Þjóðviljinn - 19.07.1972, Qupperneq 2
2 Sit)A — ÞJÓÐVlLJIt^N Mi&vikudagur. 19. júli 1972
Ragnar V. Sturhison:
Öll málfræði
Esperantos kemst
fyrir á
einu póstkorti!
Þjóðviljinn birtir hér í heild grein
eftir Ragnar Sturluson um alþjóða-
málið Esperanto. Ekki hefur verið
mikið ritað um þetta alþjóðamál hin
siðari ár i islenzk blöð, en hollt er að
rif ja umræðuna upp, og er greinin þvi
birt hér. Henni fylgir mynd af póst-
korti sem esperantistar hafa gefið út
með allri málfræðiEsperantos.
Meira en þrjú þúsund miljónir
manna byggja nú jarðarkringl-
una. Meira en tvö þúsund tungu-
mál, fyrir utan mállýzkur, notar
þessi mannþyrping til að tjá hug-
myndir sinar, óskir vonir og þrár.
Það er langt siðan menn fóru að
gera sér grein fyrir óhagræðinu,
sem allur þessi málglundroði
veldur i samskiptum mannanna.
Sagan um Babelsturninn er vist
ein sú eizta skýring, sem fundin
hefur verið á þessu fyrirbæri:
Semsé guðleg ráðstöfun vegna
þess að mennirnir ætluðu sér að
færast meira i fang en goðmögnin
töldu þeim hollt. ()g einnar tungu
voru þeir öllum skepnum mátt-
kari.
Það er einnig langt siðan að
viðleitni mannanna hófst lil þess
að beina þróuninní i hagl'elldari
átt. Hinar mciri mannlélags-
heildir, sem átt hafa sameigin-
legt tungumál, hal'a á öllum tim-
um, ýmist óafvitandi, eða af
ráðnum hug, reynt með krafti
viðskiptavalds sins að útrýma
menningu og tungu hinna smærri
heilda. Væri hægt að telja l'ram
ótal dæmi sögunnar um siikt. Af-
leiðing þessa fyrr á öldum varð i
mörgum tilfelium sú, að upp
spruttu ný og ný tungumál i stað
hinna gömlu, sem ýmist lifðu
áfram, eða féllu i valinn.
BH
EBh
■I
Enn er sá hugsunarháttur rikj-
andi hjá miijónum manna viða
um heim, að bezt sé að láta undan
ofureflinu og fórna tungumálum
hinna fámennari heilda, og þá um
leið þeim menningargeymdum,
sem með tungunni lifa, en taka i
staðinn upp mál og hyggju þeirra
fjölmennari.
Hér á íslandi hefur, sérstaklega
á siðari árum, verið uppi mikill
áróður l'yrir nytsemi þess, að sem
ílestir læröu enska tungu vegna
þess að enskan væri það sem
kalla mætti alheimsmál, og þá
vitnað i það hve margar miljónir
manna tali ensku. Þvi miður eru
þetta hæpin rök, vegna þess að
margar aðrar fjölmennar mála-
heildir skáka enskunni til hliðar
einmitt með mannfjöida sinum.
Tökum til dæmis kinverska svæð-
ið með mandarinskuna að rikis-
máli, sem er helmingi mannfleira
en enska svæðið, sovézka svæðið
með rússneskuna að tengimáli;
þýzka, franska, spánska og
arabiska svæöið, sem hvert um
sig telur meira en hundrað
miljónir, sem og mörg fieiri, sem
öllum er það sameiginleg til-
hneiging aö breiða út áhrif sin á
kostnað hinna.
Hvað sem segja má tungumál-
um allra þessara svæða til lofs
ESPERANTO ^ ALÞJÓÐLEGT HJÁLPARMÁL
Sfafrófifl: a, b, c, c, d, e, f, g, g, h, Ti, i, j, j, k, 1, m, n, o, p, r, s, s, f, u, ú, v, z. Framburfiur: c = fs, c = ts, g = dj, íi = h í
hvHur í Rangárvallasýslu, j = zj, s = sh í shall á ensku, u = stutt ú, z = t í is á ensku, i = í, g = g í garður, k = k í kaldur, u = ú,
allir -hinir stafirnir eru bornir fram eins og í íslenzku í upphafi oröa. Áherzlan er á næstsíöustu samstöfu. Greinirinn er aö eins
ákveöinn: la: la skribo skriflin, la skriboj akriftirnar. Págufali er táknaö meö al: al skribo, og eignarfall meö de: de skribo.
