Þjóðviljinn - 13.06.1972, Page 4

Þjóðviljinn - 13.06.1972, Page 4
4 SfS'Á'— ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. júni 1972., M.S. GULLFOSS JÚNÍFERÐIR FRÁ REYKJAVÍK 14. júni til Thorshavn, Leith og Kaup- mannahafnar. Brottför kl. 14.00. 28. júni til Leith og Kaupmannahafnar. Brottför kl. 15.00. FRÁ KAUPMANNAHÖFN 7. júni til Leith og Reykjavikur. Brottför kl. 12.00. 21. júni til Leith og Reykjavikur. Brottför kl. 12.00. FRÁ LEITH 9. júni til Reykjavikur. Brottför kl. 18.00 23. júni til Reykjavikur. Brottför kl.18.00. NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ FARÞEGADEILD. SÍMI21460. EIMSKIP Frá Samvinnuskólanum Bifröst Samvinnuskólinn Bifröst er þegar full- setinn næsta skólaár, veturinn 1972-1973. Vegna mikils fjölda umsókna á siðasta sumri var talið rétt að gefa þá einnig kost á skólavist ár fyrirfram. — Þeim sem hug hafa á skólavist i Samvinnuskólanum gefst kostur á að sækja um skólann vetur- inn 1973-1974 og tryggja sér inngöngu. Nýjar umsóknir svo og endurnýjun fyrri umsókna skal hafa borizt skrifstofu skól- ans að Ármúla 3, i Reykjavik, fyrir 1. október i haust, en i októbermánuði verð- ur heimild veitt fyrir inngöngu i skólann veturinn 1973-1974. Skólastjóri. ATVINNA Óskum að ráða menn vana járnavinnu. STÁLBORG h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. ððoooeeoo Atli Heimir Sveinsson skrifar um tónlist: Mcnuhin Karsten Andersen Beethovens og einleikari var snillingurinn Yehudi Menuhin. Þessi maður, sem alla ævi hefur verið i röð fremstu fiðluleik- ara, hefur náð óvanalega langt i list sinni. Hann er fyrir löngu kominn yfir tæknilega erfiðleika og sýndarmennsku fingrafim- innar. Túlkun hans þjónar engu öðru en verkinu sjálfu. Hann stóð á sviðinu, sem fremstur meðal jafningja i fiðluhópnum, eins og verkið gerir ráð fyrir, en lék ekki stjörnu sem skyggði á alla hina. Leikur hans ein- Menuhin með sinfóníu- hljómsveitinni Tónleikarnir i Laugardalshöll siðast liðið föstudagskvöld voru hinir ánægjulegustu. Sinfóniu- hljómsveit tslands var nokkur vandi á höndum, þar sem samanburðurinn við hina risa- stóru og þrautþjálfuðu sænsku útvarpshljómsveit var óhjá kvæmilegur. En okkar'hljóm- sveit skilaði vel sinu: verkefni voru valin við hæfi, stjórnand- inn var öruggur kunnáttumað- ur, og allir lögðu sig fram til hins ýtrasta. Það kom sem sé i Ijós, að i tónlist er ekki allt feng- ið með mikium mannafia og „brilljans”. Annað á fullkom- lega rétt á sér lika. Tónleikarnir hófust með Stikl- um eftir Jón Nordal. Verkið er fremur léttvægt i eyrum, hvort sem það er kostur eða löstur tónverka á vorum dögum. En það er sjálfsagt og nauðsynlegt að flytja islenzk tónverk á tón- leikum sem þessum, og um nauðsyn á endurflutningi is- lenzkra tónverka ættu allir að geta verið sammála. Næst var fluttur fiðlukonsert kenndist af hógværð, auðmýkt og rósemi. Samleikur hans og hljómsveitarinnar var i sama anda. Seinasta verkið á efnisskránni var önnur sinfónia Brahms. Þar fór norski hljómsveitarstjórinn Karsten Andersen á kostum. Túlkun hans var skörugleg og kraftmikil. Það sannaðist enn einu sinni að hljómsveit okkar getur farið á kostum undir handleiðslu góðra manna, ef æfingatimi er nægur og verk- efnaval er skynsamlegt. Islenzk nútímatónverk Hafliði Hallgrimsson Magnús BLJóhannsson Jónas Tómasson íslenzkir hljóðfæraleikarar standa sig vel um þessar mund- ir i þvi að kynna ný islenzk tón- verk og ung upprennandi tón- skáld. Hafa þeir haldið þrenna tónleika að undanförnu i Aust- urbæjarbiói, og alltaf haft eitt- hvað nýtt og spennandi á boð’ Siðastliðið laugardagskvöld