Þjóðviljinn - 20.07.1972, Page 7

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Page 7
Fimmtudagur. 20. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7. WALESBUAR BERJAST GEGN SUMARHÚSAFARGANINU Á dögunum voru um 400 ríkismenn mættir i Caernarvonkasta la í Wales til að taka þátt í uppboði á sveitasetrum í Wales. Þá gengu inn um hundrað ungir menn úr félagi til verndar velskri tungu. Talsmaður þeirra ávarpaði söfnuðinn og sagði, að uppboðið væri haldið til að ,,seðja fíkn Englendinga og manna frá öðrum löndum i annað eða þriðja hús". Hann sagði að ekkert gæti orðið af þessu uppboði þvi að Walesbúar sjálfir væru margir hverjir heimilis- lausir i eigin landi vegna þess að eftirspurn eftir sumarhýsum sprengdi upp verð á húsum. Tunga okkar og menning er í hættu, sagði hann. Síðan tóku mótmælend- urað rifa niður auglýsing- ar, velta borðum og kasta fýlusprengjum. Væntan- legir húseigendur voru frekar stilltir, nema að hópur tók að skandera: ,,Djöfuls írar, djöfuls Velsarar". Uppboðið leystist upp. Walos er ekki lil sölu, stendur á mólmælaspjöldunum. Háskólabíó hefur sýnt mynd um Saceo og Vanzetti A myndinni til vinstri cr bandariski kommúnistinn Elisabet G. Flynn, sem var einn aöal-skipuleggjan mótmælanna gegn dómsmorðinu. ilin myndin sýnir Sacco og Vanzetti. Rifj að upp dómsmorð á stjórnleysingjunum S. I. tvo mánudaga hef- ur Háskólabíó sýnt hina á- gætu mynd um Sacco og Vanzetti, stjórnleysingj- ana sem bandarískir dómstólar frömdu réttar- morð á árið 1927. Þessi á- gæta mynd, sem hvar- vetna hefur hlotið góða dóma og mikla að- sókn verður vonandi sýnd aftur næsta mánudag. Jafnvel ætti stjórn kvik- myndahússins að taka til athugunar að sýna hana á almennum sýningum um helgina. Margir hafa snú- ið sér til blaðsins og beðið okkur að koma þeirri ósk á framfæri. I Ijórða hefti timaritsins Rétt- ar skrifar ritstjóri þess, Einar Olgeirsson, athyglisveröa grein i tilefni málaferlanna gegn Angelu Davis, þar sem hann rifjar upp dómsmorð ameriskr- ar aldar. 1 greininni segir hann m.a. frá málaferlunum gegn Sacco og Vanzetti og baráttunni fyrir frelsi þeirra, sem einnig var háð hér á landi. Hér fer á eftir kaflinn úr greininni sem fjallar um þá tvo. Sacco og Varvzetti ..Dómsmorðið á þessum tveim itölsku innflytjendum er vafalaust alræmdasta dóms- morð ameriskrar sögu og mót- mælin gegn þessum réttarglæp viðtækari og alþjóðlegri en nokkur önnur. Áriö 1920 var framið rán og morð i bæ i Massachusetts. Tveir italskir verkalýðssinnar, stjórnleysingjar að skoðun, N'icola Sacco og Bartólómeó Vanzetti voru kærðir fyrir morð. Og þó 28 vitni sönnuðu sakleysi þeirra voru þeir dæmd- ir til dauða. Bak við dómarann Thayer stóð FBI, hin alræmda leynilögregla Bandarikjanna, og forstjóri hennar Edgar Hoov- er, sem haldið hefur áfram alla þessa áratugi ofsóknum sinum og réttarglæpum. Nú hófst mótmælabarátta, sem sifellt reis hærra og hærra. Hún hófst með fámennum fundi, 25 manna, i litlum sal i New York og hafði Elisabet Flynn skipulagt hann og talaði þar. Óx nú mótmælahreyfingin og breiddist smám saman til flestra landa heims. t sjö ár stóö þetta strið, — i sjö ár sátu Sacco og Vanzetti dauðadæmdir i klef- um sinum. Fleiri og fleiri af þekktustu mönnum heims börð- ust fyrir frelsi þeirra: Maria Curie, Romain Rolland, Anatolc France, Bcrnard