Þjóðviljinn - 02.07.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Qupperneq 1
mOÐViuiNN Sunnudagur 2. júli 1972 — 37. árgangur —144. tölublað Alþýöubankinn hf ykkar hagur okkar metnaóur HM-einvígið í skák Stóra stundin rennur upp í dag klukkan 17 í dag klukkan 17 hefst fyrsta skákin i 24ra skáka einvígi þeirra Boris Spasskýs heimsmeistara og áskorandans Bobby Fischers um heims- meistaratitilinn í skák. Fer einvigið fram í LAUGARDALS- HÖLLINNI, Teflt verður frá kl. 17-22/ sunnudaga/ þriðjudaga og fimmtudaga, frá því í dag, 2. júlí og til 24. ágúst, nema ef úrslit fást fyrr. Þegar blaðið fór i prentun var Fischer enn þá ókominn til landsins og ekkert vitað um hans ferðir eða komutíma. Biðskákir verða siðan tefldar á mánudögum og föstudögum frá kl. 14.30 til kl. 18.30. begar þetta er skrifað er Bobby Fischer ekki kominn til landsins, en allt byggist á þvi að hann standi við áskorunina, mæti til leiks og verði kominn fyrir kl. 17 i dag. Heimmeistarinn Boris Spasský er 35 ára gámall, fæddur i Leningrad 30. janúar 1937. Hann lærði mannganginn 5 ára gamall og siðan hefur skákin átt hug hans allan. Afrekaferill hans hófst 1955 þegar honum tókst að vinna sér rétt til þátttöku i 22.meistaramóti Sovétrikjanna, en þar hafnaði hann i 3.-6. sæti. Siðan hefur ferill hans verið öllum kunnur,og þar kom að hann vann heims- meistaratitilinn af Petrosjan árið 1969. Kobert Fischer er fædduri Chicago i Bandarikjunum 1943 og er þvi 29ára gamall. Hann lærði Frh. á bls. 15 Kolbeinn Friðbjarnarson Atvinnuástand er sæmilegt hér i Siglufirði núna og er unnið i báð- um frystihúsunum. Gæftir hafa veriö sæmilegar í vor hjá dekk- bátum og trillum og nokkuð stöð- ugur afli komið hér á land. Hafinn er undirbúningur að byggingu nýs frystihúss, sem kemur i staðinn fyrir frystihús S.R. hér i kaupstaðnum. Var þvi Rœtt um atvinnu og kaupmáttinn holað niður á sinum tima i einni elztu mjölskemmu S.R. hér i Siglufirði. Hefur húsnæðið raunar alltaf verið óhæft til frystihúsa- reksturs. Breytingar á þessu gamla húsnæði til bóta fyrir frystihúsið voru taldar svo kostn- aðarsamar, aö minni kostnaöur er af þvi að byggja nýtt frystihús. bessa daga er byrjað að rifa niður gamla húskumbalda og bryggjur, þar sem hinu nýja frystihúsi er ætlaður staður. Er þvi fyrirhugaður staður á svæö- inu frá hafnarbryggjunni aö smá- bátahöfninni. — Hvernig er hljóðið i verka- fólki yfir dýrtiðarmálum i Siglu- firðií — Fólk er heidur rólegt hér yfir dýrtiðinni, sagði Kolbeinn. bað var ýmsu vant úr tið fyrrverandi stjórnar og ég held, að núverandi stjórn njóti trausts til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að hamla á móti dýrtiðinni. Kjarabætur hefur verkafólk fengið á liðnu ári og kannski er mesti vandinn að viðhalda kaup- mætti verkafólks og helzt að auka hann. Verkafólk væntir þessa af nú- verandi stjórnarvöldum, sagði Kolbeinn. bessa daga er ekki unnið i Siglósild. bessi niðurlagningar- verksmiðja hefur alltaf þurft að stöðva framleiðslu um 3ja vikna til 4ra vikna skeið á sumrum. Er þetta gert af þvi að kaupandi að gaffalbitunum i Sovétrikj- unum neitar að taka á móti fram- ieiðslunni yfir heitustu sumar- mánuðina. Siglfiröingar hafa haft hagræði hinum nýju tekjustofnalögum, sagði Kolbeinn. Hafa þessar breytingar reynzt jákvæðar fyrir Siglufjarðarkaup- stað. býddi þetta rúmlega 14 miljón tekjuaukningu fyrir bæjarfélagið. bykir þetta gott framlag fyrir ekki rikara bæjar- félag en hér er, sagði Kolbeinn. Er þetta um 7% af heildartekjum bæjarins. Hefur bæjarstjórn sam- þykkt sérstaka yfirlýsingu , þar sem rikisstjórninni er þökkuð þessi fyrirgreiðsla. Raunveru- lega kemur þetta fjármálum bæjarfélagsins i lag. Svo er um fleiri bæjarfélög eins og á Sauöar- króki og á Húsavik sagði Kol- beinn. g.m. Fœðist meirihluti í bœjarstjórn Isafj.? Siðan kosningar fóru fram á ísafirði i fyrra, eftir sameiningu ísa- fjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps, hefur ekki tekizt að mynda meiri- hluta i bæjarstjórn. Þó náðist samkomu- lag með Frjálslyndum og Sjálfstæðismönnum um afgreiðslu fjár- hagsáætlunar, en um frekara skipulagt sam- starf hefur ekki verið að ræða miili flokka innan bæjarstjórnarinnar. Nú virðist