Þjóðviljinn - 05.08.1972, Síða 7
Laugardagur 5. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7.
Langmest er eftirspurnin
eftir leikskólarými, eða 42%
af heildareftirspurninni
Þörfin fyrir aukið
dagvistunarrými
Könnunin leiddi i ljós eftirspurn
eftir rými fyrir 2950 — 2600 börn
umfram það rými, sem þá var
fyrir hendi. Hlutfallið milli ein-
Dagvöggustofurými
Dagheimilisrými
Leikskólarými
Skóladagheimilisrými
Um þessa niðurstöðu segir Þor-
björn m.a.:
,,Ég tel að niðurstöðurnar, sem
birtast hér geti oröið til allmik-
illar leiðbeiningar við áætlana-
gerð og stefnumörkun á næstu ár-
um”. Þá getur hann þess einnig,
að það hljóti ætið að vera mats-
atriði hvernig „þörfin” er skil-
greind. Væri hún t.d. skilgreind á
þann hátt að eingöngu skuli séð
fyrir þörfum einstæðra mæðra,
þá yrði markmiðið einhversstað-
ar á bilinu frá 400 til 700 viðbótar-
rými. Að þörfinni skilgreindri
hljóti það einnig að veröa mats-
atriði hversu langt menn treysta-
st til að koma til móts við hana,
þ.e. hvar i forgangsröðinni tiltek-
in tegund athafna á að lenda.
Hann bendir á að þær leiðbein-
ingar, sem fá megi úr niðurstöð-
um þessarar könnunar, séu t.d. sú
vitneskja ,,að 44% svarendanna
stakra tegunda stofnana hefur á
grundvelli svaranna verið áætlaö
þetta:
8% eftirspurnarfnnar
20%
42%
30%
segjast vinna hluta úr degi, hluta
úr ári eða fullt starf utan heim-
ilis”. Ennfremur, ,,að af 347 kon-
um, sem taka afstöðu til þess
hvort þær mundu vinna utan
heimilisins ef þær kæmu börnum
sinum auðveldlega á dag-
vistunarstofnun, segjast 186, eða
54% mundu sennilega eða örugg-
lega gera það”.
Þá segir hann að viðhorfin til
hlutverks dagvistunarstofnana
geti einnig verið til leiðbeininga i
þessum efnum. Engin kona hefði
talið dagheimili óþörf og aðeins
af þessunt 766 heföi talið leikskóla
óþarfa. Hinsvegar hefðu kon-
urnar ekki verið jafneinhuga um
hvert hlutverk þessara stofnana
ætti að vera, en um það snerust
tvær spurninganna. Svörin við
þeim sýndu eftirfarandi niður-
stöðu:
Hlutverk dag heimila ætti að vera: Hlutverk leik skóla ætti að vera:
1. Að sinna þörfum ein- stæðra mæðra o.þ.h. 37% 16%
2. Að taka við börnum sem flestra þeirra heimila þar sem báðir foreldrar þurfa eða vilja vinna úti. 15% 25
3. Að vera .aðstoðar uppeldisaðili’v ,-v V;3% 39%
4. Velja bæöi 2. og 3ja lið 38% 12%
Ósvarað 7<^ 8%
Þessi svör leiöa i ljós.að skýr
meirihluti svarenda velur aðra
hvora þá skilgreiningu sem gerir
ráð fyrir þvi.aö þessar stofnanir
ættu að vera opnar stórum hópum
barna á grundvelli eigin vals
fjölskyldnanna.
Þorbjörn getur þess, að i áætl-
uninni sé litið svo á, að brottfalls-
hópurinn, þær 182 konur sem áður
er getiö, hefði enga þörf fyrir
aukið dagvistunarrými. Enginn
vafi sé þó á þvi að þetta sé van-
mat; i þessum hópi sé örugglega
hópur kvenna, sem hafi þörf fyrir
aukna daggæzlu barna sinna.
