Þjóðviljinn - 19.07.1972, Síða 11

Þjóðviljinn - 19.07.1972, Síða 11
Miðvikudagur. 19. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11. Esperanto Framhald af bls. 2. kemur valdið til að beita þvi i ræðu og riti eins og af sjálfu sér, ef athygli og ástundum er haldið vakandi. Þegar rætt hefur verið um að taka upp einhverja þjóðtungu, svo sem eins og ensku, og gera hana að alheimsmáli, þá hefur þar á bak við legið sú hugsun, að slikt málskyldi sigra allar aðrar tungur smátt og smátt. En vegna margs konar óreglu i málfræði- legri byggingu þjóðtungnanna yfirleitt, þá hafa menn komið auga á hina geigvænlegu hættu sem ávallt fylgir útþenslu einnar þjóðtungu inn á yfirráðasvæði annarrar tungu, sem er i þvi fólgin að slik stórtunga klofni i æ fleiri mállýzkur og loks mál, eins og reyndin er þegar með ensku og aðrar stórþjóðatungur. Þessi hætta er alveg útilokuð að þvi er snertir Esperanto, þvi á vegum þess er starfandi föst nefnd, svo kölluð „Lingva Komitato” ( Mál-ncfndin, skammst.: L.K.), sem fylgist með þróun Esperantos og útþurrkar jafnan alla tilhneigð til klofnings. Þessi starfsemi Lingva Komitato byggir á hugsjón sjálfs höfundar Esperantos um að þró- un þess eigi að haldast i föstum tengslum við uppruna þess og byggjastá hinum föstu lögmálum þess. Fyrir höfundi Esperantos vakti heldur ekki sá tilgangur með sköpun málsins, að það ætti að út- rýma þjóðtungunum, heldur ætti það einungis, að vera alþjóðlegt hjálparmál, sem hægt væri að þýða yfir á allar hugsanir á sér hverri þjóðtungu, -einskonar al- þjóðlegt mál, sem sérhver maður ætti að kunna auk sins móður- máls. Það má benda á það, að kunnátta i sliku máli sem Esperanto er, hefur allt önnur áhrif á þjóðtungurnar, heldur en þjóðtungurnar hafa hver á aðra. Hin rökfasta bygging Esperantos og undanbragðalausi túlkunar- máttur hvetur einmitt sérhvern mann, sem hefur það á valdi sinu, til þess að gefa betur gaum að hæfni og eigindum sins eigin móðurmáls. Allt örðuvisi er þvi varið með þjóðtungurnar. Má benda á i þvi sambandi hversu hið aukna hálf- nám enskrar tungu hér á landi á seinustu árum hefur skapað geig- væna hættu fyrir islenzkt mál vegna slanguryrða af enskri rót, sem margir bera sér i munn meira og meira i ræðu og riti. Sérstaklega er þó hin enska setningaskipun islenzkunni hættuleg, þvi um leið og næmleiki manna fyrir islenzkri setning- askipun brestur vegna enskunn- ar, þá er brostinn sá grundvöllur sem tilvera islenzkrar tungu byggist á. Þótt ég nefni enskuna sérstak- lega i þessu skyni, þá er það vegna þess að eins og nú horfir stöndum við þar andspænis mestu hættunni af þeim usla, sem erlend tunga getur gert á islenzku mál- sviði, og það er einmitt vegna hins nána skyldleika islenzkunn- ar við frumrót enskunnar. Er þar á ferðinni sama hættan og af völdum dönskunnar fyrrum. Allt önnur áhrif eru það, sem Esperanto hefur að þessu leyti. Bæði er það, að stofn þess er fjar- skyldari voru máli, og eins eru málreglur þess mótaðar á annan veg en þær islenzku. Og siðast en ekki sizt vil ég benda á höfuðkost Esperantos, fyrir utan það hve auðvelt er að læra það, en hann er sá, að gagnvart Esperanto standa alíir menn jafnir, þvi það er ekki móðurmál neins. Tökum til dæmis: Danir segja, að vér Is- lendingar getum aldrei talað dönsku rétt, og sama segjum vér vist um Dani gagnvart islenzku. Þegar þvi danskur maður ætlar að reyna að tala islenzku við ís- lending er hann i minnimáttarað- stöðu gagnvart tslendingnum, þvi hann veit aö fslendingurinn kann mörgum sinnum betur skil á máli Sögueyjarinnar en Daninn. Vér tslendingar hljótum vist alltaf að finna til hins sama gagnvart út- lendingum, þegar vér reynum að tala mál þeirra sem vér ekki höf- um alizt upp við. Þessi