Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 3

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 3
Sunnudagur 2. júli 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐA 3. Oft er þröng á þingi i Grinda- vikurhöfn veriö hemill á fjölguninni, hér hefur reynzt nær ómögulegt fyrir aðkomufólk að fá húsnæði, þrátt fyrir allar þessar byggingar, en hér eru nær eingöngu byggð ein- býlishús. Við höfum byggt raðhús siðustu tvö árin. Ég gizka á að nú séu um 40 hús i byggingu. — Og sjósókn eykst héðan að sama skapi. — Já, jafnt og þétt. Það er mikil atvinna hér allt árið. Á vetrarvertið landa stundum um og yfir 100 bátar hér á einu kvöldi, en nú er meiri ró. Héðan eru gerð- ir út 46 eða 47 bátar og þeir veiða á heimamiðum, nema stærstu bátarnir, sem eru i Norðursjó. — Hverjar eru helztu fram- kvæmdirnar á vegum Kreppsins? — Aðalframkvæmdirnar eru holræsagerð, sem við byrjuðum á um áramótin 1970-’71. Hér voru engin holræsi, svo að þetta eru mjög fjárfrekar framkvæmdir. Við höfum þegar lagt i þetta 16 miljónir króna. Nú erum við stopp vegna féleysis. Við ætluðum næst að hefja varanlega gatna- gerð, en það verður að biða þar til holræsaframkvæmdum er lok- ið. — Er ekki endurbygging frysti- húsanna stórmál hér? — Við höfum hér þrjú fyrsti- hús, tvö nokkuð stór og ég held að afkastageta þeirra sé það mikil aðþauséu ekki fullnýtt, þannig að ekki er aðkallandi að stækka þau. En endurnýjun þeirra er mikið mál. 1 mai 1971 var óskað eftir þvi að sveitarfélögin gerðu áætlun um það hvaö það myndi kosta þau að bæta umhverfi húsanna sam- kvæmt nýju kröfunum, og áætlun okkar, samkvæmt verðlagi 1970, hljóðaði upp á 44 miljónir króna. Þar er að visu innifalin vatns- veita, sem á bæði að þjóna bryggjunni og fiskvinnslustöðv- unum. Nú hafa fiskvinnslustöðv- arnar vatn úr eigin borholum, og það er ekki 1. flokks vatn,enda hefur hver stöð fyrir sig borað eftir vatni, Þegar ég nefndi upp- hæðina áðan, þá er ekki reiknað með þeim upphæðum sem l'yrir- tækin sjálf verða að inna af hendi. Ég veit ekki um kostnaðaráætl- anir fyrirtækjanna i þessu sam- bandi. en það eru áreiðanlega stórar upphæðir. — Missið þið unga fólkið til annarra staða? — Fólk flytzt yfirleitt ekki héð- an, en þess ber að gæta að það eru ekki margir héðan sem farnílang- skólanám, ungu mennirnir sækja fyrst og fremst sjómannaskóla og iðnskóla, en þeir sem hafa farið i langskólanám hafa þvi miður ekki komið aftur. — Er læknisþjónusta hér á staðnum? — Nei. Þetta er leyst á þann veg, að læknar frá Keflavik og Njarðvik koma hing- að fimm daga vikunnar og stunda sjúklinga i húsnæöi, sem hrepp- urinn leggur til. Þar fyrir utan gegna þeir kalli i gegnum sima. Við höfum einnig búsetta hér hjúkrunarkonu, sem er starfs- maður hreppsins. — Þið hljótið að vilja hafa lækni eða lækna hér? — Þetta mál hefur verið mikiö rætt á undanförnum árum, og eru margir þeirrar skoðunar að við ættum að fá lækni hingaö. Það er áreiðanlega meira öryggi i þvi miðað við núverandi ástand, þar