Þjóðviljinn - 28.04.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1972, Blaðsíða 4
4 SlÐA — í*JÓÐVtEtJI'NN — Föstudagur 28. apríl 1972. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Cltgefandl: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjórl: Heimír Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Siml 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 225.00 ó mánuði. — Lausasöiuverð kr. 15.00 Jóhannes ár Kötlum látinn §ú mikla hetja ljóðlistar og sósíalisma Jóhannes úr Kötluim er látinn. Jóhannes var um áratuga- skeið fremsta skáld Íslendinga, hann gaf þjóð sinni ljóðperlur sem um langa framtíð munu verða bömum þessa lands í minni. Jóhannes úr Kötlum orti baráttuljóð; sífelld iða þjóðlífsins snerti hjarta hans og hann ffreypti í ljóð tilfinningu sína og lífssýn og sýndi öðmm mönnum í siónhending glögga og skýra mynd umhverfisins. Jóhannes úr Kötlum var einn af fremstu barátfumönnum ís- lenzkra sósíalista oe sat uim tíma á albingi fyrir Sameiningarflokk albýðu — Sósialistaflokkinn, gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á veg- um sósíalista. flutti allt fram á seinni ár ræður sem þeir eiga enn í minni sem voru svo lánsamir að fá að hlýða á.% Hann skrifaði ótalmargar greinar um stjómmál. bókmenntir. listir. — En Jóhann- es úr Kötlum er nú látinn, 72ia ára að aldri. Þjóð- viljinn mun minnast hans síðÞ-*’ Heilhrigðisþjónustan Mei frumvarpinu er ekki gengið á hlut Reykvíkínga Varast þarf að gera staðsetningu heiisugæzlustöðv- anna að flokkspólitísku máii, sagði heilbrigðisráðherra Fruimivarpið um heilbrigðis bjónustu hefur nú verið rætt á 3 fumdum í neöri deild og lauk 1. umræðu um frumvarpið í gær. Allmargir þ'ingmenn hafa tekið til máls og gert at- hugasemdir við einstaka þætti frumvarpsins og komið fram með ábendingar. Þrátt fyrir þá gagnrýni sem fram hefur kom- ið hafa þingmenn yfirleitt fagn- að jþeimi meginstefnu, sem mörkuð er með frumvarpinu. Magnús Kjartansson, heil- brigðisráðherra, svaraði í lok umræðnanna í gær þeim helztu athugasemdum, sem fram höfðu komið. Vék Magniús m.a. að þeirri staðhæfingu Ragn- hildar Helgadóttur (S) að með frumvarpinu væri gengið á hlut Reykvíkinga með því að gera ráð fyrir einum héraðs- lækni í Reykjavíkurhéraði, en það tekur yfir svæðið frá Her- dísarvík að Hvalfjarðarbotni. Magnús kvað það rétt að mik- íll mueur væri á stærð hér- aðanna eins og frumvarpið ger- ir ráð fyrir að þau skiptist. Nauðsynlegt væri binsvegar að Reykjavíkurhéraðd, Reykjavík og nágrannábyggðum væri stjórnað sem einni heild. Á þessu svæði væru helztu sjúkrahús landsims og á því væri miMl nauðsyn að þau^ tækju upp aukna samvisnnu og verkaskiptingu sín í miUi. Sagði Magnús að því færi fjarri að í frumvarpinu fælist nokkur árás á Reykvíkinga, eins og Ragnhildur Helgadóttir hefðd gefið i skyn. Það væri t.d. sérstaklega tekið fram í 24. gr. frumvarpsins, að í Reykja- vík skuli Heilbrigðismálaráð fara með st.iórn heilsuigæzlu- stöðvanna. Varðandi heilsuigæzlustöðv- arnar almennt, kvaðst Magnús vilja vara mjög við því að staðsetning þeirra yrði gerð að flokkspólitísku máli, heldur þyrftu þingmenn og aðrir sem um þessi mál mymdu fjalla í héruðunum að ledtast við að • skapa sem víðtækasta sam- stöðu. Verður námar greimt frá