tilfinning nær aldrei tökum á Esperantist- um, þvi þeir vita ósköp vel, að á þvi máli, er aldrei um að ræða neinn vegg, sem hlaðinn sé upp af séreigindum einhverrar þjóð- tungu, og á þvi máli standa allir eins jafnir og hverjir tveir bil- stjórar sem kunna jafnt að aka sama bilnum, þótt sinn af hvoru þjóðerni séu. Engum er þó kunnátta i Esperanto jafn hagkvæm eins og smáþjóðunum sökum þess hversu þær standa þá betur að vigi á alþjóðavettvangi með kunnáttu i þvi máli, sem gerir öllum mönn1 um jafnt undir höfði. Ég læt fylgja hér með þessari grein alla málfræði Esperantos á einu spjaldi. Sá, sem hefur hana i hendi ásamt undirstöðuorðabók málsins: „Plena Vortaro” (Fullt orðasafn), á að geta kennt sér sjálfum að læra málið til þess að beita þvi i ræðu og riti á fullkom- inn máta. Árið 1965 gaf Samband islenzkra esperantista (Federacio de islandaj Esperantistoj, skamst.: F.I.E.) út fslenzk-esperantiska orðabók, sem auðveldar mjög nám þessa auðlærða máls; ennfremur stend- ur svo Bréfaskóli S.f.S. og A.S.f. fyrir námskeiðum i Esperanto, sem haldin eru á hverjum vetri i útvarpinu. En vitanlega er sú aðferð ein, sem beztum árangri gæti skilað, að Esperanto væri gert að skyldu- námsgrein i skólum landsins eins og enska og danska. Kennarar mundu verða undrandi á þvi, hvað nám og kunnátta i Esperanto mundi gera nemendur opnari fyrir námi annarra tungna sem og að þeir næðu betra valdi á eigin móðurmáli. Það gerir hin hreina bygging alþjóðamálsins. Hagnar V. Sturluson. íþróttir Framhald af bls. 9. Þarna hefði hiklaust átt aö dæma vitaspyrnu. A 25. min. á Guðgeir skot fram- hjá i sæmilegu færi. Á 27. min. á Eirikur gott skot, en markvörður Breiðabliks varði vel. Á 31. min. myndaðist þvaga við Vikingsmarkið og var skotið lúmsku skoti á markið. Diörik var vel á verði og varði. a 39. min. skeði leiðinlegur at- burður. Eirikur Þorsteinss. er með knöttinn rétt við vitateigs- linu Breiðabliks, þegar Guð- mundur Þórðarson kemur aftan að honum. Krækir Guðmundur fætinum fyrir lappir Eiriks og ýt- ir um leiö á bak hans. Við þessa óvæntu og lúalegu árás skellur Eirikur i mölina. Brákaðist hann á nefi og komu einnig þrir djúpir skurðir i það. Varð hann að fara út af, en Guðmundur fékk ekki Samþykkir Framhald af bls. 4 ins og Framleiðsluráðs að vinna að þvi að ullarverð hækki svo að bændur telji svara kostnaði að vinna að betri meðferð hennar. En til þess yrði ullarverð að vera sem næst kjötverði pr. kg. Einnig að athugað verði hver eru séreinkenni islenzkrar ullar miðað við erlenda og hvers virði þau séreinkenni eru fyrir ullar- iðnaðinn. Utflutningur hrossa. Fundurinn beinir þvi til Sambands tsl. Samvinnufélaga að athuga i samvinnu við félags- samtök bænda, hversu hægt verði að bæta skipulag á útflutn- ingi hesta og koma i veg fyrir að hestar séu seldir á óeðlilega lágu verði. 1 þvi skyni verði athugað, hvort ekki þyrfti að breyta lögum um útflutning hrossa til þess að bæta aðstöðu seljenda til þess að ná eðlilegu verði fyrir hesta. Um varahlutaþjónustu. Fundurinn telur aðkallandi að koma á fót þjónustustofnun við bændur er hafi þvi hlutverki að gegna að bæta véla- og varahluta- þjónustuna þannig, að bændur geti snúið sér til hennar þegar eðlileg fyrirgreiðsla búvélainn- flytjenda bregzt. Þvi felur fundurinn stjórn Stéttarsambandsins að beita sér fyrir að slikri þjónustu verði komið á fót innan Stéttarsam- bandsins eða Búnaðarfélags fs- lands. 14 borga yfir Framhald af bls. 1. Laugarásvegi 73, tekjusk. 