Þjóðviljinn - 02.07.1972, Síða 13
Sunnudagur 2. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13.
legur og útsmoginn. Eins og hann
lúrði á einhverju ónotalegu i minn
garð, en ætlaði að biða með það.
Waldemar sneri i mig baki og
hélt áfram matseldinni. Ég sagði
honum erindið og lagði fram
sannanir minar fyrir þvi að hann
væri saklaus. Svo baðst ég af-
sökunar á fyrri tortryggni og
ósvifnum ásökunum. En mér
hafði verið vorkunn, sagði ég, ég
var aðeins vesalings varnarlaus
kona og lögreglufulltrúinn hafði
varað mig við þvi að flækja mér i
málið. Hann væri sannfærður um
að þvi gæti fylgt lifshætta.
—Það er óþarfi að biðjast af-
sökunar, sagði Waldemar. — Þér
eruð alveg einstök og dásamleg
litil kona. Þér hafið á eigin spýtur
komizt á snoðir um ýmislegt sem
lögreglunni sást yfir. Það er i
rauninni alveg undursamiegt.
Þér eruð gott dæmi um það
hverju sænsku viöhorfin til kon-
unnar geta komið til leiðar. Þér...
—Svona, svona, sagði ég og
otaði að honum visifingri. - Nú
byrjið þér aftur. Að alhæfa.
Við hlógum bæði.og Waldemar
fannst tilefni til að opna vin-
flösku. Hann tók með hátiðasvip
fram flösku af Cháteu Haut-Brion
af árganginum 1934 sem hann
sagði að væri frábær. Hann við-
hafði ýmiss konar hundakúnstir
við flöskuna, en árangurinn var
ekki eftir þvi: vinið hafði látið sér
á sama standa þótt það kæmi frá
heimsfrægri höll og tilheyrði
merkum árgangi; það hafði ein-
faldlega breytzt i edik. En
TT—ölið er ágætur drykkur,og k-
álfasneiðarnar með sitrónu,
kapersog gaffalbitum brögðuðust
dásamlega. Kartöflurnar voru
hins vegar ekki fullsoðnar.
Þegar við vorum búin að borða
og sátum mett og ánægð inni i
setustofunni, sagði Waldemar:
—Ég lit svo á að við ættum ekki
að blanda okkur i allan þennan
hókus-pókus i sambandi við þetta
mál. Ég á við, að það er til litils að
brjóta heilann um hvernig
morðinginn hefur farið að þvi að
bana Katrinu og þessum Tibréus.
Þess i stað ættum við að reyna að
komast að þvi hvaða afbrot það
voru sem Katrin og Tibréus voru
að sýsla við. Þannig gætum við ef
til vill komizt að þvi, hvaða til
efni morðinginn hafði til
verknaðarins. Það er ekki ósenni-
legt að þau hafi verið að fást við
eitthvað glæpsamlegt og þaö hafi
verið orsökin til morðanna. Þau
hafa ef til vill seilzt inn á yfir-
ráðasvæði einhvers brotamanns
eða fengið einhverja hættulega
vitneskju.. þannig að nauðsynlegt
þótti að ryðja þeim úr vegi.
Við sátum og reyktum og
hugsuðum i fimm minútur að
minnsta kosti. Gluggi stóð opinn
og fuglinn, sem neitaði að viður-
kenna að haustið væri á næsta
leiti og erfiðir timar framundan,
kvakaði hátt og glatt i runna.
Læknirinn i einbýlishúsinu
Það er oft ótrúlegt hve þeir
geta vcrið málefnalegir i
Reykjavikurbréfi Moggans.
Einhvern sunnudaginn fyrir
skömmu varð mcr litið á eitt
þessara bréfa, sem leit lield-
ur sakleysislega út á yfir-
borðinu. Ég hætti að lesa,
þegar orðið „kommúnisti"
var búið að koma fyrir 15
sinnum.
