Þjóðviljinn - 14.06.1972, Side 7
Miðvikudagur 14. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN SIÐA 7,
Listahátíð í dag:
Jón Leifs °g
André Watts
Og þá er upp runninn næstslö-
asti dagur Listahátiðar. Múmin-
álfar bregða á leik i þriðja sinn i
Iðnó kl. 17 og hálftima siðar er
efnt til kammertónleika i Aust-
urbæjarbiói. Þar er fyrst fluttur
kvartett eftir Jón Leifs, sem
kenndur við Lif og dauða. Það
er kvartett Tónlistarskólans
sem flytur. Næst fer fremur ný-
legt verk, Permutazioni a
cinque, eftir Mátyás Seiber, og
er það flutt af blásarakvintett
Tónlistarskólans. Og að lokum
er fluttur Septett opus 20 eftir
Beethoven.
í kvöld eru einleikstónleikar i
Háskólabiói og er þar á ferð
ungur bandariskur pianóleikari,
André Watts. Hann vakti fyrst
heimsathygli 1963, þegar
Leonard Bernstein kynnti hann,
þá sextán ára gamlan, á sjón-
varpstónleikum fyrir ungt fólk.
Leikur hans vakti slika athygli
að nokkrum dögum siðar var
hann beðinn um að hlaupa i
skarðið fyrir Glenn Gould, sem
veiktist skyndilega á áskriftar-
tónleikum Filharmoniunnar i
New York. Hófst þá mikill
frægðarferill sem enn stendur.
André Watts flytur i kvöld
verk eftir Schubert og Franz
Liszt, og á morgun leikur hann
annan pianókonsert Brahms á
lokatónleikum Listahátiðar með
Sinfóniuhljómsveit íslands.
André Previn stjórnar lokatónleikum Sinfónfuhljómsveitar ts-
lands á fimmtudagskvöld. Hér sést hann með konu sinni Miu
Farrow á Keflavfkurflugvelli, en hún er leikkona. Má um það lesa i
blöðum i gær, að þau séu hamingjusöm, og að tviburunum líði vel.
(ljósm A.A.)
Fóikið úr Múminheimum leikur sér til hughreystingar, andspænis yfirvofandi flóði, leikrit sem
Múmínsnáðinn hefur saman tekið af timabærri og ótimabærri góðsemi. Frá vinstri: Frú Filifjonk (Sig-
riður Hagalin), Vesla (Guðrún As mundsdóttir), Mia (Sólveig Hauksdóttir), Múminsnáðinn (Borgar
Garðarsson), Emma leikhúsrotta (Margrét ólafsdóttir).
Leikhúsálfar á Listahátið:
EKTA RÓSKNAPPUR
OG LITAÐAR RÓSIR
Það siðasta sem gerist i leik-
húsum á Listahátið og þá lika á
leikárinu var frumsýning á
Leikhúsálfum, leikriti, sem
sænsk-finnska skáldkonan Tove
Jansson hefur saman tekið og
teflir þar fram pers. úr hin-
um frægu bókum sinum um
Múminálfa. Leikfélagsmenn
vilja reyndar halda þvi fram að
hér hafi ekki verið um eiginlega
frumsýningu að ræða, heldur
forsýningar — alvara lifsins
hefjist fyrir þessari sýningu
fyrst i haust. Þess vegna er
heldur ekki skrifuð eiginleg um-
sögn um þessa sýningu, heldur
sett saman litil athugasemd.
Það má þó strax halda þvi fram,
öllum að skaðlausu, að þessi
sýning er hin vandaðasta, býður
af sér hinn bezta þokka og
skemmtun, og þar eru að
minnsta kosti tveir leiksigrar i
uppsiglingu — innan jafnrar
frammistöðu.
Persónur úr miminheiminum
villast inn i leikhús undan yfir-
vofandi flóði, vandræðast þar
um hrið áttavilltar og utan gátta
og hræddar við galdra þessa
einkennilega húss, sem þær eru
inn i komnar, unz þeim hug-
kvæmist að stytta sér stundir
við að búa til leikrit og leika
það. Það gengur að visu allt á
afturfótunum — með tilheyr-
andi ærslum og skemmtun — en
samt er eins og að baki liggi
einskonar málsvörn fyrir list-
ina. Eöa er það kannski ekki
listin sem fær Veslu til að gera
uppreisn gegn frú Filifjonk og
sinu auma vinnukonustandi, og
er það ekki þessi sama list sem
fær frú Filifjonk til að gera litið
úr sinum teboðum, gullspeglum
og postulinsskrauti? Eða hvað
segja menn um lokasöng leiks-
ins:
Þú vandar þitt listaverk lengi,
er litar þú rósflúr á blað
og rósknappur ekta á engi
kemst ekki i hálfkvist við það.
