Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 4

Þjóðviljinn - 02.07.1972, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. júli 1972 SIÐARI HLUTI ÁLEIÐIS TIL ALMENNINGS Hvað er Reykjavík? í því sambandi gemm við rært um það, Ólafur, hvaða áhrif það hefur að kamast út fyrir það svið sem við hræruimst á heima, og þá sérstaklega í Reykjavík, því Reykjavík er nú einu sinni aðalmiðstöð /slenzks menningar- lífs. Reykjavík verkar mjög kæf- andi á aLla skoðanamyndun og allt menningarlíf, vegna þess að menn lokast inni í sínum hópi og kannski er það 9em við erum að segja núna mjög mótað af því, að við erum ekki í Reykja- vík. — Þessir efnislegu þættir í Reykjavík eru senniiega dálítið sérkennilegir, Kriscinn, hún er mikil þjónustuborg og miðstöð verzlunar, ekki verulega fram- leiðandi borg, framileiðsluaillanna gætir Iítið, en í staðinn er hún þjónustumiðstöð fyrir þjóðfélag, innflutningur gerist að mestu leyti í gegnum hana, hún er helzta aðíkomuleiðin — allt þetta sker hana að ýrnsu leyti frá öðrum borgum, sérstaklega höfuborgum. Andllegt líf í Reykjavík, eða það sem maður kallar stemninguna í Reykjavík, er áreiðanlega að nokkru leyti frábrugðið því sem annars stað- ar gerist, og þetta hefur vafa- Iaust áhrif á hvernig maður þrífst í Reykjavík. Og eitt atriði: draumurinn um að fara frá Reykjavík, út í Flatey eða þorp úti á landi eða upp í óbyggðir, hann er algengur. Til dæmis hef- ur þú Kristinn verið, og sérð fram á að verða, meginhlutann af dvöl þinni á íslandi á næstunni einhvers staðar uppi í óbyggðum; þú ert farinn að líta Reykjavík öðrum augum en þeir sem lifa stanzlaust í henni, og við sem erum í útlöndum hugsum líka um Reykjavík á annan hátt. — Nú held ég að framleiðslu- öflin séu töluvert meiri í Reykja- vík heldur en þú hugsar þér, þrátt fyrir alk. En það, að þú finnur ekki fyrir þeim er sakir þess að við höfum ekki gert okk- ur grein fyrir því. Maður fær ekki yfirsýn yfir Reykjavík nema að komast út fyrir hana einhvern tíma. Það sem hefur legið bein- ast við hingað til hefur verið að fara út á land, en það gef- ur ekki sýn nema yfir þessa þró- un úr sveitaþjóðfélagi í borgar- þjóðfélag, en sleppir aftur á móti þróun Reykjavíkur sem borgar. Ef maður fer til útlanda gerir maður sér grein fyrir Reykjavík sem borg og þá fer maður að hugsa á allt annan hátt. Þá er maður ekki bundinn svekinni eins og flestir Reykvíkingar eru nú. — Ég held að við getum séð í Reykjavík það sem gerzt hefur á miklu lengri tíma úti í Evr- ópu, þessa mannsöfnun í borgir, samfara ákveðinni þjóðlífsbylt- ingu, framleiðslubyltingu. Þetta hefur gerzt á annan hátt á ís- landi; jafnhliða gífurlegtivtækni- þróun hefur mannfjöldinn safn- azt í Reykjavík. Ég veit ekki hvort hægt er að sanna með hag- fræði að hún sé- framleiðandi borg, hún er auðvitað stór ver- scöð, en aðallega kemur hún fram sem þjónustuborg og mið- stýrandi afl á íslandi, — En ég held einmitt, að Reykjavík sé að nokkru leyti á eftir vegna þess að fólk hefur ekki gertsér grein fyrir því, að það er í borg. Við getum séð það bara í srjórnmálum, stjórn Reykjavíkur er miklu íhaldssam- ari en stjórn landsins í heild, og það er vegna þess að íbúar Reykjavíkur hafa ekki gert sér grein fyrir því að þeir eru borg- arbúar. Þeir lifa í fortíðinni, þeir lifa í draumnum um ísland 9em var, og ég held að það væri mjög til batnaðar ef einhverjir til dæmis rithöfundar gætu gert íbúum Reykjavíkur grein fyrir því hvar þeir eru staddir. Það er mjög nærliggjandi verkefni fyrir rirhöfunda að athuga borg- arlífið í Reykjavík. — Það er oft talað um Reykja- vík þannig í Morgunblaðinu og víðar, að hún sé heimsborg, — þar er sinfóníuhljómsveit og þjóðleikhús og ég veit ekki hvað, sem á að sýna það að Reykjavík sé borg meðal borga í Evrópu, og samt finnst okkur við þar hamlaðir, að hún sé beinlínis kæfandi, þrátt fyrir allt þetta alþjóðlega menningarlíf, háskóla og allt það, allt þetra fína. Nú getur það vel verið eðlikgt, að borgir séu kæfandi, að þær séu ómanneskjulegar... — En það er einmitt vegna þess að þetta borgarlíf er stofn- un og Reykjavík vantar hina eðlilegu borgarmenningu. — En finnst þér þá, að Kaup- mannahöfn eða Leníngrad hafi einhverja svona borgar- menningu? — Já, ég mundi skilgreina það mjög óljóst sem andrúmsiloft eig- inlega; maður kemur til nýrrar borgar og finnur eitthvert