ENDINGAR -os
-o : nafnorö skribo skrift -us
-j : fleirtala skriboj skriftir -u
-n : þolfali skribon skrift -ant
-• : lýsingarorö skriba skriflegur -int
-e : atviksorö skribe skriflega -ont
—i : nafnháttur sagna skribi skrifa -at
-as : framsöguháttur nútíöar skribas skrifar —it
-is : — fortíöar skribis skrifaöi -ot
: framsðguháttur framtíöar
: skildagatíö
: boöháttur og óskháttur
FORSKEYTI OG VIÐSKEYTI
bo-
dis- :
ek- :
eks- :
ge- :
mal‘:
tnis-:
pra- :
re-
-ac :
-ad :
-aj
-an :
-ar
-ci :
-ebl :
-ec
-eg :
tengdir
sundrun
upphaf, augnakliks*
fyrverandi
sameining kk. og kvk.
mótsetning
skakkt, mis'
frum-, for-
aftur
lítilfjörlegur
áframhaldandi
hlutkendur
íbúi, áhanoandi
samsafn
gælunafn á karlmanni
möguleiki
hlutlaus hugmynd
miki! stækkun
-«i :
patro faöir, bopatro tengdaiaöir -em :
jeti kasta, disjeti kasta í sundur -end:
dormi sofa, ekdormi sofna, blunda -er :
pastro prestur, ekspastro upppj.pr. -estr:
frato bróöir, gefratoj systkini -et :
bona góöu-, malbona vondur -id :
uzi nota, misuzi misnota -ig :
patro faöir, prapatro forfaöit -i§ :
sendi senda, resendi endursenda -il :
domo hús, domaco hreysi -in :
pafo skot, pafado skothríö -ind :
amiko vinur, om/7fa/o vináttumerki -ing :
urbo borg, urbano borgarbúi -ism :
arbo tré, arbaro skógur -ist :
Petro Fétur, Pecjo Pczi -nj :
vidi sjá, videbla sýnilegui -uj :
amiko vinur, amikeco vinátta -uí :
varma heitur, varmega afarheitur -um :
— í fortiö
— í framtíö
þolmyndar í nútíö
— í fortíö
— í framtíö
: staöur
tilhneiging
þaö sem ber aö gera
eining úr heild
foringi, yfirmaöur'
mikil smækkun
afkvæmi
aö koma i ástand
aö komast í ástand
áhald
kvenkyn
veröur
hluturere-uerstungiö í
kenning, stefna
aÖalstarf einhvers
gælunafn á kvenmanni
þaö, sem inniheldur
persóna, vera
óákveðiö
skribos mun skrifa
skribus myndi skrifa
skribu skrifa þú, skrifi
skribanta skrifandi
skribinta hafandi skrifaö
skribonta munandi skrifa
skribata verandi skrifaöur
skribita hafandi veriö skrifaöur
skribota munandi veröa skrifaöu-
lemi læra, lernejo skóli
mensogi Ijúga, mensogema lyginn
fari gera, farenda sem gera ber
mono peningar, monero peningur
sipo skip, sipestro skipstjóri
lago stöðuvatn, lageto tjörn
hundo hundur, hundido hvolpur
morta dauöur, mortigi drepa
seka þur, sekiQi þorna
bori bora, borilo bor
viro karlmaöur, virino kvenmaöur
ami elska, aminda elskuveröur
plumo penni,plumingo pennaskaft
spirito andi, spiritismo andatrú
maro sjór, maristo sjómaöur
Mario María, Manjo Marsa*
inko blek, inkujo blekbytta
rica ríkur, riculo auömaöur
olena fullur, plenumi uppfylla
eða lasts, að enskunni ekki
undanskilinni, þá fylgir þeim öll-
um sami ókosturinn, sem ekki
verður girt fyrir á neinn hátt, en
það er hin ógnarsterka valda- og
yfirráðaaðstaða sem hin drottn-
andi tunga skapar frumeigendum
sinum. Vér íslendingar megum
vel minnast þess úr sögu vorri á
liðnum öldum. Ef vér hefðum
ekki haldið tungu vorri, þá byggð-
um vér danskt útsker i dag.
