Þjóðviljinn - 29.07.1972, Blaðsíða 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur. 29. júli 1972
Laugardagur. 29. júll 1972 ÞJÓDVILJINN — StÐA 7.
Staldrað við á heimsmeistaraeinvígi
Undirritaður brá sér í Laugardalshöllina þar
sem fram fór 7. umferð keppninnar um heims-
meistaratitilinn i skák milli þeirra kappanna
Boris Spasskis og Róberts Fischers, til að gaum-
gæfa skákáhuga íslendinga — og eins til þess að
gera tilraun á sjálfum sér i þá veru, hvort það að
horfa á skák geti veitt einhverja ánægju þeim,
sem rétt nær þvi að kunna mannganginn.
O O
Það kunna greinilega flestir
mjög mikið i skák, sem til
Hallarinnar halda. Ófáar eru
leiðbeiningarnar til kappanna
Þessi Bandarikjamaður er
kaiiaður afi Fischers, en hann
fylgir honum hvert sem er til að
horfa á hann salla andstæðinga
sina við skákborðið. Þjóðsagan
segir, að hann hafi farið að vola
þegar hann hélt, að ekki yrði úr
einviginu.
uppi á sviði Hallarinnar, sem
áhorfendur veita þeim.
—Þetta var finn leikur, eins
og ég sagði! — Nú fór hann
alveg með það, af hverju lék
hann ekki frekar a4? — Ef hann
drepur á f3, skákar siðan með
riddaranum er hann mát eftir
tvo leiki. — (Þetta heyrðist i
kring um 18-leik, auðvitað fóru
meistararnir ekki eftir þessari
ábendingu, og skákinni lauk
með jafntefli eftir 48 leiki.
Svona er að þiggja ekki góð ráð
þegar þau gefast.) — Nú vinnur
Spasski örugglega! — Þessa
skák vinnur Fischer og allar
sem eftir eru! —
Niðri i kjallara hitti ég kefi-
visku þrenninguna úr Trúbroti,
þá Gunnar, Rúnar og Magnús —
alnafna ráðherrans, sem einnig
er i höllinni.
Þeir pæla i skákinni Trú-
brjótarnir, en fréttir utan af
Laugardalsvellinum, þar sem
Kefiavikingar eiga i höggi við
Vikinga i fyrstudeildar-
keppninni i knattspyrnu og eru
að tapa rugla dómgreindina og
rimið allt, og þeir vilja ekkert
segja, — slæmt að veðja tvisvar
á vitlausan hest sama daginn.
Ahrifin af þessari æsi-
spennandi skák eru farin að
segja til sin i maganum á mér,
— svo nú hefur mér tekizt að
sanna að ekki þarf skák-
kunnáttu til þess að hafa gaman
af að fylgjast með snilli
meistaranna, þvi þegar mér
þykir mjög gaman verður mér
alltaf illt i maganum.
Ég geng upp úr kjallaranum,
lit inn i blaðamannastúkuna, en
þori ekki alveg inn, geng áfram
þar til hlaupið er á mig, en ég
jafnharðan gripinn og forðað frá
falli.
—Fyj-irgefðu, heyrði ég sagt,
— Ég verð að flýta mér út, þoli
ekki meira i bili.
Þegar þetta var, hafði Spasski
leikið 15. leiknum — Bd35.
Þrjú peð farin af hans, umfram
áskorandans, og nú leikur hann
biskupnum i dauðann.
Mér varð Ijóst að meira en
litið var að hjá heims-
meistaranum, úr þvi maðurinn
sagði þetta, leitá sjónvarpið þar
sem þessi ógnvekjandi staða
blasti við, og fylgdi fordæmi
þess sem nær hafði haft mig
undir með árekstrinum, og fór
út.
Utan viö Höllina stóð röð af
fólki og glápti ókeypis inn um
glugga hallarinnar, sem vissi út
frá vesturherbergi blaða-
mannanna. Allt þetta fólk var
upplitsdjarft sem vonlegt var,
þvi sparsemi er dyggð, og það
var jú að spara sem svarar 450
krónum pr. kjaft.
