Þjóðviljinn - 13.06.1972, Page 16

Þjóðviljinn - 13.06.1972, Page 16
mmu/M Þriðjudagur 13. júni 1972. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna 10. júni—16. júni er i Laugavegs Apóteki, Holts Apóteki og Kópavogs Apóteki. Næturvarzla er i Stórholti 1. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Tannlæknavakt i Heilsu- verndarstöðinni er opin alla helgidaga frá kl. 5— 6. Hannes Kjartansson látinn Þann 11. júni lézt i New York Hannes Kjartansson sendiherra Islands hjá Sam- einuðu Þjóðunum aðeins 55 ára að aldri. Hann hafði verið ræðismaður Islands i New York frá þvi árið 1948 og aðal- ræðismaður varð hann tveim- ur árum siðar. Hann sat oft þing S.Þ. sem fulltrúi Isíands og árið 1965 var hann skipaður sendiherra landsins hjá sam- tökunum og gegndi þvi starfi til dánardags. Vikuritið Newsweek: Bjöllu- faraldurinn í rénum Malmö 11/6. Baráttan gegn Kólóradobjöllunni heldur áfram á suðurströnd Sviþjóðar og talið er að um 100 þús. bjöllum hafi verið komiö fyrir kattarnef siðan tilvist bjöllunnar uppgötvaðist á mánu- dag i siðustu viku. Sviar reikna með að bjöllufaraldurinn sé i rén- un þvi á sunnudag varð ekki vart við auknar skemmdir i kartöflu- görðum á ströndinni. Danska lögreglan tilkynnti á mánudag að bjallan hefði fundizt i göröum á Suður-Jótlandi og hafa eftirlitsmenn farið á staðinn til að kynna sér málið. MORÐIN I MY LAI VORU SMÁMUNIR miðað við slátrun Bandaríkjahers á bændafólki Mekongósa í síðásta fíefti bandariska timaritsinsNewsweek er skýrt frá þvi að um fimm þúsundir óvopnaðs bændafólks hafi verið myrtar á óshómasvæði Mekongfljóts árið 1968. Það var að sjálfsögðu Bandarikjaher sem stóð að þessum hryðjuverkum, en þau voru liður í umfangsmiklum hernaðarað- gerðum á þessum slóðum, og þóttu takast ,,mjög vel”. Það er fréttamaður rits- ins íVíetnam sem frá þessu skýrir, en hann hefur dval- ið í landinu um fjögurra ára skeið. Hann segir fjöldamorðin í My Lai hafa verið hreinustu smámuni, miðað við þetta, og máli sínu til stuðnings bendir hann á að herfylkið sem sá um aðgerðir á þessum slóð- um segist hafa fellt rösk- lega tíu þúsund andstæð- inga, en aðeins náð á átt- unda hundrað vopnum á sitt vald. Af þessu megi glöggt sjá, að þorri þeirra sem drepnir voru haf i verið óvopnaðir borgarar. Bandariskur herforingi segirog að herinn hafi oft- lega haldið uppi skothríð úr þyrlum á óvopnaða ,,and- stæðinga", og annar her- foringi hefur borið, að „fallnir f jendur" hafioft og tíðum verið blásaklausir bændursem hafi verið strá- drepnir við vinnu sina á hrísgrjónaökrum. Vietnam: Enn magnast loftárásirnar sjúkrahús, skólar og orkuver grátt leikin 12/6 Bandarlkjastjórn hefur nú 1 enn magnaö loftárásirnar á Norð- ur Vietnam og 1 dag héldu flotar B-52 sprengjuþota uppi hörðustu árásum sem gerðar hafa verið siðan lofthernaðurinn hófst á ný i april. Kínverska stjórnin lýsti þvl yfir i dag, að loftárásirnar á Noröur Victnam séu ógnun viö öryggi Kina. Loftárásirnar hafa að und- anförnu færzt sifellt nær kin versku landamærunum, og fyrir hclgina var sprengjum varpað á skotmörk sem eru aðeins um þrjátiu kilómetra suður af landa- mærunum. A laugardaginn eyðilagðist | stærsta raforkuver Norður-Viet- nams i sprengjuregni Banda- rikjamanna, að sögn bandarisku herstjórnarinnar i Saigon. Raf- orkuverið getur séð fyrir 75 hundraðshlutum af rafmagns- neyzlu landsins, og auk sjáifrar orkustöðvarinnar og rafalanna laskaðist spennistöð skammt frá stiflugarðinum. Fregnir frá N-Vietnam herma, að þúsundir óbreyttra borgara hafi týnt lifi i loftárásum að undanförnu, og að átta sjúkrahús, þrjátiu skólar og tólf kirkjur hafi eyðilagzt. Auk þessa hafa árás- irnar valdið spjöllum á landbún- aðarmannvirkjum, stiflum og áveitum. Þrjár Bandariskar flug- vélar munu hafa verið skotnar niður yfir Norður-Vietnam i gær, en bandariska herstjórnin hefur að vanda neitað að segja eitt né neitt um það tjón. Sprenging í v-þýzka sendiráðinu í Belfast Dublin 10/6. Talsverðar skemmdir urðu á laugardag er sprengja