Þjóðviljinn - 14.03.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.03.1972, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÍÞJÓÐVILJINíN — ÞiíðjiUidaigur 14. marz 1972 Um framburð og rithátt íslenzkrar tungu í desember síðastliðnum rit- aði OG grein í Þjóðviljann um sfcopskyn íslendinga, og var sú h/ugvekja sem töluð út úr mínu hjarta. En í upphafi máls sáns raeddj höfundur af liUu um- burðarlyndj og mikium ókunn- ugleika um hinn lina fraroburð á stöfunuro k, p og t inni í orði. Mér rann blóðið til skyld- unnar því að eg er aJinn upp víð J»ann framburð. Og þar sem enginn hefir orðið til að bera hönd fyrir höfuð þeirra, sem viðhafa þessi „mólspjöU“, get eg ekki sfiUt mig lengur um að leggja þar nokkur orð í belg. Það er engin ný bóla, að hneykslazt sé á þessum fram- buxðd og farið um hann ómild- um orðum. Og mér er fyrir löngu orðið það ljóst, að hann lætur illa í eyrum þeirra. sem vanir eru harða framburðinum, líkt og flestum finnst fláma&l- ið herfileg misþyrming á tung- umni, þ.e.a.s. öllum nema hin- um hljóðviUtu sjálfum. sem heyra ekki muninn. Við sem vanir erum lina framburðin- ■Jin á k, p og t frá bemsku, greinum varla muninn, neirrua við leggjum hlustimar sérstak- lega við. Misskilningur Það er miikili misskilningur hjá OG, að lini framburðurinn sé til kominn á síðari árum. Eíkki veárt eg, hvar hann er upprunninn eða hvenær, en hann mun hafa verið að breið- ast úf á undanfömum öldum, er niú landlægur á ölln Suður- og Vesfcurlandi og aUt ausbur í H ún avatnssý slur og liklega norður um miðja Austfirði a’ð austan. H-ann nær þannig til meiri hluta landsins og til mik- ils meirihluta þjóðarinnar. Hér er sem sagt um mállýzku p.ð ræða, sem á ekkert skylt við málfiarsbreytingar eins og „þágufaUssýkirua“, sem eg veit ekki betur en stingi sér niður í flestum eða öllum landshlut- um og er því rangt að kalla máUýzku, enda ekki í sam- ræmi vffl skýringiu á því orði í orðabókum. Réttara teldi eg ag kaUa befcta dreifða mál- venju. Þá vil eg leiðrétta annað at- riði í grein OG. Hann tekur sem dærni orðin „sykur“ og „baukiur" og segir okkur bera þau fram eins og „sigur“ og „ba/ugur“ Þetta er fullkomin fjarstæða. G-in í gigur og baug- ur eru lin g-hljóð. eins og i saga“. En linu k-hljóðin í „syk- ur“ og baukur“ eru hin sömu og í upphafi orða eins og „gat“. Og þetta var slæmt gat hjá OG. Munur á rithætti oer framburði Þeir sem setja út á linan framburð staifianna k, p og t, teija það óhaefu að bena orðin fnam öðrú vísi en þau eru rit- uð. Man eg t.d. ekki betur, en Ævar Kvaran leikairi hafi þar öðrum fremur tekið djúpt í ár- inni. Þessu ágæta fólki vil eg þá benda á, að bæði þeir og aðrir íslendingar segja varla nokkra setningu þar sem ekki koma fyrir orð, sem þeir bera fram á annan veg en þau eru rituð. Nokkur dæmi: Hafa er lesið hava, Ámi er lesið árdni, kalla er lesið kadla, steinn er lesið steidn, mega er lesdð meiga, ungur er lesið úngur, siegja er lesið seija o.s.frv„ o.s.frv. Þessi dæmi nægja til að sýna hvíHk fjarstæða það er að fordæma einhvern framburð fyrir það eitt, að hann er 'efcki í sam- ræmi vi'ð ritháttinn. Með sama rétti ættu þá Vestfirðingar, sem enn segja „langur“ með a- hljóði, lýst sök á hendur meg- inþorra landsmianna fyrir að segj a „lánigur“ og Skaftfell- ingar, ef nokkrir eru eftir sem segja „Ámi“ án d-hljóðs — þ.e.a.s. eins og ,,Ámý“ — gætu á sama hátt dæmt framburðinn „árdni“ rangan. Varla miun nokkurt tungu- mál í heimi vera talað eins og það er ritað. Sennilega kemst finnskan næst þvá allra Evr- ópumála, og latínan hinna fomu mála. ag ógleymdum tilbúnum málum eins og esperanto. Þetta stafar sumpart af því. bve erfitt hefir verið að finna hljóð- tákn, bókstafi. í samræmi við framburð, þegar byrjað var að rita málin í annan stað hefir svo framburður orða tekið breytingum í tímanna