Þjóðviljinn - 07.05.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.05.1972, Síða 5
Sunnudagur 7. maí 1972 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J * að er nú orðið svo langt síð- an að róttækir fræðimerm um félagsmál hér á landi hurfu ofan í botniaust fen vísitölu, starfs- grucjdvallar, hönnunar, stöðlunar og hagfóta, að fornar kenningar maixista um fyrkmyndar þjóð- £ékg ftamtíðarinnar eru orðnar eins og fjarlægur hálf-gleymdur draumur. Þó rámar einstaka menn, sem aldrei voru neink sér- íræðingar í díalektiskri söguskoð- un, en því betur heima í díiítant- iskum hugarórum sjálfra sín, að Marx og Engels hafi iðuiega ver- ið að hamra á því að takmarkið með vaidatöku sósíalista, óg þar af leiðandi alræði öreiganna, væri hið stéttlausa þjóðfélag þar sem ríkisvaldið hýrfi úr sögunni, — gott ef þeir sögðu ekki orðrétt: — ríkið deyr út, — ríkið lognast út af. Raunar gættu þessir gömlu vísindamenn þess að tímasetja ekki þetta merka andlát nákvæm- lega, og getur þessvegna orðið einhver bið á að útförip verði auglýst, — einkum þar sem menn fá ekki betur séð en að í þeim þjóðfélögum heims sem lagt hafa út á braut tilrauna til sósíalisma verði ríkisvaldið öflugra með hverju árinu sem líður, og líkara sprækum æskumanni en karlægu gamalmenni. Kannski eru til ein- hverjir fræðimenn á meðal vor sem kunna skýringar á þessum fyrirbærum, og gætu látið þær í té, ef þeir slyppu stundarkorn undan járnhæl hagfótarins, — en það er ekki á okkar færi vo eru aðrar stjórnir sem stofn- aðar eru til að halda velli og lognast aldrei út af, heldur verða æ öflugri og þróttmeiri með hverju ári sem líður, íþrótta- og ungmennafélaga, stangveiðimanna og skíðakappa, kvenfélaga oggóð- gerðarstofnana, stjórnmákflokka og ekki sízt hinna ýmsu samtaka verkalýðsins. Og aldrei hefur gangan verið fjölmennari en hjá hinum síðast nefndu á mánudag- inn var, 1. maí, hér í Reykjavík. Það er kannski tímanna tákn að dagskrá Ríkisútvarpsins byrjaði þá með hugljúfri bæn þjóðkirkj- unnar, og síðan hófst Kröfu- keyrsla bíieigenda klukkan 10. Hún þótti takast með afbrigðum vei, og greiniiega sterk stjórn þar á bak við skipulagninguna, sem krafðist lægri tolla á atvinnubíla, og „enga kafbáta í samningunum" — hvað sem það nú þýðir. Þegar lestin kom niður í Bankastræti voru tveir barnakarlar að mót- mæla verðhækkun á ís með súkkulaðidýfu í sjoppunni þar á horninu, og tóku síðan undir með einum kollega sínum sem stóð á gangstéttinni fyrir framan ískrásirnar með kornabarn í kerru, og mótmælti hækkuðum tollum á farartæki sonar síns. Gerðu aðrir vegfarendur góðan róm að máli þessara borgara, og fengu sér síðan sæti í Málara- glugganum og virtu fyrir sér bíla- sortirnar. Sumir töldu ekki nema þrjá atvinnubílstjóra í lestinni, — en það var líklega vegna þess, að þeir kunnu ekki að telja nema upp að bremur — hinsvegai böfðu allir óskipta samúð með gamla Skódanum sem skrölti með nakin framhjól niður brekkuna og mótmælti þar með tollahækk un á aurbrettum. Aftur á móti söknuðu áhorfendur Kröfukevrsl- SMASTRSK A SKJON VIÐ DÍALEKTÍKINÁ unnar margra fínustu bílstjóra höfuðborgarinnar og glæsilegustu ökutækjanna, þótt við og við brygði fyrir mjög yndislegum sjálfskiptingum sem eyða þerta um 30 á hundraðið í innanbæjar- keyrslu, til að mótmæla væntan- legum benzínhækkunum og var þeim klappað lof í lófa. Má full- yrða að það hafi verið einróma álit fótgangandi barnakarla að allur mótmælaaksturinn hafi