Aftur inni i Höllinni. Svonefnt
miðtafl stendur yfir, og heims-
meistarinn búinn að tapa, —
segir stærsti hluti snillinganna.
Hnípin við borð i bakkabúð
situr ung og falleg stúlka, en
meö kærastann sinn hjá sér.
Þau hvislast á, en hvislingunum
lýkur með þvi að hún segir að
það hljóti að vera. Ég þekki
kærastann, — þvi miður ekki
kærustuna, — sezt og spyr hvað
hljóti að vera.
—-Að Fischer hafi dáleitt
Spasski þegar þeir voru einir i
herberginu, og haldi honum i
dáleiðslu enn. Sástu hvernig
Spasskf Iék 5. og 6 skákinni?
Ekki eins og heimsmeistari,
heldur eins og...eins og, — hann
var eins og mús undir fjalaketti.
Þó að Fischer sé kannski beztur
i heiminum, þá getur hann ekki
verið svona mikið betri en sá
næstbezti. Það er óhugsandi.
Hann skal vera loddari helvfzk-
ur! —
Ég veit ekkert, skil enn þá
minna og fer.
Þá kemur sá sem allt veit og
allt getur og kann. Sjálfur
Matthias, eða Hattimas
Jóhannesen Moggaritstjóri.
Hann veður um gólf i bakka-
búðinni, og eys af nægtar-
brunnum vizku sinnar yfir nær-
stadda.
Sparsemi er þvi miður ekki
hans dyggð. Þegar ég sá rit-
stjórann, skaut upp i huga mér
visu, sem ég heyrði óglöggt i
kjallara Hallarinnar. Þvi
miður eruónæmi minu engin
takmörk sett, svo ég get ómögu-
lega munað nema fyrripart
visunnar. En það gerir ekkert
til. Ég læt fyrripartinn flakka,
og boða til verðlaunasamkeppni
um bezta botninn. 1. verðlaun
verða fjórdálka mynd af
Matthiasi, önnur verðlaun ein-
dálka mynd af sama manni og
skammarverðlaun 1/2 dálks
mynd af þessum sama.
Hér er fyrriparturinn:
Matthías á meyja tans
mæröarf'ullum augum
renndi.
Fyrir nú utan alla aðra lesti er
ég svo ómannglöggur að ég
þekki ekki nafnið á höfundi
þessa fyrriparts; þó var hann
ekki óþekktari en svo, að hann
þiggur laun úr listamannasjóði
þeim sem Alþingi ráðstafar fé
úr.
Tillögur um botn sendist án
tafar hingað á blaðiðjleyfilegt er
að simsenda botnana.
Meistararnir tveir I sams konar stellingum, sams konar hugleiðingum og beitandi sams konar Ihygli jafntefli.
Kunna svona margir íslendingar mannganginn,
eða hvernig stendur ó svo góðri
aðsókn á svo hægfara iþróttakeppni sem skák?
Það er nú fyrir nokkru orðið
fleygt, að Matthias, sem frægur
er orðinn að endemum fyrir við-
töl sin við heimsfræga lista-
menn, — en með þeim hefur
hann að sjálfsögðu aukið frægð
listamannanna til muna, — sé
nú að vinna að viðtalsbók við
Fischer, þar sem Fischer
verður algjörlega sammála
Matthiasi um ofurmátt
kommúnist i stjórn tslands, og
hróður beggja mun vera
tryggður vestan hafs og austan.
Sjöunda skákin er komin i bið,
og fólk skiptist i 3 stóra hópa um
álit á framhaldinu: einn hópur
kveðst veðja á að Kaninn vinni
skákina, annar að Rússinn
vinni, og þriðji og minnsti
hópurinn spáir jafntefli.
