Þjóðviljinn - 14.03.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJIMN — Þriðjudiaguir 14. marz 1972
— Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: Elður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Siml 17500
(5 línur). — Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 15.00.
S0LUST0FNUN
niðurlagningar- og niðursuðuiðnaði á íslandi
hefur ríkt mikil deyfð og drungi á síðustu ár-
um. íslendingar hafa unnið mjög lítinn hluta sjáv-
araflans þannig að um fullvinnslu sé að ræða; ár-
ið 1969 nam hlutdeild niðursoðinna og niðurlagðra
sjávarafurð'a Uim 1-2 af þúsundi heildaraflamagns-
ins. Þetta er allt of lágt hlutfall, þó ekki væri af
annarri ástæðu en þeirri, að með mikilli full-
vinnslu gætum við margfaldað útflutningsverð-
mæti sjávarafurðanna.
jyjagnús Kjartansson iðnaðarráðherra nefndi
nokkur dæmi um það í umræðum á alþingi í
gær, hversu skammt íslendingar eru á veg komn-
ir í fullvinnslu sjávarafurða:
□ — 1970 framleiddum við nærri 1400 tonn af sölt-
uðum ufsaflökum en notuðum sjálfir til sjólax-
framleiðslu aðeins 191 tonn. Hitt varð hráefni
handa öðrum.
✓
□ — 1970 framleiddum við nær 1300 tonn af sölt-
uðum grásleppuhrognum en notuðum aðeins 73
tonn í kavíarframleiðslu. Allt hitt fór f fullvinnslu
handa öðrum.
□ — 1970 var áætlað magn af þorskalifur yfir 10
þúsund tonn, en í niðursoðna þorskalifur fóru að-
eins 80 itonn.
Ótal dæmi önnur mætti nefna um það hversu illa
hefur verið farið með þær sjávarafurðir sem hing-
að hafa borizt á land. Ástæðurnar fyrir seinagangi
í þróun niðursuðuiðnaðarins eru mrgár. Ein ástæð-
an er forustuleysi og skipulagsleysi í niðursuðu-
iðnaðinum. Fyrirtækin hafa verið mörg og smá;
voru 26 á síðasta ári. Skipulagsleysið hefur haft
í för með sér mikla peningasúun og óhagkvæmni
hvers konar. Önnur ástæða er sú að skort hefur
sölusamtök niðursuðuiðnaðarins. íslendingar hafa
reynslu af þýðingu sölusamtaka hraðfrystiiðnað-
arins og í ljósi þeirrar reynslu hefur ríkisstjómin
nú ákveðið að stefna að því að setja á laggirnar
sölustofnun niðursuðuiðnaðarins. Stofnunin skal
hafa það hlutverk að annast sölu og dreifingu á
niðursoðnum sjávarafurðum, skipulegeja mark-
aðsöflun, samræma framleiðslu verksmiðjanna og
greiða fyrir hráefnisöflun.
Jðnaðarráðherra lagði á það áherzlu, er hann
mælti fyrir frumvarpinu um sölustofnun niður-
suðuiðnaðarins á alþingi í gær, að hér væri um
stónmál að ræða og er ætlunin að þingið afgreiði
frumvarpið í vetur. Alþýðubandalagsmenn hafa
jafnan lagt áherzlu á þýðingu þess að vinna bet-
ur sjávaraflann og hlýtur frumvarpið um Sölu-
stofnun niðursuðuiðnaðarins að vera þeim mikið
fagnaðarefni sem og öðrum þeim sem vilja treysta
atvinnuvegi landsmanna.
Efnilegur forustumaður
í Sjálfstæðisflokknum
Floíklksmenn í Sjélflstæðls-
flokkmim tedja að nú fari það
ekiki lengux á milli mála að
Ingólfur Jónsson sé ednhver
hæfasti maður Sjálfstæðis-
floiklksins. Þetta álit á Ingólfi
Jónssyni hefur hamn sjáifur
reynt að festa í sessá með
neðanméisgreinium sem hann
sikrifar af og til í Morguii-
blaðid. Á laugairdaginn síðasta
skrifaði hann iál að mynda
grein sem ótvírætt rennir
stoðum undir sívaxandi álit
sem Ingólfur Jómsson nýtur
meða] floikiksimamna í Sjálf-
stæðisflokikmum.
