Þjóðviljinn - 30.12.1971, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.12.1971, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — IjJÖÐVH'UBENN — Pi!mimtoKÍa(ður 30. desemlbe9’ VjTJX. Minrting: Asta Sigurðardóttir Fædd 1. apríl 1930, dáin 21. desember 1971 Ásta Sigurðardóttir Kveðja Öll þessi týndu blóm. Tíbráin á hvítu vorkvöldi. Nú kveðjum við þig við sem þú gafst svo mikið við sem skuldum þér svo mikið. Vertu sæl Ásta. Geymi þig Guð. UNNUR EIRÍKSDÓTTIR. ,,'Ég átti draum. Það var draumur. sem átti fyi-ir sér að rætast, hvað er fremur sjaldgæft um drauma. Ég beið þess í tilMöikkun að hann rsettist. Það muinidi verða einhvem sólskinsdag í mai (þegar alit getur skeð) eða bláa vomótt, um það bil sem morguninn les sig á gullreip- um upp í himininn., Þessi drajumiur var alveg ó- trúlega dýrlegur, — um sjald- gæfflt djáisn, og óg undraðist að mijr skyldi hafa dreymt hann.“ Með þessum orðum hefst sagan Draumurinn, sem rúm- lega tvítug stúlka sendi frá sér í bókarformi árið 1952. Það er draumurinn um ástina til lífsins. — draumurinn um fegurðina og þá sælu kon- unnar að Vera til þess kvödd að bera í líkama sinum kveikj- una að nýju lífi Hvílík dýrð. Og í fögnuði hjarfcans lifir hún hverja stund í tilhlökkun. þar til einhvem daginn, að hún hrakkur upp við það, að þetta nýja líf, bamið hennar, er ekki velkomið í þessa veröld og hún mætir skilningsleysinu og þjáningunni og síðan grimmdinni í umhverfinu efn- islega og andlega. Þessa harm- sögu segir Ásta Sigurðardóttir á svo einstæðan hátt og með þeirri fullkamnu snilli sem þeim einum er fært að tjá, sam hefur hlotið náðargáfuna. En þetta var ekki fyrsta verk hinnar ungu 'Skáldkonu. Áður hafði hún birt í lista- tímaritinu Líf og Mst smásög- umar: Sunn-udagskvöld til mánudagsmorguns oB Gatan í rigningu en þær sögur hafði hún skrifað. er hún var að- eins nítján ára gömul. Þegar fyrsta sagan hennar birtist í Líf og list kynnti ritstjórinn skáldkonuna með þessum orðum: „Ungfrúin er tvítug, snæfellsk, kennari- að mennt model að atvinnu. legg- ur gjörva hönd á margt: yrkir, málar, teiknar, rennir og skreytir leirker; auk þess drif- fjöður i endurreistum atorn- skáldaklúbbi.,‘ Og þegar sag- an: Gatan í rigningu birtist i sama tímariti, sagði ritstjórinn: ,,Enginn efi er á þvi, að með koomu nýrrar bókar veitir Ásta fersku og beitu blóði inn í ís- lenzkt bókmenntalíf því að leitun er á skáldsagnahöfundi, sem fer jafn glaesilega af stað og hún út á hina torsóttu og vandrötuðu rithöfundabraut." Og tíu árum síðar sagði Sverrir Kristjánsson í ritdómi: „Þegar fyrstu sögumar eftir Ástu Siguðardóttur birtust í Lífj og Mst fyrir rúmum ára- tug, mun flestum karlmönnum að mininsta kosti hafa komið saman um, að nú væri risin upp meðal vor penriafærasta kona á íslandi." Þannig kom þessi unga, fal- lega og fluggáfaða stúlka fram á sjónarsviðið Hún var ekki nema sextán ára þegar hún kom til höfuðstaðarins til þess a'ð nema og starfa. En það var eins og hún stigi fram alsköp- uð að andlegu og líkamlegu atgervi. Hún kunni utanað ljóðabækur margra skálda og hafði á hraðbergi sögur og til- vitnanir úr bókmenntum ald- anna þjóðsögunum og fomsög- unum. Það lá > loftinu, að