ver- ið þátttakendum til sóma, og von- andi stjórn bílaeigendafélagsins einnig hvaming til frekari átaka í framtíðinni. N, okkrir nikótínistar og alkóhól- istar áttu leið um Bakarabrekk- una og kvörtuðu sáran undan hækkunum á fíknilyfjum sínum, án þess að mótmæla nokkuð áð ráði, en miskunnsamir og gjaf- mildir bindindismenn tóku sig til og splæstu á hina fyrst töldu, áður en tóbak og sprútt ryki upp úr öllu valdi, þannig að neytendum þess yrði unnt að halda daginn hátíðlegan. Að loknum þessum kærleiks verkum fóru menn svo í mat og gæddu sér á tiltölulega chækkuð- um steikum og búðingum, þannie að ekki yrði garnagaul til að trufla gönguna miklu, þegar safn azt var saman á Hlemmi upp úi hádegi. Og aldrei hefur skipulag- ið verið með meiri fuilkomnun síðan verkalýður Reykjavíkur gerði 1. maí að sínum degi 'fyrir hálfri öld, — og aldrei fyrr annar eins aragrúi þátttakenda. Lit- skrúðugir fánar blöktu í góðviðr- inu, og 50 sinnum 50 merki, og 50 mílna snurpulína í gegnum alla halarófuna til að halda fast í. Það þótti ýmsum smellnasta upp- átækið, og við vitum um einn á bezta aldri sem sá sér leik á borði á snúrunni og greip í hana á sama stað og fögur kvenhetja hafði þegar náð taki. En kappinn hafði þá beðið of lengi og var orðið svo kalt á klónum að konan sleit sig lausa úr krepptum hnefa hans og stakk hendinni í kápuvasann. Varð því ekki úr frekari trúlofun^ í það sinn, en vonandi hefur öðr- um tilfinningamönnum tekizt betur. ^vo blésu lúðrasveitir drengilega í bak og fyrir, og á Lækjartorgi stóðu loks allir sem einn, af því að kjörorð dagsins var það sem allir eru sammáia um: 50 mílna landhelgin 1. september í haust. — Það var ekki fyrr en einn ræðumanna fór að minnast á Víetnam að maður fór að sakna einhvers í mestu kröfugöngu ald- arinnar. Eftir talsverð heilabrot kom svo í ijós hvað það var — bað voru kröfurnar — þær voru >°ngar. Það lá við að maður færi ' miðri einhuga samstöðunni að öfunda sænska krata af kröfu- göngum þeirra, þar sem megin- áherzlan var lögð á að mótmæla þjóðarmorði verndara vorra. verður seint fuilþakkað þetta framtak, sem vakið hefur verð- skuldaða atliygli út um ailan heim, og aðdáun þeirra sem for- sjónin hefur samansett á þann hátt að þeir sleppa við þá ámát- legu raun að þurfa að hugsa eins og leiðarahöfundar Vísis. En það er rétt og faliegt af fólki að sýna koliegum þeirra á Mogganum samúð og skilning, eins og skít- brettalausa Skodanum í Banka- stxæti, — af því að það má ekki á milii sjá, hvorum þau skáld sýna meiri samúð og skilning — Jón- asi Hallgrímssyni eða William Rodgers. kJvo hefur það líka borið við hér á Iandi að stofnuð hafa verið félög, sem sett hafa sér í upp- hafi það mark að ná á sem skemmstum tíma árangri, sem geri frekari umsvif þeirra óþörf með öllu, og stjórn þeirra lognist þar með út af. Þannig var það þegar Laxness, Þórbergur og Kristinn E. stofnuðu ásamt fleiri góðum mönnum MÍR um árið. Þá var meiningin að koma á tengsl- um íslenzkra menningarstofnana og sovézkra, sem verið höfðu með minna móri, þannig að frjáls og eðliieg samskipti tækjust milii þeirra, og varð félagimu vel ágengt lengi framan af. MÍR hefur að vísu ekki lokið ætlunarverki sínu, en hefur á seinni árum smámsam- an verið að lognast út af, — lík- lega mestan part vegna skoðana margra ágastra félagsmanna á valdamönnum í Kreml, og fram- ferði þeirra heima og erlendis, og langar meira til að segja þeim að éta skít en hafa við þá