1 grein þessari fjallar þevssi
fyrrverandi ráðherra am
skattamálin og sýnir þar í
töflu athyglisverðan saman-
burð á nýja skattaikerfinu og
því gamla. Þeir sem einvörð-
umgu lesa Morgunbllaðið og
hafa ekiki möguleika heldur til
þess að sannreyna töflu Ing-
ólfs Jónssonar trúa henni
sjálifsaigt. Þar er sýnt að
skattar samlkv. tillögum rík-
ísstjómarinnar munu yfirleitt
hæklka og það verulega.
Ingólfur Jtínsson hefur áð-
ur f jaMað um skattamái í neð-
anmálsgreinum sínum. 1 eánni
slíkri greán bjó hann t.d. til
þá sögu að nefndirnar sem
undirbjuggu sikattamálafrum-
vörp rfkisstjórn arinnar hefðu
verið settar af. Þetta var hel-
ber tilbúningur, en auðvitað
heftn- Morgumíblaðið lagt útaf
gredn Ingólfs um skatta-
nefndimar eins og þær væru
heálagur sannleikur. Hins
vegar er undirritaður arðánn
svo vanur lyginni í Morgun-
blaðinu að ekká er talin á-
stæða til þess að svara þeim
nerna af og til, þegar um
þverbak keyrir. Og tafla Ing-
ólifis Jónssonar um skattamál-
in er vissulega bannig að á-
stæða er til þess að f jaila ci-
lítið um hana.
Fyrst er hér birtur saman-
burður Ingólfs Jónssonar á
gömlu skattakerfi „viðreisn-
ar“-fIoíkkainina og nýju kerfi
núverandi stjórnarfllokka. Ing-
ólfur miðar að sögn við 300
þúsund kr. nettótekjur.
1 fýrri dálkinum er skatt-
ur samkvæmt gamla skatta-
kerfinu og í þeim siðari sam-
kvæmt nýja kerfiniu.
I aftasta dálkinum er mismunur kerfaruna tveggja samkvæmt
Ingólfii Jómssyni:
Framteljandi Gamalt
Einstaklingur 68.000
Barnlaus hjón 46.000
Hjón + 4 börn 22.000
Samfcvæmt þessum tölum
hækka skattar á lægstu launa-
tekjum mjög samkvæmt kenn.
ingum IngóKs Jónssonar. En í
samburðinum „gleymir” hann
nefsköttunum sem nú hafa ver-
ið felldir niður. Hefði gamla
kerfið hins vegar verið látið
kerfi Nýtt kerfi Mismunur
92.000 + 24.000
58.000 + 12.000
30.000 + 8.000
standa hefðu nefskattar verið
22.000 á hjón og 16.000 á eim-
stakling. Að persónusköttum
viðbættum lítur dæmið þannág
út og er enn- miðað við sömu
grundvallartölur og Ingólfúr
Jónsson gerði, þ. e. sörnu töliur
og í töflunni hér á undan.
Framteljandi
Einstablingur
Bamlaus hjón
Hjón með 4 böm
Gamalt kerfi Nýtt kerfi
+ nefskattur
84.000 92.000
68.000 58.000
44.000 30.000
Mismumur
+ 8.000
— 10.000
— 14.000
Þegar tafla Ingólfs hefur ver-
ið leiðrétt með persónusköttun-
um verður því enigin hækkun
á hjónunum en nokkur hækk-
un á sköttum einstaklingsins.
Þannig mætti gera ráð fyrir
því að töflumar væru fullleið-
réttar. En svo er ekiki. Kunn-
áttumaður um skattamál hefiur
reikmað út hvað 300.000 kr.
nettótekjur eiga aðréttulagi að
gefa eftir skattafrumvörpum
rikisstjómarinnar eiins og þau
líta út í dag. Næst verður birt
tafila um samanburð á nýju
kerfi samkvæmt töflu Ingólfs
Jónssonar, og nýju kerfi eins
og það er að réttu lagiogmis-
munur á réttu og röngu í töl-
um:
Framteljandi
Einstaklingur
Bamlaus hjón
Hjón með 4 böm
Rétt nýtt kerfi
81.450
46.450
18.000
Nýtt kerfi I. J.