En nóg um þetta; menn hafa
fyrir löngu komið auga á agnúa
þess að taka einhverja þjóðtung-
una og gera hana að alþjóðamáli.
Það má minna á tillögu Norð-
mannsins á einu alþjóðamótinu,
þar sem fjallað var um nauðsyn
þess að taka upp eitthvert mál
sem alþjóðatungu, en hann lagði
til að norskan yrði fyrir valinu, en
sú tillaga fékk engan hljómgrunn!
Þrautalendingin hjá þeim, sem
reynt hafa að finna lausn á þess-
um vanda hefur þvi verið sú, að
það yrði að búa til mál sem
mannkynið gæti sætt sig við og
skapaði engri mannfylkingu sér-
stæði eða sérréttindi yfir öðrum.
Hundruð manna hafa gert til-
raunir i þessa átt. En þær hafa
allar koðnað upp nema ein, sem
heldur velli, og er nú á dögum
orðin það föst i sessi, að það eru
engin likindi til þess, að þróun
hennar til hlutlauss tengiliðar
meðal manna, hverrar tungu,
trúar eða kynþáttar sem þeir eru,
verði nokkurntima snúið við.
En þetta er einmitt tungumálið
KSPEHANTO.sem nú þegar hef-
ur sýnt hæfni sina sem mannlegt
tjáningartæki i hartnær 85 ár.
(Fyrsta kennslubókin i málinu
kom út i júli árið 1887). Það á sér
nú fylgjendur i flestum löndum
heims, auk þess sem skipulögð al-
þjóðasamtök i ýmsum greinum
ásamt fjöldamörgum landasam-
tökum vinna að framgangi máls-
ins. Um almenna viðurkenningu
þess, hversu Esperanto hefur
reynzt hæft sem hjálparmál til
túlkunar og þýðinga milli manna
af ólikum þjóðernum og tungum,
má tilgreina það, að á árunum
kring um 1950 var ritara Samein-
uðu Þjóðanna send áskorun, sem
sextán miljónir manna höfðu
undirritað um að Sameinuðu
Þjóðirnar tækju Esperanto upp
sem alþjóðlegt túlkmál á þingi
S.Þ. Og nokkru seinna gerði ráð-
stefna UNESCO samþykkt um að
mæla með Esperanto, sem túlk-
máii i alþjóðasamskiptum.
Þess má geta, að þær þjóðir
sem veittu þessari baráttu fyrir
framgangi Esperantos bezt
brautargengi voru einmitt ensku-
mælandi þjóðir.
Þeir sem ekki þekkja annað til
Esperantos en að það sé „tilbúið”
mál, „gervimál” eins og þeir
munu kalla það, gera sér litla
grein fyrir þvi hvað hér er um að
ræða. Þeir fmynda sér að það sé
eitthvert hrognamál sett saman
út i loftið úr einhverjum hræri-
graut orða af ýmsum tungum. En
þetta er einmitt öfugt við stað-
reyndina.
Hinn mikli mannvinur, pólski
augnlæknirinn dr. Zamenhof,
sem skapaði Esperanto, var ein-
mitt mikill lærdómsmaður á
tungumál. Og það var á undir-
stöðu hinna bezt þróuðu tungna
Evrópu, sem hann grundvallaði
málið. Hann tók einmitt rætur og
stofna hinna indóevrópsku mála
og fékk þeim sess sem fastri
undirstöðu undir málið. Siðan tók
hann fyrir forskeyta- og við-
skeytakerfi evrópumálanna og
gerði af þeim skipulegt kerfi með
undantekningalausum reglum,
sem hann felldi að grundvallar-
stofnum málsins. Þetta sýndi sig
að vera hin eina rétta aðferð til
þess að fella málið að framburði
og skilningi manna af mismun-
andi þjóðernum og tungum.
