Þjóðviljinn - 29.10.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1971, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — KfÖÐVIliJINN — FöstudagMr 29. otetófcer 197L ÞINGSJA ÞJOÐVILJANS — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðustíg 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Óhæf hvíldarheimilispólitík undanfömum árum hefur iðulega verið nokkur umræða um hlutverk og starfseimi íslenzku utanríkisþjónustunnar. í þeirri umræðu hefur margt verið gagnrýnt — im.a. það að á kortum ís- lenzku utanríkisþjónustunnar væri meirihluti jarðarinnar gjörsamlega útundan og utanríkis- þjónustia okkar 'takmarkaðist aðeins við Evrópu og Norður-Ameríku. Jafnframt hefur það verið gagnrýnt með réttu, að utanríkisþjónusta íslend- inga væri ekki nægilega virk — til að mynda hefði hún ekki fylgzt nægilega með því sem er að gerast á hverjum tíma og varðar ísland sér- staklega. Má í þessu sambandi minna á samþykkt ríkisstjóranna sex á Nýja-Englandi, en fregnir af henni bárust ekki til íslands fyrr en mörgum mánuðum eftir að hún var gerð. Þó fjallaði þessi samþykkt um, að ríkisstjórarnir teldu nauðsyn- legt að landhelgin út frá ríkjum þeirra yrði færð út í 2Ó0 mílur, en útgerð og fiskvinnsla þar vestra hangir á horriminni vegna ofsóknar á fiskimið- in á undanfömum árum. Vafalítið hafa víða í veröldinni — jafnvel í þeim löndum seim við höf- um sendiráð — gerzt hliðstæðir atburðir sem ekki hefur frétzt af til íslands og sýnir það' með öðru hversu slök utanríkisþjónusta okkar hefur verið á síðustu árum. Hverjir buðu Rússum heim? pyrrverandi stjórnarvöld hafa heldur ekki talið ástæðu til þess að setja í sendiherrastöður menn sém ætluðu sér að vinna þar stórvirki; sendiherraembættin hafa iðulega verið notuð sem hvíldarheimili fyrir þreytta stjórnmálamenn. En slík misnotkun sendiráðanna íslenzku er ákaf- lega háskaleg því sendiráðin eiga að vera og geta verið útbreiðslustofnanir íslenzkra hugmynda og upplýsinga um hvers konar vandamál. Það sést til dæmis af frammistöðu Jónasar Árnasonar á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna hverju einn ein- staklingur getur fengið áorkað, ef hann leggur sig fram. Jónas Ámason var tvo eð'a þrjá daga í Boston og þennan tíma notaði hann til þess að veita blaðaviðtöl við eitt dagblað, eitt fiski- málatímarit og svo við sjónvarpsstöð. En því miður hafa ekki farið fregnir af hliðstæðri frammi- stöðu annarra sendimanna okkar erlendis. Af þvi er Ijóst að það veltur á miklu að mannval til urí anríkisþjónustunnar sé vandað — það er ábyrgð- arleysi og óhæft með öllu að setja aðra en vaska menn og duglega til sendiherrastarfa erlendis. Hvíldarheimilisstefna síðustu ara er óverjandi með öllu, ekki sízt þegar við eigum 1 harðri baráttu fyrir útfærslu landhelginnar á næsta ári. J^Jorgunblaðið hefur hamazt á því að hér séu margir sovétmenn í sendiráði Sovétríkjanna. Hér með skal Morgunblaðinu bent á að kanna á hverra valdatíma Rússar komu hingað í stórum hópum og keyptu hér hús og lendur. Ekki voru það núverandi stjórnarflokkar sem heimtuðu að hér ynnu fleiri Sovétmenn en Bandaríkjamenn, svo fiæimi sé nefnt. — sv. Þingmenn Suðurlandskjördæmis leggja til á Alþingi: Opinberar f ramkvæmdir á SuðuHandi Þingmenn suöurlandskjör- dæmis, þeir Iugólfur Jónsson, Ágúst Þorvaldsson, Guölaugur Gíslason, Björn Fr. Björnsson, Garöar Sigurösson og Steinbór Gestsson, lögðu fyrir Albingi i fyrrad. tillögu til þingsályktun- er tun áætlun um opinberár framkvæmdir í Suðurlandskjör- dæmi. Tillagiain er svo: Alþdngi ályíktair að fela ríkissti órm inn i að láta undirbúa áætloin til langs tíroa um opinberar fram- kvæmdir fyrir Suðurlandskjör- dæmi. Verk þetta verði unnið ---------------------------------<s> í náinmi samvinnu við Samtöi: sveitarfélaga í Suðurlandsikjör- dæmi. 1 greinargerð með tiliögunni segja fllutningsmenn svo m.a.: I Suðurlandsk.iördæmi eru 37 svedtarfélög: 7 sveitarfélög í V-Skaftafells- sýsiu með 11 sveitarfélög sýslu með 18 sveitarfélög með ........... í í ... 