Þjóðviljinn - 13.06.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.06.1972, Blaðsíða 13
TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI Það hafði kólnað töluvert um nóttina. Glugginn minn vax gal- opinn eins og vanalega, og ég hafði vaknað og reynt að breyta teppinu í svefnpoka með því að liggja ofan á báðtun brúnum þess. Við þetta hækkaði hita- stigið að vísu, en þegar ég sofn- aði aftur losnaði teppið og ég fór aftur að skjálfa. Loks hlaut ég að hafa vanizt kuldanum, því að ég var stein- sofandi, þegar Eva liristi migtil. Fyrst flaug mér í hug að hún þyrfti að komast á fæðingar- deildina og ég settist upp í flýti og sagði: — Vertu bara róleg. Þetta er allt í lagi. Ég skal sjá ttm allt. — Góðan daginn, sagði Eva með hæðnishreim í röddinni, sem gaf til kynna að henni fyndist ég rugluð og hálfsofandi ennþá. Það er síminn til þín. Ég varð dálítið hvumsa því að ég hélt enn að hún væri að fara á fæðingardeildina og skildi ekk- ert í hvers vegna ég fékk sím- hringingu út af því,en röltisamt berfætt og skjálfandi fram að uppfinningu Aiexanders Gra- hams Bells, sem. nálgaðist aldar- afmæli sitt. Ég igat ekki ímyndað mér hver væri að hringja. Jöran hafði hringt seint kvöldið áður til að spyrja hvar upptakarinn væri. Ég taldi víst að hann hefði notað hann oftsinnis síðan ég fór að heiman og gat enga vís- bendingu gefið honum. Ef til vill var hann ekki búinn að finna hann ennþá og hringdi í von um einhverja leiðsögn. — Jú, góðan daginn, sagði bláókunnug rödd. — Jú, ég hringdii út af auglýsingunni, skilj- ið þér. Enn var ég alveg ringluð. Hafði kvenmaðurinn — því að þetta virtist gamall árgangur af þairri sortinni — hringt í skakkt númer? Hélt hún að ég seldi hvolpa, listaverk eða gamlar dragkistur? — Ég þekkti hana vel, hélt konan áfram, — því að ég lá á Södersjúkcahúsinu í marz í fyrra í fótbroti, skiljið þér. Ég var á leið niður í kjallara... það er kannski rétt að taka það fram að ég á heima í Söder í Stokk- hólmi og ég... Allt í einu mundi ég eftir auglýsingunni sem ég hafði lát- ið birta í Dagens Nyheter, þar sem ég lýsti eftir fólki sem haft hefði samband við Katrínu. Nú hafði einn af fyrrverandi sjúkl- ingum hennar bersýnilgea kom- ið auga á hana og fundizt hún tilefni til að hringja klukkan sjö að morgni. Og óvenju málgefin virtist hún í þokkabót. Einn af þúsundum einstasðinga í stór- borginni eygði nú möguleika til að fá að tala við manneskju og ætlaði að nýta hann til þrautar. Eva sá mér fyrir blokk og lcúlupenna, auk þess litlu svörtu pípunni minni sem ég reyki í Ieynum og pakka af Hamilton- blöndu. Eftir nokkra stund færði hún mér líka sterkt kaffi. — Ef ég mætti fyrst biðja um nafn og heimilisfang frúarinnar, sagði ég. Það féll ekki í góðan jarð- veg. Konan varð hrædd um að hún hefði anað út í eitthvaíf sem hefði útgjöld í förr með sér, en hvað það snerti var hægt að róa hana. Hún þurfti svo sem ekki að segja til nafns ef hún vildi það síður, sagði ég, það skipti ekki öllu máli. — Jú, víst get ég sagt til nafns, sagði hún þá. Ég heiti Linnea Andersson og á heima á Prestsetursgötu 25. Á Söder. Ef þér kannizt við staðinn. Og ekis og ég sagði hrasaði ég í kjallara- stiganum í fyrra þegar ég var að sækja flösku af saft. Dóttir mín á nefnilega sumarbústað, þau hjónin á ég við, og hann er í Bergslagen, nærri Munkfors, og ég er hjá þeim í júlí og fram í ágúst á hverju ári og við sult- um... Sultun og niðursuða stóðu yf- ir í fuliar tíu mínútur en þá fylgdu líka nokkrar uppskriftir og heilræði sem hún vonaði að kæmu mér að gagni. Þegar búið var að lýsa hinni löngu leiðberj- anna á flöskur kom mikilfengleg lýsing á því hvernig Linnea Andersson hafði hrasað í stigan- um og síðan kom læknisfræði- legur fyrirlesmr