Þjóðviljinn - 02.07.1972, Side 2

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. júli 1!)72 GRINDAVIK • Meöalfjölgun síðasta áratug 4 1/2% — mest 8% áriö 1968. • Holræsi voru engin og frystihúsin boruðu sjálf eftir vatni. • Kostar hreppinn 45-50 miljónir aö bæta um- hverfi f iskvinnslu- stöövanria samkvæmt nýju lögunum. • Fyrsta sundlaugin byggð í sumar. • Samstarf viö Keflavík og nærliggjandi byggð- ir að aukast, en áður var meira sótt til Ha f na rf ja rða r og Reykjavíkur. Á föstudaginn sögðum við frá glæsilegu félags- heimili i Grindavik og fengum upplýsingarnar hjá Eiriki Alexanderssyni, sveitarstjóra. En talið barst einnig að almennum fram- kvæmdum í Grindavik, fólksfjölgun og vandamál- um fiskiönaöarins með til- liti til nýrra krafna um bætta hollustuhætti. Grindavik er einn þeirra staða, sem missir mikfar tekjur með tilkomu nýju tekjustofnalaganna. Okkur vantar nú um 8 milj- ónir króna til að ná endum sam- an, sagói Kirikur, og þó skárum vió nióur eins mikió og viö gátum af framkvæmdafé.- Fyrirtækin voru góóir gjaldendur hér — greiddu um 11 miljónir i útsvör i i'yrra. en nú falla útsvör fyrir- tækjanna niður og aðstöðugjöldin lækka niður i 65% af upphæð fyrra árs. Hér eru margir tekjuháir einstaklingar, og útsvör þeirra verða miklu lægri en áður var, þannig að þar töpum við lika. — Hvað gerið þið til að brúa þetta bil? Kirikur Alexandersson, sveitar- stjóri — Við getum litið gert. Gerum okkur vonir um að fá lán, eða ein- hverja aðra fyrirgreiðslu. Það er heimild i tekjustofnalögunum að jöfnunarsjóður endurgreiði tap, sem orsakast vegna nýju lag- anna, en það er aðeins heimild, sem ráðherra ræður hvort hann sinnir eða ekki. Það verður ekki fyrr en undir árslok sem við fáum að vita hvar við stöndum. — Það er mikið byggt hér... — Já, mjög mikið. Fjölgunin er mikil hér,mikið meiri en annars staðar á landinu. Meðalfjölgun á siðasta áratug var 4 1/2%, sem er mikið yfir landsmeðaltal. Mest var fjölgunin 1968, um 8%. Það hefur verið gerð spá um þann áratug, sem nú er að byrja, og niðurstaðan er sú, að fólksfjölg- unin hér verði ekki minni en sið- asta áratug, ef fiskur verður á miöunum. Húsnæðisskortur hefur Gæzluvöllurinn i Blesugrófinni Bæjarpóstur góður. Föstudaginn 23. júni s.l. birtist i dálki þinum greinarkorn, þar sem rætt er um gæzluleikvöll, sem nýlega hefur tekið til starfa i Blesugrófinni. Af greininni verður ekki annað séð en að tilgangurinn sé að gera starfsemi gæzluleikvallanna tor- tryggilega. Þar sem mér er þetta mál kunnugt, vil ég upplýsa þig um eftirfarandi staðreyndir: 1 vor (að þvi er mig minnir i maimán.) . barst leikvallanefnd bréí. sem rúmlega 40 ibúar i Blesugrófinni hiifðu undirritað og sent borgarstjóra. Þar var þess farið á leit að leik- svæði. sem fyrir er i hverfinu yrði gert að lokuðum gæzluvelli. Iæikvallanefnd lét þá fara fram talningu á fjölda barna á gæzlu- leikvallar aldri (þ.e. barna 2ja — 6 ára) sem heima ættu i hverfinu. Keyndust þau 21 að tölu. Leikvallanefnd fór siðan á staðinn og kannaði aðstæður. Nefndin varð sammála um eftir- farandi: i fyrsta lagi. með tilliti til að- kallandi verkefna i öðrum og þéttbýlli hverfum borgarinnar, m.a. byggingu gæzluleikvallar v/ Tunguveg, sem er skammt frá þessu hverfi. væri ekki rétt aö leggja i gerð gæzluleikvallar i Blesugróf, meö tilheyrandi hús- byggingu, skólp- og vatnsleiðslu, m.m., sem bæði er dýrt og tekur tima að koma i verk. t öðru lagi væri ekki rétt að svipta eldri börn en 5 ára aðgangi að þessu leiksvæði mestan hluta dagsins, en svæði þetta er frá náttúrunnar hendi óvenju skemmtilegt, miðað við það, sem börneiga