Þjóðviljinn - 29.10.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.10.1971, Blaðsíða 5
Föstud'agur 29. októlber 19-71 — ÞJÓÐVILJIWISI — SlÐA 5 I I ! ! I \ ar hækkanir komi á kauptaxta láglaunafólks og ennfremur niðurfelling lægstu kauptaxta og taxtatilfærslur. Vinnuvikan verði stytt um 4 klst. eða í 40 klst. Lágmarksorlof verði 4 vikur á ári. Komið verði á kauptryggingu fyrir tímavinnufólk. Ákvæði samninga um slysatryggingar og greiðslu kaups í veikinda- og slysatilfellum verði endurskoðað. * Verkakonum verði greiddur fæðingarstyrkur. Skaplegur vinnutími hjá næturvarðmönniun. í næst hæsta flokki verði verkamenn við stjórn útlagniuffarvéia í malbikun. Kröfur verkamanna eru sanngjarnar Fyrir nimri vi'ku voru atvinnurckendum aflhentar samei'ginlegar kröfur verkamannafélaga um allt land. Eru þessi verkamanin'afélög innan Verkamannasam- bands íslands. Höfðu atvinnurekendur haft þessar kröf- ur til athugunar um viku skeið áður en fjallað var um þær á fyrsta sa'mningafundi núna í byrjun vikunnar. Annar samningafundur verður að líkjndum haldinn í dag. Þessa samningafundi um verkamannakjörin sitja 8 menn frá hvorum deiluaðila. Kannski reynir meira á þolrifin í þessium samningamönnum en hjá fulltrúum annarra starfsstétta. Samkomulatg náðist jnnan A.S.Í. að stilla upp hlutfallslega hærri kauphækkunarkröfu fyrir verkamenn en hjá öðrum félögum innan A.S.Í. Er þannig stefnt að tneira launajafnrétti í landinu. KAUP Á HÆSTA TAXTA Verkamannakaup í dagvinnu losar nú 20 þúsund krónur á ménuði. Er þá miðað við hæsta kauptaxta ,,, YDagsforúnar, 9. taxta og 4% aldurshækkun effir 2 ár. Eru það menn er stjórna stórvjrkum vinnuvélum og verkamenn er lenda í einstafclega erfiðri og óþrifalegri ■""^Jníiör Megin kauphækkunarkrafan er 20% á alla vinnu. Vinnuviikan verði stytt um 4 fclst. í 40 stundir og lág- marksorlof verði 4 vifcur á ári. Furðu margir verkamenn vinna á 3 læstu kaup- töxtum hjá verkamannafélögum. Er nú gerð lcrafa um að fella niður þessa lægstu kauptaxta hjá verkamanna- félögunum. Þá eru ennfremur tilfærslur á störfum eft- ir flokkum. Er þannig gerð brafa um kauphœkkun hjá fisbvinnufólki um 10% svo að dœmi séu tekin af verkafólki er vinna á þessum lægstu kauptöxtum. Á 2. kauptaxta er mánaðarkaup í dagvinnu kr. 15.617.00 í dag. Á 3. bauptaxta kr. 16.024,00 á mánuði. Mánaðarkaup á 1. taxta er aldrei ti'lgreint og er aðeins unnin tímabundin vinna á kr. 80,25 á klst. VINNA Á LÆGSTU KAUPTÖXTUM Hverskonar vinna hefur verið unnin á þessum 3 lægsitu kauptöxtum hjá verkamannafélögum? Eftir 3. kauptaxta er uinnin fiskvinna, aðsitoð við fag- vinnu oig steypuvinna svo að dæmi séu tekin. Eftir 2. kauptaxta er unnin vinna í sláturhúsum, vinna við fóðurblöndunarvélar og ryðbreinsun með handverk- færum. Kauptaxtar hjá Dagsbrún og öðrum verkamannafé- lögum eru 9 talsins í dag. Gerð er krafa um að fækka þessum kauptöxtum í 6 með því að fel'la niður 3 læigstu taxtana. í væntamlegum 1. kauptaxta er flobkuð almenn verkamannavinna; svo sem vinna með handverkfærum við holræsagerð, vatnsveituframkvæmdir og skurð- gröft vegna rafllagna og símlagna. í væntanlegum 6. kauptaxta komi stjóm á ýtum, vélsfcóflum og kranabílum. Verði ákvæði samningsins um þungavdnnuvélar endurskoðaður með sérþjálfun þessara manna fyrir augum. Ennfremur stjóm á stór- virkum flutningatækjum við sand- og grjótmám, vega. gerð, hjólbarðaviðgerðir, vinna