1.021 þús. samt. 1.529 þús. (568 þús.) Þetta er listi yfir þá 14 sem fara yfir 1 miljón i tekjuskatti, en alls eru 94 einstaklingar sem greiða yfir 800 þús. i opinber gjöld. Sú tala sem hér er yfir gjöld samtals hjá hverjum einstakling er um: tekjuskatt, slysatrygg- ingagjald, eignaskatt , lifeyr- istr., kirkjugjald, kirkjugarðs- gjald, iðnaðargjald, atvinnuleys- istr.gj. útsvar og aðstöðugjald. Nánari upplýsingar birtum við i blaðinu á morgun. einu sinni áminningu. í stað Ei- riks kom Jón Karlsson inná. Á 42. min. eiga Vikingar mikla pressu að marki Breiðabliks. Endaði pressan með skoti sem Breiðabliksmenn björguðu á marklinu. í seinni hálfleik áleit maöur að stundin væri komin sem Vikingar myndu skora mark, en þvi var ekki að heilsa. A 3. min. átti Jón Karlsson skot á mark Breiðabliks, en framhjá. A 6. min. komst Þór Hreiðars- son einn innfyrir og skaut yfir Diðrik, sem kom á móti honum. Hafnaði knötturinn i markinu, og höfðu Breiðabliksmenn þar með tekið forystu. Staöan 1-0. Á 12. min. komst Karl Stein- grimsson einn innfyrir, en skaut framhjá opnu marki Vikings. Á 29. min á Jón Karlsson skot framhjá Breiðabliksmarkinu. Þegar 15 min. voru eftir af leik- timanum kom Hafliði Pétursson inná fyrir nr. 8 i Vikingsliðinu. Og þegar 10 min. voru eftir varð Þór Hreiðarsson að yfirgefa völlinn, en inná kom Heiðar Breiðfjörð. Á 39. min. á Hafliði gott skot, en markvörður Breiðabliks varði vel. Þannig endaði þessi leikur með sigri Breiðabliks 1-0. Eftir að þeir höfðu skorað markið drógu þeir sig nokkuð aftur og hugsuðu um það eitt að halda báðum stigun- um. Þó komu við og við snögg upphlaup hjá þeim. Þvi miður gátu Vikingarnir ekki jafnað þrátt fyrir góða tilburði til þess. Beztu menn Breiðabliks voru markvörðurinn Ólafur Hákonar- son, Þór Hreiðarsson og Haraldur Erlendsson, sem var ætið rólegur og sterkur hvað sem á gekk. Hjá Viking voru beztir þeir Guðgeir Leifsson, Eirikur Þor- steinsson meðan hans nau- við, Jón Karlsson og Gunnar Gunn- arsson. Einnig átti Diðrik Ólafs- son i markinu sæmilegan leik Ábyrgðar- og slysatryggingar. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til Búnaðarfélags Islands, að það birti sem fyrst niðurstöður tilboðs tryggingarfélaga i ábyrgðar- og slysatryggingar i landbúnaði og þær veröi siðan kynntar bændum ýtarlega. Um vinnuaðstoð í veikindatilfellum. Fundurinn samþykkir að fela stjórn sambandsins að kanna á hvern hátt hagkvæmast væri að koma á vinnuaðstoð að bændur i veikinda og slysatilfellum. Stjórnin leiti samvinnu við Búnaðarfélag Islands um málið. Skálatún í Mosfellssveit Vistheimiíið Skálatún i Mosfellssveit óskar að ráða konu, ekki yngri en 25 ára, til að sjá um þvottahús heimilsins. Fæði og húsnæði á staðnum. Skilyrði er að umsækjendur séu reglu- samir og geti unnið sjálfstætt. Umsóknir er greini frá aidri, menntun og fyrri störfum, ásamt nafni, heimilisfangi og simanúmeri, leggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt 16016, fyrir 1. ágúst n.k.. Laugardalsvöllur 1. deild KR — Fram Leika i kvöld kl. 20,00. Tekst KR að stöðva sigurgöngu Fram. KR LOKAÐ vegna sumarleyfa 23. júlí til 10. ágúst ÖRNINN Spitalastig 8 LOKAÐ VEGNA JARÐARFARAR Vegna jarðarfarar Vilhjálms Þórs fyrver- andi forstjóra Sambandsins verða skrif- stofur Sambandsins lokaðar fimmtudag 20. júli frá kl. 13.30 - 15.30. Samband isl. samvinnufélaga Unnur Kjartansdóttir fyrrverandi kennslukona frá Hruna lézt á Borgar- spitalanum að kvöldi 17. þessa mánaðar. Jarðarförin verður tilkynnt siðar. Fyrir hönd aðstandenda Kr. Guðmundur Guðmundsson Við þökkum innilega sýnda samúð og vin- áttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa Jóhanns S. Jóhannssonar, Akurgerði 22, Akranesi. Ólöf Bjarnadóttir Nanna Jóhannsdóttir Gestur Friðjónsson Hlif Jóhannsdóttir Sigmar Jónsson Ester Jóh. Rasmussen Leif Rasmussen Sigrún Jóhannsdóttir Magnús V. Vilhjálmsson Rúnar Bj. Jóhannsson Sigurlaug Jóhannsdóttir og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.