Þjóðviljinn - 20.07.1972, Page 8

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Page 8
8. SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur. 20. júlí 1972 © EVA RAMM: MANNFALL OG MEYJAVAL —tlinmitt, sagöi Fersrud og kinkaði kolli. — Skýrt og greini- lega. Við reyndum ekki að blekkja neinn, eða hvað? Þeir horfðu hlaijandi á eftir Merete litlu Bang sem þeystist áfram i áttina að hárgreiöslu- stofunni Vorsól i Stórgötu. Merete átti fastan tima i hverri viku fyrir þvott og lagningu, og henni var unun að þvi að fá hár- þvott og greiðslu og ilmandi, heilsusamlegar hároliur hjá frú Magnussen, eigandanum, i eigin persónu. Það kom alls ekki til greina, að nein önnur legöi hárið á Merete Bang; engin önnur hafði viðeigandi handlagni. Krú Magnussen átti marga slika per- sónulega viðskiptavini, og þeirra i milli myndaðist sérstakur trúnaður, báðum aðilum til ánægju og skemmtunar. Og þegar allir aðrir viðskiptavinir voru vel skorðaðir undir hár- þurrkunum, var hægt að láta i Ijós trúnað og áhugaverðar at- hugasemdir, án þess að nokkur sála heyrði það. I dag kom Merete æðandi inn til Irú Magnussen eins og nett og litið þrumuský; augu hennar skulu gneistum og hún stundi i uppgjöf og örvilnun með höfuðið á gljálakkaðri hnakkafjöl frú Magnussens, og við faglegan sápuþvott hennar trúði hún henni l'yrir þvi sem hún hel'ði orðið fyrir rétt áður. Frú Magnussen var skráður félagi i Ha'gri flokknum og hluslaði hneyksluð —Fólk hefði mátt halda, að ég væri gengin i Verkamanna- flokkinn! sagði Merete og var vansæl á svipinn við tiihugsunina eins og heimatrúboðskona, sem vakið hafði hneykslun með þvi að hafa öldungis óvart lent á skelfilegum og guðlausum stað á borð við kvikmyndahús eða fót- boltavöll. —Þetta er skammarlegt! sagði frú Magnussen. — Flestu getur maður nú átt von á. —Ég gefst auðvitað upp við björgunarstarfsem ina við Persrud, sagði Merete skjálf- rödduð. — Það er auðvitað dálitið leiðinlegt, einna likast þvi að yfir- gefa drukknandi mann, en það má hamingjan vita að hann á það skilið. —Hann á það skilið, sagði frú Magnussen og kinkaði kolli. —Ef ég kemst i bæjarstjórn skal ég svo sannarlega taka þetta mál upp, sagði Merete Bang ihugandi. — Það ætti að banna með lögum að selja happdrættis- miða án þess að auglýsa skýrum stöfum hvert hagnaðurinn renni. —Ég er alveg sammála, sagði frú Magnussen. Hún lækkaði róminn, —Hafið þér nokkra möguleika, frú Bang? Til að komast að, á ég við? Merete var leidd undir þurrku og frú Magnussen kveikti á henni. Undir þurrkunni var ógerningur að meta styrkleika eigin raddar og Merete svaraði hvislandi, en talsvert hærra en hún áleit sjálf, að hún hefði möguleika. Litinn að visu, en — — Þér megið engum segja það, þetta er auðvitað leyndarmál, þar til listinn verður lagður fram, en ég var hækkuð i röðinni i ár! Það er i fyrsta skipti i.sögu Totta, sem kona er á listanum. Ég verð núm- er 25. — Og hve margir eru á listan- um? — Tuttugu og fimm, sagði Merete þungbúin. — Já, ég veit að likurnar eru ekki miklar. En þær eru ekki stórum meirihjá Rigmor Hammerheim. Hún er númer 24 á lista vinstri flokksins, svo sagði hún mér, fyrir ofan karlmann! En það er vikapilturinn hjá Subberud slátrara; það er sagt að hann kunni ekki einu sinni staf - rófið. En þetta er auðvitað allt i trúnaði, frú Magnússen, ekkert orð i blöðin! Hún hnippti hlæjandi i hár- greiðslukonuna og hagræddi sér i stólnum með vikublað, og frú Magnússen fór inn i næsta klefa til að athuga hárið á næsta við- skiptavini, hvort þaö væri nógu þurrt til að greiða það og leggja. — Hvernig gengur, frú Henrik- sen? , — Ágætlega, þakk fyrir, sagöi Gunda, — ég held ég sé þurr fyrir löngu. Vegna mikils hita hafði hún smeygtsér undan þurrkunni fyrir góðri stundu, einmitt þegar Merete Bang var að trúa frú Magnussen fyrir röð sinni á lista hægri flokksins. Nú velti hún fyrir sér þvi er hún hafði heyrt, það var allt útlit fyrir að engin kona kæmist i bæjarstjórnina i ár held- ur. Bersýnilega höfðu hvorki Rigmor