Þjóðviljinn - 14.06.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.06.1972, Blaðsíða 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ; Miðvikudagur 14. júni 1972. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Sími 17500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. Náttúruvernd og lífvistarstríð Um þessar mundir stendur yfir i Stokk- hólmi umhverfisráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, þar sem m.a. er rætt um það, hvernig þjóðir heimsins geti tekið höndum saman i baráttunni við mengun og eyð- ingu umhverfis mannsins. Þeirrar til- hneigingar hefur gætt á ráðstefnunni hjá einstaka fulltrúum að slíta mengunar- vandamálið úr tengslum við stjórnmálin og lita á það sem einangrað fyrirbrigði. Slikt er að sjálfsögðumjögóeðlilegt, þvf að þó það sé hlutskipti visindamanna að benda á hætturnar og rannsaka þær, þá verður það samt verkefni stjórnmála- mannanna að gripa til þeirra þjóðfélags- legu aðgerða, er leggja munu hindranir i veg frekari mengunarvalda. Náttúruvernarráðstefna getur heldur ekki sniðgengið að ræða þann skipulega hernað Bandarikjamanna gegn mönnum og mannlegu umhverfi, sem sífellt verður svivirðilegri austur i Vietnam. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra, for- maður islenzku sendinefndarinnar, lét svo um mælt i ávarpi sfnu á ráðstefnunni: „Fyrir mitt leyti sé ég þess engan kost að ávarpa þessa virðulegu samkomu án þess að vikja að þvi hróplega dæmi um br jálæðislega tæknibeitingu sem átt hefur sér stað hinum megin á hnettinum s.l. ár og er svo formælalaus að búa hefur orðið til nýyrði — liívistarstrið — til að gefa fyr- irbærinu nafn. Þessi langdregni harmleik- ur heíur ofboðið svo samvizku margra, einkum fólks af yngri kynslóðinni, að við- bjóðurinn, sem hann veldur, á ekki litinn þátt i áberandi firringu frá skipulags- bundnu mannlegu samfélagi, sem er á- hyggjuvert einkenni vorra tima.” Þessi orð Magnúsar Torfa eru vissulega orð i tima töluð af fulltrúa íslands á al- þjóðaráðstefnu. Hið skipulega lifvistarstrið Bandarikj- anna i Vietnam fer þessa dagana stöðugt harðnandi, og hinar viðbjóðslegu loftárás- ir á Norður-Vietnam hafa sjaldan verið viðtækari en siðustu daga. Fréttir frá Hanoi herma, aðí loftárásunum að undan- förnu hafi átta sjúkrahús, þrjátiu skólar og tólf kirkjur eyðilagzt og þúsundir ó- breyttra borgara týnt lifi. Loftárásir á raforkuver, er sjá fyrir 75 hundraðshlut- um af raforkunotkun landsins, sýna hve langt þessi viðbjóðslegi lofthernaður hefur náð. Þá nær lofthernaðurinn nú fast að landamærum Kina, en þeir hafa lýst þvi yfir að árásir siðustu daga séu ógnun við öryggi Kina. Fréttir bandaríska vikurits- ins Newsweek um óhugnanleg fjölda- morð f Víetnam árið 1968, sem gera blóð- baðið i My Lai að smámunum einum, eins og segir i vikuritinu, varpa enn nýju ljósi á hve djúpt bandariski herinn er sokkinn i hernaði gegna blásaklausum bændum, sem, að sögn Newsweek, voru strádrepnir við vinnu sfna á hrfsgrjónaökrum. Það er þvi mjög eðlilegt, að þegar Sameinuðu Þjóðirnar efna til ráðstefnu um náttúru- vernd, þá komi fram skeleggar raddir um að slík ráðstefna fordæmi svo svivirðilega hernað. Lifvistarstrið er óhjákvæmilegt umræðuefni á mengunarráðstefnu. Hverjir græða á styrjöldinni í Indókina? Bandariskir auðhringir hafa þjóðarmorðin að féþúfu Styrjöldin í Indókina hef- ur gefíö bandarískum auö- hringum dágóöan arö, og eftir þvi sem tæknivæðing hernaöarins magnast, renna gildari sjóöir i vasa þeirra fyrirtækja sem selja ríkisstjórninni framleiðslu sina. Hér skulu nefndir nokkrír þeirra auöhringa, sem hafa þjóöarmoröiö i Suðaustur-Asíu að féþúfu, sem og sá varningur sem þau framleiða: Ainoiican T«‘loplioiH- and Tolo jírapli (ATT). l>að lyrirtæki lríimloiðir svgneínd adsid-ma'li- ta>ki, en þau eru höfð i flugvélum til að nema hreyfingar á jörðu niðri. Bandarikjastjórn keypti á siðasta ári slik ta’ki lyrir ;i,5 mil- jónir dollara, sem og önnur skyld mælita'ki fyrir 5 miljónir dollara. ('liryslorvo rksmiðjurnar seldu stjórninni skriðdreka og bryn- vagna fyrir sem svarar 65 miijón- ir dollara i fyrra, og auk þess ým- is mælitæki og áhöld til að lýsa upp þau svæði sem ráðizt er á. Dupontfyrirtækiösér um rekst- ur og viðhald skotfæraverksmiðja hersins i Parsons og Newport. Kastinan Kodak-sanistoy pan rekur skotfa'raverksmiðjur hers- ins i Tcnnessee og framleiðir