rás, án þess að ritháttur hafi verið samræmdur þeim. Enginn veit með vissu, hvemig forfeður okkar á landnáms- og söguöld töluðu. Og sumir trúa því í gramdaleysi, að íslenzk tunga sé töluð eins og hún er rituð. Dæmin hér á undan sýna, að þvá fer víðs fjarri. Þar að auki er framburður og orðaival breytilegt eftir landshlutum. Hér á landi finnast sem sagt mállýzkuir, þótt breytileikinn sé miklum mun minni en í flestum öðrum löndum. Um framburð gilda engar reglur í Þýzkalandi hefir svonefnd „háþýzka" verið löggilt sem rit- mál og talmál. sem allir verða að læra, án þess reynt sé að útrýma mállýzkunum. Hér á landi er löggilt stafsetning, sem kennd er í skólum, en um framburð gilda engar slikar reglur og þar syngur hver með sínu nefi. óáreittur að mes'tu, nema ef einhverjar am- bögur skjóta upp kollinum. Þannig hefir flámælið verið kveði’ð niður að fullu, nema hvað enn bólar á þvií hjá eldra fólki. og er þetta vafaiaust skólunum ag þakka. Á hinn bóginn reynist draugur þágu- fallsisýkinn'ar erfiðari viður- eignar, ag er það mikið ó- þurftarverk að fita þann púka með undanlátssemi og vanga- veltum. En svo má illu venj- ast að gott þyki, og verði ekki tekið aivarlega í taumana, ryð- ur þessi málbreyting sér senni- Iega til rúms í blóra við mál- fræðinga o? málvöndunarmenn og öðlast hefð í töluðu og síð- ar rituðu máli og kemst svo inn í orðabækur og þá talin rétt mál af öðrum en ein- stafca íhaldssömum rétttrúnað- armönnum Breytíngar á stafsetningu Núgildandi löggilt stafsetn- ing miðast mjög við uppruna orða. Sumir rithöfundar breyta út frá henni Halldór Kiljan Laxness samræmir stafsetn- ingu framburði að vissiu maŒiki. Má vera, að sumir kunni a® líta á það sem fordild til þess að vera ekki eins og anniað fólk, þótt sá roaður þurfi ekki á slíkum brögðum að halda til að sérkenna sig frá öðrum. Hann ritar t.d. einginn, lángur, mart (fyrir miargt). syskin (f. systkin), morni (f. morgni) Á þessum dæmum verður ekki greint, hvort hann fer hér eft- ir einhverju kerfi. En a.m.k. nær samræming hans ekki nema til sumra þeirra orða, sem allir íslendingar bera fram á annan veg en þau eru rituð. Ef stafsetning ætti að laga sig eftir framburði. þyrfti að byrja á því að löggilda ákveð- inn framburð, og síðain yrði bókmálið hljóðritaið líkt og tíðkasf í orðabókum, þar sem á eftir orðum er sýndur fram- burSur með bókstöfum eða öðrum vdðurkenndum hljóð- táknum. Þá yjrði t.d. ritað abl fyrir afil.edla fyrir ella = ann- ars (en stuttnefnið Elia held- ur sinni stafsetningu). svo að tekin séu dæmi til viðbótar BREF TIL BLAÐSINS þeim, sem að framian eru greind. Fólk þyrfti að setjast á skólabekk á ný til að læra að skrifa og lesa. Og með slíkri stafsetningu mundu mörg orð ag sjálfsögðu glata sambandi sínu og tengsium við upprurua sinn og önnur skyld orð, eins Ojr t.d. orðin systkin, margt og morgni, sem Kilj'an ritar syskin, mart. momi. Viafalaust er ástæða til að gera breytingar á núverandi löggiltri stafsetningu. En við Frambald á 9. síðu. Gísli Guðmundsson skrifar Fréttabréf frá Suðureyri Súgandafirði, 1. rnarz 1972. Héðan er nú alit gobt að fréfcta. Tíðarfar hefur verið miit og gott til landsins yfir- leit það sem af er áriixu. Róðr- ar bafa verið stundaðir af kappi, þó stundum hafi verið erfiðir róðrar. Atvinna í landi hefur verið mikil og tekjur mianna góðar. Þær hafa komizt upp í kr. 40.00» á hálíum mán- uði hjá þeim sem vinna að slægingu aflans meg meiru. Krónan er bara svo lítils virði. Og lækkar stöðugt. Varan haekkar í verði. Bílfært er nú aila daiga til ísafjarðar og Fagranes kemur tvisvar í viku. Unnið er sex daga vikunnar — sjöundi dagurinn er hátíðleg- ur haldlnn — með meiru Afli í febrúar Ég hef þetta ekki lengra að sinni, og skýri þá frá aflan- um í febrúarmánuði 1972. Róðr- Bátur Tonn ar Ólafur Friðbertss. 