Þjóðviljinn - 19.07.1972, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.07.1972, Qupperneq 8
8. SÍÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Miðvikudagur. 1!). júii 1972 © EVA RAMM: MANNFALL OG MEYJAVAL Fyrir utan kjörbúðina við torgið haföi verið komið upp eins konar markaði með hamingju- hjóli og brúðuhappdrætti og hlutaveltu. t>ar var fólk einlægt á ferli, og salan gekk ljómandi vel. Kjörbuðin var splunkuný, og allir i Totta voru hreyknir af henni, ávaxlasöluborðið var með bambusþaki yfir og blaktandi kókospálmum, og kaffisalan var innréttuð sem ósvikið svertingja- þorp með strákolum og brosandi negrastrákum, allt úr lit- skrúðugum pappa. Við dyrnar stóð sjálfur sölustjórinn, Amanda Bekkerud úr norðurbæ, með stifaðan hvitan kappa á höfði og sýndi hikandi viðskiptavinum hvar hægt væri að finna krydd- vörur og lyftiduft. k>egar kjör- búðin var opnuð i marz hafði verið mikil hálið með fjöldasöng og lúðrablæstri, ræðu forsetans og úthlutun á góðgæti, svo sem kexi með idýfu og öðru gómsætu. Auk þess fengu viðskiptavinirnir ókeypis happdrættismiða með möguleika á vinningum, stórum körfum fullum af girnilegum varningi. Figandinn sjálfur, Kjemperud, l'ékk skammvinnt taugaáfall við tilhugsunina um öll lánin. Kétt fyrir lokun kom Merete Kang, formaður félags hægri kvenna í Totta, út úr kjörbúðinni með netið fullt af vörum. Hún var litil og dökkhærð með brún augu, snyrtilega klædd og meö glóð i augum sem stafaði af einlæri trú hennar á frjálst verðlag, einka- framtak, menningu og kristna lifsskoðun. Hún stanzaði hjá sölu- skálanum, horfði forvitnislega á brúðurnar og alla hina vinning- ana og tók sér stöðu i biðrööinni sem ætlaði að freista gæfunnar á hlutaveltunni. Við hliðina á henni stóð Persrud snikkari með N ú held ég að Jóhann Hafstein sé að syngja sitt siðasta. Látum nú vera þó að hann dáist enn að landhelgis- samningunum við Breta og V- Þjóðverja frá 1961 og telji jafnvel að Alþjóðadómstóllinn sé rétti aðilinn til að skera úr i þessu lifshagsmunamáli. En að ryðjast fram á ritvöllinn, eins og hann gerði um daginn, og staðhæfa, ,,að samningur- inn sé pólitiikur sigur fyrir okkur islcndinga” rétt i sama mund sem Bretar eru að til- kynna okkur, að þeir muni leggja fyrir þennan Alþjóða- dómstól lögbannskröfu á út- færsluna, á grundvelli þessa sama samnings frá 1961, er of- viða minum skilningi. Ég veit ekki nema Jóhann Hafstein ætti að skrifa fram- vegis á ensku; islenzkir lesendur hafa ekki áhuga. budduna á lofti, magur, dökk- hærður og lágur vexti, en kvik- legur og vöðvastæltur. Merete Bang kinkaði kolli vin- samlega. Hún var þrautþjálfaður hægriflokksmaður með mörg stjórnmálanámskeið að baki, meðal annars bréfanámskeiðið „Hvernig á að sannfæra stjórn- málaandstæðinga”, og ein af meginreglum námskeiðsins var að alltaf bæri að vera vingjarn- legur og lipur við andstæðinga, jafnvel harðsviraða sósialista. Það væri aldrei að vita nema maður stæði andspænis leitandi sál, sem með vinsemd og alúð gæti lært að finna sannleikann. Hver vissi nema til að mynda Persrud snikkari væri meðal þessara villuráfandi, nauðstöddu sálna? Hún kinkaði kolli vingjarnlega einu sinni enn. — Daginn, Persrud! Til ágóða fyrir hvað skyldi þetta vera? Snikkarinn