92.000
58.000
30.000
Mismunur
10.550
11.550
12.000
Þarnnig er Ijóst að í skatta-
skrifum nær Ingólfur Jónsson
framar en nokkur annar for-
uistumaður Sjálfstæðisflokksins
til þessa. I fyrsta lagi er sann-
að hér að ofan að IJ sleppir
að reikma með persónusköttun-
um, í öðru lagi beinlínis falsar
hann útkomu nýja skattakerfis-
ins. Og í þriðja lagi er ljóst að
Mcrgunblaðámu er í engu treyst-
andi. Mætti þó sýna fram á
það enn betur með samanburðl
á sköttum eftir nýju og gömlu
kerfi, en ástæðulaust að þreyta
lesendur frekar á talnaflóði.
Að öllu samanlögðu sézt því
gjörla að Ingólfur Jónsson er
ákafflega efnilegur forustumað-
ur í Sjálfstæðisfl. — Fjalar.
ÞINGSJÁ ÞJÓÐVILJANS
Lagt fram á þingi í gær:
Frumvarp um iífeyrissjóð sjómanna
— framkvæmd þingsál.tillögu, sem Geir Gunnarsson flutti á þingi 1968
I gær var lagt fram á Al-
þiingi stj ómarfrumvarp um líf-
eyrissjóð sjómanna. Með flutn-
ingi þessa frumvarps er verið
að framkvæma ákvæði þings-
ályktunartillögu, sem Geir
Gunnarsson; fllutti á þingi 1968
og var samiþykkt sem ályktum
Alþingis í apríimánuöi það
ár. Með samiþykkt tillögunnar
var ríkisstjóminni falið „að
Iáta undlrbúa og Ieggja fyrir
Alþingi frumvarp til laga um
breytingu á lögum um Iífeyr-
issjóð togarasjómanna og und-
irmanna á farskipum, á þann
veg að sjóðsfélögum verði
tryggð eigi minni réttindi, en
aðiljar að Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins njóta nú“.
verið lagt fram, er samið af
Frumvarp það, sem nú heflur .
Skattamálin
rædd i báðum
þingdeildum
Umræðum um skattamálin var
haldið áfram í báðum þing-
deildum í gær. Tekjustofna-
frunwarpið var nú til 1. um-
ræðu í neðrideild, eftir að hafa
verið afgreitt frá efrideild.
Frumvarpið um tekju- og
eignaskatt var til 1. umræðu
í afrideild, en það hafði áður
fengið afgreiðslu í neðrideild.
Umraeður voru heldur bragð-
daufar og kom ekkert nýtt
fram í málflutningi stjórnar-
andstöðunnar.
verið lagt fram, er samið af
Guðjóni Hansen, trygginga-
flræðingi, og í ýtarlegri grein-
argerð hans, sem prentuð er
með frumvarpinu, er með
skírskotum til þingsályktunar-
innar sagt að sú verðtrygging
lífeyris, sem frunwarpið gerir
réð fyrir sé eitt veigamesta at-
riði frunwarpsins. Um það at-
riði segir svo í greinargerð-
inni:
Óumdeilanlegt er, að höfuð-
vandamál íslenzkra Mfeyris-
sjóða er vanmátitur þeirra til
að tryggja verðgildi Mfieyris-
greiðslna. Þeir sjóðir, sem veita
slíka vedðtryggingu baifla yfir-
leitt hlutaðeigandi vinnuveit-
endiur, siwo sem ríki, bæjarfé-
lög o.fl., að bakhjarli, og taka
þessir aðilar á sig sitórkoetieg-
ar skuldibindingar með ábyrgð
sinni í nær öllum reglugerðum
hinna nýju lífeyrissjóða verkia-
lýðsfélaga er gert ráð fyrir
takmarkaðri verðtryggingu , til-
tekið tímabil í senn með blið-
sjón af fjárhagsgetu hlutaðeig-
andi sjóðs hiverju sinni. Sama
huigmynd kom fram í greinar-
gerð minni frá 17. júlí 1967 um
hag Lífeyrissjóðs togarasjó-
manna og undirmanna á far-
skipum. Þar sem sjóður þessi
verður að telj ast trausitur í
samburði við flesta aðra líf-
eyrissjóði hér á landi og enn
eru lífeyrisþegar bans tiltölu-
lega fáir, er í frumvarpinu gert
ráð fyrir að allar elli-, örorku-
og ekkjulífcyrisgreiðslur, sem
úrskurðaðar hafa verið, miðist
við kauplag 1967-1971 frá 1.
