Þjóðviljinn - 29.07.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur. 29. júli 1972 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3.
r
Utsvar var lagt
á ellilífeyri
ÁLACNtHOARSEPtLL 19X2
Koma verður í veg fyrir slik mistök
Með þessari frétt birtum við
mynd af álagningarseðli einstakl-
ings sem kominn er á niræðisald-
ur. Tekjur þessa einstaklings til
skatts og útsvars eru 63.700 kr.
eða aðeins ellilifeyrisgreiðslur.
Samkvæmt álagningarseðlinum
er einstaklingnum gert að greiða
2.000 kr. i útsvar, en engan tekju-
skatt. 1 þessu tilfelli hafa þau
mistök átt sér stað hjá skattstofu
Reykjavikur og framtalsnefnd að
láðst hefur að nýta þá undan-
þáguheimild er snertir ellilifeyr-
Heyskaparhorfur
síversnandi sunnan-
og suðvestanlands
Heyskaparhorfur á suður- og
suövesturlandi eru heldur
slæmar núna, svo vægt sé til orða
tekið. Rétt á takmörkunum að
hægt sé að verka i súrhey.
Júlimánuður hefur allur verið
vætusamur, þó ekki sé hægt að
segja að veður hafi verið vont.
Tún eru nú að verða úr sér
sprottin, en vætutiðin hófst ein-
mitt þegar menn ætluðu almennt
að fara að slá.
Má eiginlega segja, að sifellt
sigi á ógæfuhliðina, sagði Ágúst
Jónsson hreppstjóri i Vestur-
Landeyjahreppi við blaðið i gær.
•
Hins vegar komst Starri i Garði
i Mývatnssveit ekki i simann,
vegna þess að hann var upptekinn
i heyskap, en ástandið mun yfir-
leitt vera gott á norðan og austan-
verðu landinu.
Hátt á 4. þúsund
bílar fluttir inn
Hagstofan hefur sent frá sér
skýrslu um viðbót þá við bifreiða-
flutning landsmanna, sem orðið
hefur á árinu. Bifreiðar eru þár
flokkaðar i fólksbifreiðar, sendi-
bifreiðar vörubifreiðar og aðrar
bifreiðar.
Alls hafa verið fluttar inn á það
sem af er árinu 3874 bifreiðar þar
af 410 með Dieselhreyflum.
Mest hefur verið flutt inn af
Volkswagen, eða 454, þá Ford
með 285, Fiat með 245, Sunbeam
með 211 og Skoda með 209 bifreið-
ar.
Af sendibifreiðum hefur mest
verið flutt inn af Moskvitch, eða
49 og af vörubifreiðum er Merc-
edes Benz i efsta sæti með 41 bif-
reið.
isþega. Þjóðviljinn hefur rekið sig
á fleiri slik tilfelli og þessi mistök
gefa vissulega tiiefni til að gjald-
endur séu hvattir til að kæra á-
lagningu opinberra gjalda.
t Reykjavik er starfandi fram-
talsnefnd og þvi ljóst að svona
mistök verða leiðrétt. Hins vegar
hafa viða framtalsnefndir verið
lagðar niður eða starfað litið og
þar er hætt við að svona mistök
verði ekki leiðrétt nema að frum-
kvæði gjaldenda sjálfra. Þannig
eru framtalsnefndirnar mikið til
óvirkar á öllu Reykjanessvæðinu
og þar eiga gjaldendur þá við
sjálft skattheimtukerfið að etja,
en ekki framtalsnefndir sem
meta og vega persónulegar að-
stæður gjaldenda.
Reynslan hefur sýnt að skatt-
stofurnar eru fremur neikvæðar
gagnvart kærum og hafa litið vilj-
að taka til greina persónulegar
aðstæður, veikindatilfelli o.fl. Nú
þegar tekjuskatturinn er orðinn
helzti skatturinn, þá er nauðsyn-
legt að skattstofurnar breyti um
vinnubrögð og taki meira tillit til
persónulegra aðstæðna gjald-
enda.
Reynslan hefur einnig sýnt að
rikisskattstjóri hefur túlkað allar
undanþáguheimildir einstreng-
ingslega og þröngt eins og laga-
bókstafurinn raunar ávallt gerir,
og þvi hefur reynst erfitt að fá
fram lagfæringar. Þessu verður
að breyta. Okkar litla þjóðfélag á
að hafa meira svigrúm fyrir
mannlegar aðstæður og taka
meira tillit til einstaklingsins en
stærri þjóðfélög og láta ekki
skýrsluvélar og kerfið vikja hinu
persónulega til hliðar.
En dæmið um mistök kerfisins
við álagningu sem hér var nefnt
að ofan gefur vissulega tilefni til
að itreka þá áskorun blaðsins, að
rétt sé að kæra álagninguna og
reyna að sýna með rökum fram á
að beita skuli meir undanþágu-
heimildum vegna persónulegra
aðstæðna gjaldenda. Það er rétt
að láta á það reyna. Það er áfrýj'-
unarréttur gjaldenda að kæra út-
svars- og tekjuskattsálagningu,
þó blað heildasalanna Visir kalli
það ,,að segja sig til sveitar” að
neyta réttar sins.