þessar- ar ungu stúlku biði eitthvað mikið. Hún bar í sér mikinn lífsþorsta og þurfti að njóta þess dýrasta, sem líffð gat veitt, en jafnframt því stráði hún kringum sig ódáinsgjöf- um. Hún var s/uðræn i útliti, bar höíuðið hátt meg nokkru stolti í fasi og tinniusvart bárið hrundi í bylgjum niður á herð- ar. Það var hljóðlát og tíguleg reisn í fari hennar. en i aug- um hennar var fjarræn og austurlenzk dýpt Og hún eignaðizt m-arga að- dáendur Og þeir komu og færðu henni „gull, reykelsi og myrru“ krupu henni og lutu hennL Þeir dóðust að andagift hennar og ritlist og hún sóaði auðlegð anda síns öllum stundum í „nærveru sálar." En er stundir liðu, var eins og hrifisað væri til hennar úr öll- um áttum jaftat úr birtu vordagsins og sói suiroarsins sem hinum myrku löngu nótt- um haustsins. Hún var við- kvæm fyrir hræring-um roainn- legs Mfs oe hjarta hennay sió vinstra megin í barmi i takt við hjörtu hinna þjáðu smáðu og undirokuðu þeirra sem þráðu réttlæti, en lifðu í skuigga. Hún var einörð í skoð- unum og sló aldrei af til sátta. ef um líf lítilmiagnans var að teflia, fyrr en bætt baifði ver- ið úr. Ásta var fædd á Litla Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappa- dalssýsiu 1. apríl 1930 Por- eldrar hennar voru Þóranna Guðmundsdóttir og Sigurður Benjiamiín'Jónsson, er bæði eru af snaefellskum ættum. Þær voru tvær systur Oddný tveim- ur árum yngri. og ólust upp á Litla Hrauni. Bærinn þeirra var í hrauninu & sjávarsitrönd- imni sumoam við prestssetrið Stóráhraun. Það er harðbýl og afskekkt jörð. Þær voru mjög samrýmdar þessar gáfuðu syst- ur, bæði í leik, námi og margs- konar samvinnu eftir að bær komust til fullorðins ára. Hélzt sú srystravinátta milli þeirra alla tið Ásta lauk kennaraprófi tví- tug að aldri, en hafði j-afn- framt stundað nám í ýmsum listum, að miklu leyti á eig- in spýtur Hún var mjög góður teiknari og margs konar banp- yrðir léku í höndum hennar. Þá la® hún ýmsar fræðigrein- ar oe varð t.d. mjög vei a<8 sér í grasafræði. Ritstörf stundaði hún að- eing í hjáverkum. Auk Draums- ins, sem fyrr er getið, kom út eftir hana smásagniasafnið: Frá sunnudagskvöldi til mánu- dagsmorguns, tíu sögur. Þá birti bún smásögur í Tímiariti Máls og menningar og tíma- ritinu Birtingi. en aðeins fá ljóða henmar hafa birzt á prenti, Ásta var langtímum sjúk á seinni árum og átti við margs konar eríiðleika að striða Hún eigna'ðist marga góða vini auk nánustu skyldmenna. Einn þeirra er verðugt að nefna, þegar hennar er minnst. Það er Þorgrimur Jónsson gullsmið- ur. Hann veitti henni marg- háttaða aðstoð á erfiðum stundum oe brást efcki, þegar mest reyndi á. Átti hún heima í húsi hams á annan áratug og þar íézt hún 21. desember síðastliðinn, 41 árs að aldri. Faðir hennar er látinn fyrir nokkrum árum, en Þómnna. móðir hennar, lifir enm, rúm- lega áttræð. Ásta lætur eftir sig sex böm Elzt þeirna er Geir, stúdent, er nú situndar háskóla- nám. Faðir hans er Jóbannes Geir listmálari. Þá átti hún fimm böm meg Þorsteini Jónsr syni frá Hamri. Þau em á aldrinum frá sj'5 til þrettán ára: Dagný, Þórir Jökull. Böðvar, Kolbeinn og Ása. Ár- ið 1967 giftist Ásta Baldri Guðmundssyní úr Reykjavik. Þeim varð ekki bama auðið. Þegar Ástu er minnst nú, hvarflar hugurinn tii ummæla, sem Einar Hjörleifsson Kvar- an hafði um vin sinn og skáld- bróður. Gest Pálsson látinn. Hann sagði: „Það eru ekki nema örfáir menn með þjóð hans, sem hafa nokkra hug- mynd um, hvílíkir fjársjóðir af íslenzku listrænu mannviti flutti sig af iörðinni með hon- um.