and- rúmsloft koma á móti sér, mað- ur finnur fas fólks, og þetta er miklu eðlilegra í erlendum stór- borgum heldur en í höfuðborg íslands. — Hefur þú verið í sveit, Kriscinn? — Að vísu ekki. — En komið í sveit semsagt, á sveitaheimili? — Já, ég hef gert það. Og þykist vita nokkurn veginn hvernig sveitamenning íslands hefur þróazt gegnum aldirnar. Alþýðubandalag og SÍA — Ert þú félagi í Alþýðu- bandalaginu, Kristinn? — Ég veit það nú eiginlega ekki, ég var í því á síðasta ári eða árið þaráður, en hvort ég er það ennþá veit ég ekki. — Ertu hrifinn af Alþýðu- bandalaginu? Kemur það að ein- hverju leyti til móts við óskir þínar? — Ég er mjög efins um þró- un Alþýðubandalagsins, ég held að það hafi möguleika á því að verða mjög góð og holl hreyf- ing, en ég veit ekki nema það sé komið alllangt út í þá þróun sem Alþýðuflokkurinn lenti í á sínrnn tíma, og það er mjög hættuleg þróun, mjög borgara- leg hægriþróun. En þróun Al- þýðubandalagsins á næsmnni er bara spurning um það hverjir ganga inn í raðir þess og kom- ast til áhrifa þar. — Þekkirðu margt ungt fólk í Alþýðubandalaginu? — Já, ég þekki þó nokkuð af ungu fólki þar. — Ég þekki mjög fáa flokks- menn AJþýðubandalagsins, unga. Ég lenti á óformlegum fundi ungs fólks hér í Kaupmanna- höfn í fyrra, þar sem til umræðu var stjórnlist sósíalisma á ís- landi. Þar var enginn félagi í Alþýðubandalaginu, en allir á því að styðja það, versnaði það ekki enn. — Já, ég held að Alþýðu- bandalagið hafi farið of mikið út í stjórnunarstofnanir, og starf- ið hefur kristallazt of mikið í því að stofna framkva2mdaráð eða nefndir. Að vísu em lofs- verðar þessar ráðstefnur þess um ýmis mál, en bara spurning hve margir geta sótt þær og hvað kemur út úr þeim, hvort fólk finnur þar fyrirfram að það geti haft áhrif gegnum þessar ráð- stefnur. — Hvað finnst þér jákvætt við að taka þátt í stjómmila- baráttu á íslandi, flokkspólitískri á ég við, t. d. innan Alþýðu- bandalagsins? — Það fer eftir því hvort sá hópur sem ég finn næstan mér er innstilltur á það. Ég held að eins manns barátta sé einskis virði innan slíkrar hreyfingar, en hins vegar ef tekst að finna hljómgmnn hjá fleirum er það rétclætanlegt og sjálfsagt. — Til dæmis með hliðsjón af stjórnmálahreyfingum í Vestur- Evrópu þessi árin, eða þessa mánuðina jafnvel, — finnst þér þá Alþýðubandalagið ekki vera eins konar steingervingur frá liðinni tíð, sem reynt er að sprauta einhverjum hormónum í? — Ég held að það sé nú minna áberandi heldur en annars staðar í Vesmr-Evrópu, beinlín- is vegna þess að hingað til hef- ur verið minna um ldofning í vinstri hreyfingunni heldur en annars staðar í V-Evrópu. En fyrir bragðið verður Alþýðu- bandalagið að vísu mjög svífandi og maður sér það bara á stefnu- skrá þeirri sem nú er verið að rasða, að hún er mjög í lausu lofti, að mér finnst. — Já, hún virðist vera útkoma hjá einhverjum sósíalistum fyrri ára, með ákveðna reynslu og á- kveðinn bakgrunn, sem em að reyna að blása lífi í nýsköpuð stjórnmálasamtök, einsog reynt sé að gera gott úr öllu saman, bjarga því sem bjargað verður úr því að flokkurinn er einu sinni til og þykist vera sósíalist- ískur. — Já, þetta er eiginlega spurn- ing um það hve samtökin em fær um að endurnýja sig; ef það tekst ekki er fyrirsjáanleg sama þróun og varð í gamla Alþýðu- flokknum. — Þú er semsagt ekki fylgj- andi því að stofnaá íslandi marx- lenínistískan stjórnmálaflokk eða maóistískan kjarna í stjórnmála- flokki, nýjum? — Nei, síður en svo, ég held að slík stofnun smðli aðeins að Mofningi. En ef reynslan sýnir hins vegar fram á að önnur leið sé ekki fær, þá er það náttúrlega sjálfsagt) að hreyfing káofni nið- ur. En mér finnst mjög áberandi á íslandi, að umræðan er ekki jafn stöðug og áköf og erlendis, menn hlaupa út í ýmislegt án þess að ræða það, og mér fiinnst að tilfinningamál megi ekki spila mjög mikið inn í þetta. Mér finnst stjórnmál vera of mikilvæg til þess að persóntxleg tilfinningamál megi verða yfir- gnæfandi. — Nú finnst okkur sem höf- um alizt upp á íslandi og haft aðgang að ýmsum gögnum eins og Þjóðviljanum og öðrum heim- ildum sem sósíalistar hafa gefið út, okkur finnst semsagt þegar við kórnium til údanda, við vera dálítið sviknir, að við höfum verið leyndir ákveðnum þáttum í sambandi við ákveðnar hreyf-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.