201.7 21 — í fyrra 156,9 18 Trausti 192,9 21 Sigurvon 189,3 21 Stefnir 68,4 15 — í fyrra 80,9 13 Kristj. Guðmundss. 9,8 1 — í fyrra 80,9 13 Sjöfn 0,7 ' 1 Samtals 662,8 *— í fyrra 651,3 Samanlagður afli í jan. — febr. Róðr- Bátur Tonn ar. Ólafur Friðbertss. 367,3 42 Sigurvon 361,4 42 Trausti 328,2 37 Kristján Guðmundes. 9,8 1 Sjöfn 0,7 1 Samanlagður afili var n-ú 1225,7 tonn á mófi 1189,9 í jafn.-febr. í fyrra Bolungarvík Þeir talast oft við viktarmað- urinn í Bolungarvik og viktar- maðurinn í Súgandafirði. Þeir skiptast oft á aflafréttum. Þess vegna hef ég afla Bolvíkinga í febrúar: Róðr- Ólafur Friðbertsson j höfninni á Suðureyri, Bátur Tonn ar. Sólrún 213.6 22 Guðm. Pétursson 203,9 22 Hugrún 182,3 22 Flosi 158,1 17 Særún 112,2 (Slæður fisikur troll) Og þá kemur heildaraiflj þeirra frá áramófcum: Sólrún 383,6 44 Gu3m. Pétursson 371,4 44 Hugrún 324,6 44 Fioá 305,1 38 Særún 162,2 (5 lamdanir. slægður fiskuir). Og þá er það spuminigin, hver hefur nú mesta meðaltal í róðri. Bátamir siem ég tek hér til meðferðar hiafa mjög sivipuð skilyrði. Meðaltal í róðri frá áramót- um: Trausti .......... 8.870i kg. Ól. Friðbertsson .. 8.745 — Sólrún ........... 8.715 — Sigurvon ......... 8.607 — Guðm. PétursSon .. 8.441 — Flosi ............ 8.029 — Huigrún .......... 7.377 — Stefnir ........... 4.523 — (Hann er ekki samkeppnisfær vegna stærðar sinnar). Stórfelldar framkvæmdir Samikvæmrt sím.tali sem ég átti við háttsettan framámann frystihiússins, sem staddiur er nú þessa stundina í Reykj'avík verða hér i sumar stórefldar framkvæmdir í íbúðarbygging- um, ef allt fer að óskum eins og' menn vona. Þetrta verður nú ekki meira í þetta skipti Við hittumsit seinna. Nú kl. 21.35 heyrði ég í súgfirzkum sjómönnum. Þeir voru að enda við að draga og hiafa allir beitt með dem- antsloðnu. Hljóðið í sikipstjór- unum er dauft. Ég bíð eftir hvað vigtin segir í nótt. þegar þeir laruda. Minn tími er ekki af þessum heimi. Vigtun er öll að næturlagi. Aflinn varð 1. marz: Trausti 8,2, Ólafur 7,9, Sigurvon 6,8 og Stefnir 6,2. tmn. Og þá kveð ég. Gisli. Steinar Sigurjónsson: Það er seigt í gæjunum (Lag: Þetta er allt svo gott) Hve lengi ætlar þjóðin að pína þá sem skrifa i og geta ekki hætt? Eiga þeir einatt að búa tál sögur þótt fáir láti fá sig til að lesa? Á ríkið ávallt að halda uppi aiuravon flata málsins með verðlaunum sem árlega rýrna i ví&itölunni til að þeir skrifi þó eitthvað? Hvi vill ekki fólkið segja þeim hug sinn svo þeir gefi sér tóm til að huigsa um hvort þeir ættu ekki að hugsa: Ég skrifa ekki framar fyrir fólk ég skrifa ekki framar fyrir sjálfan mig ég skrifa al'ls ekki tneir því ég hef ekki samband við það sem ég vildi og ætti að segja því ég bef ekki samband hef ekki samband og fólkið held'ur áfram að sletta i góm þótt þeir séu þráir frá ári til árs og geti ekki hætt. En þannig er því farið: Þeir sem skrifa vilja sem von er miða við góðkunna tíma og hefðir og norrænan leiðir þá hvað eftir annað í sama hlað; gamlar baðstofur spretta fram úr kófi liðinna æva og kirkjan fyllir ekki hjörtun nýjum gráti því hún er ekki full en reikar um í svörtum fötum sem hafa gránað af flösu ans klæðnaður þeirra sem skrifa og geta ekki hætt og bækur gánga með okkur aftur til þeirra ára þegar rúmban bar annan svip. Forn bein liggja á víð og dreif við leiði liðinna skálda sem vilja ekkí deyja. Við hvötum að rækt við grafir því við vitum innst inni að best er það sem gamlir kváðu. Hví skyldi andinn hætta að rembast hví skyldi hann ekki leita eftir ljósi þegar þjóðin kveikir á kertum hví ekkj þrá viðunandi hlýju hvi ekki hafa efni á að eiga konu og hús halda viðunandi heimboð um jólin og fá kannski lof um síðustu bók? Væri til of mikils ætlast þótt fólk segði notaleg orð við þá sem skrifa sig þreytta og geta ekki hætt?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.