Þjóðviljinn - 20.07.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur. 20. júli 1972 bréf til blaósins VITSMUNAYERIJRNAR VIÐ MORGUSBLAÐIÐ Hér á árunum talaði Árni pró- fessor Pálsson stundum um vits- munaverurnar við Morgunblaðið. Ekki hefur þessum verum farið fram siðan. Það er ömurlegt að lesa þetta vesæla blað um þessar mundir. Þegar öll borgarpressa Vestur-Evrópu og skárri blöð i liandarikjunum fordæma viður- styggilegan hernað Bandarikja- manna i Viet-Nam, þá ástundar Morgunblaðið feluleik, slær upp sem aðalfréttum dæmum um kúgun og frelsisskerðingu einkum i Austur-Evrópu, i þeim einum tilgangi að fela athafnir banda- riskra þjóðamorðingja i Viet- Nam, en þeim hefur nu tekizt að verða ofjarlar jafnvel þeirra glæpamanna sveita nazista, sem oft eru kenndar við gasofnana. Dagana sem bandariskir flug'- menn dreifa sprengium og eítrí yfir byggðir og ból i Viet-Nam, brenna óbreytta borgara i napalmeldi og eitra gróðurmold- ina, staglasl þý þjóðarmorð ingjanna bandarisku á nauðsyn morðingjahreiðursins á Miðnes- heiði fyrir lýöræðiselskandi þjóö- ir og þá einkum fyrir þá aöila, sem kröftugast eitra og myrða i nafni frelsis og lýðræðis. Þegar allur heimurinn mótmælir gangsterisma bandarikjamanna i Viet-Nam, stendur Heimdallar- piipullinn á varðbergi og mót- mælir löku Eystrasaltsrikjanna fyrir um tuttugu árum, blönduð umhyggju fyrir viðkomandi þjóð- um og tilraun til þess að reyna að fela þær sviviröingar sem Banda- rikjamenn standa fyrir i Viet - Nam. Meðan fyrirmyndir og styrktarmenn Morgunblaðsins og ,, Sjálfstæðisflokksins” afhjupa sig sem andstyggilegustu niðinga sögunnar, þá vælir þessi lóðatik um frelsisást og ágæti húsbænd- anna i Pentagon. Ekkert borg- arablað i Vestur-Evrópu hefur nokkru sinni fallið jafndjúpt og þetta blað, enda á mála hjá þeim (iflum, sem hafa nú slegið met ,,hanganna” i Niirnberg, sem dæmdir voru fyrir glæpi gegn mannkyninu á sinum tima. Verðstöðvun °g niðurgreiðslur Er verðstiiðvun, eða verðstiiðv- un ekki? Þannig spurði maður, sem hringdi i blaöið i lyrradag, og sagði okkur jafnlramt. að hann hefði senl son sinn i verzlun i Þingholtunum til þess að kaupa kartiiflur. Kaupmaðurinn lét drenginn borga sama verð og var á kartiiflunum l'yrir verðstiiðvun þá. sem felst i ráðstiifunum rikis- st jórnarinnar. Þessu undi maðurinn ekki og lór á fund kaupmannsins og spurði hann hvort hann vissi ekki að byrjað væri að greiða niður kartiiflur meira en gert hefði ver- ið, og hann hefði látið drenginn borga of mikiö. Kaupmaðurinn brúkaði munn, og sagðist ekki greiða niður kartiil'lur, og ef hann vildi fá þannig kartiiflur, þá skyldi hann bara íá þær hjá stjórninni, og drengurinn hefði sko ekki borgað of mikið. Þvi spyr maðurinn, og þvi spyrjum við: Hvenær hófst verð- stiiðvun, og hvenær jukust niður- greiðslurnar? HÓTEL AKRANES Simi: 93-2020 GISTING KAFFITERÍA Veitingahúsið Ós Fiskiveizlur sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Aðra daga eftir pöntunum. Blautós opinn alla daga nema miðviku- daga. Ferðir með Akraborg - B.S.í. eða Vængjum. Verið velkomin l '71. Nú lefla allir i anda Fischers og Spasskis, og þannig hugsar Arni L. sér ástandið hjá minni spámönnun- uin: NÚ EK ÞAÐ SPASSK í.BYRJUNIN SEM BLÍFUR! Emvaldur útnefnir eftirmenn sína Spánn á að verða konungsriki á ný MADRII) 18/7.