Þjóðviljinn - 13.06.1972, Qupperneq 12
FUCHS
MEÐ
NÝTT
HEIMS-
MET í
SPJÓT
KASTI
A-þýzka stúlkan Ruth
Fuchs setti nýtt heimsmet í
spjótkasti um helgina á
frjálsíþróttamóti í Pots
dam í A-Þýzkalandi. Kast-
aði hún 65,06 m. Eldra met-
ið átti sovézka stúlkan
Elena Gortsjakova og var
það 62,40 m. Fuchs bætti
sitt eigið a-þýzka met um
heila 3,58 m.
Það virðist Ijóst af þeim
árangri sem náðst hefur í
frjálsíþróttamótum i sum-
ar, að a-þýzku stúlkurnar
séu í sérflokki í fjölmörg-
um greinum, og þeim fer
stöðugt fjölgandi greinun-
um sem þær eru beztar í.
Vafasöm vítaspyrna
færði FH sigurinn
Mjög vafasamur víta-
spyrnudómur varð þess
valdandi, að FH sigraði
Hauka 2:1 i 2.- deildar-
keppninni s.l. laugardag,
en í þeim síðari sóttu Hauk-
arnir mun meira, án þess
að þeim tækist að skora.
FH átti eitt og eitt skyndi-
upphlaup án verulegrar
hættu.
011 mörkin urðu i fyrri hálfleik.
Fyrsta markið i leiknum var
skorað úr þessari vitaspyrnu.
Það gerði Helgi Ragnarsson á 35.
minútu. Spyrnuna bar að með
þeim hætti, að Stefán Jónsson
markvörður Hauka sló boltann
frá markinu. Lenti hann þá utan i
hönd eins varnarmanns Hauka,
og vitaspyrnavar þegar dæmd! ? ?
Aðeins nokkrum minútum siðar
jafnaði Elias Jónasson fyrir
Frh. á bls. 15
EINAR GUÐNASON
VANN EINVIGIÐ
VIÐ KJÆRBO
Bridgestone-Camél keppn
in í golfi, sem er opið
mót með og án forgjafar,
fór fram í 7. sinn á golfvell-
inum í Keflavik um siðustu
helgi. Flestir beztu golf-
menn landsins tóku þátt í
keppninni, og undir lokin
varð hún að miklu einvígi á
milli þeirra Einars Guðna
sonarog Þorbjörns Kjærbo,
og lauk því með sigri Ein-
ars, sem fór 36 holur á 149
höggum, en Kjærbo fór á
154 höggum.
Það er Bridgestone-keppnin
sem er án forgjafar, en forgjöf er
gefin I Camel-keppninni. Alls tóku
yfir 80 keppendur þátt 1 mótinu.
Keppt bar bæði á laugardag og
sunnudag, 18 holur hvorn dag.
Eftir fyrri dag keppninnar var
Einar með 73 högg, Högni Gunn-
laugsson 75 högg, en siðan komu
fjórir jafnir í 3. til 6. sæti, þar á
meðal Kjærbo og Bandarikja-
maður að nafni John Everept.
Siðari daginn varð geysimikil
keppni á milli þeirra Einars og
Kjærbos. Þegar leiknar höfðu
verið 9 holur siðari daginn, hafði
Kjærbo dregið svo á Einar,að að-
eins munaði einu höggi. En á
þeim 9 holum sem eftir voru tók
Einar sig aftur á og sigraði með
nokkrum yfirburðum á 149 högg-
um. Þeir Kjærbo og Everept voru
jafnir á 154 höggum, en i úrslita-
keppni sigraði Kjærbo á annari
holu. 1 f jórða til fimmta sæti urðu
þeir Björgvin Hólm og Július R.
Júliusson á 157 höggum, og i 6.
sæti varð Jóhann Ó. Guðmunds-
son á 158 höggum. Þetta mót er
eitt af þeim sem gefur stig til
landsliðsins.
1 Camel-keppninni, sem er for-
gjafarkeppni, sigraði Jóhann
Jósepssoná 135höggum nettó. 1 2.
til 3. sæti urðu jafnir Sigurður
Thorarensen og Helgi Hólm á 139
höggum, en Sigurður vann i úr-
slitakeppni. í 4. sæti varð Sigurð-
ur Hafsteinsson á 140 höggum.