“ Það er víst, að Ásita Sig- urðardóttir skáldkona flytur fjársjóði af íslenzku Ustrænu mannviti með sér af jörðinni. En hún skilur lfka mlkil dýr- mæti eftir. Gunnar M. Magnúss. * I bvert sinn sem ég hef le&ið sögur Ástu Sóigurðardóttur, hef- ur mér fundizt ég vera að ganga upp stiga þar sem hver trappa væri gerð úr hreinum og traustum marmiara, og svo við sögulok hefiur mér þótt eg standa nákvæmlega á efsÆu tnöppuinini — en,gin trappa væri eftir — og um leið heifiur stig- inn verið horfinn. En í stað þess að vera staddur í lausu lofti, hef ég aftur staðdð á jörð- inni, fastarj fótum en þegar ég hóf lestur söguinnar. Ég veit ekki hvað veldur þvi, aö mér þykja sögur hennar upprunalegri og sannari en flestra annara manna. Eta eitt er víst: þjóðin hefiur nú misst mikinn smásagnahöfund £ blóma lífsins, höfund sem hef- ur skilið henni eftir dýrmætan fjársióð. Bömum hemnar, eiginmarmi, ættintriuim og vitnum votta ég samúð. Stefán Hörður Grímsson * Dökkhærð kona og skarpleit. líkust því sem við blasir í þjöð- sögum eða frásögnum af suð- rænum framandleik — þannig kom Ásta Sigurðardlóttir manni fýrir sjónir. Hún gat verið völva ellegar seiðkona, og i fljótu bmgði gat manni fumd- izt það rnijög á huldu, hvort heldur hún væiri góð eða ill. En það mátti einu gilda; hún hlaut allavega að vera með ein- hverjum hætti öðruivísd en venjulegar konur. Eftir meira og minna sam- felld kyruni um tyttugu ára skeið, mimnist ég þess einna helzt við leiðarldk, hversu þessi dökMeita, suðræna og einatt brúnaþumga stúlka átti til mæman skilning á líf fóilks og ríka samúð með því; ef hún var nolklkrum ill um dagana, þá hygg ég það hafi helzt verið i eigim garð. Hún var óvenjuleg um margt annað en útlit. Listgáfa hexm- ar var á ffleiruim sviðum en einu, og kraftar hennar dreifð- ust meðal annars fyrir þær sak- ir; og f list sinni var húm nokk- uð sérstæð, þótt það litla sem eftir hana liggur bendi ekki á sérlega fjölhæfni Ein af smásögum hennar, sem ég las fyrir mörgum árum og man eikiki á stunddnini hvað hét, fjallaði um fngl í búri. Mér fannst sú saga likari ævintýr- um Oscars Wildes en flest ann- að sem ég hef séð frumsamið á íslenzku. Hér er hvorki stað- ur né stumd til að rekja efni neinnar einstakrar smósögu. En má vera, að fuglinn í sögu Ástu hafi átt fleira skylt með henni sjálifiri cg örlögum hennar en aðeins það að vera í búri. En nú heftir ekkert búr leng- ur. Sú sem mammd fannst stund- um vetra í álögum hefur hlotið fjaðurham sinn á ný til þess flugs sem engdnn fær hindrað. Elías Mar. Kveðja firá Rithöfumdalflélagi íslands. Einn félagi okkar, Ásta Sig- urðardóttir skiáldlkona er fallin frá. Hún lézt að heimili sínu Nesvegi 12 hér í borg þriðiu- daiginn 21. desember. Ásita var snæfellsk að uppruna, fædd að Litla-Hnaiumi 1. april 1930. Hing- að til Reykjavíkur kom hún ung að árum, settist í Kenoaraskól- ann og lauk þaðan piófi með ágætum 1950. -Litlu síðar, eða 1951 birti hún í Lífi og list fyrstu smásögu sína, Sunnu-. dagsikvöld til mónudagsmorguns og vakti þá þegar óskipta at- hygli allra þeirra sem fýlgdust mieð nýjungum í íslenzfcuam bókmenntum. Ásta bdrti fleiri sögur í blöðum og tímaritum og gaf eima þeirra út sérprentaða. Drauminn, en allar báru þær vitni um fróbæra ritleikni bess- arar gáfuðu skáldkonu. 