Shaw, Sinclair Lewis, Martin Andersen Nexö, Albert Einstein Thomas Mann, Lion Feuchtwanger, Max Rcin- hardtog fleiri og fleiri. Eugene Debs og Tom Mooney tóku og þátt i baráttunni. Þeir þekktu réttarfariö ameriska af eigin raun. — 1925 játaði ungur glæpamaöur Madeiro aö hafa framið morö það, sem Sacco og Vanzetti voru saklausir ákærðir fyrir. — En allt kom fyrir ekki. Ameriskt „réttarfar” var á- kveðið i að fá sina blóðfórn, sak- lausir menn skyldu láta lifið svo blóðþorsta yfirstéttarinnar og hatri á ,,rauðliðum” yrði full- nægt. Aida mótmælanna óx. Aftök- unni, sem átti að fara fram 10. júli 1927 var enn frestað til 10. á- gúst. Þann dag biðu Sacco og Vanzetti dauðans i rafmagns- stólnum. Enn var aftökunni frestað til 23. ágúst, undir þunga mótmælanna um viða veröld. Hundruð þúsunda höfðu mót- mælt i Paris og stöðvað öll sam- göngutæki i tiu minútur. Barizt var i Hyde Park i London. Kröfugöngur i Hamborg, Leip- zig og Berlin. Verkföll og mót- mælafundir i Genf, Melbourne, Pretoria, Amsterdam, Kaup- mannahöfn og viðar. 1 Póllandi, Japan italiu og annars staðar harðnaði baráttan i sifellu. En ekkert hreyfði steinhjarta amerisku yfirstéttarinnar né ógnaði svo valdi hennar að hún óttaðist um það. 23. ágúst létu Sacco og Vanzetti lifið i raf- magnsstólnum. Enn einu sinni biossaði reiði fólksins upp yfir biiðulsherrum Bandarikj- anna, i Paris var barizt á götu- vigum, i öðrum borgum flykkt- ust hundruð þúsunda til mót- mæla- og sorgarfunda. Ég minnist enn vel hins fjöl- menna mótmælafundar i iþróta- höll á Austurbrú. Ég flutti þar mina fyrstu ræðu á fjöldafundi á erlendri grund. — Máske hefur rauða alþjóðahjálpin gengizt fyrir þeim fundi, þau samtök gerðu það viðar. — 1 „Rétt” skrifaði Stcinþór Guðiiiiiiidssoii þá ýtarlega grein um Sacco og Vanzetti og birti m.a. umsiign hins kunna sænska löglræðings Georgs Branlings um málið, en hann hal'ði rannsakað það sér- staklega, einnig i Bandarikjun- um þar sem hann heimsótli Saceo og Vanzetti i fangelsinu, og gel'ið okkur leyfi til birtingar a niðurstöðum sinum. (Sjá Rétt 1927, bls. 185 189). llm réttarmorðin á Sacco og Vanzelti hel'ur siðan verið ritað ákaflega mikið. IJpton Sinclair skrifaði m.a. um þá félaga skáld sögu sina „Boston”. En það er ekki aðeins Sacco og Vanzetti dómsmorðin sem kvikmynd helur veriö gerð um. Nýlega var gerð mynd um hinn fræga Joe Hill. Vonandi fá islenz.kir kvikmyndahúsgestir fljótlega að sjá þá mynd Bos Widerbergs, þess sama og gerði hina fra>gu mynd frá slcttaálök- unum i 'Adálen. Af erlendum bókamarkaði Religion and Society in the Age of Saint Augustine. Peter Brown. Faber and Faber 1972. Peter Brown er höfundur: Augustine of Hippo, sem er talin með betri fræðiritum um kirkjuföðurinn og tíð hans. í þessari bók er safnað saman greinum höfundar um svipuð tímabil og Augustine of Hippo fjalkr um. Fjórða öldin var mikið breytingatímabil, eink- um síðari hlutinn. Hér eru greinar um Ágústínus, turnun rómverska aðalsins til kristinna trúarbragða, greinar um menn- ingarástandið í Afríku um daga Ágústusar og eftir hans daga og grein um fjölkynngi á þessum tímum, auk þess eru ritgerðir um bækur varðandi þessi efni. Bók þessi er ágæt viðbót við fyrra rit höfundar og eykur þekkingu manna á tímabilinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.