— (íeneralíssúmo Franco lýsti þvi yfir i morgun að ákveðið hefði verið að Luis Carrero Klanco, sem verið hefur varaforseti Spán- ar. taki við völdum að Franco látnum scm stjórnandi landsins. Blanco á aö stjórna rikinu i mest átta daga eða þar til Juan Carlos prins hefur verið krýndur konungur. Carlos á þá að velja sér forseta eða forsætisráðherra. Carrero Blanco er 69 ára gamall og hefur verið hægri hönd Francos um langt skeið og kemur þvi tilkynning Francos ekki mjög á óvart. Hins vegar höfðu margir vonazt til að López Bravo, utan- rikisráðherra, yrði skipaður eltirmaður Francos, en hann er talinn sá frjálslyndasti af ráðamönnum Spánverja um þessar mundir. Útnefning Blancos þykir benda til þess að 250 þúsund ibúar og tvö hótel í Reykjavík Ekkcrt er algengara en að eitt- livað sé úr lagi fært þegar erlend- ir blaðamrnn skrifa um island. Að öðrum ólöstuðum eru Frakkar einna skemmtilegastir i þessum efnum. Litið dæmi má sjá i ágætu blaði, I.e Nouvel Observateur, þar sem segir frá skákeinviginu: ..Til aö auka á þetta skelfilega taugastrið hafa fjörtiu þúsund áhugamenn frá öllum löndum heims stormað Reykjavik, hina litlu höfuðborg íslands (250 þús- und ibúar og tvö hótel)”. Svo mörg eru þau orð. hinn ihaldsami armur Falangistaflokksins hafi nú tryggt sér öll völd innan flokksins, en siðustu ár hefur mikil valdabarátta verið innan Falangistaflokksins milli hinna eldri og ihaldsömu stuðnings- manna Blancos og yngri og róttækari — á spænska visu vel að merkja — stuðningsmanna Bravos. Á fundi meö fréttamönn- um skýröu aðstand- endur Brekkukotskvik- myndarinnar frá hlut- verkaskrá í myndinni og ýmsu varðandi töku henn- ar. Búiö er að fá leikendur í flest aðalhlutverkin, en með smærri hlutverkin og statista er ekki fullákveðið ennþá. t hlutverki Alfgrims (eldri) er ungur menntaskólapiltur, Arni Árnason, og i hlutverki Frk. Gudmundsen er ung mennta- skólastúlka, Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Með önnur aöalhlutverk fara: Þorsteinn ö. Stephensen, Regina Þórðardóttir, Jón Laxdal, Þóra Borg, Árni Tryggvason, Sveinn Halldórsson og Briet Héðinsdóttir. Staðir fyrir öll meiriháttar atriði hafa verið ákveðnir, t.d. verður endurbyggð gata i Gufu- nesi fyrir götuatriðin, en inniat- riðin verða tekin i skála sem EBE sektar einokunar- starfsemi LUXEMBURG 14/7 Sérstakur dómstóll sem starfar á vegum Efnahagsbandalagsins kvað i dag upp dóm i máli niu fyrirtækja, sem sökuð voru um að hafa myndað i reynd einokunarhring um verðmyndun i efnaiðnaði EBE-landanna. Fjögur fyrirtækj- anna eru vestur-þýzk, tvö frönsk og eitt italskt.en tvö eru blönduð. Fyrirtækin voru dæmd i um 40 miljón króna sekt og til að greiða málskostnað. komið hefur verið fyrir i Skeif- unni, svo og i Árbæ, Iðnó og Dóm- kirkjunni ef leyfi fæst. Búizt er við að hægt sé að hefj ast handa viö textalestur i næstu viku, en áætlaö er að myndinni verði lokið i september n.k. Einnig er þvi beint til fólks að það verði ekki mikið á ferðinni þar sem taka myndarinnar fer fram þarsem það gæti haft erfið- leika i för með sér. Aftur á móti, vilji fólk losna við eitthvað af háaloftinu s.s. gamla muni, myndirföteða þess háttar, er það vinsamlegast beðið að hafa sam- band við Brekkukostmenn i sima 36801, en skortur er á þessum hlutum i hinu nýja Brekkukoti. Leiðrétting 1 ferðablaðinu um siðustu helgi láðist okkur að geta þess að lit- myndin úr Þórsmörk, á forsið- unni er tekin af Jóhannesi Eiriks- syni, prentara; einnig, að myndir og lýsing leiðarinnar upp með Jökulsá á Fjöllum er eftir Krist- mund Halldórsson. 1 þeirri lýsingu brengluöust nokkuð textar með tveim myndum. Mynd þar sem undir stóð: „Hér lýkur gljúfri Jökuls- ár” er frá Hólmatungum, og myndin efst á næstu siðu er ekki úr Hljóðaklettum, heldur úr gljúfri Jökulsár i námunda við Dettifoss. Þá hefur mynd úr Hvalfirði efst á bls. 12 snúizt við, eins og lesendur munu hafa áttað sig á af myndtextanum. — Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. SENDIBÍLASTÖÐIN Hf MYNDATAKA AÐ HEFJAST

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.