Ég hef oft verið að velta
fyrir mér hvort það sé eitt-
hvað fleira, sem ihaldið
liefur á stefnuskrá sinni.
skammt frá hélt áfram að berjast
við grasið. Vélin hikstaði og
skrölti. hljóðnaði og tók viö sér á
ný. Loks sagði Waldemar:
—Þessi Tibréus, hann hafði
setið i fangelsi. Það væri gaman
að vita fyrir hvað hann sat inni.
Afbrotamenn skipta sjaldan um
aðferðir. Einu sinni vasaþjófur,
alltaf vasaþjófur o.s.frv. Það
væri fróðlegt að vita hvaða lög-
leysu hann var að bjástra við
áður. En hvernig er hægt að kom-
ast að þvi? Með aðstoð lög-
reglunnar?
—Svili minn hleður upp gömlu
rusli i fataskáp, sagði ég ihug-
andi. Þar geymir hann meðal
annars margar gamlar sima-
skrár. Hvernig svo sem hann
hefur komizt yfir þær. Sennilega
heldur hann þeim eftir, þegar
skipt er um skrá. Við eigum
annars alltaf að skila gömlu
skránum þegar við fáum nýjar.
En hvað sem þvi liður, þá getum
við hringt i hana mágkonu mina
og beðið hana að athuga hvaða at-
vinnu Bengt Tibréus stundaði til
að mynda á miðjum sjötta ára-
tugnum.
Waldemar þótti þetta fráleit
hugmynd. Hann taldi ósennilegt
að i sima -skránni stæöi
„morðingi” eða „þjófur”. En ég
hringdi samt.
Eva var ekki heldur sérlega
fikin i að fara að leita i gömlum
simaskrám að Bengt Tibréus og
titli hans. Hún hafði verið að vona
að það væri hann Evert hennar
sem var að hringja. Hún myndi
sennilega fæða fyrir timann af
öllum þessum óþægindum sem af
mér stöfuðu. Jöran hafði verið
bálillur yfir þvi, að ég kom ekki
heim. Hvað ætlaði ég eiginlega að
halda þessari vitleysu lengi
áfram?
Loks lét hún undan og fór úr
simanum. Fimm minútum seinna
var hún komin aftur og másaði og
blés til að iþyngja samvizku
minni.
—Hér er simskrá frá 1958.
Bengt Tibréus, lásasmiður,
Helsingjagötu...vantar þig lika
götunúmer og simanúmer? Hann
er sennilega ekki heima, eða hvað
heldurðu!
Vanþakklát og ókurteins var ég
svo sannarlega, þvi að ég lagði
tólið á meðan hún var að rausa.
Ef til vill hefur hún ekki haldið að
upplýsingar hennar væru mikil-
vægar, en þær urðu samt til þess
að bútarnir i kotrunni fóru að
þokast á sinn stað. Mér varð ljóst
hvað Katrin og Bengt höfðu verið
að sýsla við,,og ég skildi lika hvers
vegna þau höfðu verið myrt. Og
ekki nóg með það. Ég vissi lika
hvernig ég gat fengið nafnið á
morðingjanum. Ég þurfti ekki
annað en hringja i simann og þar
með væri gátan leyst. Endanlega.
Þrítugasti og sjötti kafii
Það var ævintýrlegt að standa
svo nærri lausn gátunnar að ekki
var annað eftir en hringja i
simann og spyrja um nafnið á
morðingjanum. Titrandi af eftir-
væntingu leitaði ég að númerinu
og valdi tölurnar.
—Dagens Nyheter.
—Má ég fá skjalasafnið.
Þar féllst vingjarnlegur maður
á að leita að greininni sem ég var
að spyrja um. Ég mundi dag-
setninguna og þvi tók það ekki
langan tima. Hann las hana upp-
hátt fyrir mig og þegar hann kom
að tilteknu nafni og heimilisfangi,
var málið augljóst. Ég vissi hver
morðinginn var. Loksins.