með sand'blásturstækj- um, málmhúðun og málun skipa með loftþrýstispraut- um, ryðhreinsun með rafmagnstækjum, múrbrot á veggjium með loft- og rafmagnshömmm, vinna lög- giltra sprengingamanna og vinna við bolræsabmnna. Þá er gerð tillaga um að greiða eftirtalda vinnu með 10% álagi ofan á 6. kauptaxta. Hreinsun með vít- issóda hreinsun bensín- og olíugeyma að innan, vinna inn.i í kötlum og skipstönkum og undir vélum í skip- um og allt múrbrot innanhúss. NÆTURVARÐMENN Vinnutími næturvarðmanna hefur verið tekinn til endurskoðunar. Næturvarðmenn skila oft um 72 stunda vinnuvifcu og er það raunar óhóflega langur vinnu- tími. Sjö nátta vinnuvika er 84 stundir. Er nú gerð til- laga um að sikipta sjö nátta vinnuviku milli tveggja manna. Þykir rétt að þessi brafa fylgi kröfu um styttdngu vinnuvifcunnar í 40 stund'ir í dagvinnu. Þá eigi aldurshækkun eftir 2ja ára starf að vera 5% bæði hjá dagvinnumönnum og nœturvarðmönnum í stað 4% eins og nú er tíðkað. Var búið að festa í samn- ingum á sínum tíma 5% aldurshækfcun eftir 2 ár. Þá er gerð tiilaga uln að verkamenn fái minnst 8 klst. hvíld eftir að hafa unnið samfellt 6 klst í nætur- yimmu. Þá er gerð tiillaiga uim að sundurliða kaup- greiðslu á launamiða í dagvinnu, e.ftir-. nætur- og helgidagavinnu. Svo og að sundurliða al'lan frádrátt við kaupgreiðslur. En ábótavant þykir í þessum efn- um við útborgun fcaups. Ekki þykir lengur fært að bjóða handlömgurum hjá múrurum og trésmiðum tímakaup. Verði þeir eftir- leiðis aðilar að ákvæðisvinnu fagmamnanna. Þannig verði sfcipuð sérstök nefnd til þess að skiligreina verk- svið og pósentur handlanigara við uppmælingu viðkom- andi taxta iðnaðarmanma. Enmfremur að skilgreina starfsheitið sérþjálfaður byggingaverkamaður með sér- stakan taxta þeirra fyrir augutn. Verði þá komið upp sérstökum fræðslunámskeiðum í sambamdi við störf þeirra. FÆÐINGARSTYRKUR Þegar^ gluggað er í sameigimlegar tillögur verka- mannafélaganna vekur athygli ákvæði um fæðinga- styrk verkakvenna. Fæðingastyrkur bvenna, sem öðl- azt hafa rétt a ósfcertu vifcufcaupi, sfcail vera da'gvinnu- kaup í eina viku, en þeirra, sem unnið hafa eitt ár eða lemgur hjá sama atvinnurefcanda, dagvinnukaup í 2 vikur. Réttur til fæðingastyrks falli ekki niður þó að konan sé frá vinnu a'llt að 6 mánuði fyrir fæðingu, ef um vanheilsu vegna þungunar er að ræða. Fnamam- greind réttindi nái einnig til þeirra kvenna, sem vinna hluta úr degi samfellt. Sbulu þá greiðslur miðaðar við hlutfallsile'gan yimnutíma. VINNUFATATJÖN Þá verði þessi klausa fell'd inn í salmninga: Verði verkafólk af völdu'm slysa fyrir tjóni á fatnaði og mun- um, svo sem gleraugum og úrum, sfcu'li það bætt að fullu. Sama gildi, ef verkafólk verður fyrir fatatjóni af völdum kemiskra efna. Hér að framan hefur verið stifclað á stóru í sameig- inlegri kröfugerð við væntanlega samningsgerð milli verkamanna og atvinmurekenda. Eru þessar kröfur full- mótaðar af hálfu verkamanna og er farið að fjalla um þaar á samningafundunum við atvinmurekendur. — g-m. \ I \ i I Vinna hafnarverkamanna verði færð upp um einn flokk. Verði þeim greidd laun samkvæmt 6. kauptaxta. Þeir fá kaup greitt núna samkvæmt 5. launaflokki. Hætt verði að greiða aðstoðarmönnum trésmiða og múrara tímávinnukaup. Tekið verði mið af ákvæðisvinnutaxta fagmanna. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.