Þjóðviljinn - 14.06.1972, Side 12
12. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. júni 1972.
Nemendasamband Menntaskólans
í Reykjavík
Stúdentafagnaður
verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn
16. júni 1972. Hann hefst með borðhaldi kl.
19,30.
Aðgöngumiðar verða afhentir að Hótel
Sögu i anddyri Súlnasalar fimmtudaginn
15. júni kl. 13,30 - 19,00 og föstudaginn 16,
júni kl. 13,30 - 16,00.
Aðalfundur Nemendasambandsins verður
haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 16. júni
1972 kl. 19,00. Stjórnin.
Askriftasiminn er 17-500
Laus staða
Staða sérfræðings i jarðfræðideild
Náttúrufræðistofnunar íslands er laus til
umsóknar. Þær greinar jarðfræðinnar,
sem umsækjendur þyrftu einkum að vera
sérmenntaðir i, eru steinafræði,.bergfræði
og steingervingafræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna rikisins.
Umsóknir með upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf skulu sendar mennta-
málaráðuneytinu fyrir 12. júli n.k.
Menntamálaráðuneytið
12. júni 1972.
Ásókn á
Vestfjarða-
mið
Mikill fjöldi erlendra togara,
stórra og smárra er nú á veiðum
út af Vestfjörðum. Telja menn að
skipin séu ekki færri en 80 og
halda þau sig við 50 milna mörkin
þar en þó er talið að meirihluti
skipanna fiski innan við væntan-
legu 50 milna landhelgismörkin.
Að sögn vestfirzkra sjómanna
rótfiska útlendingarnir á þessum
slóðum.
Glasasyndir
Um siðustu helgi var óvenju
mikið um ölvun hér i Reykjavik
og glasasyndir manna þvi i meira
lagi. Reiður mannfjöldi réðst að
lögreglunni fyrir utan veitinga-
húsiö Röðul aðfaranótt mánu-
dagsins og varð lögreglan að fá
liðsauka sér til aðstoðar að koma
þarna á ró og spekt.
Þá var all-mikið um árekstra og
önnur umferðaróhöpp um helg-
ina. 1 sumum tilfellum var um
ölvun við akstur að ræða en i
öðrum ekki. Engin stórslys hlut-
ust af þessum óhöppum.
— S.dór.
Skartgripa-
þjófnaður
A föstudagskvöld var brotizt
inn i skartgripaverzlun Ingi-
mars að Laugavegi 92, og stolið
skartgripum fyrir rúmlega 1/2
miljón.
Þá brutust sömu þjófar inn i
bilasölu i sama húsi, og stálu
þaðan bil og héldu með þýfið
upp að Korpúlfsstöðum, veltu
bilnum þar, en höfðu grafið þýf-
iö i jörðu við Gufunes, i kassa
sem þeir höfðu stolið i verzlun.
Þjófarnir fundust á laugar-
dag. Voru þaö bræður 15 og 17
ára gamlir.
pao er
súkkulaói
bragó
af kókó
mjólkinni
jœst í ruBStu mjólkurbúð
Miðvikudagur 14. júni
7.00 Morgunútvarp
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Þórunn Elfa Magnús-
dóttir byrjar að lesa sögu
sina ,,Lilli i sumarleyfi”.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli liða.
Kirkjutónlist kl. 10.25.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar
14.30 Siðdegissagan: „Einka-
lif Napóleons” eftir Octave
Aubry,
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar a.
16.15 Veðurfregnir.
Húsmæðrasamband Norð-
urlanda og þátttaka íslands
i þvi. Sigriður Thorlacius
flytur erindi.
16.45 Lög leikin á trompct,
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 ,,A vori lifs i Vinar-
borg”. Dr Maria Bayer-
Juttner tónlistarkennari rek-
ur minningar sinar. Erling-
ur Daviðsson ritstjóri færði i
letur.
.18.00 Fréttir á ensku,
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál. Páll
Bjarnason menntaskóla-
kennari flytur þáttinn.
19.35 Alitamál.Umræöuþáttur,
sem Stefán Jónsson stjórn-
ar.
20.00 Samleikur i útvarpssal:
Ingvar Jónsson og Helga
Ingólfsdóttir ieika.
20.20 Sumarvaka a. Sigurður
smali Sigurður Ó. Pálsson
skólastjóri flytur fyrsta
hluta frásöguþáttar eftir
Benedikt Gislason frá Hof-
teigi. b. Kvæði eftir Gunnl.
F. Gunnlaugsson Valdimar
Lárusson les. c. Fjörulalli.
Þorsteinn frá Hamri tekur
saman þáttinn og flytur á-
samt Guðrúnu Svövu
Svavarsdóttur. d. Kórsöng-
ur, Karlakórinn Þrestir
syngur lög eftir Friðrik
Bjarnason. Stjórnandi: Jón
Isleifsson.
21.30 Útvarpssagan: „Nótt i
Blæng” eftir Jón I)an.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Göniul saga”
eftir Kristinu Sigfúsdóttur,
22.35 Djassþatturi umsjá Jóns
Múla Árnasonar.
23.20 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
0"0
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Borgarbragur.
Skemmtiþáttur með söng og
glensi og svipmyndum úr
götulifi stórborganna. Þessi
þáttur var framlag danska
sjónvarpsins til keppni, sem
haldin var nýlega i
Montreux, um beztu
skemmtidagskrána fyrir
sjónvarp. (Nordvision —
Danska sjónvarpið). Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
21.00 Saga sjónvarpstækninn-
ar. Kvikmynd frá BBC um
þróunarferil sjónvarps.
Greint er frá uppfinningum
og tilraunum, sem loks
leiddu til þess, að unnt var
að hefja reglubundnar sjón-
varpssendingar i Bretlandi
árið 1936. Þýðandi Gylfi
Gröndal.
21.50 Valdatafl.Brezkur fram-
haldsmyndaflokkur. 4. þátt-
ur. Stjórnmálamaðurinn.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
Efni 3. þáttar: 1 ferð til
meginlandsins kynnist
Wilder ungum og snjöllum
byggingaverkfræðingi,
Hagadan að nafni.Hagadan
ræðst til starfa hjá fyrirtæk-
inu og stofnar brátt til
vináttu við Pamelu Wilder.
En eiginmaður hennar á enn
vingott við Susan Weldon.
Hann hefur margvislegan
ávinning af þvi sambandi,
en vill þó ekki segja skilið
við Pamelu.
22.40 Dagskrárlok.
Húseigendur — Stofnanir
Látið okkur annast viðhald á útihurðum yðar og harð-
viðarklæðningum. Leggjum áherzlu á mjög vandaða
vinnu.
Uppl. i sima 24663.
AÐALFUNDUR
í Prentsmiðju Þjóðviljans hf. verður hald-
inn miðvikudaginn 21. júni 1972 kl. 20.30 i
Lindarbæ uppi.
DAGSKRA:
1. Venjuleg aðalfundarstörf og framlag-
ning reikninga félagsins fyrir árin 1960 til
1971.
2. önnur mál.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent-
ir hluthöfum i skrifstofu félagsins að
Skólavörðustig 19 Reykjavik.
Stjórnin.