En kannski er öll slik túlkun á
þessum sjónleik meira eða
minna út i hött. Ef til vill er bezt
að opna hug sinn, eins og beðið
er um i leikskrá og gefa sig fyr-
irvaralaust á vald þokkafullu og
kimilegu ævintýri.
— A.B.
Atómkveðskapur
fluttur með jazzi
er dregin um huga okkar
þveran. Þetta voru unglingsár
undirritaðs og það var vissulega
ánægjulegt að rifja upp þessa
tima, þegar menn voru að byrja
að læra að lesa, og höfðu samúð
með Jóni Óskari og Einari
Braga af þvi að þeir sýndust
auðskildir, en báru óttablandna
virðingu fyrir greind Sigfúsar
og myrku tali Hannesar. Og
jazzinn átti vel heima þarna
undir stýrimennsku Arna
Elfars, þótt kannski hefði mátt
gera enn meira af þvi að tengja
saman orð og tóna.
Þetta var semsagt ánægjuleg
upprifjun — hitt veit ég svo ekki,
hvað þessi dagskrá hefur orðið
þeim, sem engar minníngar
eiga frá þessum dögum. Flutn-
ingur þeirra Ingibjargar
Stephensens og Róberts
Arnfinnssonar á kvæðunum var
blátt áfram vandaður, einkum
þar sem varfærni átti við. —
Sérstaklega hefur lestur Ingi
bjargar sjaldg. kosti. En þvi er
ekki að neita, að hafi maður á
annað borð lent inn fyrir dyr hjá
listamönnum, sem hafa gert
það að sérgrein sinni að fara
með langa texta utanbókar (en
slikir menn eru reyndar til hér
og þar um heiminn þótt undar-
legt megi virðast), þá fer ekki
hjá þvi, að maður saknar hjá
islenzkum flytjendum bók-
menntatexta þess frelsis, sem
þar ræður rikjum. Ég nefni
þetta i sambandi við einkenni-
lega reynslu af leikara úti i
Moskvu, sem kunni Sjólom
Alekhem allan utanað á jiddisku
og rússnesku — og sú reynsla
sýnist vera svipuð þeirri, sem
þeir menn hafa orðið fyrir, sem
hlustuðu á Erik Mörk i Háskóla-
biói á sunnudagskvöidið.
Arni Bergmann.
André Watts.
A föstudag mátti heyra
óvenjulega dagskrá i Nor-
ræna húsinu, sem Jón
Óskar haföi tekiö saman.
Flutt voru Ijóð atóm-
skáldanna svonefndu, ort
um 1950, þegar allir
ætluðu þau lifandi að
drepa — og einmitt um
sama leyti var jazzinn
nokkuð virkur aðili að
menningarandrúms-
loftinu.
lslenzkt almanak er dálitið
sérviturt. Reyndar voru þessi
skáld vinstrisinnuð, og það er
uggur i þeim yfir hernámi, sem
vofir yfir eða er þegar skollið á.
En þau voru lika formbyltingar-
menn og voru ekki sizt sem
slikir taldir hér h'eiiina fulltru
ar fyrir spillingaráhrif heims
kommúnismans. Um leið hefðu
þau verið talin úrkynjunardelar
á höfuðbólum heimskommún-
ismans þá — rétt eins og jazzinn
var þá enn ekki orðin* þjóðleg
arfleifð blökkumanna i þeim
byggðum, heldur sérdeilis ill-
kynjað afkvæmi heimsvalda-
stefnunnar. Það hefur mikið
verið lagt á vinstrisinnuð skáld
og jazzvini á íslandi á þessari
tið, og það ber ekki á öðru en að
þau hafi bara spjarað sig vel.
Jón Óskar, Einar Bragi,
Jónas Svafár, Stefán Hörður,
Hannes Sigfússon, Sigfús Daða-
son — þetta eru ólik skáld, en
kannski var það þó sameigin-
legt með þeim flestum, að þeir
voru varkárir i staðhæfingum,
þótt þeir gætu verið djarfir i
umgengni sinni við mál og
myndir. Þeim liggur yfirleitt
ekki hátt rómur. Heimsmyndin
er ekki lengur einföld, viglinan
r%tr\ rur\ .q. rur\ rur\ rur\ rkir\ ruc\ rU\ nkír\ rU\ \Ul\
^PP9 ^PP^ ‘nr ^Pf7 ^P^ ffl> IfP^ ^PP^ ^f^