Þjóðviljinn - 02.07.1972, Síða 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. júli 1972
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
SKÁKEEWÍGIÐ OG HIN „SIÐFÁGAÐA KYRÐ SKÁKTAFLSINS”
I dag þegar heimsmeistarinn Boris
Spasski og áskorandinn Robert Fischer
hefja heimsmeistaraeinvigi i skák á Is-
landi og leika fyrstu leikina i 24 skáka ein-
vigi, þá er tilhlýðilegt að pólitiskir leiðara-
höfundar dagblaðanna leiki biðleik i þrá-
tefli stjórnmálanna og beini huganum að
þeirri iþrótt hugans er krefst aleflingar
andans.
Heimsmeistaramót háð i Reykjavik
finnst ýmsum kynleg tilhugsun, en þegar
þess er getið að um skákeinvigi sé að
ræða, þá skynja menn hvers vegna. Þvi
saga skáklistarinnar á íslandi á sér
langa og merka sögu. Skáklistin og bók-
menntir eiga oft samleið og islenzkar bók-
menntir hafa ekki farið varhluta af þvi.
Þannig skýtur skákinni upp hjá Halldóri
Laxness i þrettánda kafla Atómstöðvar-
innar, en þar segir:
,,Þá sé ég að klæðaskápurinn stendur á
gátt og þaðan skin ljós, og hvað er að ger-
ast þar i miðri jöfragleði aldarinnar?
Tveir drengir að tefla. Þeir sitja i hnipri
hvor móti öðrum yfir skák inni i skápnum,
i órafjarlægð alls sem gerist fast við þá,
minka- og skammbyssuþjófarnir, gull-
hrúturinn og frændi hans. Þeir iþættu mér
ekki þó ég yrti á þá, litu ekki upp þó ég
stæði leingi i skápdyrunum að horfa á þá.
Og við þessa sýn varð ég aftur gagntekin
þvi öryggi lifsins, þeirri birtu hugdjúpsins
og sviun hjartans sem ekkert slys fær
skert. Ég virti um stund fyrir mér siðfág-
aða kyrð skáktaflsins i hávaða frá
amrisku stöðinni og fjórum glymskröttum
hingað og þángað i húsinu;nokkrum saxó-
fónum og trumbu, gekk siðan upptil min
og lokaði að mér og fór að hátta og sofa.”
Það er vel við hæfi að rifja lýsingu Uglu
upp, mitt i þessari jörfagleði aldarinnar,
þegar umstangið, fréttaspennan og óviss-
an eru i hámarki. Og þrátt fyrir risjóttan
aðdraganda þessa einvigis, þá er það von
allra að i þessu heimsmeistaraeinvigi gefi
að lita „siðfágaða kyrð skáktaflsins”, en
hávaðanum sé haldið utanvið. I þeirri von,
að báðir keppendur mæti til drengilegs
leiks, býður Þjóðviljinn þá velkomna til
íslands.
STÉTTIN OG STARFIÐ
Viðhorf fólksins
Á sama tíma og mikiö er
talaö um og talsvert gert að
rannsóknum i atvinnulifi
okkar, þá vaknar sú
spurning hvort þar er tekið
nægilegt tillit til sjónar-
miöa og hagsmuna verka-
fólks, hvort ekki sé ástæða
til aö verkalýðsfélögin eigi
frumkvæöi að sjálfstæðum
athugunum á viðhorfum
verkafólks til ýmissa þátta
í atvinnulifinu og starfsemi
fyrirtækja. —Á þetta er
drepið í þessu spjalli.
bað er ómaksins vert að leiða
hugann að þvi hversu skammt er
komið hér á landi hverskonar
félagsfræðilegum rannsóknum á
islenzku atvinnulifi. Sjálfsagt á
þetta raunar við um þjóðfélagið
yfirleitt, en þvi minnist ég sér-
staklega á alvinnulifið, að i ýms-
um greinum þess hafa á undan-
förnum árum, og þó sérstaklega á
s.l. og yfirstandandi ári, farið
fram kannanir á rekstrarlegri
stöðu ýmissa greina. bessar
kannanir hafa að miklu leyti
verið gerðar af erlendum
mönnum, sem eðlilega hafa
fengið nokkuð frjálsar hendur um
tilhögum athugana sinna, og ef á
heildina er litið, þá hefur mark-
miö þeirra i stórum dráttum
verið að leiða i ljós hvernig
islenzk fyrirtæki og greinarnar
sem heiid standa i samanburði
við grannþjóðirnar og helztu við-
skiptalönd okkar. Helztu þættir,
sem lögð hefur verið áherzla á að
kanna, hefur verið samsetning
framleiðslunnar (hvað hvert
fyrirtæki framleiðir), tækni-
búnaður og vinnuaðferðir
(hvernig framleitt er), skipu-
lagning framleiðslunnar bæði
innbyrðis og milli fyrirtækjanna,
markaðsaðstæður og sitthvað
fleira.