Heimsmeistarinn situr einn á
sviði Laugardalshallarinnar og
hugsar og hugsar hvernig hann
geti bezt fengið sér borgið, og
eftir 43 minútna umhugsunar-
frest lætur hann innsigla bið-
leikinn, og enginn veit neitt með
vissu hvað leik hann hefur valið
— þó eru allflestir samt sem
áður alveg vissir, sérstaklega
þó snillingarnir.
Klukkan er orðin 5 og kominn
miðvikudagur. Fólk drifur að til
að sjá endalok sjöundu
skákarinnar. Margir koma á
biðskákina, sem ekki áttu miða
á fyrrihluta hennar, og synir
það betur en allt annað að áhugi
mann er gifurlegur — og
spennan ofboðsleg. Heims-
meistarinn situr i stól sinum,
sem getur snúizt eins og stólinn
hans Fischers, — einn á sviðinu.
Askorandinn lætur biða eftir
sér. Fólkið i salnum er með
sjónauka á lofti og einblmir á
meistarann. Þeir sem dveljast i
bakkabúð, sitja og tefla úr bið-
stöðunni, allir út frá sama bið-
leiknum, sem svo reyndist ekki
sá sem heimsmeistarinn valdi
sér.
—Það hlýtur að vera erfitt að
hafa hann Fischer i vinnu, þvi
hann kemur alltaf of seint, —
segirhnáta við mömmu sina, en
hún segir aftur að hann vinni
hvergi, og þar með er málið af-
greitt.
Allt i einu birtist áskorandinn,
og biðleikurinn h4 er opin-
beraður, og allir eru á eitt sáttir
um að þetta hafi verið snilldar-
leikur hjá heimsmeistaranum,
reyndar sá eini sem gefið gat
honum von um annað en tap.
Sérstaklega eru þeir ákveðnir
um gott gildi þessa leiks
snillingarnir sem minútunum
áður tefldu alltaf út frá öðrum
biðleik. En það er allt önnur
saga, og sátt og samlyndi rikir i
höllinni, og synd að segja að
fólkið i veröldinni hafi ekki enn
möguleika til þess að sættast á
eitt mál, — þegar svo ber undir,
og ekkert er i húfi annað en ein
skák.
t biðtaflinu leikur heims-
meistarinn alltaf viðstöðulaust,
en áskorandinn hugsar stift og
lengi, öfugt við það sem áður
hefur gerzt i skákunum.
Fólk veit ekki enn hvernig
skákin fer, — nema
snillingarnir auðvitað.
Aðdáendur hvors meistarans
fyrir sig sitja framan við sjón-
vörpin i bakkabúð og naga negl-
ur, — þeir sem ekki tima að
naga pennana sina.
Tveir ráðherra standa möri í
fordyrinu og horfa þar á eitt
sjónvarpið og ræða stöðuna.
Þeir eru orðnir svo lágværir
vegna erfiðleikanna við stjórn
landsins að þeir hvislast á svo
að enginn heyri, og alls ekki ég
sem held mig i bærilegri fjar-
lægð. Enginn efast um að ráð
þeirra eru mjög góð, eins og
reyndar dæmin sanna um
landsstjórnina undanfarin ár, —
ekki saíu (Nei).
Sendiherra Islands i Kjöben,
Sigurður Bjarnason frá Vigur,
kemur til að skoöa og sjá
ineistarana tefla.
Þá er skákin allt i einu búin.
Atta leikir til viðbótar þeim 40
sem búið var að leika daginn
áður. Allir á eitt sáttir með að
þessi skák sé einhver sú eftir-
minnilegasta sem þeir hafi séð,
og jafntefli sé i raun og veru rétt-
látustu úrslit á svo glæstri skák.
Þeir sem kvöldiö áður veðjuðu á
vinning hjá öðrum hvorum
keppandanum, kinka kolli
ibyggmr og segja —já, þetta var
náttúrulega alltaf til i henni.
o o o
Kaupmang er mikið meðfram einviginu. Hér er veriö aðpranga inn á fólk umslögum sem einhverntfma
seinna eiga að verða verðmæt svo um munar.