Þjóðviljinn - 14.06.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 14.06.1972, Page 8
8. StÐA — ÞJÓÐVILJINN |Miftvikudagur 14. júni 1972. Miðvikudagur 14. júni 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. FÆR SKÓLAFÓLK VINNU í SUMAR? Mikil eftirspurn hefur verið eft- ir vinnuafli i vor á höfuðborgar- svæðinu og rikir yfirleitt fram- kvæmdahugur á öllum sviðum. Hefur ekki verið svona mikil eftirspurn á vinnumarkaði i mörg ár, sagði Guðmundur J. Guð- mundsson í gær. I vor koma yfir tvö þúsund skólapiltará vinnumarkaðinn hér á Dagsbrúnarsvæðinu, og miða ég þá við skólapilta 16 ára og eldri. Virðast allir þessir skóla- piltar fá vinnu núna i vor. — Hvers konar vinna er þetta? — Byggingavinna, mann- virkjagerð hjá verktökum, hafnarvinna, raflinuvinna, bæjarvinna, og vegagerð við Vesturlandsveg og Suðurlands- veg. Þá sækja margir skólapiltar 18 ára og eldri til sjós, — á báta utan af landi er fara á sild i Norðursjó og á humarveiðar. Verkamenn vantar við höfnina Skortur hefur veriö á vinnuafli i hafnarvinnu i allan vetur. Hins vegar eru minni framkvæmdir i óbyggðum eins og við bórisvatn. Verða færri menn við vinnu þar i sumar en áður. Þá dregur úr framkvæmdum viö hraðbrautargerð þegar liður á sumarið, sagði Guðmundur. Skólastúlkur eru heldur færri og hafa átt erfiðara með vinnu á undanförnum sumrum. Þær hafa fengið vinnu i frystihúsum, verk- smiðjum, verzlunum og á skrif- stofum, og eiga auðveldari að- gang á vinnumarkaði núna i vor. Annars er kvenfólk oft hörkudug- legt i byggingavinnu og tveir kvenmenn unnu sem bilstjórar á stórum flutningabilum uppi við Þórisós i fyrrasumar. Þessar stúlkur voru um tvitugt og reyndust yfir meðallagi i af- köstum i hópi 25 bilstjóra þar uppfrá. A undanförnum sumrum hafa skólastúlkur þó borið minna úr býtum en skólapiltar, Þær fá sama kaup fyrir sömu vinnu, til dæmis i frystihúsum og verk- smiðjum, en vinna þeirra hefur veriö af skornum skammti og heildartekjur þeirra eftir sum- arið þess vegna minni en hjá skólapiltum, sagði Guðmundur. Vinna fjölskyldunni 100 þúsund krónur Mikilsvert er fyrir efnahag hverrar fjölskyldu, að skólapiltar hafi atvinnu yfir sumartimann. Ef dæmi er tekið af fjölskyldu- föður, sem á þrjá syni i skóla yfir sextan ára aldri, vinnna þeir fjöl- skyldunni um eitt hundrað þús- und krónur á mánuði. Er þá reiknað með 33 þúsund kr. mánaðarkaupi hvers þeirra. Er ekki mikil eftirvinna á bak við það kaup i dag. I haust er gert ráð fyrir, aö framhaldsskólar byrji yfirleitt i september. Verður sumarvinna skólafólks þannig stytt til muna. Þetta er að minu mati ekki rétt stefna og skaðar bæði atvinnulifið og þrengir að reykviskum fjölskyldum. Vinna skólafólks er engin gustukavinna, og margt af þessu fólki er hörkuduglegt, og gengur i hvaða vinnu sem er. Margir gera sér ekki grein fyrir, hvað þetta vinnuafl er mikilsvert fyrir atvinnulifið núna i sumar, sagði Guðmundur. Vinna fyrir 14 til 16 ára Erfiðara er að fá vinnu fyrir skólaunglinga á aldrinum 14 til 16 ára. Mikill þrýstingur er alltaf frá foreldrum þessara unglinga að fá vinnu fyrir þá, og sjálfir hafa þeir sig mikið i frammi. A sumum vinnustöðum eru vinnuráðningar þessara unglinga stöðvaðar af öryggisástæðum og á öðrum vegna kröfu frá trygg- ingafélögum. Drengir á þessum