kveikjuútlHinað i sprengjur. Fyr- irta'kið þáði :i:i miljónir dollara fyrir þetta framlag sitt á siðasta ári. l’ord Motor ('onipany er aðal- iulltrúi ..Integrated Wideband (’ommunications" i Thailandi og uppskar 100 miljónir dollara fyrir þá starfsemi i fyrra, sem og 69 þúsund dollara fyrir útbúnað til herþjálfunar. Fyrirtækið fram- leiðir einnig ýmis tæki i F-4 sprengjuþotur. Gencral Kloctric selur stjórn- inni rafeindaútbúnað i sprengju- þotur lyrir 10 miljónir dollara, sjónvarpstæki i fallbyssubáta fyrir 2,6 miljónir dollara og radartæki fyrir 5 miljónir. (leneral Motors framleiðir og selur skotvopn og rafeindamiðun- artæki fyrir 130 miljónir dollara. (ieneral Telephone and Klectronics fékk 217 þúsund doll- ara fyrir rannsóknir á sviði raf- eindahernaðar og 5 miljónir fyrir radiotæki i herþotur. Genoral Tirc and Rubbcr Company seldi stjórninni flisa- sprengjur og aðrar sprengjur sér- staklega ætlaðar til manndrápa fyrir 22 miljónir dollara. Iloney well-fyrirtækiö framleið- ir rafeiridaáhöld til hernaðar af hinum fjölbreytilegustu gerðum og fékk fyrir það um 100 miljónir dollara. Fyrirtækiö býr einnig til tölvur i fallbyssubáta fyrir sem svarar 364 miljónum dollara. International Telephone and Telcgraph (ITT) seldi stjórninni lóran-stöðvar i sprengjuþotur fyrir 10 miljónir dollara, miðun- artæki i B--52 þotur fyrir 1,3 mil- jónir dollara og mælitæki til stór- skotahernaðar fyrir 8 miljónir. Allt þetta er þó aðeins litið brot af heildarviðskiptum auðhring- anna og Bandarikjastjórnar, en það ætti þó að gefa nokkra hug- mynd um, hverra hagsmunir liggja að baki styrjöldinni og hverjir græða á að hún dragist á langinn. „Endurhæfing ” eða hvað? Alþýðufiokksm enn efndu ikömmu fyrir siðustu helgi til fyrsta kjördæmisþings flokksins i Reykjavik. Þar var m.a. á dag- ’krá að varaformaðurinn inn- leiddi umræður um ræðuefnið ,,Nýir timar — breytt viðhorf”. Gerðu ýmsir þá ráð fyrir að nú ætti að taka til hendinni og hefja boðaða „endurhæfingu” Alþýðu- flokksins, eins og varaformaður- inn Benedikt Gröndal orðaði það s.i. haust. En annað kom fram þegar gengið var til þingstarfa að loknum kvöldverði á Hótel Loft- leiðum. Ungir menn hugðust kanna hug flokks sins til her- stöðvamálsins og hafa eðlilega talið skelegga afstöðu i þvi máli lið i raunhæfri ..endurhæfingu", enda hefur SUJ löngum sam- þykkt ályktanir um brottför hers- ins. Þvi fluttu þessir ungu menn að sögn ályktun þess efnis. að Al- þýðuflokkurinn itrekaði þá stefnu sina, að hér skuli aldrei vera her á friðartimum. Þessir ungu menn þekktu sina heimamenn og orð- uðu ályktunina þvi svo meinleys- islega. En þeim brá heldur en ekki i brún, þegar þetta fyrsta kjördæmisþing felldi tillögu þeirra um að itreka gömlu stefn- una um engan her á friðartimum. Klins og ungum reiðum mönnum sæmir þá vildu þeir ekki una slik- um málalokum og sýndu vantrú sina á ..endurhæfingu" flokksins með þvi að ganga af fundi. Einn þeirra sem stutt hafði tillöguna. ritstjóri Alþýðublaðsins. sat þó eftir með þeim er visað höfðu þessari tillögu á bug. Dæmi um óþjóðhollustu Morgunblaðið barmar sér i gær vegna skrifa Þjóðviljans um ó- þjóðhollustu viðreisnarforystunn- ar á liðnum áratug. Það er að visu mikill áfellisdómur að telja stjórnmálamann óþjóðhollan, þ.e. að vera þjóð sinni ekki trúr. En þvi miður er hægl að tina mjög margt til. sem bendir til þess. að viðreisnarráðherrarnir hafi verið fremur óþjóðhollir. Nægir i þvi sambandi að nefna fá- eindæmi: 1) Landhelgissamning- arnir við Breta og Vestur-Þjóð- verja sem eru nú helztu vopn i vopnabúri andstæðinga okkar i landhelgismálinu. 2) Samning- arnir um orkusölu til Álverk- smiðjunnar i Straumsvik er bundu landsmenn til frambúðar við að selja erlendum aðilum orku á smánarverði. 3) Að byggja viðreisnarstefnu i reynd á þeirri vantrú á islenzka atvinnuþróun. að atvinnufyrirtæki landsmanna. t.d. togararnir. gengu úr sér, en leggja allt sitt traust á erlenda fjárfestingu. Þessi stefna kallaði yfir Islendinga atvinnuleysis- og landflóttatimabil árin 1968—70 Viðreisnarstefnan hafði i för meí sér vantrú þegnanna á, ,,að vera þjóð sinni trúr" en flýja fremui land. 4) Utanrikisstefna þessara ó þjóðhollu stjórnenda var þó eitt gleggsta dæmið um óþjóðhollustu þeirra. Mun hér látið staðar numið, en hæglega má auka við iistann ef óskað er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.