sprakk fyrir framan vestur-þýzka sendiráðið i Dublin. Enginn slasaöist við sprenging- una en 75 ára gamall næturvörður i sendiráöinu Edmond Westphal var lagður inn á sjúkrahús með taugaáfall. Talsmaður sendiráðs- IRA FÆR VOPN FRÁ LÝBIU Túnis, London 12/6 Múhameð Gaddafi, ieiðtogi Lýbiumanna, skýröi frá þvi i gær að stjórn sfn héldi uppi vopnasendingum til hins bannaöa lýöveldishers IRA á trlandi. Brezka stjórnin hefur að vonum tekið þessari yfirlýs- ingu illa, og I dag kom utan- rikisráðherra Bretlands að máli við ambassador Lýbiu i London, og mótmælti vopnasendingun um harðlega. I ræðu sinni á sunnudaginn sagði Gaddafi að Lýbiustjórn hefði stutt og myndi styðja þau öfl sem berðust gegn brezkum yfirráðum á Norður-lrlandi. Hann kvað þessa ákvörðun hafa verið tekna með það fyrir aug- um að berjast við Breta á heimavigstöðvum, þar eð þeir hefðu selt Palestinu i hendur gyðingum. Gaddafi lét sér ekki nægja að ráðast á Breta i orði, heldur beindi og skeytum að Banda- rikjastjórn. Ræðan var haldin við hátiðlega athöfn á þeim stað er Wheelus-herbækistöð Banda- rikjamanna var forðum daga, til að minnast þess að nú eru tvö ár liðin siðan Lýbiustjórn rak Bandariskt herlið á brott úr landinu. Gaddafi lét sér tiðrætt um þjáningar og niðurlægingu þjóðar sinnar er hún var undir áhrifavaldi Bandarikjastjórnar, og þá glæpi er bandariskir her- menn hefðu gerzt sekir um i Lýbiu. Hann kvaðst og styðja i einu og öllu baráttu þeldökkra manna vestanhafs. Ambassadorar Bretlands og Bandarikjanna, sem voru við- Gaddafi: Bretar seldu Palestinu i hendur gyðingum. Nú ætlum við að berjast gegn brezku stjórninni á heimavig- velli, og þess vegna sendum við IRA vopn. . . staddir athöfnina, kváðust ekki geta setið undir þessum um- mælum og gengu af fundi. ins sagði að skemmdir á sendi- ráðinu væru miklar en sendiráðið hefði enga hugmynd um hver væri ábyrgur fyrir sprenging- unni. A laugardagskvöid hringdi ónafngreindur maður til dagblaðs i Dublin og hélt þvi fram að Baader-Meinhof hópurinn stæði að sprengingunni en þeim er nú kennt um flest sprengjutilræði i Vestur-Þýzkalandi og i sendiráð- um Vestur-Þjóöverja viðsvegar um heim. Enn hrapar Starfighter Bonn 12/6. Flugmaður beið bana er flugvél hans af gerðinni Starfighter F 104 hrapaði á mánu- dag nálægt hollenzka smábænum Neade. Vestur-þýzki flugherinn hefur þar með misst 154 vélar af þessari gerð og 71 flugmann. Randarísk- um hers- höfðingja sparkað gaf fyrirskipanir um loftárásir i leyfisleysi. Washington 12/6 Bandariski hershöfðinginn John Lavalle viðurkcnndi i dag að hafa gef- ið fyrirskipanir um loftárásir á Norður Vietnam, án þess að hafa fengið til þess heimild stjórnvalda og varnarmála- ráðuneytisins i Washington. Gerðir sinar varði hann þeim rökum, aö skotmörkin hefðu haft snara hernaðarlega þýð- ingu og tilvist þeirra stofnað iifi manna hans i hættu. Lavalle var vikið frá störf- um i marzmánuði og hann lækkaður i tign er uppvist varð um athafnir hans og agabrot. Að þvi er stórblaðið New York Times segir, voru aðgerðir þær er um ræðir framkvæmd- ar frá þvi i janúar og fram til i marz, og loftárásunum var beint gegn ýmsum hernaðar- mannvirkjum i Norður-Viet- nam. Hins vegar haföi banda- riska varnarmálaráðuneytið á þeim tima aðeins heimilað loftárásir á þær stöðvar Norð- ur-Vietnama, sem töldust bein ógnun við öryggi Bandarfkja- manna, og það var ekki fyrr en seint i april sem Nixon af- réð að stofna til áraáarstyrj- aldar úr lofti. Mannskæð flóð í USA Rapid City, S-Dakota 11/6. Stifla brast i Rapid City i S-Dakota á laugardag með þeim afleiðing- um að 200 manns drukknuðu og mikils fjölda er saknað, og marg- ir misstuheimili sin. Brunar hafa komið upp viðsvegar i borginnýen brunaliðsmenn hafa enn ekki haft tima til að ráða niðurlögum elds- ins þar sem þeir eru allir önnum kafnir við björgunarstörf. Allir vinnufærir menn i Rapid City 16 ára og eldri hafa undanfarna sólarhringa unnið að björgunar- störfum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.