Þjóðviljinn - 20.07.1972, Síða 5

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Síða 5
Fimmtudagur 20. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5. Viðar Toreid skrifar frá Noretji: NR. 161 MANDAÖ W. JUU 1972 74. ARG. KOFFERTEf REISEBAGE % ’^jábuK'yitrJtn^i ~ rr.bv.rm fnm uOgsa Norge bor vurdere utvidelse av fiskerigrensa» hlandsk 50-mils grense skjerper appetitten pa vare farvann Norskir fiskimenn vilja 50 milna landhelgi — en hræddir við EBE-aðild LAUSAR STÖÐUR Við Bændaskólann á Hólum i Hjaltadal eru lausar til umsóknar tvær kennara- stöður: 1. Staða kennara i búfjárfræði og skyldum greinum. 2. Staða kennara i vélfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skuíu sendar land- búnaðarráðuneytinu fyrir 15. ágúst 1972. Norskir fiskimenn styöja tvímælalaust rétt Islendinga til útfærslu á landhelgi sinni í 50 mílur. Samt sem áður óttast þeir aukinn ágang á norsku miðin eftir 1. september og hefðu þess vegna óskað þess, að íslandog Noregur hefðu fært landhelgi sína út samtímis. Formaður norska sjómanna- sambandsins, Johan J. Toft, sagði i blaðaviðtali hér i Tromsö s.l. mánudag, að þróunin væri Islendingum i hag og að sam- bandið hefði fullan skilning á fyrirætlunum tslendinga, þó að meiri samningatilraunir hefðu mátt fara fram áður. Noregur mun án efa komast fljótlega i þá aðstöðu að út- færsla fiskveiðilögsögunnar verði nauðsynleg. Aðild Noregs að EBE mundi hins vegar úti- loka raunverulega útfærslu, þar sem EBE-löndin fengju hvort sem er fullan rétt til að veiða á- fram innan 50 milna markanna. Og þegar lengra er litið fáum við ekki einu sinni að vera i friði með 12 milna landhelgina^segir formaður norska sjómanna- sambandsins. Það atriði i samningum Nor- egs við EBE, að en'durskoðun fari fram á landhelgismálum Noregs eftir 1972, er aðalástæð- an fyrir þvi að andstaðan gegn aðildinni aö Efnahagsbandalag- inu er orðin mjög mikil hér i Norður-Noregi. Skoðanakann- anir sýna allt að 80% móti aðild, en aðeins 40% gegn aðild i Osló og 55% meðal landsmanna allra. 1 sjómannafélögunum i Norð- ur-Noregi er næstum samhljóða andstaða gegn aðild að EBE. Nató: sakleysið og klærnar Fyrir skömmu mátti lesa í blaðinu Austurland eftirfarandi hugleiðingar eftir Sigurð Blöndal um herinn á Miðnesheiðinni og ýmsar tilraunir til að gera hann vinsælan — sem og um fróðlega Iffs- reynslu fyrrverandi Bandaríkjavinar í öðru Natólandi: 1 vor hafa aðdáendur hersins á Miðnesheiði haft mikla til- burði uppi til þess að afla honum og herstöðinni vinsælda og gera veru hans á íslandi sem sak- leysislegasta. Flogið hefur verið með hópa fólks austan af Hornafirði og vestan af Isafirði til Keflavikur- flugvallar til þess að sýna þvi dýrðina og innprenta þvi, hve þetta sé allt saklaust. Kvikmynd sú, sem Sjónvarpið lét gera og sýnd var i vetur um herstöðina og fólkið þar, var i- smeygileg viðleitni til þess að sýna hve okkur væri mikil nauð- syn að hafa herstöðina, svo að Rússar hremmdu okkur ekki, en einnig var þar drjúgum tima varið til þess að sýna Islending- um saklausar hermannakonur — og láta okkur kenna i brjósti um þær — og svo blessuð börnin, sem gengu þarna i skóla og voru bara eins og okkar eigin börn. Sjónvarpið eyddi ekki svona tima að sýna mannlifiðá Seyð- isfirði, þegar mynd var sýnd þaðan sem næstum engin lifandi vera sást nema bæjarstjórinn. Nýbúið er að fljúga með al- þingismenn allra flokka nema Alþýðubandalagsins til Noregs til þess að sýna þeim herstöðvar NATO þar. Við ótrúlegustu tækifæri eru hinar stórkostlegustu sögur sagðar af auknum flotaumsvif- um Rússa við Islandsstrendur — sosum eins og siglingar her- flota um Atlantshaf væru ein- hver dularfull teikn á lofti. Gegn þessum NATO-áróðri hafa nú hernámsandstæðingar snúizt af verulegum myndar- skap. Sú sókn hófst með glæsi- legum fundi i Reykjavik i mai og nú seinast með herstöðva- göngunni og hinum glæsilega útifundi i lok hennar. Sjónvarpsviðtal við tvo kunna hernámsandstæðinga nýlega var verulega áhrifamikið. Einkanlega var frammistaða hins gamla forystumanns úr röðum hernámsandstæðinga, Einars Braga skálds, með glæsi brag. Hann dró þar skýrt fram það meginatriði, að spurningin um herstöð hér er ekki her- fræðilegt atriði heldur siðferði- legt. Hann afhjúpaði þarna ,,varna”-kjaftæðið betur en ég hef áður séð gert. Það var gam- an að sjá hve kindarlegur Eiður Guðnason varð gagnvart hinum áhrifamiklu og afdráttarlausu svörum Einars Braga — og gat ekki dulið, hve haldinn hann var hinni fáránlegu hugmynd um „varnir” Islands. Nato sýnir klærnar, þar sem það þorir Maður er nefndur Andreas Papandreou. Hann er sonur Ge- orgs Papandreou, hins kunna foringja sósialdemókrata i Grikklandi, sem núverandi her- foringjastjórn rak frá völdum, en Papandreou sigraði glæsi- lega i kosningum 1964. Andreas var ráðherra i sið- ustu stjórn föður sins, og m.a. heyrðu innanrikismál undir hann. Nú dvelst hann landflótta i Sviþjóð sem prófessor og er foringi andspyrnuhreyfingar gegn herforingjastjórninni. Framhald á bls. 11. Stjórn sjómannafélagsins i Tromsöfylki (fyrir sunnan Finnmörk) lét það nýlega frá sér fara, að það væri enginn vafi með það, að Noregur ætti að færa út landhelgina, ekki sizt vegna hættu á ofveiði. Tromsö 17. júli 1972. MOLD - MOLD Mold verður mokað á bila að Funahöfða 12 laugardag og sunnudag n.k. Upplýsingar i sima 33545. Sfór sending d kynningarverÖi! Kr. 1.590 stærð 560-13/4 Kr. 1.775- Kr. stærð 560 - 15/4 Höfum fengið stóra sendingu af BARUM hjólbörðum í flestum stærðum á ótrúlega hagstæðu verði, eins og þessi verðdæmi sanna. BARUM KOSTAR MINNA — EN KEMST LENGRA 2.970- stærð 650 - l]6/6 BARUM BREGZT EKKI. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ A ISLANDI H.F. SOLUSTAÐIR: GARÐAHREPPI SÍMI 50606 (áður Hjólbarðaverkstæði Garðahrepps Sunnan við lækinn, gengt benzínstöð BP) SHODfí BÚÐIN AUÐBREKKU 44-46, KÓPAVOGI — SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.