Þjóðviljinn - 13.06.1972, Síða 15

Þjóðviljinn - 13.06.1972, Síða 15
Þriöjudagur 13. júni 1972. þJóÐVILJINN — StÐA 15. LISTAHATÍÐ í REYKJAVÍK Þriðjudagur 13. júni Leikfélag Reykjavíkur ki. 17,00 Leikhúsálfarnir (önnur sýning) Bústaðakirkja kl. 18,00 Nóafióöiö (áttunda sýning) Norræna húsið kl. 20.30 Hljómleikar: Edith Guillaume, alt,Ingólf Olsen, gitar, lúta.Nútimatónlist, m.a. frumflutningur. Háskólabió kl. 20.30 John Shirley-Quirk, söngvari, Viadimir Ashkenazy, pianó. Miðvikudagur Leikfélag Reykjavikur 14. júni ki. 17.00 Leikhúsálfarnir (þriöja sýning) Austurbæjarbió kl. 16i— Kammertónleikar IV (Verk eftir Jón Leifs, Seiber og Beethoven) Háskólabió KL. 20.30 Einleikstónleikar: André Watts Fimmtudagur Laugardalshöll 15. júni. Kl. 20.30. lokatónleikar. Sinfóniuhljóm- sveit tsiands Einleikari: André Watts Stjórnandi: André Previn Myndlistarsýningar opnar frá kl. 14-22 daglega á meðan á Listahátið stendur. AÐGÖNGUMIÐAR EINNIG VIÐ INNGANGINN Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. LISTAHÁTÍD I REYKJAVÍK AÐALFUNDUR í Prentsmiðju Þjóðviljans hf. verður hald- inn miðvikudaginn 21. júni 1972 kl. 20.30 i Lindarbæ uppi. DAGSKRA: 1. Venjuleg aðalfundarstörf og framlag- ning reikninga félagsins fyrir árin 1960 til 1971. 2. önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir hluthöfum i skrifstofu félagsins að Skólavörðustig 19 Reykjavik. Stjórnin. Loks vaknaði Framhald af bls. 10 Friðþjófsson, einn af varnar- mönnum IBV, inn að markteig Vfkings og skaut.en Diðrik varði snilldarlega. Tveim minútum síö- ar átti örn Óskarsson skot að marki af 30 m. færi, en boltinn small i þverslá. Fleira gerðist ekki markvert i fyrri hálfleik, en i þeim siðari jafnaöist leikurinn mikið og sóttu nú Víkingarnir nokkuð, án þess þó að skapa sér marktækifæri, og áttu Eyjamenn raunar ekki held- ur svo neinu nam. Þó átti Ásgeir ágætt tækifæri seint í leiknum, en skaut yfir, og Páll Björgvinsson átti gott skot af löngu færi á ÍBV markið á 20. minútu, en Páll varði. 1 heild var þessi leikur vel leik- inn af báðum liðum. Það sem mestu réð um gang hans var að heimamenn réðu vallarmiðjunni, og þvi mestu um gang leiksins. Bezti maður IBV-liðsins var Kristján Sigurgeirsson, sem nú er aftur kominn I liðið og var þvi ó- metanlegur styrkur. Þá átti Ösk- ar Valtýsson mjög góðan leik eins og þeir Ólafur Sigurvinsson og Einar Friðþjófsson. Páll stóð fyr- ir sinu i markinu og varði vel þaö sem á markið kom. Diðrik Ólafsson markvörður var bezti maður Vikingsliösins,' en eins áttu þeir Páll Björgvins- son og Guðgeir Leifsson góðan leik, en Guðgeir hvarf stundum alveg i leiknum. Dómari var Elnar Hjartarson og dæmdi vel, hann þurfti þó að sýna gula spjaldið einu sinni og það var Gunnar Gunnarsson sem varð fyrir þvi. —K.G.B. ---- -.w.. Ræða Guðmundar Framhald af bls. 8. betur fer ekki ættgengt. Nú á allrasíðustu tímum höfum við séð ýmis merki þess um allan heim, að yngra fólk hefur mildu heilbrigðari þankagang. Þessi tei'kn benda til þess, að heimur- inn sé að fá bót meina sinna, lækningu á ofsóknarasðinu, sem á stundum hefur verið að því komið að útrýma öllu lífi hér á jörð. Á íslandi er kynslóð hinna andlega sjúku manna einnig að ganga sér til húðar. Ný kynslóð að