Það má vel likja námi
Esperantos við það að læra á bil
eða við það að fara með einfalda
og reglulega byggða vél. 011 mál-
fræði þess og reglur eru ekki fyr-
irferðarmeirien svo, að þær kom-
ast fyrir á einu póstkorti. Sá, sem
lærir þessar reglur til hlitar, á að
vera fær um að lesa málið með
hjálp orðabókar fyrst en siðan
Framhald á bls. u.
NORSK ÚTFLUTNINGSVARA
Þær feitu komnar
á stjá
Hún hefur veriö kölluð
norska svariö viö Twiggy,
og ertvítug, 160 cm. á hæð,
vegur 146 pund, og er nú ein
vinsælust Ijósmyndafyrir-
sæta Þýzkalands.
Kópavogs-
apótek
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til kl.
2, sunnudaga milli kl. 1
og 3.
Simi 40102.
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
Auglýsingaljósmyndarinn
Christian von Alvensleben hafði
lengi leitaö að ungri. glaðværri
þrýstinni stúlku. Hann leitaði fyr-
ir sér á módelskrifstofum, veit-
ingahúsum, i myndasafni ,,St.
—Pauli-Nachrichten”, en fann
ekki draumastúlkuna fyrr en vin-
ur hans benti honum á Gerd
Tinglum litla og feita norska
stúlku (115—100—110), sem
stundaði teikninám við listahá-
skóla i Hamborg.
Alvensleben tók Gerd Tinglum
með sér til spönsku eyjunnar Ib-
iza, gaf henni örlitið vin og plataði
hana til að hátta sig á ströndinni.
Siðan settist 146 punda liffæra-
kerfið i sandinn og lét taka mynd-
ir af sér i sólhlif einni klæða.
Myndirnar birtust i þýzku
timariti sem auglýsing fyrir
japanska ljósmyndafyrirtækið
,,Fuji-Photo-Film”.
Og frá þeim degi er Gerd vin-
sælasta ljósmyndafyrirsæta
Þýzkalands. Auglýsingin hefur
aflað auglýsingaskrifstofunni
fjölda viðskiptavina, daglega
berast fyrirspurnir um heimilis-
fang módelsins og háværar kröf-
ur eru uppi um að plaggöt verði
gefin út með mynd af frk. Tingl-
um.
Hún ólst upp i Henning, litlu
sveitaþorpi skammt frá Þránd-
heimi. F’aðir hennar er kaupmað-
urinn i þorpinu, sem selur allt
milli himins og jarðar frá
brjóstahöldurum niðri rennilása.
,,Það hefur ekkert að segja”. Hún
klæðist þykkum peysum, nagar
neglurnar og þrammar um á
tréklossum. Og þegar hún er ekki
allsber fyrir framan ljósmynda-
vélarnar. situr hún heima og
teiknar myndir af feitum kelling-
um og lifstykkjum. ,,Ég hugsaý
segir hún,„að maður sé alltaf að
teikna sjálfan sig. Þegar ég
teikna ekki mannamyndir, teikna
ég gömul lifstykki og brjóstahald-
ara.”
Árangurinn af auglýsingunni
segir Alvensleben fyrst og fremst
vera að þakka þvi hve
manneskjuleg hún er. „Auglýs-
ingar eru ekki nógu manneskju-
legar. þær eru of ruddalegar.
„Þetta verðurðu að kaupa. Þetta
áttu að éta" Það er lika hægt að
auglýsa manneskjulega og fynd-
ið; og áhrif fyndninnar liggja oft i
þvi að spila á veikleika fólks. Fólk
sem hefur veikleika — og hver
hefur þá ekki — róast og sannfær-
ist við slikar auglýsingar.”
En foreldrar frk. Tinglum voru
ekki i rónni. Þegar Gerd sagði1*
þeim frá frama sinum sem fyrir-
sæta, kom faðir hennar sam-
stundis til Hansestadt. „Hann
hélt að ég myndi enda á strip-
tease-börunum i Reeperbahn. En
það var engin ástæða til
hræðslu. Allir hljóta að sjá að
þetta fyrirsætustarf kemur sexi
ekkert við.”
Eftir nokkra vinsopa hvarf feimnin með öllu.