brosti, — hann var með tvær gulltennur, aðra til vinstri i efri gómi, hina til hægri i neðri gómi, og trúlega hefur þetta orðið til að gera bros hans eilitið skælt, eins og hann hefði eitthvað skuggalegt i hyggju. —Ætli það sé ekki þessi menningarsjóöur, sagði hann kæruleysislega Merete Bang mundi óljóst að hún hafði eitthvað heyrt um menningarsjóð, en i hvaða sambandi? Var það lljartavernd? Giktarfélagið, Krabbameinsfélagið? Hún brosti hlýlega til Persruds: — Auðvitað! Menningar- sjóðurinn! Þá vcrð ég að kaupa miða. Það er alltaf sjálfsagt að styrkja gott málefni. —Satt er það! sagði Persrud innilega sammála. Mereta fann sér til mikillar gleði, að nú var jarðvegurinn reiðubúinn undir sáningu: Hvernig er þaö, Persrud, eruð þér ennþá sósialisti? Hún brosti glettnislega og hnippti i hann. Þér hafið eigið trésmiðaverk- stæði og getið ekki verið þekktur fyrir að vera sósialisti, ha? Þér eruð atvinnurekandi. Viljiö þér ekki koma á fundina okkar, Persrud. nei. ekki fundi hægri kvenna, ha-«ha, þótt þér væruð auðvitað innilega velkominn þangað lika! En komið á fund hjá Hægri ílokknum og hlustið á það sem við höfum fram að færa, og ég er viss um að það yrði ekki i siðasta sinn. Gerið það, Persrud! Hún lagði höndina á arm hans og brosti til hans heitum, brúnum augum. —Ég er verkamaður og á heima i verkamannaflokknum, sagði Persrud einbeittur og fitlaði við seðlana. Merete Bang leit i kringum sig, en kom ekki auga á neinn borgaralegan i biðröðinni. Þar voru aðallega unglingar og börn og fáeinir nemendur úr iðn- skólanum. Hún lokaði augunum andartak eins og hún hefði i hyggju að kasta sér út i hyldýpi og vildi ekki fá vatn i augun, og siðan sagði hún lágri röddu: —En vitið þér þá ekki, Persrud, að Hægri flokkurinn er næststærsti verkamannaflokkur Noregs. Þetta var leynivopnið á nám- skeiðinu, kylfa sem aðeins átti að beita gegn harðsviruðustu sósialistum; setning sem átti helzt ekki að berast að eyrum hinna borgaralegu. Hún átti að geta gert kraftaverk og opna augun á ofstækisfullum and- stæðingum. En Persrud skelli-hló. —Já, þessi var góður! Ha->ha! En nú er rööin komin að okkur á hlutaveltunni, frú Bang! Gerið svo vel, þér fyrstar! Hann vék riddaralega til hliðar til að láta hana komast að.Merete Bang horfði i ofvæni niður i miða- kassann; hún hafði aldrei komizt yfir spenning bernskuáranna þegar einhver vinningsvon var annars vegar. Svo leit hún til himna og lokaði augunum meðan hún dró. Hún dró fjórum sinnum og borgaði krónu. F'agnandi komst hún að raun um, að hún hafði fengið vinning á þrjú af númerunum. Greiðu og tveim sápuspilum rikari leit hún alsæl á piltinn bakvið afgreiðsluborðið og hélt vinningunum upp að brjósti sér einS og það væri gullklumpar. —Að hugsa sér hvað ég var heppin. En gaman! Segðu mér, til agoö'a fyrir hvaö er þessi hluta- velta ? —Menningarsjóð verkamanna, sagði pilturinn alúðlega. Brosið á Merete Bang bliknaði. Ilún kyngdi og leit með viðbjóði á greiðuna! siðan lagði hún bæði hana og sápuspilin tvö á borðið aftur. Persrud glotti meinfýsinn og það glóði á gulltennurnar tvær i sólskininu Merete Bang leit á hann særð á svip. - Þér vissuð þetta, Persrud! Það var illa gert af yður að vara mig ekki við. —Vara yður við, sagði Persrud og þurrkaði af sér brosið með handarbakinu, — ég færi liklega ekki að vara yður við að styrkja gott málefni. En það var reglu- lega gaman að sjá eina af stjórnarkonum Hægri kvenna leggja málefnum verkamanna lið. Það var ýmislegt sem hægt hefði verið á ásaka Merete Bang fyrir án þess að hún tæki það illa upp, til að mynda bilaþjóínað ellegar tilraun til ráns og inn- brota. En að heyra það sagt upp i opið geðið á sér að hún styddi Verkamannaflokkinn.