aldri ráða sig gjarnan til sendi- sveinastarfa hjá fyrirtækjum, og margir skólaunglingar vinna hjá Isbirninum við þurrkun á salt- fiski, svo dæmi séu tekin. Svo aftur sé vikið að atvinnu- möguleikum skólastúlkna yfir sextán ára aldri, þá hafa margar ráðið sig á sjúkrahúsin sem gangastúlkur og til hjúkrunar- starfa. Aöur fyrr var nokkuð um að stúlkur á þessum aldri fengju vinnu á barnaheimilum hér i borginni. Hefur dregið úr þeirri vinnu seinni árin hér i Reykjavik. Vinnuafköst meiri á sumrin Miðað við islenzka staðhætti er eðlilegt að viðhafa bjartsýni og framkvæmdahug að sumrinu. Nýlegar vinnurannsóknir hafa leitt i ljós, að vinnuafköst eru minni að vetri en á sumri, og getur þar munað 40% á vinnuaf- köstum við höfnina i janúar og júli svo dæmi sé tekið. Myrkrið, veðráttan og umhleypingar hafa þessi áhrif á afköst fólks til hins verra. Samdráttur á ekki að rikja á vinnumarkaði á sumrum, held- ur þensla og framleiösla fyrir alla aðila. Þessi fjórtán ára stúlka var I Réttarholts- skólanum I vetur og var aö vinna við Miklu- brautina á dögunum. Verður hún I Vinnuskóla Keykjavikur I sumar og segist hafa 40 kr. á klst. Hér eru tveir fjórtan ára úr Hliða-skóla og Hagaskóla að vinna við lagfæringu á lóð Landspitalans I vor. Veröa þeir við þessa vinnu I sumar og fá um 80 kr. á klst. Ætli vikukaupiö nái ekki stundum 5 þús- und kr. Þá er þarna lika kennaraskólanemi um tvitugt. — „Ég vinn nú hér til bráðabirgöa i vor”, sagði hann. Þessir skólapiltar vinna i bygg- ingavinnu hjá Breiðholti h.f. — „Við erum nýbyrjaðir og reiknum ineð 5 til 6 þús. kr. vikukaupi, j sumar. Þcir eru 15 til 16 ára og voru i Laugalækjarskóla, Austur- bæjarskóla og llagaskóla I vetur. Meira er um stúlkur en drengi I Vinnuskóla Reykjavíkur á aldrinum 14 til 16 ára af þvl að erfiðara er að fá vinnu fyrir skólastúlkur. Þær voru I Réttarholtsskóla I vetur. Þeir vinna i vöruskeminu Eimskips. Annar er 16 ára og var i Iiagaskóla I vetur, en hinn er 18 ára og var á Búnaöarskólanum á Hvanneyri. Þeir fá 5 til 6 þúsund kr. vikukaup. ólafia RÍMD/Ii" Þessi fjórtán ára piltur var i Réttarholtsskóla I vetur. Hefur hann ráöið sig á reykvískan bát er nefnist Ólafia og var áður frá Grindavík. — „Ég er upp á 3/4 hluta, og er báturinn á togveiðuin I sumar”. Hér eru tveir 17 ára piltar aö vinna hjá Eimskip, og var annar i Vogaskóla og hinn I Hagaskóla I vetur. Vogaskólapilturinn hefur hug á þvfaö fara á fragtákip I sumar. — „Ég blð eftir plássi á fragtskipi”. Þeír liafa 5 til 6 þúsund kr. á viku i hafnarvinnunni. Margir skólaunglingar eru i bæjarvinnunni. Hér eru þrir skólapiltar að vinna að undirbúningi malbikunar á Dalalandi. 1 vetur var einn i Vogaskóla, annar i Réttarholtsskóla, báðir 16 ára, og sá þriðji er 17 ára og var i Ver/.lunarskóla tslands. Verzlunarskólafólk hættir fyrst á vorin og hefur átt auöveidara með að fá sumarvinnu af þeim sökum. Hér eru tvær stúlkur að vinna i fiskiðjuveri BCR við Grandagarö og liafa 4 til 5 þúsund kr. á viku. önnur var I Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstaö i vetur og hin í Menntaskólanum I Reykjavik. Hér er einn 17 ára piltur úr Armúlaskóla á vörulyftara hjá Hafskip. Nokkuð cr um eftirvinnu, og gerir vikukaupið riflega 5 þúsund krónur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.