Þjóðviljinn - 19.07.1972, Page 9
Miðvikudagur. 19. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9.
Breiðablik — Vikingur 1:0
Einhvern veginn
fer allt í
handaskolum
Svo virðist sem Vikingum
sé algjöriega meinað að
geta skorað mark, hvaða
tækifæri sem þeir fá upp í
hendurnar.
i leik þeirra við Breiða-
blik s.l. mánudagskvöld
áttu þeir nokkur tækifæri,
en að knötturinn vildi í
mark, það var af og frá.
Ekki vantarþá knatttækni,
og leikur þeirra er oft á tíð-
um góður, en að skora
mörk er sá hlutur knatt-
spyrnunnar, sem þeir
kunna alls ekki.
Fer nú að syrta í álinn
fyrir þá, ef fleiri leikir
ganga þeim úr greipum án
þess að sigur náist. Upp-
byggingar þeirra i sókn
gefa ætíð von um mark, en
einhvern veginn fer allt í
handaskolum, þegar reka
skal endahnútinn á. Von-
andi ferþetta að lagast, því
að eftir þennan leik hafði
ég á tilfinningunni, að Vik-
ingurhefði átt annað stigið
skilið.
Með þessum orðum minum
ætla ég mér ekki að lasta Breiða-
bliksliðið, en nokkrum sinnum
voru þeir heppnir að fá ekki á sig
mörk.
Breiðabliksmenn leika fasta og
oft á tiðum grófa knattspyrnu, en
það er ekki hægt annað en að fyr-
irgefa þeim það, baráttuviljinn er
það mikill hjá liðinu. Þeir leika
eftir reglunni, að leikur er aldrei
tapaður fyrr en búið er að flauta
hann af. Og þó svo að liðið leggist
i vörn, á það alltaf hættulegar
sóknarlotur.
Sérstaklega skapa þeir hættu
við mark andstæðinganna, þegar
þeir taka hornspyrnur. Hinir há-
vöxnu leikmenn liðsins eru ógnun
við hvaða vörn sem er, með hin-
um hættulegu skallaboltum sin-
um.
Leikurinn s.l. mánudag var
skemmtilegur á köflum, og
stundum skapaðist spenna. t fyrri
hálfleik voru Vikingar öllu
ákveðnari og sóttu meira, án þess
þó að uppskera árangur erfiðis
sins. 1 seinni hálfleik fór smám
saman að draga af þeim, og undir
lokin var vonleysisblær kominn
yfir liðið.
Breiðabliksmenn voru harðir i
horn að taka og virtust likamlega
sterkari en Vikingarnir. Vörn
þeirra með markvörðinn sem
bezta mann tókst ætið að trufla
sóknarmenn Vikinga og gaf þeim
aldrei neitt ráðrúm til þess að
undirbúa skot sin.
A 4. min. mistókst Þór Hreið-
arssyni að skora þegar hann fékk
knöttinn einn fyrir opnu marki
Vikings.
Minútu siðar eiga Vikingar skot
framhjá.
Á 15. min. eru Vikingar i sókn
og reyna markskot, en markvörð-
ur Breiðabliks er ekki i vandræð-
um með að verja það.
Á 16. min. gefur Guðgeir Leifs-
son góðan bolta fyrir markið. Páll
Björgvinsson nær knettinum og
kemst einn innfyrir, en skot hans
fer langt yfir. Þar fór gott tæki-
færi forgörðum.
Á 17. min. er sótt að marki
Breiðabliks. Til þess að missa
ekki Eirik Þorsteinsson frá sér
greip Ólafur Firðriksson, Breiða-
bliki, i hann og hélt honum. Atti
þessi atburður sér stað inni i
miðjum vitateig Breiðabliks.
Dómari leiksins Hannes Sigurðs-
son sá ekkert athugavert við
þetta, og lét leikinn halda áfram.
Framhald á bls. 11.
Vikingar berjast við mark andstæðingsins, en knötturinn vill ekki f
netið. (Ljósm. Bjarnleifur).
Mynd 1: Mangsýnir hvernig á
að stökkva jafnfætis upp i körfu-
boltahring.
Mynd :t: Hér er Mang i við-
bragðsstöðu fyrir spretthlaup.
Ilefur hann hlaupið 100 m. á 12
sek. og 50 m. á 8,9 sek. i æfinga-
fötum eins og myndin sýnir.
Mynd 2: i langstökki án
atrennu hefur Mang stokkið
rúnia 2.90 m.
Mynd 4: Án atrennu varpar
hann kúlunni 14,50m, og fylgir
það sögunni, að þau skipti sem
hann hcfur snert á henni séu
tcljandi á fingrum sér.
„EEWÍGI ÁRATUGSINS”
Hér á islandi fer nú
fram hið svokallaða „ein-
vigi aldarinnar" í skák.
Fleiri gætu eflaust tekið
sér ja fnstór orð í munn, að
minnsta kosti eru Þjóð-
verjar byrjaðir á þvi að
auglýsa sem „einvigi ára-
tugsins", þann atburð, er
V-Þ jóðverjinn Rudolf
Mang og Rússinn Wassilji
Alexejew mætast i
ly ftingakeppni Olympíu-
leikanna.
Vitaskuld halda Þjóðverjarn-
ir nafni landa sins mjög á lofti,
og til þess að lesendur geti gert
sér grein fyrir þvi, hve alhliða
iþróttamenn lyftingamenn eru,
birtum við nokkrar myndir af
Mang i hinum ýmsu iþrótta-
greinum.
Rudolf Mang.
Aldur:
Hæð:
Þyngd:
Ummál háls:
Herðabreidd:
Brjóstummál:
Mitti:
Læri:
Kálfi:
Fótastærð:
21 árs.
180 cm.
130.5 kg.
48.5 cm.
65 cm.
131 cm.
105 cm.
86 cm.
45 cm.
45 cm.
Bezti árangur i þriþraut:
Pressa: 230,5 kg.
Snörun: 175kg.
Jafnhöttun: 227,5 kg.
Samanlagt: 625 kg.
Wassilij Alexejew.
Áldur: 30ára.
Hæð: 186 cm.
Þyngd: 147,5 kg.
Ummálháls: 54 cm.
• Herðabreidd: 60 cm.
Brjóstummál: 136 cm.
Mitti: 120 cm.
Læri: 80 cm.
Kálfi: 50 cm.
Fótastærð: 44 cm.
Pressa:
Snörun:
Jafnhöttun:
Samanlagt:
236.5 kg.
180 kg.
237.5 kg.
645 kg.
Hér er átt við, að þyngdunum
er lyft i þriþrautarkeppni, og ná
þeir kannski ekki sinu bezta
nema i einni lyftu, svo i næstu
keppni ná þeir beztu lyftu i
annarri grein.
Vitaskuld eru Þjóðverjar
hrifnir af hinum unga frábæra
iþróttamanni Mang og gera veg
hans mikinn i iþróttablöðum,
enda maðurinn þess virði að
eftir honum sé tekið.
Mang hefur átt i deilum við
þýzka iþróttaforystu, og þá
aðallega vegna fjárstyrks, sem
hann telur sig eiga rétt á, vegna
hins gifurlega fæðiskostnaðar
sins. Nú er allt i blóma milli
hans og forystunnar út af þeim
málum, og vona Þjóðverjar, að
Mang takist að sigra Alexejew i
Miinchen; honum hafði nærri
tekizt það á Evrópumeistara-
mótinu i Constanca nú i vetur.
Wassily
Alcxejew
núverandi
heimsmethafi
i yfir-
þungavigt