Hammerheim né Merete Bang neina möguleika, og á lista verkamannaflokksins var það að- eins Knudsen gamli sem hafði getað minnt á kvenkyn; hann var læddur i Skotlandi og átti skota- pils. Nei, það varð að gera eitthvað! Meðan frú Magnussen greiddi sitt og glóbjart hárið á Gundu — mikið hafið þér þykkt og ræktar- legt hár, frú Henriksen! — starði Gunda inn i spegilinn og mætti eigir. bláum augum. Alls konar hugmyndir liðu um kollinn á henni; hún bægði sumum frá sér og tók aðrar til athugunar, og hún heyrði naumast, að frú Magnus- sen var að tala við hana. — Þér ættuð að láta leggja hár- ið oftar, sagöi frú Magnussen. Gunda leit á hana annars hug- ar. — Nei, ég má vist ekki vera að þvi á næstunni. Svona sitt hár er bara íyrir manni þegar mikið er að gera. Karlmennirnir eiga gott, þeir klippa það bara þegar það sikkar um nokkra sentimetra. Ég er að velta fyrir mér, — já, ég er svei mér að velta fyrir mér hvernig það væri ef ég rakaði það af og fengi mér parruk? VI. Eins og stöðug áminning um það, að lifið sé ekki eintómar kosningar og atkvæðagreiðslur, stóð Totta-kirkjan við suðurend- ann á torginu. Látlaus og virðu- leg, málningin dálitið flögnuð og krossinn á turningum ögn skakk- ur og vindskekinn, en leiddi hug- ann að annars konar kosningum, vali milli frelsunar og syndar, himnarikis og helvitis, Guðs og Kölska. Hvað veiðar snerti, voru það sálir sem veiddar voru, ekki atkvæði, nema ef vera skyldu at- kvæðaraddir i kirkjukór kvenfé- lagsins, sem var átakanlega fá- skipaður og þurfandi fyrir endur- nýjun. Hinum megin við torgið, beint á móti kirkjunni, reis Glæsibær i hofmóði, gamalt góðborgarahús með stórri og álitlegri framhlið en uppfullt af ósóma að innan- verðu, rifnu veggfóðri, gömlum, brotnum húsgögnum, brotgjörn- um eins og gipsskrautið i loftun- um, sem alls staðar var að láta sig. Séra Innvik hafði oft og iðu- lega vitnað i Glæisbæ i prédikun- um sinum að gefnu tilefni. En húsið hafði sinu hlutverki að gegna. Hér starfaði dansskólinn á hverjum þriðjudegi og karlakór- inn i Totta á hverjum fimmtu- degi; hér tóku alls kyns félög stóra salinn á leigu fyrir matar- veizlur og aðalfundi og konur með heilbrigðisáhuga hittust einu sinni i viku i Rósaherberginu á annarri hæð, þar sem silki- skreyttir, rósóttir og upplitaðir veggir gáfu stofunni nafn og and- rúmsloft. Miðvikudag nokkurn i júli hélt heilbrigðisnefndin venjulegan fund og nefndarkonur komu alls staðar að frá Totta, gangandi eða akandi. Formaður Vinstri kvenna, Rigmor Hammerheim, hijóp við fót upp Stórugötuna til að koma i tæka tið; eins og fleiri þurfti hún að gera skil eiginmanni og börrrum áður en hún komst að heiman. Rigmor Hammerheim var grannvaxin og dökkhærð; brúnn leöurjakkinn og lághælaðir skórnir gáfu hinni sportlegan frjálslyndissvip og hún gekk ævinlega með sportlegan og frjálslegan klút um hálsinn. Hún var kennari og vildi gjarnan vera ung meðal ungra, þótt hálffimmt- ug væri. Frú Hammerheim barð- ist fyrir réttindum kynvillinga og norskri þjóðtungu, en hún var harðvitugur andstæðingur atóm- sprengjunnar og efnahagsbanda- lagsins. Langur og lágur grár bill ók upp að Glæsibæ; út steig Liva Torén, kona bankastjórans; eins og vanalega var hún gráklædd, — i grárri drakt með minkaslá á herðunum — það var kalt i veðri, —- með gráa, glæsilega skinn- hanzka, — og á gráu, vel greiddu hárinu bar hún agnarlitinn hatt með næfurþunnu, gráu slöri. í Totta gekk hún undir nafninu Sú Gráa. Rigmor Hammerheim heilsaði henni innilega; það gerði hún reyndar við hvern sem hún hitti, þvi að aldrei var að vita hvar vinstri kjósandi kynni að leynast. i anddyrinu stóð Merete Bang og greiddi hárið fyrir framan gamlan spegil, sem hafði fremur sér til ágætis rammann en hann endurspeglaði Meretu Bang með neinni prýði. Rigmor kinkaði vin- gjarnlega til hennar kolli. — Mikil fundahöld um þessar mundir, Merete? — Hamingjan góða, já! Maður er á þönum alla daga; það er svo mikið að gera svona rétt undir kosningar. Karlmennirnir mega sannarlega