Sumarhátíð að
Laugarvatni
Dagana 4. 5. og 6 ágúst mun
Héraðssambandið Skarphéðinn
halda sina árlegu sumarhátið að
Laugarvatni. Hefur verið lagt i
nokkurn kostnað vegna þessarar
hátiðar til að bæta verulega þá
þjónustu sem þarna er veitt. Þar
eð þessi hátið H.S.K. er jafnfram
iþróttamót, verður nú keppt i
fjórum greinum frjálsiþrótta auk
knattleikja. Er þar um að ræða
opið mót i 100 og 400 m. hlaupi
kvenna og 100 og 3000 m. hlaupi
karla. Þátttaka tilkynnist fram-
kvæmdastjóra H.S.K. i sima 1189
Selfossi.
★ ★
Á fimmta þúsund manns hafa
verið á Laugarvatni einstakar
helgar i sumar,og gerir H.S.K. þvi
ráð fyrir.að ein stærsta útisam-
■.
L}*' '
• * s * '■
,.L.
SAMKV. ÁlSömiN SKATTSrJCRA OG SVefflARSTjÓRHAft tm EFTIRfMANOI
NtÐURSTðeUTÖLURJAGÐAR TiL. ^RUHOVAtiM Vtt> ÁLASHiHGU CLALCA
SAMKVÆMT SKATTSKRA AkSO 1972 HAFA V£R!Ð ÍÖGO Á YvUR
ÍFTIRTALiN GJÖLD:
AtWK, SRV. ÍA. w*
• .-■
'
-Víí
.
4L \
íh m.
oi.i00 (
uís.8 í-í Sr-tVAH í tfsnnm
LL.Lflj
1' .
tll
iinoHn r,i w »»««• »t«. »..»»,ííj »hi »»«, «
M«HW, M». A-1.S « MM t.»,«».*S»< MM H wl« «». «<• »* »»
í »t 8ÍÍP1 <- <• <:':< «*< ;<«»: :.'»*«. •<»: <<■■ < 4
»1»»»** «,»[,: Ö»»,< «»»«! »f fekixm «»v», v.v ,».»*. .3 «» «.v,8a» KM'HUHHÍ, t.t
M, Vi)i»ii)>ninr'rr<>mrit> <»>«*«*< «hma Hnati t*» 5». ». «« MriiM *M »*■« »
3*. í*3« »1. Wim. »». 0-8« » S<*M><.«.
I !:«, «,:» «« ,<» e< e»<, !<»-, »»«■» «—«»» ixtimn. .**»> s
» M.Ot I im>l< ....... -
Tengilínan samþykkt
í framkvæmdaáaetlun
á Alþingi
mótatkvæðalaust
komá landsins um verzlunar-
mannahelgina muni verða þar.
H.S.K. hvetur alla til að hlfta
þeirri lagagrein sem kveður á um
að öll ölvun á almannafæri sé
bönnuð. Til að jafn fjölmenn sam-
koma og Laugarvatnshátiðin 1972
geti fariö vel fram verður að vera
strangt vfneftirlit^og munu áber-
andi ölvaðir mótsgestir teknir
tafarlaust úr umferð.
Þeir eru ekki margir, sem hafa séð hvernig stærsti skuttogari islendinga, Karlsefni, Iftur út aliur.
Þess vegna var kjörið tækifæri að smella mynd af honum I slippnum i gær. Mynd: GO.
Sú ákvöröun að leggja tengilinu
milli orkuveitusvæða i Eyjafirði
og Skagafjarðar og hefja þannig
þá stefnu að tengja saman orku-
veitusvjlandsins virðast ætla að
verða mikið umræðuefni i blöðum
á þessu sumri. i vikunni var birt
frétt frá Sambandi isl. rafveitna
og siðan birtu tveir úr stjórn sam-
bandsins mótmæli við þeirri frétt
og kom hún i Þjóðviljanum i gær.