Nafiö þekkti ég vel, það var
manneskja sem ég hafði hitt og
talað við meðan á rannsóknum
minum stóð. Samt varð ég
undrandi. Það var undarlegt að
þurfa að endurskoða gersamlega
viðhorf sin til persónu. Aðra
stundina venjuleg og notaleg
mannvera, i næstu andrá
miskunnarlaus morðingi.
Um leið og ég fékk nafnið á
morðingjanum, gat ég reiknað út
hvernig morðið á Katrinu átti sér
stað. Hvernig morðinginn fór að
þvi að kyrkja hana þrátt fyrir
snjóinn og návist grannanna. Ég
varð mest hissa á þvi að mér
skyldi ekki hafa dottið það i hug
fyrr. Þetta lá svo beint við, fannst
mér, þegar skýringin var fengin.
Morðið á Bengt Tibréus var
ekki eins auðleyst. Svarið lá ekki
beint við. En ég datt niður á það i
gleði minni yfir að hafa leyst fyrri
gátuna. Og þá var málið álika
einfalt. Það er rétt eins og þegar
töframaður gefur skýringu á
göldrum sinum. Þá virðist allt
hlægilega einfalt og ómerkilegt.
Töfrabrögðin breytast á svip-
stundu i ómerkilegar sjón-
hverfingar og blekkingar. Töfra-
maðurinn uppsker ekki lengur
fagnaðarlæti heldur fær i staðinn
vonbrigði og gremju. Og einmitt
þess vegna gefa atvinnutöfra-
menn aldrei skýringu á brögðum
sinum. Þeir vita betur.
En morðinginn hafði verið af-
hjúpaður og aðferöirnar um leið.
Það var ég sem hafði afhjúpað
hann og ég hlaut að viðurkenna að
Krossgátan
1 2- 3 V 7 ? l— 9— <7 10 11 /Z /3 6 <7 IV
18 /6 1} ? 3 7 /8 /z ? <7 /9 /8 6 <7 2o 2/ /6 ?
6 7 11 8 ? 8 3 7 20 22 23 6 7 6 <7 20 /8 b
'v’ 1 /t 13 /0 7 <7 /2 9 /6 ro ? <7 23 2V 9 3 7
/s 9 6 9 6 2/ 28 ? <7 20 Tt 12 7 <7 ? 2V
11 /9 <7 9 3 3 ? 7 7 /0 <7 20 /o // 6 7
20 I9 ? 3 3 <7 /6 9 WF 9 6 <7 20 ? /0 IO <7 3
22 9 3 3 V /3 3 ’fl 7 8 3 2 S V /3 /0 7 3
? 2S ? 1 26 6 <7 % 1f 3 <7 2o 22 6 9 zs /3
6 7 7 /S 9 3 <7 ? 22 <7 ? /6 ? <7 3 7 6
1 26 ir~ 22 7 2ST n V? 7 20 2Z 7 9 y~ 3 7
Vonandi komast lesendur fljótt
upp á lagið með að leysa svona
krossgátu a.m.k. þeir sem eru
vanir að glima við venjulegar
krossgátur. Hér fylgja nokkrar
leiðbeiningar. Að sjálfsögöu
mynda stafirnir islenzk orð, eða
mörg kunnugleg erlend heiti,
hvort sem lesið er lárétt eða lóð-
rétt. Hver bókstafur hefur sitt
númer, og galdurinn við lausn
gátunnar er sá að finna staflykil-
inn. Eitt orð er gefið og á það að
vera næg hjálp, þvi með þvi eru
gefnir stafir i all-mörgum öðrum
orðum. Það eru þvi eðlilegustu
vinnubrögðin að byrja á þvi að
setja þessa fimm stafi hvern i
sinn reit eftir þvi sem tölurnar
segja til um. Einnig er rétt að
taka fram að þessari krossgátu er
geröur skýr greinarmunur á
grönnum sérhljóða og breiðum^
t.d. getur a aldrei komið i stað &
eða öfugL