sem það tekur minnst hálftima að aka hingað frá Keflavik. Siöasl þegar við ræddum við landlækni um að stofna hér sérstakt læknis- embætti, þá var það ekki hægt nema hér byggju yfir þúsund manns. Nú er þvi marki náð, ibúar voru hér 1. des. 1971 1245. En með nýju heilbrigðislögunum sýnist mér ekki grundvöllur fyrir þvi að hér verði læknisumdæmi, heldur yrðum við að fá hingað lækni á eigin vegum. Við erum eigendur að sjúkrahúsinu i Kefla- vik að hluta og munum taka þátt i kostnaði við stækkun sjúkrahúss- ins, sem stendur fyrir dyrum. La'knisþjónusta er leyst á sama hátt i Sandgerði og Gerðahreppi. — Hvað skipuleggið þið byggð langt fram i timann? — Við höfum nú ekki horft langt fram i timann, en það hefur fariðfram atvinnumálaathugun a vegum sveitarfélaganna i Iléykjanesumdæmi og Reykja- vikurborgar, en hún er ekki langt á veg komin. Nú er bygginga- skipulag á döfinni hjá okkur og við munum reyna að gera grófa áætlun fram til ársins 1990, og inn i það hljóta að fléttast ýmsir þætt- ir, svo sem atvinnumálefni, að- flutningsleiðir og fleira. Að undanförnu helur samstarf sveitastjórna hér á Reykjanesinu aukizt, og nú ber hæst að byggja sameiginlega iðnskóla, sem verð- ur staðsettur i Keflavik. Mið- stöðvarmyndun hefur orðið i Keflavik og Njarðvikursvæðinu og við þurfum mest til þeirra að sáikja. En það var þannig að Grindvikingar voru dálitið útúr, við hiifðum lengi vel tiltölulega litil samskipti við Suðurnesja- byggðirnar og sóttum meir til Hafnarfjarðar og Reykjavikur. Sýslumaðurinn hefur setið i Hafnarfirði og leið okkar hefur þvi legiö framhjá Keflavik. Á þessu er orðin breyting og verður meiri, ef sýsiumaður flytur til Keflavikur, en ráðgert er að Gull- bringusýslan teljist sunnan Hafnarfjarðar, en Seltjarnarnes og Garðahreppur verði i Kjósar- sýslu. — Hvað með tómstundir og iþróttalif i bæ, þar sem fiskurinn kallará allar vinnufúsar hendur? — Það er ekki fjölskrúðugt iþróttalif af þessari ástæðu, og við höfum heldur ekki búið nógu vel að unga fólkinu, en við höfum þó góðan knaltspyrnuvöll, Grindvik- ingar hafa tekið töluverðan þátt i knattspyrnumótum aö undan- förnu og handknattleik, en um frjálsar iþróttir er ekki að ræða. Við eigum enga sundlaug eins og er, en það á að byggja kennslu- laug, 12,5x6,5 metrar, við barna- skólann, vonandi i sumar, og veröur hún opin almenningi eftir föngum. Það eru sem sagt óþrjótandi verkefni framundan. SJ innlend Nýr bátur Seyöisfirði, 30/6 — I dag er verið að sjósetja 100 tonna stál- skip hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Báturinn á að heita Fylkir og er eigandi bátsins Garðar Lárusson i Neskaupstað. Báturinn er útbúinn til hvers- konar veiöa. G.S. Kaupið hefur tvöfaldazt Scyðisfirði, 30/6 — Fram- leiðsluverðmæti Fiskvinnslunnar h.f. i júni losar 12 miljónir kr. og tæplega 50 miljónir kr. það sem af er þessu ári. Eitt hundrað manns eru á launaskrá hjá fyrirtækinu, og eru greiddar út rúmlega ein miljón króna á viku. Er vikukaup verka- fólks um 9 