nokkuð sarnan að sælda. Sjónvarpsáhugamanna þar með dáið út. N Svo er það núna fyrir nokkrum dögum að einn af dagskrárgerðar- mönnum Ríkisútvarpsins tekur fjölda fólks tali á almannafæri og leggur fyrir það spurninguna: Horfið þér á Sjónvarp Varnar- liðsins? Yfirgnæfandi meirihluri svarar með fögnuði játandi, — og þá kemur í ljós að Félag Sjón- varpsáhugamanna hefur borið sín áhugamál fram til sigurs, með því einu að deyja og lognast út af þegar í upphafi. Hvað hefðu Marx og Engels sagt um þetta? Ætli það hefði ekki komið svo-’ lítíð smástrik á skjön við día- lektíkina, sem þá hefði aldrei órað fyrir, og ekkert botnað í nema að kynna sér fyrsr til hlítar nútíma íslendingseðli eins og það gerist stórbrotnast. N M. Bandaríkjamanna, sem nú stendur sem hæst hinu megin á hnett- inum. En þótt kröfurnar hafi ekki verið háværar á mánudaginn 1. maí skyldu menn ekki æda að stjórnir verkalýðsfélaga borgar- innar séu búnar að gleyma ætl- unarverki sínu, fremur en stjórn Stúdentaráðs sem tók rösklega við sér þegar átti að tromma með Rodgers Kanaráðherra inn í Áma- garð og sýndi þar með að ein- hver manndómur er þó til í ís- lendingum inn við beinið, og leð enn meiri fyrirgangi var þó stofnað mörgum árum síðar eitt merkasta menningarfélag sem sögur fara af á íslandi •— Félag Sjónvarpsáhugamanna, — sem safnaði þegar í stað 15 þús- und stuðningsmönnum, og gaf út bænarskjal undirritað af þeim, þar sem Kanar vom með sám kveini beðnir að auka styrk sjónvarps- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velii, — í þeirri von að hið nýja menningarfélag mætti betur njóta^ hersetunnar, og eflast og styrkjast í starfi sínu. En þá ber svo undar- lega við að sá bregzt sem sízt skyldi, — yfirhershöfðinginn á Vellinum lýsir yfir að hann hafi ekki leyfi til að senda hinum ís- lenzku menningarfrömuðum sjón- varpsprógtömm sín, þau verði að takmarkast við berstöðina eina samkvæmt bandarískum lögum, — púnktum basta, — og Félag ú em aiiskonar vinstri angur- gapar að rexa út af þessu marg- nefnda sjónvarpi, og krefjast þess að það verði takmarkað við her- stöðina eina, — þeir sem gleggst vita segja að það sé tæknilega leikur einn að takmarka það við beisinn og næsta nágrenni, meðan herinn hangir hér enn, þrátt fyr- ir málefnasamning vinstri stjórn- arinnar. En hvað er næsra ná- grenni? — Það er víst nokkuð stórt, — og því von að yfirhers- höfðinginn á Vellinum spyrji í örvæntingu, eins og við höfum sannfrétt: If it’s okey with Inner Njarðvík and Outer Njarðvík, why then isn’t it okey with Njörður Njarðvík? Við höfum líka sannfrétt að þessi mál séu öll í athugun, — og vonum að formaður útvarps- ráðs fari nú að láta hendur standa fram úr ermum, og krefjist þess að landsiög séu virt í þessum efnium, og Rikisútvarpið fái að njóta einkaréttar síns á öllum sendingum á öldum Ijósvakans á íslandi, en láti ekki málið lognast út af í endalausu þrasi am hver eigi fyrst að gera hvað. Við erum ekki í nokkrum vafa um fuRnaðar sigur formannsins, — og emnig það, að þegar þar að kemur sæmir Kanahershöfðinginn hann heið- urstitlinum: Goddam Njarðvík. GarrL HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 DQ hæð (lyfta) Slmi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21 Simi 33-9-68 Dagstofu-húsgögn Borðstofu-húsgögn Svefnherbergishúsgögn Góð greiðslukiór og verð mjög hagstætt HNOTAN húsgagnaverzlun, Þórsgötu 1. Sími 20820.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.