sem fæð- ingahriðirnar séu orðn- ar harðari, en um langt skeið, en samt sem áður alls endis óvist um burð- inn. Blaöiö sneri sér til Halldórs Ólafssonar, fréttaritara bjóðvilj- ans á ísafirði, og hafði hann þetta að segja um gang málanna: — A Alþýðubandalagsfundi, sem haidinn var 10. april, var ein- róma samþykkt að skrifa Alþýöu- flokknum, Framsóknarflokknum og Samtökum frjálslyndra bréf um möguleika á myndun meiri- hluta þessara flokka i bæjar- stjórn. Bréf þetta var siðan sent flokk- unum, en mjög dróst á langinn, að svar væri sent frá þeim, en þó kom það að lokum. Svar Framsóknarflokksins var án allra skilyrða, og lýstu þeir sig reiðubúna að taka þátt i viðræð- um um meirihlutamyndun. Alþýðuflokkurinn kvaðst reiðu- búinn til viðræðna um samstarf við kosningu nefnda, en ekki um myndun meirihluta. Frjálslyndir vörpuðu fram spurningu um það, hvort Alþýðuflokkurinn hefði tek- ið sinnaskiptum, og áttu þá við það sem gerðist i viðræðum hér eftir kosningarnar i fyrra, þegar slitnaði upp úr vinstra samstarfi, meðal annars vegna afstöðu Alþýðuflokksins. Frjálslyndir kváðust sem sé vera reiðubúnir til viðræðna ef fyrir lægi, að krat- arnir hefðu tekið sinnaskiptum. begar svona var komið, sáum við okkur ekki annað fært, Alþýðubandalagsmenn en að ræöa sérstaklega við Alþýðu- flokkinn og Samtök Frjálslyndra. Okkdr tókst svo aö ná samtali við Alþýðuflokksfulltrúann. A viðræðufundunum með honum kom það fram, að þeir vildu halda við þá afstöðu, sem þeir lýstu i bréfinu, og svo fór, að þeir féllust á að ræða við okkur og Framsókn og Frjálslynda um nefndarkjör, en þeir virtust þó helzt tregir að tala við Frjálslynda. bað dróst svo talsvert að við ræddum við Frjálslynda, þvi Jón Baldvin , Hannibalsson, aðalfor- ingi þeirra, var upptekin við próf i menntaskólanum, og siðan ferða- lög til Reykjavikur og Noregs, og náöum við ekki tali af þeim fyrr en á mánudaginn í siðustu viku. bar kom fram, að þeir þóttust vera mjög hlynntir vinstri meiri- hluta, en töldu ýmis tormerki á þvi að fara út i sameiginlegt nefndarkjör. Varð þó samkomu- lag um að boða til sameiginlegs viðræðufundar allra þessara fjög- urra flokka daginn eftir. A þeim fundi var rætt um möguleika um samstarf á kosn- ingum i nefndir, og sett upp ákveðið plan i sambandi við það, þannig að flokkarnir kysu allir saman i bæjarráð og þriggja manna nefndir, en við kjör i fimm manna nefndir yrðu frjálslyndir sér, og við-hinir þrir flokkarnir með sameiginlegan lista. betta varð að visu ekki alveg Frh. á bls. 15 Munið 10% afsláttarkortin Skák- einvigið i blaðinu i dag eru siða 7,8,9, 10, helgaðar skákmótinu, svo og leiðari blaðsins. Enginn karlmaður á atvinnu- leysisskrá í Reykjavík Ráðninngarskrifstofa Keykjavikurborgar tók til starfa árið 1934. Kr nú enginn karlmaður þar skráður atvinnu- laus þessa stundina. Kr þctta i fyrsta skipti i tæplcga 40 ára sögu þcssarar stofnunar, að cnginn karlmaður cr skráður alvinnulaus þar. Um 26konureru skráðar núna atvinnulausar. bar af 18 skóla- stúlkur. Hefur verið erfiðara að útvega skólastúlkum atvinnu heldur en skólapiltum. Hins vegar hefur til þessa tekizt að útvega öllum skólapiitum at- vinnu, sem hafa leitað til Ráningaskrifstofunnar. A sama tima i fyrra voru 206 á atvinnu- leysisskrá i Reykjavik. bar af 117 karlar. g.m. Yegaþjónusta FEB Ef óskað er aðstoðar vega- þjónustu eða kranaþjónustubila er nærtækast að stöðva einhverja af hinum fjölmörgu talstöðvarbif- reiðum, sem um þjóðvegina fara og biðja þá um aö koma orð- sendingu til vegaþjónustubifreiða beint eöa i gegnum: Gufunes-radio Simi.. .22384 Akureyrar-radio Simi...96-11004 Brú-radio Simi...95-1111 Langþráður þurrkdagur Akureyri, 30/6— Bændur unnu yfirleitt að heyskap i dag i Eyja- firði. Kom nú loks þurrkur eftir votviðrasaman júnimánuð. Gras- spretta hefur verið með miklum ágætum i þessu votviðri. Nú þarf bara þurrkurinn að haldast. Fá þá bændur mikil og góö hey næstu daga. Heldur hefur verið kalt i júni. t dag er sunnangola i Eyja- firði og 15 stiga hiti. Er þetta fjórði þurrkdagurinn i júni. Grindavík Á síöu 2 og 3 í Þjóö- viljanum er birt viötal viö sveitarstjórann i Grindavík.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.