yfirleitt völ á, hér innan borgarmarkanna. í þriöja lagi, til að gera þvi fólki, sem hafði beðið um gæzlu- völl, einhverja úrlausn, ákvað nefndin aö bjóða þvi upp á þá bráðabirgða lausn, að borga gæzlukonu hálfsdagsstarf, fimm daga vikunnar, svo fremi að kona, sem búsett væri þarna nálægt og vildi leyfa börnunum aðgang að vatnssalerni og hand- laug á heimili sinu, fengist til starfsins. Þetta tókst. Leikvallanefnd lét girða svæðið og setti niður færan- legan skúr, til afdreps fyrir gæzlukonu og börnin. Er nú gæzla þarna 5 daga vikunnar, kl. 14 —17, og sýnir að- sóknin að fólkið, sem þarna býr kann vel að meta það. Aðra tima dagsins stendur leikvöllurinn öllum opinn. Þaðskal tekið fram, þeim til hugarhægðar, sem hafa áhyggjur af hreinlætisaðstöðu á gæzluleikvöllum borgarinnar, að börnin hafa alls staðar aðgang að vatnssalerni, en um tilkomu ,,koppa", sem heimildarmaður þinn virðist álita mjög óviöur- kvæmileg áhöld, er það að segja, að til eru 2ja ára börn, sem ekki fást til að setjast á vatnsklósett, og er þá til þeirra gripið. Þú telur það „verðugt rann- sóknarefni fyrir hugsandi fólk, að kanna aðbúnað á gæzluvöllum". Get ég vel fallizt á það. En mætti ég benda á að þjð væri ekki siður umhugsunarefni, hvernig almenningur getur stutt og eflt þessa starfsemi til góðra hluta. T.d. með þvi að foreldrar og aðrir reyni að koma i veg fyrir að stálpaðir krakkar og unglingar vinni spjöll á leikvöllunum, þegar þeir eru ekki i notkun, en það á sér óhugnanlega oft stað. 1 annan stað gætu þær fjöl- mörgu fjölskyldur, sem notfæra sér þjónustu gæzluvallanna, gert dvölina ánægjulegri og uppeldis- lega heppilegri fyrir börnin með þvi að láta i té ýmislegt, sem til fellur á heimilum, svo sem ýmis- konar umbúðir, gamla muni.fatnað og fl., sem búið er að þjóna sinum tilgangi og að öðrum kosti yrði fleygt i öskutunnurnar, en geta komið að góðum notum i leik barna á gæzluvöllum. Það er einnig min skoðun að það væri æskilegt og engu heimili ofviða fjárhagslega, að foreldrar legðu fram eins og einn litapakka og smávegis af hnoðleir til sam- eiginlegra afnota á gæzluvöllum. En, svo sem kunnugt er, er ekkert greitt fyrir gæzlu barna á leik- völlum. Auk þess mættu mæður og aðrir forráðamenn barna hafa það hugfast að koma til móts við gæzlukonur i samskiptum sinum við þær, hlita reglum sem i gildi eru og eðlilegum leiðbeiningum gæzlukvenna, jafnframt, sem þeim, þ.e. gæzlukonunum ber að rækja sitt starf af alúð og sam- vizkusemi. Sem betur fer eru þessi samskipti oftast góð, en gætu þó, i sumum tilfellum, verið betri. Yfirleitt er margháttuð samvinna milli heimilanna og gæzluleikvailanna ekki aðeins æskileg heldur nauðsynleg og mætti vera verðugt viðfangsefni „hugsandi fólki”. Ósinkir Seltimingar Einn af þeim sveitarstjórum, sem Morgunblaðið hefir undan- farið átt samtöl við og talið hefir nauðsyn á þvi að gjörnýta alla tekjumöguleika sveitarfélags sins, er Sigurgeir Sigurðsson, sveitarstjóri á Seltjarnarnesi. Laun hans og fleiri starfs- manna hreppsfélagsins voru nýlega til umræðu á hrepps- nefndarfundi á Seltjarnarnesi og var samþykkt að greiða sveitarstjóranum laun skv. B4—flokki rikisstarfsmanna eða kr: 69.030.00 á mánuði frá 1. júni. Ennfremur 5.000.00 i risnu og 6.000.00 bifreiðastyrk, samtals yfir 80.000.00 krónur á mánuði. Frir heimilissimi fylgdi með. Sigurgeir, sem er sjálfur hreppsnefndarmaður, fær auk þess greiðslu fyrir hrepps- nefndarfundi ofl. Ekki er óliklegt að fordæmi þeirra Seltirninga geti létt sveitarstjórum annarsstaðar á landinu hinn þunga róður kjara- baráttunnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.