hélt Astraliumaðurinn John Williams gitartónleika i Há- skólabiói. Húsið var nær full- skipað áheyrendum og bar mjög á ungu fólki á ,,beat”-aldri. Gitarinn er ákaflega göfugt hljóðfæri, hentar vel bæði til einleiks og undirleiks. Fyrr á öldum voru gitar og skyld hljóð- færi, lúta og fleiri, mikið notuð, og hefur verið saminn aragrúi fagurra tónverka fyrir þau. Á 19du öld varð gitarinn að þoka fyrir pianóinu sem alls staðar ruddi sér til rúms. A okkar öld hefur gitarinn átt sivaxandi vin- sældum af fagna, og munu margir kannast við gitarsnili- inga á borð við Segovia, Julien Briem o.fl. Eflaust hefur popp- alda seinasta áratugs átt sinn þátt i þeim vinsældum sem gitarleikur á i dag. Á efnisskránni voru gitarverk frá 17du öld fram til vorra daga. Gaman var að heyra dansa Praetoriusar, sem var þýzkur snillingur á 17du öld, og E-dúr svitu Bachs, sem einnig má leika á einleiksfiðlu. Seinasta stólum. Þessir tónleikar hafa þvi miður ekki verið sóttir sem skyldi. Á sunnudaginn var, voru fjög- ur ný ^erk kynnt eftir jafn- marga höfunda. Fyrst var Sonorities III fyrir pianó og tón- band eftir Magnús Bl. Jóhanns- verk fyrir hlé var Partita eftir Stephan Dodgson, sem samin var sérstaklega fyrir Williams. Þetta var fagmannlega samið verk sem gerði miklar kröfur til tækni flytjandans. Siðari hluti efnisskrárinnar var spönsk gitartónlist. Var hvert atriði öðru skemmtilegra: forleikir Braziliumannsins Villa-Lobos, þjóðlög frá Venezuela eftir Sojo/Diaz og tvö verk eftir spænska tónskáldið Albeniz. Williams ræður yfir fullkom- inni tækni á hljóðfæri sitt, og tekst að lokka fram úr þvi hin margvislegu blæbrigði. öll túlk- un hans er mjög geðþekk og yf- irveguð, hins vegar fannst mér nokkuð skorta á skaphita og þrótt. Hefðu andstæður i túlkun mátt vera meiri. En Williams er nokkur vorkunn. Það hlýtur að vera andstyggilegt að leika á svo fingert og „intimt” hljóð- færi i gimaldinu Háskólabiói, sem er.,ekki hljóðhelt (börn úr hverfinu voru að leik fyrir utan og heyrðist það greinilega inn i konsertsalinn), og ku auk þess leka á veturna. son. Magnús hefur um árabil verið einn helzt brautryðjandi nútimatónlistar hér á landi, frumlegt og óvanalegt tónskáld. Verk þetta sýndi að Magnús er ekki staðnaður, heldur sifellt að leita fyrir sér. Skemmtileg jazz- áhrif mátti greina á ýmsum stöðum i þessu ferska og heill- andi verki. Næst kom Dúó eftir Hafliða Hallgrimsson, ungan sellósnill- ing sem nú stundar tónsmiða- nám i London. Verkið er samið fyrir lágfiðlu og selló, og er aug- ljóst að höfundurinn gjörþekkir strokhljóðfæri þessi. Verkið virtist mér vel samið en nokkuð sérkennplaust, en það var fjör- ugt og skemmtilegt. Kvintett Jónasar Tómassonar, sem á undanförnum árum hefur verið við nám i Amsterdam, var miklu óvanalegra og persónu- legra verk. Mér virðist sem Jónas sé undir jákvæðum og frjóvgandi áhrifum griska tón skáldsins Xenakis. Það var mikill fengur að framlagi þess ara ungu og menntuðu tón- skálda,og hafa islenzkum listum bætzt góðir listamenn. Seinast á efnisskránni voru fjögur sönglög eftir Pál P. Páls- son við ljóð Ninu Bjarkar. Elisabet Erlingsdóttir söng vel, en nokkuð tilgerðarlega, erfitt einsöngshlutverk. Tónsmið Páls minnir óneitanlega á sum verk Alban Bergs eða Schönbergs. Honum tekst að koma innihaldi ijóðanna vel til skila með ó- brigðulli tónsmiðatækni. Eitt á- nægjulegasta við þessa tónleika var hvað verkin voru vel flutt og æfð. Þeir hljóðfæraleikarar sem fram komu á þessum tónleikum eiga aliir mikið lof skilið. GÍTARSPIL

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.