sjálfsögðu ekki á sjúkdóms- er að taka við, -- og hún lítur firrur hinna eldri sem neinn sannleik. Þess vegna tók hún völdin síðasta vor af íhaldsöfl- um þessa lands og færði þau vinstri flokkunum. Þessir vinstri flokkar með ríkisstjórnina í broddi fylkingar hafa að kröfu róttækrar æsku gefið fyrirheit um brottvikningu allra erlendra herstöðva af landinu. Og hin nýja kynslóð mun halda áfram að sýna þjóðinni baráttuvilja sinn og áhuga á því að gera ísland að alíslenzku Iandi á ný og á því að svipta íslenzkt auð- vald þeim stuðninigi, er erlent ránveldi - veitir því nú. Þessi nýja kynslóð mun kveða niður ameríska drauginn á Miðnes- heiði. Takmark okkar er: ÍSLAND ÁN HERSTÖÐVA! — HEIMUR ÁN HER- VIRKJA! — Vafasöm • •• Framhald af bls. 12 Hauka með langskoti, en á sið- ustu minutu fyrri hálfleiks skor- aði Daniel Pétursson siðara mark FH. Hann fékk boltann þar sem hann stóð rangstæður langt fyrir innan Haukavörnina og skoraði án þess að nokkuð væri dæmt. í siðari hálfleik var ekkert mark skorað, þrátt fyrir nokkuð þunga sókn Hauka það sem eftir var. Þetta er fyrsti sigur FH-liðsins á þessu keppnistimabili i móta- leik, og þótti vist flestum FH-ing- um timi til kominn að liðið færi að sýna lit og vinna, en heldur er það leiðinlegt fyrir þá að það skyldi þurfa að vera með hjálp dómara eða réttara sagt fyrir dómaramistök, að sá sigur vannst. Haukarnir hafa verið nokkuð óheppnir i þessum tveim fyrstu leikjum sinum, og ef liðið ætlar að vera meö i toppbaráttunni i sum- ar eins og menn spáðu, þá þarf það að fara að taka sig á. Bæjarpóstur Framhald af bls. 2. áður segist umboðið ekki geta endurgreitt framlagða peninga mannsins, fyrr, en Ýtutækni hafi greitt upp i bilinn, en þaö fyrirtæki þarf fyrst aö greiða umboðinu gamla skuld, áður en að greiðslu umrædds bils kem- ur. Furðulegt má telja, að eig- endur Scania-Wabis bila, skuli ekki hafa kvartað yfir þjónustu umboðsins hér á landi, til fram- leiöenda, en sannarlega virðist ekki vanþörf á þvi. S-A. Ræða Gunnlaugs Framhald af bls. 8. afstööu samkvæmt vilja hennar, er ekki lengur frjáls og óháð, byggir ekki skoðanir sinar og við- horf á grundvelli eigin tilveru. Skrefin i þessa átt eru sjaldnast stór eða áberandi, en þvi mark- vissari og ákveðnari eru þau á slóðinni til ósjálfstæðis og undir- lægjuháttar i hugsun og gerðum. Þó að nú séu að verða ýmsar breytingar á stefnu islenzkra stjórnvalda i þessum efnum, meira okkur að skapi sem hér stöndum en áður var, megum við ekki ganga þess dulin, að hvorki verður þessi breyting ör né geng- ur langt, ef ekki er til staöar sterkt almenningsálit, sem þrýst- ir á stjórnvöldin að framkvæma gefin fyrirheit, þvi að við vitum jú ölL, að hjörtu stjórnmálamann- anna slá meira úti á meðal kjós- endanna en i brjóstum þeirra sjálfra. Þaö er okkar verkefni, ungra sem gamalla, allra sem vilja frjálst, sjálfstætt og óháð tsland, að skapa slikt almenningsájit og gera það virkt i baráttunni fyrir brottrekstri erlends hers og her- stöðva af islenzku landi. Þá um leið leggjum við okkar lóð þeirra megin á vogarskálar heims- pólitikurinnar, sem vilja sin lönd frjáls undan hervaldi innlendra striðsherra hvarvetna um heims- byggðina. Baráttan er hafin, ný holskefla er að