1961 gaf Helgafell út smósagnasafn hennar sem bar hedti fyrstu smósögumnar Sunnudagskvöld til miánudagismorguns. Skáld- konan var aulk bess í betralagi drátthög sem sjá má á bókum henmar og anmarra sem hún skreytti. Margslungin Mfsótökin ollu þessari viðkvæmu konu miklu hjartabrimi, og stundum skammt milli ‘glits og döfckva Því urðu ritverk hennar máski minni að vöxtum en vimvr henmar hefðu óskað, en nióig til þess að hún setti svip á bók- menntir samtiðar sinnar og engan miyndi undra þó þessá sérkennilegi höflumdur yrði við- fangseflni ungra vísindamanna í bókmenntum á komandi tímum. Ásta Sigurðardóttir er öllum harmdauði sem þekktu hana fyrr og síðar. Við félagar hennar semdum bomum henmar, eiginmanni os öðrum ástvinum okkar samúð- arkveðjur. R'thöfundafclag Islands. Ásta Sigurðardóttir er óað- skiljanleg æskuárum mínum og uppvexti. Ljóminn yfir árun- um á Laugavegi 11 væri ekki allur nema vegna þess að hún kom þar vdð sögu. Hún brá síkum óróa á umhverfi sdtt í þá daga, að mörgujm góð- borgara leizt hreint ekki á blikuna. Þessi menningarsögu- legi þáttur Laugavegs 11 hefst að mínu minni á árumum 1951- 52, því að staðir eins og Kommakaffi og Hressingarskál- inn stóðu á gömluim merg. Þá var tímaritið Líf og List ekki orðið dýrmætur safngripur, heldur ört vaxandi sproti sem Steingrímur Sigurðsson sinnti með glæsibrag. Og þar átti Ásta sínar fyrstu sögur. Sú fyrri, Sunnudagskvöld tilmánu- dagsmorguns í aprílheftinu 1951 og Gatan í rigningu í ágúst- heftimu. Og það má með sa-nni segja að smásögumar og Ásta sjálf vöktu athygM allra lands- manna í einni svipan. Fyrir réttuim 20 árum skakk- blíndu Reykvíkingar auguim á unga stúlku fyrir það eitt að voga sér að ganga um götur bæjarins á köflóttum síðbux- um. Það þarf því engan að undra, þótt Ásta Sigurðardótt- ir ætti ekki aMsstaðar upp á pallborðdð með sinni vægðar- lausu framkomu við umhverf- ið. Hún gekk á síðum buxum og víðum peysum, reykti á götum úti og hafði stundum helzt til hátt á almannafæri. Hún talaði tæpitungulaust með sínum sterka og sérkennilega rómi. og fólk lagði eyrun við því sem hún sagði, Hún var komin af Snæfellsnesinu, hafði lokið prófi frá Kennaraskólan- úm, hún var fyrirsæta mynd- listarmianna, sem þótti í bá daga vera hálfgerð goðgá, og var fyrir vikið oft kölluð Ásta módel. Hún stundaði leirkera- smíði í Funa. og i munni margra festist það nafn við hana, Ásta í Funa. Með okkur Ástu tókust góð kynni, það var að mig minnir veturinn 1952, og vinéttan hélzt með okkur alla tíð síðan. Stundum skildu leiðdr,, en aldrei var svo langt á millí okkar, að þær lægju ekki auð- veldlega saman aftur. Hún var ákaflega trygg og vinföst, eins og títt er urn fólk sem ekfci blandar geði við alla að fyrra bragði. Hún var mjög kát og