þess- um umræðum síðar. páeinir aðilar hafa lagzt svo lágt að lýsa yfir óíta við brottflutning bandariska hersins úr land- inu á þeim forsendum að þá missi fjöldi manns aívinnu sína. Hér er í senn um að ræða hina mestu firru og lágkúrulegustu tegund hemámshugar- fars. Geir Gunnarsson albingismaður svnir ereini- lega fram á þetta í Þjóðviljanum í gær. Þar kem- ur fram að á næstu árum mun umferð um Kefla- víkurflugvöll aukast stórlega. Gert er ráð fyrir að flugtök og lendingar verði tvisvar sinnuim fleiri eftir átta ár en nú er og að farþegafjöldi um flug- völlinn verði tvær miliónir manna árið 1980. í stoð 700.000 1970. Til þess að starfa við alþjóða- flugvöll sem tekur Við svo mikilli umferð þarf þrjú þúsund manns árið 1980, en til samanburðar má geta þess að nú starfa í tengslum við atvinnu- rekstur hersins liðlega 700 fslendingar. Með þess- um samanburði kemur í ljós að Mintoffsáróður nokkurra aðila um atvinnuleysi á Suðumesjum við brottflutning hersins er fásinna ein. Ennfremur má benda á að einhverjar beztu verstöðvar lands- ins em á Suðumesjuim og því er ekki ástæða til þess að ætla annað en að fiskiðnaður á Suðumesj- um geti á næstu ámm og áratugum bætt við sig enn fleira fólki til starfa J-|ins vegar lýsir umtal ákveðinna aðila um at-. vinnumissi við brnt'tför bersins bugarfari sem ekki er f«lenóinp‘um sæmandi. en þessi tegund hugarfars er ein aflnjðing hemámsins og sennilega sú ömur- legasta Mo^ brottflutningi hersins úr landinu lét't- ir ekki einasta hemámi landsins heldur einnig hugarfarsins og þá munu íslendingar á Suðumesj- um starfa við íslenzkar atyinnugreinar eins og aðrir landsmenn Stjómartrumvarp um vátryggmgar 19 aðilar reka tryggingarstarfsemi Lagt 'hefur verið fram á Al- þingá stjómarfnamvarp um vá- tryggingastarfsemi. Frumvarpið er samið að nefnd. sem Eggert G. Þorsteiinsson fyrrverandi tryggingamálaráðherra skipaði árið 1970, efl formaður nefnd- arinnar var Benedikt Sigur- jónssotn, hæstaréttardómari. Tnn 1 frumvarpið hafa, eftlr að neflndim skilaði því verið felld- ar breytingar, sem Kr. Guó- mundur Guðmundsson, trygg- ingastærðfraaðingur, lagði til að gerðar yrðu á því. Einnig hafa verið teknar inn í frumvarpið nokkrar breytingar. sem Er- lendur Lárusson. trygginga- fræðingur, lagði til að á því væru gerðar. Var frumvarpið þannig breytt rætt á fund'i allra þeirra aðila, sem að samn- ingu þess stóðu og þar gengið frá þvi eins og bað nú liggur fyrir. 1 greinargerð flrumvarpsins segir m.a.: Vátryggingar skipta rruklu máli í nútíma þjóðfélagi og varða flesta, ef ekki alla, þegna bjóðfélágsins. Um hendur vá- tryggingaraðilja rennur mjög mikið fjármagn. Það er þjóð- félagsnauðsyn að vátryggiingar séu reknar á heilbrigðu;m grundvelli og gætt sé hags- muna vátryggingartaka og vá- tryggða. Vátryggingartakar og vátryggðir hafa yfirleitt ekki aðstöðu til að meta fjártiags- aðstöðu þeirra vátrygginigar- aðilja, sem þeir skipta við og gera sér í raun grein fyrir þeim kjörum sem þeir semja um. Af þessum ástæðum er nuðsynlegt, að ríkisvaldið taki að sér að hafa eftiriit með starfsemi vátryggingarfélaga og fái rúmar heimild ir til að taka í taumana. ef eittihvað fer úr- skeiðis. . >á kemur fram í greinar- gerð nefndarinnar, að 19 stofn- anir raka hér