þakka fyrir að hafa okkur konurnar til að vinna skit- verkin fyrir sig! Rigmor leit á hana þungbúin. — Já, við erum góðar til þess! En við erum settar eins neðarlega á listann og hægt er. Mér finnst við vera hafðar með sem eins konar kökuskraut. Sjálft kremið — eggjakremið! — er að sjálf- sögðu eintómir karlmenn eins og vanalega. neOex 2500 klukkustunda lýsing viS eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sfmi 16995 FIMMTUDAGUR 20. júlí 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. M orgunleikf imi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Sigriður Eyþórsdóttir les söguna ,,Kári litli og Lappi” eftir Stefán Július- son. (4) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar kl. 10.25: Sinfóniu- hljómsveitin i Filadelfiu leikur Sænska rapsódiu nr. 1 op. 19 eftir Hugo Alfvén, Eugen Ormandy stj. / Fil- harmóniusveitin i Vin leikur Skáld og bónda, forleik eftir Suppé; Georg Solti stj. / Elfride Trötschel, Valerie Bak, Walther Ludwig og Willy Hofmann syngja með hljómsveit lög úr óperettunni ,,Káta ekkjan” eftir Lehár; Edmund Nick stj. Fréttir kl. 11.00. Tón- leikar. 12.00. Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni. Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: ..Eyrarvatns-Anna’’ eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (20) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar Gömul tónlist, Academia dell Orso hljómsveitin leikur Sinfónia dell ’Academia nr. 2 i C-dúr eftir Giovanni Sammartini; Newell Jenkins stj. Elene Polonska leikur á hörpu Menuett og Tokkötu eftir Carlos Seixas og Svitu eftir Johann Schulze. Shirely Verret, Pólýfónkórinn i Róm og I Virtuosi di Roma flytja ,,Beatus Vir” eftir Antonio Vivaldi; Renato Fasano stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýttefni: „Heimför til stjarnanna” eftir Erich von Daniken. Loftur Guðmunds son rithöfundur les bókar- kafla i eigin þýðingu (2). 18.00 Frcttir á ensku. 18.10 Heimsmeistaraeinvigið i skák. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Smásaga vikunnar: „Skáldið" eftir Hermann Hesse.Sigrún Guðjónsdóttir les þýðingu Málfriðar Einarsdóttur. 19.45 Frá listahátið i Reykjavik: Sinfóniuhljóm- sveit islands leikur i Laugardalshöll 9. júni s.l. Hljómsveitarstjóri: Karstein Andersen frá Björgvin. Sinfónia nr. 2 i D-dúr eftir Johannes Brahms. 20.30 Leikrit: „Rasmussen og timans rás” eftir Peter Albrechtsen. Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri : Briet Héðinsdóttir. Persónur og leikendur: Jóhannes Friðrik Rasmussen — Ævar R. Kvaran; Oda, kona hans — Herdis Þorvaldsdóttir; Morten sonur þeirra — Guðmundur Magnússon; Móðir Rasmussens — Anna Guðmundsdóttir; Helle ung stúlka — Þórunn Sigurðar- dóttir; Skreytingamaður — Sigurður Skúlason' Kátur sjóliði — Kjartan Ragnarsson; Fundarstjóri — Guðjón Ingi Sigurðsson; Þyrstur sjóliði — Hákon Waage. 21.45 islenzk tóniist (frumflutningur).Fjögur lög fyrir kvennakór, sópran, horn og pianó eftir Herbert H. Ágústsson. Kvennakór Suðurnesja, Guðrún Tómas- dóttir söngkona ,Viðar Alfreðsson hornleikari og Guðrún A. Kristinsdóttir pianóleikari flytja undir stjórn höfundar. 22.00 Fréttir 22.15 Ve ð u rfregn i r . Kvöldsagan: „Sumarást” eftir Francoise Sagan. Guðni Guðmundsson is- lenzkaði. Þórunn Sigurðar- dóttir les. Sögulok (12). 22.40 Dægurlög á Norður- löndum.Jón Þór Hannesáon kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárkok. Olafsvik H jólba rða viðgerðir - Hjólbarðasala. Hef opnað verkstæði fyrir hjólbarðavið- gerðir þar sem einnig verða hjólbarðar til sölu. Verkstæðið er opið alla daga kl. 1—5 nema sunnudaga. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI MARTEINS KARLSSONAR ÓLAFSVÍK. Röntgeii" hjúkrunarkona — Röntgentæknir Heilsuverndarstöð Reykjavikur óskar að ráða að berklavarnardeild stöðvarinnar röntgenhjúkrunarkonu eða röntgentækni. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan i sima 2-24-00. Heilsuverndarstöð Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.