Vitneskja um hvert og eitt
fyrirtæki, sem athuganir þessar
hafa náð til, hefur eðli málsins
samkvæmt fyrst og fremst
fengizt með söfnun upplýsinga,
gögnum sem forstöðumenn fyrir-
tækjanna hafa látið i té og við-
ræðum við þá og nánustu sam-
starfsmenn. Um niðurstöður at-
hugananna hafa svo verið gerðar
skýrslur, sumar vel unnar og
góður grundvöllur til aðgerða,
aðrar miður.
Hér er alls ekki ætlunin að gera
þennan þátt rannsókna i atvinnu-
lffinu að umræöuefni, heldur
aðeins að benda á, að þegar þær
fara fram eru félagsfræðilegar
athuganir afstöðu starfsfólksins
sjálfs ; i fyrirtækjum hér nærri
óþekktfyrirbæri.-Hvað er annars
átt við með félagsfræðilegum at-
hugunum? Geta þær haft nokkuð
með praktisk vandamál atvinnu-
lifsins að gera? bannig mætti
sjálfsagt halda áfram að spyrja,
og svörin liggja kannski ekki á
boröinu.
I grannlöndum okkar hafa
rannsóknir af þessu tagi verið
stundaðar um áratuga skeið
(Noregur), og þótt þvi fari fjarri
að eining sé um það i röðum
visindamanna, hvernig að þeim
skulistaðið, þá hafa þær haft i för
með sér liflegar umræður um
afstöðu verkafólks til fyrir-
tækjanna og þess scm þar fer
fram.
Einmitt könnun á þessum þætti
i fyrirtækjum hérlendis gæti fært
umræður um ýmis málefni launa-
fólks og atvinnulifsins á fastri
grundvöll. Upplýsingarsöfnun um
það, hvaða augum verkafólk litur
hina ýmsu þætti i starfsemi fyrir-
tækjanna gæti haft mikið gildi.
Hefur það einhverjar tillögur
fram að færa um bætta stjórnun
fyrirtækjanna, um betri skipu-
lagningu vinnunnar, um bætta
verkstjórn, um bætta vinnu-
aðstöðu og aðbúnað?, svo nokkur
atriði séu nefnd.
Jafnnauðsynlegt og það annars
er að gera heildarathuganir á
stöðu einstakra greina atvinnu-
lifsins og framleiðsluaðferðum i
hverju fyrirtæki, þá er hitt ekki
siður áhugavert, að aflað sé á
skipulegan hátt upplýsinga um
hvort verkafólkiö sjálft hefur eitt-
hvað til málanna að leggja um úr-
bætur á hverjum vinnustað eða
hvort það er algengt aö verkafólk
vilji sem minnst skipta sér af
þessum hlutum. 1 annan stað geta
athuganir af þessu tagi varpað
ljósi á almenna afstöðu verka-
fólks til vinnunnar og atvinnu-
starfseminnar; til spurninga eins
og þeirrar hvort þar eigi að taka
meira tillit til hagsmuna fjár-
magnsins eða fólksins, sem
störfin vinnur.
Eru ekki rannsóknir af þessu
tagi kjörið viðfangsefni nýlega
stofnaörar félagsfræöideildar viö
Háskóla íslands, og þá að frum-
kvæði og i nánu samstarfi viö
verkalýðsfélögin? Gætiekki sam-
starf af þessu tagi einnig fært þá
langskólagengnu nær vanda-
málum atvinnulifsins og þvi fólki,
sem ber það uppi?
LÍFEYRISSJÓÐUR
VESTFIRÐINGA
óskar eftir að ráða starfsmann. Umsóknir
um starfið sendist skrifstofu sjóðsins Al-
þýðuhúsinu, Isafirði fyrir 1. ágúst n.k.
Umsóknum fylgi upplýsingar um
menntun og fyrri störf, svo og launakröf-
ur.
Stjórnin.
Breytt símanúmer
Framvegis verður simanúmer okkar
25311
Guðmundur B. Guðmundsson, læknir
ísak G. Hallgrimsson, læknir
Aðalfundi Uthafs h.f.
verður frestað um óákveðinn tima.
Stjórnin
gg
ATVINNA
Óskum eftir að ráða trésmiði og hjálpar-
menn á verkstæði.
Gluggasmiðjan, Siðumúla 20.
ATVINNA
Óskum eftir að ráða skrifstofu- og af-
greiðslumann.
Stálborg h.f.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi.
INDVERSK UNDRAVERÖLD
Vorum að taka upp mjög glæsilegt úrval af
Bali-styttum og Batik-efnum. Einnig ind-
verskt og Thai-silki — röndótt, köfiótt,
mynstraö, einlitt, Batik-mynstrað og
sanserað.
ATH. Viö erum flutt að Laugavegi 133 (við
Hlemmtorg).
Urval tækifærisgjafa fáið þér f JASMIN