænta hjálp. þar sem til kom mjög snögg sveifla hvað snerti fjórhagsgetu almennimgs. Þá taka kjör llólltos að batna, launa- fólk fer í fyrsta sinm að líta á sig sem jafningja borgaróistétt- arnna, klæðist betur en áður og setur böm sín til mernnta. Það voru t,d. nýmælx þá að sjá böm í búðum úti með 500 kr. seðla að toampa sér gott í munninn 1—2ur árum eftir að meyð og allsileysi ríktd hjá öllum / þorra mamma. Böm og ungling- ar eru fljót til að samlagast breyttum háttum og nýjum sið- um og fljót að gleyma himium gömlu. Nú fór að bera á aasítou með fiullar hendur fjár, sem etoki spurði leyfiis hvað gera skyldi við laun og frítíma. Margt af þessiu unga fióltoi só- aði laumum sínum stjórn- og agalaust í sicemmtanir með bremnivínsdrykíkju. Nú er þetta fólk komið undir mdðjan aildur og böm þess tekin að setja svip sinn á borgina. Það fer nú að verða skiljan- legra taumleysi margra ung- iruemma í dag þegar í ljós kem- ur að í mörgum tilfellum em tveir ætlieggir a.mJc.. sem hafa orðið undamsiláttarstefnu í upp- eldismálum að bráð. Það er misheppnaó uppeldi þegar strákar senda af hendi filösitour £ næsta staur eða vegg, það er misheppnað uppeldd þeg- ar hver rúða er brotim í húsum ef þau stamda. auð í eima vilcu eða meir, em siMilct er mikáll uppáihaldsleikur hjá bömum samtíðarinmar. Það er gtömul staðreynd að sá sem villist gengur á sveig og kemur aftur að þeim stað er hann fór frá. Hliðstæður nátt- xírunnar eru oft afar eftirtelct- arverðar. Einmitt svoleáðis fer í þeim málum sem menn fjalla ráðvilltir um, eftir noktourm tíma eru þeir búnir að fara i hring, komnir aftur á sama stað og aiveg endilega ver fiar- ið en heima setið. Harma heragaskort Þannig hefur farið fyrir þeim, sem réðu ferðinmd fyrir nokki-um áratugum þegar á- kveðið var að sleppa öllu aga- valdi af bömum oig ungling- um, þá voru alilar dyr opnaðar upp á gátt og agaskortinum með öllum sínum fylgikvillum boðið að gera svo vel. Svo eftir notokra áratuigi þegar hegðunar- mátinn er kominn í ónýtt efini veit maöur ekkd fyrri til en strandkafteinar uppeldismál- amna eru famir að harma her- agasikort og bent er á það ómet- anlega gagn, sem aðrar þjóðir hafi a£ því uppaldd sem her- þjónusta gefur. Þessi hringferð er ömurlegt hlutskipti. Fyrst að mæla með ojálfsögun óvit- anna, sem niú bera auðvitað ekki virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut og vera svo eft- ir nckkurn tíma svo þjakaðir af eigin stefnu aó helzt er bent á að skn’ða undir verndarvæng heragans. Það er alkunna úr ls- landssögunni að þjtóðin átti eklci síður „stóra“ menn og stjóm- sama þegar þrömigt var í búi og agavald í uppeldi e.t.v. í há- máirici. Til eru þeir sem milclvr eru fjrrir sér og þurfa harðaxa uppeldd en aðrir. Þar er oft um að ræða góð efni, sem glatast þjóðinni ef étokd tekst að hemja þau. „Oft verður góður hestur úr göidium fiola“ segir máltækið, en ætli það yrði. ekki firemur seint, ef gefizt væri upp við tamninguna? Þa0 er skilyrðis- laust xmdirstöðuatriði fyrir ár- angri í állri tamningu og upp- eldd að ungviði það er tilsögn skal njóba setji sig eitoki uipp á móti kennara sínum og yfir- boðara, sé þeim þætti áibóta- vant er viðbúið að filest önn- ur fyrirhöfn sé unnin fyrir gyg- Kannske væri það dálítið þénug reynsla fyrir undansláitt- armenn í uppeldisméilum að drífa sdg á fjársmölunarafrétt, fá sér til fanar hund og hest sem hefðu orðið, í uppeldi sinu, þeirrar eigin stefnu að mjótandi í uppeldismálum. Það væri fróðlegt að heyra í þeim hljóðið um það leyti sem flugibjörgum- arsveitin fyndi þá liggjaindi í einhveiri gjótunni eftir að hest- urinn hefði ausið þeirn út x loftið, en hundurinn tætt allt fé nærhendis fyrir björg og hitt runnið ó jökla. Að slá aðkallandi máJium á flrest er að safna glóðum elds að faöfði sér, þeir sem slikt gera eru aðeins að bíða eftir að flóðið taki þá. Framvindan sjálf hefur sannað svo ekki verður um villzt, að rangt hefiur verið stefnt í uppéldismálum einkanlega hina síðari áratugi. „Éttu kjafti og haltu skít" Það er skortxir á uppeldi þeg- air dryMcjuskapur unglinga er orðinn algengiur, það er skortur á uppeldi þegar sígarettureyk- ingar eru orðnar að töluverðu marki á bamaskólaaldri, það er skortur á uppeldi þegar böm láta öll bréf og umbúðir fiara af hendi, þar sem þau eiru stödd, fer rusl betta sxðan eins og skafbylur um hverfin, fyllir .remnusteina og skúmaskot, hamgir á girðdngum og gróðri og gerir umhverfið að sóðalegu ruslabæii fyrr en varir, ef skattborgarar hefðu ekki menn á launum viðaðtína þetta upp, það er skortur á uppeldi þegar hiutdr eru skemmdir til þess eins að skemma. það er skortur á uppeldi þegar böm og ung- lingar brjóta hvert það gler, sem til næst niður í ak- og gamigbrautir, það er skortur á uppeldi þegar þessir aðilar standa í inobrotum og búðá- hnupli, það er skortur á upp- éldi þegar böm hafa uppi ó- heyrilegan mxmnsöfnuð við fiullorðið fóljc. Eitt sinn var ég viðstaddur er fulltíða maður vildi vara óvita, sem ekki var búinn að fá fullt vald á móður- máli sínu við því að detta ofan í djúpan hxísgnmn er vatn hafði safnazt í, barnið svaraði að bragði: „Éttu kjafti og haltu sfcít“. Nú er að sjá hvort fiullorðið fólk ætlar að hafa þetta heil- ræði dremgsins að leiðarljósi og láta sér lynda að di-utokna í því syndaflóði, sem vesturheimsk menming hefur fært oss í upp- eldismálum eða verður reynt að spyrna við fiótum og snúa þess- ari aheillaiþróun við? Reynir hin éldri kymslóð að marka leiðina að nýju ogbjarga með því bæði sér og hinmi yngri? Rvík í sept. 1971, Bergstcinn Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.