um tilfeUið Linneu Andersson, fótbrot í marz 1970. En þegar berið var komið á flöskuna og Linnea Andersson var búin að sækja flöskuna, hrasa, fótbrjóta sig og aka í sjúkrabíl, og þegar læknirinn var búinn að segja sitt, gera það sem þurtfi og fóturinn kominn í gips, þá lagðist Linnea Anders- son reyndar inn á deildina hjá Katrínu Kowalowski og það var svo sannarlega þakkarvert. Að hugsa sér ef hún hefði lent ann- ars staðar! Þá hefðu berini verið sett á flösku aldeihs að óþörfu og þá hefði... jæja, það má svo sem standa á sama. — Ég var ósköp niðurdregin og leið meðan ég lá þar. Ein- mana. Hugsaði sem svo að það væri ljóta ólánið að ég skyldi fara að sækja saftina. Ef ég hefði ekki gert það, hefði ég verið heima að dunda eins og ekkert hefði í skorizt. Ég á við að þá ltefði ekkert komið fyrir. En þetta eru víst íorlögin. Ef ég hefði... — Og þá hittuð þér sem sé Katrínu Kowalewski. Hvernig líkaði yður við hana? — Hún var dásamleg kona. Reglulega góð. Hún kom inn til mín og sat hjá mér og spjallaði við mig. Þetta var ekkert hættu- legt, sagði hún, og mér myndi bráðum batna. Hún spurði um mína hagi og ég sagði að maður- inn minn hefði rekið stóra smá- vöruverzlun en við hefðum selt hana f tíma og ég hefði verið ekkja í tíu ár. Maðurinn minn safnaði gömlum gripum ... Nýr kaffibolli var tæmdur meðan frú Andersson sökkti sér á ný niður í minningarnar. Ég andvarpaði og horfði út um gluggann. Fólk var í hlýrri yfir- höfnum þennan morgiun. Skyldi lokadagur ágústmánaðar koma með kuldann með sér til fram- búðar? — Hún hjálpaði mér að laga dótið mitt. Veskið mitt á nátt- borðinu og ekki of mikið af verðmæti í því. Það lagði hún í læstan skáp. Lyklana mrna og annað slíkt. Til þess að ég gæti verið örugg. Og svo var bjalla, og ekki kemst maður á einbýlis- stofu nú orðið, þórr maður hafi efni á að borga fyrir sig. Ekki svo að skilja ao ég sé að kvarta yfir þeim sem lágu með mér og ég hef alltaf verið félagslynd og okkur kom vel saman þótt þær væru ekki sérlega ræðnar, en mér finnst þetta ólán þetta nýja fyrirkomulag á sjúkrahús- unum. Að ekki sé hægt að fá að liggja einn þótt maður borgi það og . . . Næsru mínúturnar fóru í gallharða gagnrýni á yfirvöldin. Þá kom hún afmr að því sem var aðalinntakið: — Hún var reglulega indæl manneskja þessi Katrín Kowal- ewski. Systir Katrín á ég við. Það ætm fleiri af hennar tagi að vera í hjúkrunarkvennastétt. Fleiri sem hefðu persónulegan áhuga á sjúklingum sínum. Það hafði hún. Það er alveg dlæmi- gert að svona manneskja skuli vera myrt. En það eru þessir útlendingar. Maðurinn hennar var útlendingur og maðttr veit svo sem hvernig þeir eru. Það var ósköp lítið talað um þetta í blöðunum, en það kom samit fram að það var maðurinnhenn- ar sem gerði það. Þá ræddi hún ttm siðspillandi áhrif útlendinga á velflest á Þriöjudagur 13. júní 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13. H iiii INDVERSKUNDRAVERÖLD Vorum að taka upp mjög glæsilegt úrval af Bali-styttum og Batik-efnum. Einnig ind- verskt og Thai-silki — röndótt, köflótt, ntynstrað, einlitt, Batik-mynstrað og sanseraö. ATH. Við erum flutt að Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). Urval tækifærisgjafa fáið þér í JASMIN flí (Hl ffftSWSIfSHSí fÉLAG ÍSLflZKRA HUðMUSTARMAlVNA #úlvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar t/ckifim Vinsamlogast hringið í 20255 milli kl. 14-17 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÓSASTILLINGAR HJÓLASTIILINGAR MÓTORSTILLINGAR Sjrni Látið stilla I tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 ®&íD SENDIBÍLAS7ÖÐIN HE Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Sklpholti 35 — Reykjavík — Sími 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.