1393 fbúa RamigárvaUa- ... 3199 íbúa Árnnessýslu ... 8274 íbúa Stuðningur við leikfélög Helgi F. Seljan og Karve) Pálmason lögðu fram í gær í sameinuðu þingi, tillögu til þingsályktunar um stuðning við leikfélög áhugamanna. Til- lagan er svohljóðandi: Al- þingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að taka til endur- skoðunar lög nr. 15 frá 15. marz 1965, um fjárhagslegan stuðning við leiklistarstarf- semi áhugamanna. í greinargerð með tillög- unni seigir m.a.: Lög þau, sem bér er lagt til, að tekin verði til emdur- skloðunar, eru frá árinu 1965 og voru þé stórt spor fram á við til eflingar leiklistar- starfsefi áhugafólks. Hiklaust má. fullyrða, að þessi starf- sémi sé oftlega mestá riiehm- ingarframlag íbúamna í hinum smærri byggðarlögum. Um það eru vist allir sammála, að það beri að hlynna eftirfömg- um að slíkri starfsemi. Nokkur atrdði laga þessara, svo sem um uppiiæö styrkja, eru þegar orðin alls óÆull- nægjandi fyrir leikfélögin. Nú, þegar reymsla hefur einmig fengizt af framkvæmd lag- amna, er eðiilegt, að þau séu tekim til endurskoðumar 1 samráði við samitök áhuigaleik- félaga. Það þarf einnig að huigai að nýjum leiðum tdll þess aðörva leikl istarstarfsemina og etkiki síður að vedta áhugafólkinu einhver tækifæri til að n-á betri tökum á viðfangsefmtm símurn með beinu námskeiða- haldi, sem þyrfti þá aðstyrkja verulega. Vesimanmaey.iakaupstaður með ............. 5186 íbú, 37 sveitarfélög með sam- tals ........... 18052 fbúa Þessd sveitarfélög eru svo til öll í Samtökum sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi. En mark- mið samtakanna er m. a. að vinna að sameiginlegum hags- mumamálum á sviði opimlberra framkvæmda. Á undanfömum árum hafia átt sér stað miklar Garðar Sigurðsson. framfarir í kjördæmimu, bæöi á sviði opinberra framkvæmda; vegamála, hafnamála, gikóla- mála, orkumála, og nefna má sérstaklega hið mikla mann- virki, sem er vatmsv. fyrir Vest- mammaeyjakauipstað. Jafnframt hefur átt sér stað geysilegupp- bygging atvinmuilífs á svæðinu, svo sem í landlbjínaði, fiisk- vinnslu o.fl. Árangurinn sést m.a. á því, að svæðið hefur ekki þurft að sjá á aftir folki tií þéttbýlisstaðamma við Faxa- flóa, þvf að í stað þeirra, sem flutzt hafa burt koma nærri því jafnmargir amnars staðarað. Þessí þróun er mjög frábrugðin því, sem átt hefur sér stað í öðrum lamdshJutum. Engu að síður eru nú fjölmörg verkefni óleyst. Það eru einkum verk- efni, er smierta himar féSaigBlegu hliðar, sem nauðsymlagt er að beita sér fyrir. Má þar ifefna jöfnum aðstöðumnar milli þétt- býlisstaðanma og sveitammia, svo sem varðandi skólamál, heil- brigðisbjómustu, orfcudreifingu, samgöngumál, þ.m.t. vegamál, fjarskiptaþjónusta og hafmamál. Samtök sveitarfélaga í Suð- urlandskjördæmi voru stofinuð fyrir þremur árum. MINNING: HaraSdur Guðmundsson Fæddur 26. júlí 1892, dáinn 23. október 1971 Haraldur Guðmuridsson er látinn. Hanm var forstjóri Trygg- ingastofinunar ríkisins á árun- um 1938—1957. Eigum við, sem störfuðum undir hans stjóm, margs að minnast firá þeim tíma. Haraldur var stjórnandi svo af bar. Á það bæði við hlna óvenjulegu hæfileika hans til þess að gera sér greim fyrir aðalatriðum mála og greina frá aukaatriði, svo og hve