tryggingarstarf- semi, samkvæmt sérstökum lögum og eru þar af 9 báta- ábyrgðarfélög. Þá reka hér einnig vátryggingastarflserhi 21 hlutafélag, 3 gagnkvæm félög og 1 féiag á vegum bifreiða- tryggingarfélaganna. Af hluta- félögunum er raunar eitt þrota- bú. Við samningu frumvarpsins hefur nefndin aðallega stuðst við lögigjöf annars staðar á Norðurlönídum. Oriof húsmæðra Lagt hefur verið fmm á Ai- þingi stjómarfrulmvarp um or- lof húsmæðra og mælti Hanni- bal Vaidimarsson, félagsmála- ráðherra fyrir frumvarpinu neðri deild í gær. Meginbreyl ingtn, sem frumvarpið felur sér frá gildandi lögum er sú að framlag ríkissjóðs til orlofs húsmæðra er tífaldað, þ.e. hækikað úr kr. 10 í 100 kr. fyrir hverja húsmóður í landinu. Til --- Vicvfnir hlutur sveitarfélaga ferið mun ríflegri en ríkissjóðs, on frumvarpið gerár ráð fyxir að framlag sveitarféJaga verði 50% á móti framlagi ríkisins. F élagsmálaráðherra gat þess. að árið 1970 hefðu aðeins 2,3% þeirra húsmæðra, sem rétt eiga til orlofs, notið þess. í 6. gr. laganna segir: „Sér- hver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launa- greiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækia um orW.“ Sssítlistar — verklýðssinnar! 1. maí verður kaffisala Kveii' félags sósíalista til styrktar Karólínusjóiði. Að þessu sinni verður kaffisalam að Hallveig- arstöðum og hefst kl. 3 s.d. Félagskonur og aðrir velunn- arar sjóðsins eru beðnir um að gefa kökur til veitinganna. Sjóðsstjórnin. Utanrikisstefna Sovétríkjjanna Dr. Niikoiaj Lébédéf deildar- farseti Slkóia aJþjóðlegra sam- skipta í Moskvu, heldur fyrir- lestur í I. kannslustofu Háskóla Islan Js í kvöld 28. apríl og hefst fyrirlesturinn kl. 21,00. Fyrirlesturinn nefnist: „Utan- ríkissteflna Sovétríkjanna”, og verður fluttur á ensku. Dr. Nikolaj Lébódéf er höf- umdur ýmissa sérhæfðra verka um alþjóðasamskipti og utan- ríkismálastefnu Sovétríkjanna. og hefur haldið fyrirlestra urn það efni við háskóla víða um lönd. (TiJk. fró Háskóla Islands). Tók sæti é þingi i gær SSigurður Blöndal, . skógar- vörður á HaJlormsstað tók í gær jpeti á Alþingi, sem vara- maður Lúðvíks Jósepssonar, viðskiptaráðherra, sem er á förum til útlanda í opinberum erimdagerðum. Sigurður Blöndal sat á þingi fyrir skemmstu, þá einnig sem varamaður Lúðvíks. Smurt brauð Snittur Brauðbær VII) OOLNSXOKG Síml 20-4-90 Kópavogs- apótek m-íwwu Opið öll kvöld»tiiiikl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3. Sími 40102. Sinfóníuhljómsveit íslands Aukatónleikar í Háskólabíói fimmtuaginn 4. maí kl. 21. Stjóm- andi Ragnar Bjömsson. Flutt verður: Stabat Mater eftir Dvorak. Flytjendur: Guðrún Á. Símonar, Svala Nielsen, Magnús Jónsson, Jón Sigurbjömsson. Óratóríu- kórinn og Karlakór Reykjavíkur. Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mimdssonar, Austurstræti 18, Alþýðubandalagið í Reykjavík Að lokimni kröfugöngu og útifundi verkalýðssamtakanna 1. mai heldur AlþýðubandaJagið í Reykjavík fund á Hóte) Borg. >ar flyfcur ræðu Magnús Kjartansson ráðherra og Guðrún Tómas- dóttir söngkona syngur nokkur lög með undirleik Ólaf.. Vignis Albertssonar. Félagar og aðrir stuðningsmenn! Drekkið siðdeg- iskaffflð á Hótel Borg. Takið með ykkur gesti. — Stjórain.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.