það var eins og hnifSstunga i hjartastað. Merete elskaði Hægri flokkinn, i augum hennar var boðskapur hans jafngildur guðspjöllunum, og forsvarsmenn Hægri flokksins ávöxtuðu hinn eilifa sannleika. Stöku sinnum fór hún til höfuð- borgarinnar til að hafa samband við miðstjórnina að einhverju til- efni; þá gekk hún um höfuð- stöðvar Hægri flokksins, og henni leið sem i dómkirkju, langir gangarnir og háir stigarnir fylltu hana andakt, hún fann að undir þessu þaki störfuðu hugur og hönd að einu, sönnu takmarki: réttlæti og velferð allra. Þess vegna þótti henni svo biturt að hafa stutt Verkamanna- flokkinn þótt óvart væri. Með titr- andi varir þreif hún til sin veskið og innkaupanetið og stikaði leiðar sinnar án þess að mæla orð, i alltof miklu uppnámi til að minn- ast fyrstu meginreglu nám- skeiðsins: Sýndu andstæðingi þinum ævinlega vinsemd og lipurð. Hún var nú einu sinni bara manneskja. Persrud horfði brosandi á eftir henni og sneri sér siðan að pilt- inum við afgreiðsluborðið. —Láttu mig hafa miða fyrir tikall; þetta var gulls igildi! —Ég skil ekki af hverju hún varð svona vond, sagði strákur. — Það stendur hérna skýrum stöfum — hann benti uppundir loft, þar sem grilla mátti i ör- smáa bókstafi — hvert hagnaðurinn gangi! MIÐVIKUDAGUR 19. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00). Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir les söguna ,,Kári litli og Lappi” eftir Stefán Júliusson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist cftir Bach kl. 10.25. Hans Vollenweider leikur á orgel Tokkötu, adagio og fúgu i C- dúr / Elly Ameling, Helen Watts, Werner Krenn, Tom Krause, Pro Arte kórinn i Lausanne og Suisse Romande hljómsveitin flytja Kanötu nr. 130.Ernst Ansermet stj. Fréttir kl. 11.00. Hljómsveitin Fil- harmónia leikur Sinfóniu nr. 34 i C-dúr eftir Mozart. Otto Klemperer stjórnar / Kgl. filharmóniuhljóm- sveitin leikur verk eftir Tsjaikovsky, Schubert, Haydn,Bizet og Berlioz, Sir Thomas Beechman stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar 14.30 S f ð d e g i s s a g a n : „Eyrarvatns-Anna” eftir Sigurð Hclgason. Ingólfur Kristjánsson les (19). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist.a. Stef og tilbrigði fyrir kammer- hljómsveit eftir Herbert H. Agústsson. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur, Alfred Walker stjórnar. b. „Helga hin fagra", lagaflokkur eftir Jón Laxdal. Þuriður Pálsdóttir syngur við undir- leik Guðrúnar Kristins- dóttur. c. Sónata fyrir troinpet og pianó eftir Karl O. Runólfsson. Björn Guðjónsson og Gisli Magnússon leika. d. Lög eftir ýmsa höfunda. Guðmundur Jónsson syngur við undirleik ölafs Vignis Albertssonar. 16.15 Veðurfregnir. Almemningsbókasöfn og ævi- langt nám.Stefán Júliusson bókafulltrúi rikisins flytur erindi. 