janúar 1972 að telja. og síðan
verði sjálfkrafa hækkanir árin
1973 oð 1974, en frá árslokum
1974 verði teknar ákvarðanir
um áframhaldandi hækkanir
fyrir 5 ára tímabil í senn með
hliðsjón af afkomu sjóðsins.
Með frumviarpinu er einnig
gert ráð fyrir læktoun aldurs-
marks eUiMfeyrisþega og um
það atriði segir svo í greinar-
gerðinni:
„Lækkun aldursmarks
ellilífeyrisþega
Gert er ráð fyrir heimild til
að hefja töku ellilífeyris fyrir
65 ára aldur, þó ekki fyrr en
frá 60 ára aldri, að uppfylltum
tveimur skiiyrðum, annars veg-
ar, að sjóðféla,gi hafi lengi
stundað sjómennsku, og hins
vegar, að ekki sé iangt síðan
hann hætti störfum á sjó“. . .
„Til glögigvunar á því, hver
áhrif samþykkt frumvarpsins
mundi hafia á Mfeyrisgreiðslur
til núverandi lífeyrisþega,
skulu nefnd þrjú dæmi. Elli-
lífeyrisþegi, gem hætti störfum
skömmu eftir sitofnun sjóðsins,
og á nokkurn rétt samkvæmt
bráðabirgðaákvæðum laganna,
fær nú um 8 þús. kr. á ári, en
fengi um 45 þús. kr. árið 1972.
Frestumarhæfckun er hér reikn-
uð í samræmi við áfcvæði 4.
málsgr. 12. gr. frunwarpsins,
þótit um eiginlega frestun á
töku Mfeyris bafi að sjálfsögðu
ekki getað verið að ræða fyrr
en eítir stofnun sjóðsins. Ann-
ar ellilífeyrisþegi, sem hóf töku
lífeyris árið 1970 og á að mesitu
leyti rétt í samræmi við ið-
gjaldagreiðslur, en einnig að
nokfcru samkvæmt bráðabirgða-
ákvæðumnn, mrjndf fá hækkun
úr 38 þús. í 81 þús. á ári. Loks
má nefna ekkju sem hófi tpteu
lífeyris árið 1969, en lífeyrir
hennar mundi hækka úr 23
þús. kr. í 61 þús. kr. á ári. Tvö
böm hennar njóta einnig líf-
eyris úr sjóðnum“.
STOFNLÁNADEILD
SAM VINNUFÉLA GA
Á fundi efrideildar í gær
mælti Lúðvík Jósepsson við-
skiptaráðherra, fyrir stjórnar-
frumvarpi um Stofnlánadeild
samvinnufélaga. Lúðvík sagði
að frumvarpið miðaði að því
að koma á fót sérstakri stofn
lánadeild til stuðnings sam-
vinnuverzluninni í landinu, en
áöur hefðu verið sett lög um
stofmlánadeild við Verzlunar-
bankann til þjónustu viðeinka-
verzlunina. Kvað Lúðvík þetta
frumvarp að mes-tu sniðið eft-
ir þeirri löggjöf.
Lagði ráðherra dherzlu á að
nefnd sú. sem fengi frumvarp-
ið til meðferðar hraðaði af-
greiðslu þess. ■— Að lokinr.i
framsögu var umræðu um mól-
I