I dag birtist fréttatilkynning frá
Iðnaðarráðuneytinu þar sem þvi
er lýst yfir að ráöuneytið taki þvi
ekkert mark á tillögu S.l.R. þar
eö álitið sem kom frá sambandinu
túlki aðeins viðhorf einstaklinga i
stjórninni, en ekki sambandsins i
heild. Siðan er i tilkynningunni
vikið að frekari atriðum i umræð-
unni um tengilinuna. Fréttatil-
kynningin fer hér á eftir:
Vegna yfirlýsingar, sem nokkr-
ir menn i stjórn Sambands is-
lenzkra rafveitna, S.I.R., sendu
fjölmiðlum nú nýlega svo og
vegna umræðna i dagblöðum
undanfarið óskar iðnaðarráðu-
neytið að taka fram eftirfarandi:
Upplýst er að nefnd yfirlýsing
var ekki rædd og afgreidd á lög-
formlegan hátt á stjórnarfundi i
S.t.R., sbr. yfirlýsingu tveggja
stjórnarmeðlima i dagblöðum i
dag þar að lútandi, þar sem m.a.
kemur fram að óskum þessara
stjórnarmanna um fund i stjórn-
inni til að ræða málið var ekki
sinnt. Af þessum sökum getur
ráðuneytið ekki litið svo á, að
nefnd yfirlýsing túlki sjónarmið
Sambands islenzkra rafveitna
eða stjórnar þess, heldur einungis
vissra einstaklinga innan þess, er
þarna hafa orðið berir að þvi
frumhlaupi að birta yfirlýsingu i
nafni S.l.R. án undangenginnar
lögformlegrar málsmeðferðar.
Er af þeim sökum ekki unnt að
taka neitt mark á þessari yfirlýs-
ingu.
Jafnframt vill ráðuneytið
minna á, að það hefur ávallt
kappkostað nána samvinnu við
raforkuiðnaðinn i landinu við
mótun stefnu sinnar i raforku-
málum. t nefnd, sem ráðherra
skipaði sér til ráðuneytis um mál
þessi á s.l. hausti áttu sæti, auk
embættismanna frá ráðuneyti og
Orkustofnun, menn sem starfa i
raforkuiðnaðinum m.a. stjórnar-
formaður stærsta raforkufyrir-
tækis landsins. 1 nefnd, sem ráð-
herra skipaði nú nýlega sér til
ráðuneytis um raforkudreifingu
sérstaklega eiga sæti, auk em-
bættismanna m.a. einn maður úr
stjórn Rafmagnsveitna rikisins
og einn rafveitustjóri bæjarraf-
veitu (sem auk þess á sæti i stjórn
S.Í.R.). Nú nýlega fól ráðherra
tveimur embættismönnum að
ræða milliliðaiaust við aðila i raf-
orkuiðnaðinum á Norðurlandi og
forráöamenn Fjórðungssam-
bands Norölendinga.
Allt þetta ber vitni um að ráðu-
neytið vill leggja áherzlu á sem
nánast samstarf við raforkuiðn-
aðinn i landinu um stefnumörkun
sina i raforkumálum.
Hitt er augljóst mál, að ráðu*
neytið mun sjálft taka ákvörðun
um það, hvernig það telur heppi-
legast að haga þessu samstarfi á
hverju stigi málsmeöferðar, og
lætur ekki segja sér neitt fyrir
verkum i þvi efni. Ráðuneytið
vonast fastlega til þess að frum-
hlaup af þvi tagi, sem hér hefur
átt sér stað verði ekki til þess i
framtiðinni að torvelda slikt sam-
starf eða spilla árangri af þvi, til
tjóns fyrir raforkuiðnaðinn og
raforkunotendur i landinu.
Þingsályktunartillaga sú um
raforkumál, sem fram kom á sið-
asta þingi var að sjálfsögðu flutt
af rikisstjórninni i heild, en rikis-
stjórnin hefur sem kunnugt er
meirihluta á alþingi. Tillagan var
hins vegar flutt á þingi i þvi skyni
að kanna hvort ekki næðist al-
menn samstaða um þá megin-
stefnu sem i tillögunni felst. 1
meðförum alþingis kom i ljós að
þingflokkur Alþýðuflokksins var
samþykktur tillögunni i megin-
atriðum, hins vegar óskuðu ýmsir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
eftir þvi aö fá lengra ráðrúm til
þess að gera upp hug sinn. Benti
formaður Sjálfstæðisflokksins á
það i ræðu að hér væri um að ræða
stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar-
innar sem nægilegt væri að kynna
en ástæðulaust að samþykkja á
þessu stigi. Af þessum ástæðum
var tillagan ekki borin undir at-
kvæði, þótt verulegur þingmeiri-
hluti væri ljósjef sumir þingmenn
væru knúnir til að taka afstöðu
áður en þeir höfðu gert upp hug
sinn, kynni það að torvelda þá
samstöðu sem rikisstjórnin óskar
að ná um framkvæmdir i raforku-
málum. Hins vegar mun iðnaðar-
ráðuneytið að sjálfsögðu vinna á-
fram að þvi að ganga i einstökum
atriðum frá þeirri stefnu i raf-
orkumálum, sem rikisstjórnin
hefur þegar mótað i megindrátt-
um, og vinna að framkvæmd
hennar. Mun rikisstjórnin leita
um það samvinnu við alla þá að-
ila sem hagsmuna hafa að gæta.
Sú meginstefna i raforkumál-
um, sem rikisstjórnin hefur mót-
að á meðal annars að tryggja
landshlutunum aukin völd á þessu
Framhald á bls. 11.