glögg- ur hann var á tölur og stað- reyndir. Var og haft á orði, að þegar menn almennt sæju tvær hliðar á máli, sæi Har- aldur hundrað sem athuga þyrfiti. Má véra, að hin víða yflrsýn, sem hann hafði um málefni, hafi stundum tafið störf hans, þar eð hamn gat aldrei sætt sig við neitt ann- að en vei grundvallaða niður- stöðu. Verk háns, tala sinu máli, svo sem frumkvæði hans að alþýðuitryggingum á Islandi og síðar aimannatryggingum, sem em mesta átak í félags- málum þjóðarinnar, en vænt- anlega veröur þess nánar get- ið af öðrum. Það, sem við, fyrrverandi starfBmenn Haraidar, viljum frekast minnast, er maðurinn Haraldur Guðmundsson. Per- sónuleiki hans og ráðhollusta, hvenær sem á reyrndi. Hann lét sig gjama litlu skipta ---------------------------o Bjarni Bjarnason, læknir 70 ára Bjami Bjamason læfknir, for- maður Krabbameimsfélags Is- lamds á sjötíu ára afmæli i dag. Fyrstu kynnd mín af Bjama hófiust fyrir rúmum áratug og vom í fyrstu, að mestu tengd faglegum viðfangsefnum. Þá strax maut ég uppörvandi skíln- ings hans og brennandi áhuga. Áður en varði færði'sit ég á- samt mörgum starfsfaræðrum inn í hringiðu mikilla áforma um byggingu fyrir lækninga- starfsemi. Bjami hafði þá þeg- ar hafist til forystu í bygging- armálum læknasamtakanma, var formaður byggingamefndar Dornus Medica. Með samnefnd- armönnum sínum og fleiri starfsbræðram tengdi hann saman áætlanir læknafélagamna um félagsheimdli og áform að minnsita kosti tveggja hópa af læknum um læknamiðstöð. Læknahúsið við Bgilsgötu, Dom. us Medioa, varð áð vemleiika og allir, sem til þekktu, vissu, hver átti stærstan blut að þeirri miklu framkvæmd. Bjami Bjamason er þegar þjóðkunnur sem forystumaður á sviði baráttunnar gegn krábbameini. Ég er sannfærð- ur um, að lærðir jafnt og leik- ir eiga ekki völ á alþýðlegri og drengilegri forvígismanni. Félaigsandi só, sem birtist í viðhorfum og verkefnum hans er dýrmætt* fordæmi. Hugleiðimigar um aldiúr og afmæli hafa alltaf verið og em víðs fjarri i því hressándi andrúmslofiti, sem ledkur um manninn Bjarna Bjamason. í tilefni dagsins sendi ég honum og konu hans Regínu Þórðardóttur beztu ármaðar- óskir. Ólafur Jtensson. smámál en var þeim munþetri til að leita, ef raunverulegt vandamál bar að. Á ’pennan hótt kom jafinan fram, hvert mikdlmenni hann var, sem jafn- am bar höfuð og herðar- yfir aðra, þegar á reyndi. Við, sem áttum þess kost að kynnast Haraldi sem faeim- ilisföður, megum tafea þau kynni sem góðan laardóm. Haraldur hafði mikið yndi af ferðalögum og sérlega gottauga fyrir náttúrufegurð og þeim töfrum sem grípa mann ó víð- áttum landsins. Má margs minnast um þetta í sameigin- legum ferðum starfsfóiks Tryggingastofinumarinnar. Hinu skal þó síöur gleymt af þeim, sem áttp með honum ferðir í fámennum hópi, hversu ágætur ferðafiélagi hann var og fróð- ur. Haraldur naut sín fullkom- lega, er hann drakk kaffj úr hitábrúsa í áningu á larig- ferðalagi og tókst þá hvaðbezt upp að miðla samferðamarini af fróðleik sínum. Starfsfólk Tryggimgastofnun- ar ríkisins, sam samleið átti með Haraldi Guðmundssyni, minnist hans með virðingu og þölck. Við sendum konu hans, frú Margréti Brandsdóttur og bömum þeirra hjóna innilegar samúðarkveðjur í tileflni af fráfalli afbragðsmanns og heim- ilisföður. Eyjólfur Jónsson. Blómahúsið Skipholti 37 simi 83070 (við Kostakjör skammt frá Tónabiói) Aður Álftamýri 7. • OPIÐ ALLA DAGA, • ÖLL KVÖLD OG • UM HELGAR. Keramik, gler og ýmsir skrautmunir ti) gjafa. Blómum raðað saman i vendi og aðrar skreytingar. BLÓMASENDINGAR UM ALLT LAND MEÐ GÍRÓ 83070.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.