þúsund kr. Vinnur það þá ekki á kvöldin, en vinnur á laugardögum og fær þá vinnu greidda sem yfirvinnu. Ég hef gert athugun á kaupi verkafólks hérhjá Fiskvinnslunni h.f. fyrstu fimm mánuði ársins. Eru laun þess yfirleitt tvöföld miðað við sama tima i fyrra. Gisli Sigurösson. Enn smitar oliu Seyðisfirði 30/6 — Ennþá smitaroliu frá E1 Grilló og mynd- ar oliubrák á firðinum. Nú eru kafararnir farnir héðan. Einnig sprengjusérfræðingarnir tveir og varðskipsmenn. Vænta nú Seyð- firðingar einhverra aðgerða af stjórnvöldum. G.S. 4 bátar á humar Seyðisfirði, 30/6— Fjórir bátar stunda humarveiðar héðan. Veiða þeir humarinn út af Suðurlandi og hafa verið aö siðan um miðjan mai. Aflahæsti báturinn á humar er Gullberg og nemur afli hans 7,1 tonn af humarhölum til þessa. Þá hafa Hannes Hafsteinn og Vig- lundur fengið 5 tonn af humarhöl- um hvor. Sá fjórði hefur fengið 2,5 tonn. Lenti hann i vélarbilun og tapaði lika trollinu. Humarafli Gullbergs gerir 1.2 miljónir kr. til skipta. G.S. Bœtt götulýsing Flateyri, 29/6 — Unnið er að endurbyggingu á hraðfrysti- húsinu inni sem úti og er ætlunin að steypa plan fyrir framan húsið. Þá ætlar hreppurinn að steypa götu þaðan upp Hafnar- stræti að Túngötu. Rétt hjá barnaskólanum er ætlunin að reisa tvö hús með fjórum ibúðum i hvoru húsi. Þá stendur til að bæta hér götu- iýsingu i sumar og leggja mal- borinn veg eftir malarkambi fremst á eyrinni. Voru þar áður fiskreitir og siðar skreiðar- hjallar. Fór til Noregs Klateyri, 29/6— Hér eru aöeins tveir bátar að róa auk trillanna. M .s. Torfi er nii i Noregi. Er verið að lengja þann bát. Þá stendur til aö kaupa nýjan 200 tonna bát frá Neskaupstað. Heitir hann Hafdis. Litil vinna i vinnuskóla þjóðkirkjunnar Flateyri, 29/6 — Hingað til Flateyrar eru komnir margir unglingar á vegum þjóð- kirkjunnar. Er þeim ætlað að vinna hér i sumar. Litið hefur verið að gera i hraðfrystihúsinu til þessa og hafa einkum ung- lingsstúlkurnar litið að gera. Fremur fá unglingspiltar eit.t- hvað að gera. Hér er unnið að ýmsum framkvæmdum og er þá skortur á fagmönnum svo sem smiðum. !■■■■■■■! Heldur er tregur fiskur hjá smærri bátum og stærri tog- bátum. Rýrnandi afli Grindavik, 29/6 — Tregt er hjá útilegubátum eins og Arsæli Sigurðssyni, Kópanesinu, Hóps- nesinu og Reykjaröst. Hafa þeir komið með þetta frá 15 til 30 tonn eftir viku útivist. í fyrra á sama tima fengu svona bátar frá 40 til 70 tonn i útilegu. Tregt hjó útilegubátum Grindavik, 29/6— Tregt er nú orðið hjá togbátum eins og hefur verið undanfarin sumur. Þá er lika tregt hjá handfærabátum, en góö veiði var hjá þeim á svipuð- um tima i fyrra. Afli var góður fyrst hjá humar- bátum en nú hefur þetta snúizt við siðustu daga og hefur verið tregt hjá humarbátum. Koma þeir með tonn af humarhölum að landi eftir fjóra sólarhringa útivist á miðun- um. Fyrst til að byrja með var afli á humar yfir tvö tonn hjá bátunum og hefur þetta hrapað niður um helming.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.