hefjast, og þvi verðum vér öll, hver einasti einn, að vera hvarvetna og ævinlega reiðubúin aö leggja málstaðnum lið, þannig að vér myndum að lokum þaö flóð, sem dugar til þess að sópa burt þeim illu kaunum, sem þjáð hafa landið og þjóðina i meira en tvo áratungi. íslenzka þjóðin ætti að sjá sóma sinn i þvi að gefasérherlaust land i afmælisgjöf, þegar vér minn- umst þess að 1100 ár eru liðin siö- an hér festu búsetu menn, sem flýðu hernaðaryfirgang pólitiskra framagosa i heimabyggðum sin- um. Vér leggjum af stað i þessa göngu undir kjörorðinu gamla „HERINN BURT” og hefjum enn einu sinni baráttuna fyrir þvi aö HERINN FARI BURT, en i þetta skipti heitum við þvi, að nema ekki staðar fyrr en HERINN ER FARINN BURT. Þyrlan Framhald af bls. 2. hvort vélin er að klifra eða á niðurleið. Áður en flugferðin hefst er mér fengið það afskaplega vandasama hlutverk að standa framan við vélina meðan hreyf- illinn er ræstur. Ég er sannfærð- ur um, að ég sé i bráðum lifs- háska, og hugsa til þess með skelfingu að gripurinn taki nú á rás. t þvi sambandi kemur mér i hug sagan af manninum, sem settist upp á mótorhjól af rælni hér á Akureyri fyrir mörgum árum . . ., Sem hann nú situr á hjólinu og virðir fyrir sér hinn furðulega tæknibúnað, veit hann ekki fyrri til en hjólið rýkur af stað. Gat hann með engu móti stoppað reiðskjótann, en tókst þó að stýra framhjá öll- um hættum. Barst leikurinn lengi dags fram og til baka um bæinn og nærliggjandi sveitir, og lauk ekki fyrr en eldsneytið var þrotið. Ekkert i þessa veru kemur þó fyrir mig, og brátt er vélin kom- in út á flugbraut og hefur sig til lofts með ógurlegum gný. Ég stilli mér svo upp á ákveðnum stað til myndatök- unnar, og Húnn flýgur hverja ferðina eftir aðra rétt yfir höfði mér og ljósopið opnast og lokast án afláts. Eftir dágóða stund er sýning- unni hætt, og ég spyr að þvi hvort ekki sé mikil kúnst aö fljúga svona vél. Húnn telur þaö ekki vera a.m.k. ekki fyrir þá sem almennt bera eitthvert skynbragð á flug. Þaö sé hins vegar staðreynd, að i Banda- rikjunum hafi svona vélar veriö auglýstar þannig, að mikill fjöldi manna hafi slasazt, eða jafnvel farizt, við að fljúga þeim. Astæðan er sú, að seljendur hika ekki við að segja i auglýs- ingum sinum, að á þessap-vélar geti allir lært, bara af sjáifum sér. Og afleiðingarnar eru hörmulegar fyrir marga menn. Eitt er alveg vist: Hversu mjög sem þetta kann að vera auðvelt mundi undirritaður tæpast vinna það sér til lifs aö ferðast um á „priki”. hágé Myndlista- og Handíðaskóli íslands Þeir, sem hafa i hyggju að sækja um inn- göngu i forskóla Myndlista- og Handiða- skólans á næsta vetri, sendi umsóknir sin- ar til skrifstofu skólans, að Skipholti 1, fyrir 1. sept. n.k. Umsóknareyðublöð og námsskrá liggja frammi i bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustig og Vesturveri. Skólastjóri. Skipholti 1 - Sími 19821 NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og siðasta, sem auglýst var i 74., 76. og 78. tölublaði Lögbirtingablaðsins ár 1970, á neðri hæð húseignarinnar Alfhóls- vegur 143, eign þrotabús Magnúsar Árna- sonar, fer fram á eigninni sjálfri á morg- un, miðvikudaginn 14. júni 1972 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.