7.00 Morgunútvarp
Við sjóinnkl. 10.25 Dr. Jón-
as Bjarnason talar aftur um
fiskirækt 1 sjó. Sjómanna-
lög.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið Jón
B.Gunnlaugsson leikur létt
lög og spjallar við hlustend-
ur.
14.30 Siödegissagan: „Einka-
lif Napóleons” eftir Octave
Aubry
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar:
Pianóleikur
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Saga frá Lapplandi:
„Lajla” eftir A. J. Friis
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegiil.
19.45 Islenzkt umhverfi
20.00 Lög unga fólksins Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
20.30 Frá listahátið i Reykja-
vik: Enski baritónsöngvar-
inn John Shirley-Quirk
syngur i Háskólabiói. Undir-
leikari: Vladimir Askenazý
a. Þrjár kansónettur og
sönglag eftir Haydn. b.
„Liederkreis” op. 24 eftir
Schumann.
21.15 Faustus, magnus,
maximus Ævar R. Kvaran
leikari flytur erindi um fyr-
irmyndina og skáldverkiö.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Gömul saga”
eftir Kristinu Sigfúsdóttur
22.35 Harmonikulög Karl Eric
Fernström leikur sænsk
harmonikulög með félögum
sinum.
22.50 A hljóðbergi
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Fósturbarnið. Fram-
haldsleikrit eftir Carin
Mannheimer. 3. þáttur,
sögulok. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Efni 2. þáttar:
Lillemor Dahlgren, einstæð
móðir, kemur barni sinu i
fóstur, til þess að geta lokið
námi. Fósturforeldrarnir,
sem eiga engin börn sjálfir,
taka miklu ástfóstri við
fósturbarnið, og þegar að
þvi kemur, að Lillemor vill
fá barnið, er þeim þvert um
geð að láta það af hendi.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið).
21.25 Setið fyrir svörum.
Umsjónarmaöur Eiður
Guðnason.
22.00 tþróttir. Umsjónarmað-
ur Ömar Ragnarsson.
Dagskrárlok óákveðin.
Frá Húseigendafélagi
Reykjavíkur:
Af gefnu tilefni skal þeirri aðvörun beint
til allra fasteignaeigenda i Reykjavik, að
athuga gaumgæfilega hvort fasteigna-
skattur sé rétt á eignir þeirra lagður og
kæra til yfirfasteignamatsnefndar rikisins
ef rangt er á lagt. Þá skal og sérstaklega
vakin athygli á 3. og 4. mgr 5. 6. 8. gr. laga
8 frá 22. marz 1972 um tekjustofna sveitar-
félaga, sem hljóða svo:
5. gr„ 3. og 4. mgr.:
„Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fast-
eignaskatt, sem efnalitlum elli- og örorkulífeyrisþeg-
um er gert að greiða. Sama gildir um slfka Hfeyris-
þega, sem ekki hafa verulegar tekjur umfram elli- og
örorkulífeyri.
Heimilt er sveitarstjórn að undanþiggja nýjar ibúðir
og ibúðarhús ásamt lóðarréttindum fasteignaskatti i
allt að tvö ár, eftir að afnot hefjast.
6. gr.
Nú er afnotum fasteignar, sem metin er ein heiid, þann
veg háttað, að greiða ber fasteignaskatt af henni sam-
kvæmt báðum gjaldflokkum 2. mgr. 3. gr. og skulu þá
þeir, sem annast mat nýbygginga og endurbóta fast-
eigna, ákveða hlutfalislega skiptingu matsverðs siíkra
eigna eftir afnotum.”
TTm afstöðu Húseigendafélags
Reykjavikur til þessarar skatt-
álagningar visum við til rits félagsins
„HÚSEIGANDINN”, útgefnu i febrúar
1972.
Stjórn Húseigendafélags Reykjavikur.
Húseigendur — Stofnanir
Látiö okkur annast viðhaid á útihurðum yðar og harð-
viðarkiæðningum. Leggjum áherzlu á mjög vandaða
vinnu.
Uppl. i sima 24663.