fjörug á þessum árum, frásögn hennar mergjuð og taktföst, hún átti líka margt í sjóði og miðlaði óspart af. Mér fannst hún oft á tíðum allt að þvi mögnuð í allri sdnni gerð. Henni virtist oft auðvelt að ryðja öllum andlegutn torfær- um úr, vegi með einni setningu eða hvassri athugasemd. Hún var líka léttstríðin við fólk, og þá oft upp í opið geðið á því, Mifraði ekki eftir balkimu á kunningjum sínum eða öðr- u,m. Það sem mér er einna minn- isstæðast við útlit hennar er mjög sérstætt bros, strákslegt stríðnislegt en ákaflega innilegt bros, sem læddist einhvemveg- inn feimnislega yflir stóran munninn og út í munnvikin og lá þar eins og í læðingi stund- arkorn og náði svo öllu andlit- inu. Svo var eins og hún liti oft undan og frá þegar þetta bros var að búa um sig. Engu að síður fannst mér megintónninn í lundarfari hennar vera þungur og hægur og eiginlega angurvær, og dul var hún alla tíð, og með árun- um varð hún allt að því ar- mæðulega sjálfhæðin. Ásita eignaðist ung soninn Geir með Jóhannesi Geir Jóns- syni listmálara. Hanm ólst u,pp hjá mióðurömimu sinni, ég man vel eftir honum þegar hann var lítiH drengur, hann hafði éld- rautt hár og fjöldamiaingar frekmur og vildi helzt alltaf vera að grúska í állskoinar bók- um. Seinna tók hún höndum saman við Þorstedn skáld flrá Hamri, og þau bjugigu saman í mörg ár og eignuðust fimm böm. Þá urðu eðlöega mikil þáttaskil í lífi Ástu Sigurðar- dóttur, og það duldist engum sem toom á Nesveginn bversu óskoraða ánægju hún hafði ef litlu börmunum sfnum. Hún var þar eins og í öllu öðtau, mjög sérkennileg og ákafllega skemmtileg móðir. Mér líðu-r sednt úr minni hvernig hún söng fyrir þau og kvað og las fyrir þau þulur, og ekki sízt hvemig hún talaði við þau og Iagði sig fram um að fá svörin hjá þeim. Ég sá hana líka teikna fýrir þau allskonar sfcringilegar myndir og mynzt- ur. Og bömin máðu lífca skjót- um oig skemmtilegum þroska svo kornung sem þau voru. Þessi bráðgeri bamahópur sem var samansettur af rauðkollum:, glókolum og einum svartkolli, eru: Dagný, 13 ára, fædd 1953, Þórir Jöfcull 12 ára, f. 1959, Böðvar XI ára, f. 1960, Kolbeinn 9 ára, f. 1962 og Guðný Asa 7 ára, f. 1964. Þegar árin liðu þótti það ráðlegra að fá öðrum uppeldi þessara bama í hendur. Ekki er því að leyna, að aðalástæðan lil þess var þung óreigla Ástu og þverrandi lífsorka, Eftir því sem ég bezt veit haifa bau oll hlotið gott fóstur að öknum, Hraunhreppi í Mýrasýslu. Líf Ástu var oft raunarsaga, og hún sjálf eitt af minnstu bömum guðs, en hún varð aldr- ei alger einstæðingur. Fyrir það ber að þakka Þorgrími Jónssyni gullsmið á Nesveginum, sem alla tíð hélt hlífiskildi vfir henni og reyndist henni tak- markalaus vinur. Hann hefur núna mikið misst. Ég sendi honum, öllum böm- unum hennar Ástu og öðrum ættingjum hénnar samúðar- kveðjur og óska beim alls góðs f framtíðinni, - Ásta gleymdist beim ekki sem þekktu hana, hún brá „sterkum SVip yfir dálftið hverfi“. og bað veit trúa miín, að LyMa-Pétur hrindir sinni bungu hurð upp á gátt og leiðir hana Ástu Sigurðai’dóttur bétt við hönd sér í himininn inn Isafirði 29. 12. 1971 Asdís Kvaran Þorvaldsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.