16.40 Lög leikin á munnhörpu. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýttefni: „Heimför til stjarnanna” eftir Erich von DUniken. Loftur Guð- mundsson rithöfundur les bókarkafla i eigin þýðingu (1). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10. Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Strengjakvartett i Es- dúr op. 125 eftir Schubert. Filharmóniukórinn i Vin leikur. 20.20 Sumarvaka.a. „Fjöllum krynda Fróðárbyggö". Séra Ágúst Sigurðsson flytur þriðja frásöguþátt sinn undan Jökli. b. Ljóðalestur. Lárus Salómonsson flytur frumort kvæði. c. Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Margrét Jónsdóttir les tvær sagnir skráðar af Jóhanni Gunnari Ólafss. d. Kór- söngur. Karlakór Reykja- vikur og Sinfóniuhljómsveit Islands flytja tvö sjómanna- lög eftir Sigfús Halldórsson, Páll P. Pálsson stjórnar. 21.30 útvarpssagan: „Hamingjudagar” eftir Björn J. Blöndal; höfundur les sögulok (11) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Framhaldsleikritið „Nóttin langa” eftir Alistair McLean. Endurflutningur annars þáttar. Leikstjóri Jónas Jónasson. 23.00 Létt músik á siðkvöldi. Hermann Prey syngur lög frá Vin með kór og hljóm- sveit óperunnar i Miinchen. 23.23. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárkok. brandarar og skáldskapur ASTIR SAMLYNDRA HJÓNA Eiginkona ein sagði manni sin- um frá þvi með öfund nokkurri, að maður vinkonu sinnar hefði gert til hennar fimm ferðir á einni nóttu. Eiginmaðurinn getur ekki á heilum sér tekið yfir þessum fréttum. Hann tekur sig til og endurtekur þetta afrek grannans. Siðan vaknar hann snemma morguns heldur dasaður. En hann kemur seint i vinnuna og er svo óheppinn að rekast beint i flasið á yfirmanni sinum. — Það er ekki það versta að þú skulir koma svona seint, segir hann. En hvar varstu i gær og i fyrradag? VONT FAG Eltirðu hamingjuna, fer hún burt og enginn veit i raun og veru hvurt. Kannski kemur hún þó einn dag. Lif þins sjálfs kannski verst er fag, sem þú hefur lært og til reynslu fært, en DRAGALÖG I efnisheimi rikja einföld lög, i efnisheimi rikja einföld lög, peningar og rökhyggjuleg drög. I margviddamóð flyt ég þennan óð. Hann er fyrir þig, ef þú skilur mig. Þorsteinn Eggertsson (Faxi). DANSKT FRJALSLYNDI Tvær konur — mega vera hjón — vantar til ræstinga i nýju skrif- stofuhúsnæði i miðbænum. Auglýsing i Politiken. KANNSKI FYRIR ERFINGJ- ANA Hjarta hennar hætti allt i einu að slá. Gat þetta boðað góðar fréttir? Afþreyingarmánaðarrit. BANDAIUSKT SPAKMÆLI Hjónaband er eini bisnessinn, sem greiðir öðrum aðilanum pen- inga eftir gjaldþrotið. VEGURINN ER BETRI EN VEITINGAHÚSIÐ, SAGÐI DON QUIJOTE A leiðinni heim eftir heimsókn i veitingahús fór hann á mikilli ferð fram úr bifreið, sem ók á undan, en hefði hann vitað, að i bilnum voru lögreglumenn, þá hefði hann ekki gert þetta. Flcnsborg Avis. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16 ' Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 Simi 33-9-68. YFIRDEKKJUM HNAPPA SAMDÆGURS SELJUM SNIÐNAR SIÐBUX- UR OG ÝMSAN ANNAN SNIÐINN FATNAÐ. BJARGARBÚÐ H.F. Ingólfsstr. 6 Simi 25760. Smurt brauð Snittur Brauðbær Sími 20-4-90

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.