Ahrif þessa mats verði þau, að
efri vikmörk áætlaðra talna verði
óviss. Skekkjan er að öllum lik-
indum ekki stórvægileg, segir
Þorbjörn, ,,en mér þykir betra aö
geta sagt að áætlunin kunni aö
vera eitthvaö of lág.en að hún sé
ef til vill of há.”
Hvernig tveir skálkar hétu
því að breyta þorpi einu
við Volgu í höfuðborg
skáklistar í heiminum
Skáksaga úr skopbókmenntum — Fyrri hluti
Alheims-
skákmótið
í Vasjúkí
i sovézku gamansögunni
Tólf stólar, sem kom út rétt
fyrir 1930, segir frá þvi að
skálkurinn Ostap Bender er
ásamt Ippolit Vorobjaninof
að leita að gimsteinum um
allt Rússland, sem
saumaðir voru inn í einn af
tólf borðstofustólum i
byltingunni. Þeir eru
komnir til þorpsins
Vasjúki, glorhungraðir og
skitblankir að venju. Mikið
liggur við að þeir geti krækt
sér í nokkrar rúblur til að
geta haldið áfram að elta
leikflokk, sem hefur fjóra
af þessum dýrmætu stólum
i fórum sínum. Og Ostap
Bender deyr ekki ráðalaus.
Árla morguns gekk hávaxinn,
grannholda eldri maður með ein-
glirni i gullumgjörð og i grút-
skitugum stigvélum um þorpið
Vasjúki og festi þar á veggi aug-
lýsingu þess efnis að sama kvöld
stundvislega kl. 6 muni O. Bender
stórmeistari halda fyrirlestur um
„árangursrika byrjunarhug-
mynd” og tefla siðan fjöltefli á
160 boröum. Ahugamenn eru
hvattir til að fjölmenna, hafa töfl
með. Þátttaka i tafli kostar 50
kopeika, en inngangseyrir er 30
kopeikar.
Stórmeistarinn sjálfur eyddi
heldur engum tima til ónýtis.
Hann var búinn að taka félags-
heimilið á leigu og þaut nú i skák-
klúbbinn, þar sem eineygður
maður sat niðursokkinn i lestur.
—O. Bender, stórmeistari —
kynnti Ostap sig og settist. Ég
ætla að tefla fjöltefli hér i kvöld.
Hið eina auga vasjúkinska
skákáhugamannsins glenntist
upp svo sem framast var mögu-
legt af náttúrunnar hendi.
—Andartak, félagi stór-
meistari! hrópaði sá eineygði.
Fáið yður sæti! Ég kem um hæl.
Og hann hljóp út. Ostap
svipaðist um; á borðinu lá þykkur
doðrantur meö fyrirsögninni:
Árangur skákklúbbsins i Vasjúki
árið 1925.
Sá eineygði birtist aftur með
fjölmörgum borgurum á ýmsum
aldri. Þeir komu hver af öðrum,
kynntu sig og tóku með lotningu i
hönd stórmeistarans.
—Ég átti hér leið um á ferð
minni til Kazan, sagði Ostap
kæruleysislega. Já, já komið i
kvöld i fjölteflið. En nú verðið þið
að aísaka mig, ég er hálfþreyttur
eftir mótið i Kartbad.
Vasjúkinsku skákmennirnir
virtu Ostap fyrir sér með sonar-
legri ást i augum. Og Ostap fann
nýjan kraft streyma um æðar
sinar og nýjar skákhugmyndir
fæðast i höfði sér.
Þið getið ekki trúað þvi, sagði
hann, hvað skákhugsuninni
fleygir fram. Þið ættuð að vita
hvað Lasker er farinn að leggjast
lágt. Það er orðið ómögulegt að
tefla við hann. Hann gerir mót-
herjanum lifið óbærilegt með
vindlareyk. Og svo reykir hann
viljandi ódýrustu sort til þess að
reykurinn verði enn þá and-
styggilegri. Skákheimurinn er
allur i uppnámi.
Stórmeistarinn sneri sér að
nærtækari málefnum:
—Hvers vegna er engin
leikandi hugsun úti á lands-
byggðinni? Nú t.d. skák-
klúbburinn ykkar. Hvað heitir
hann: Skákklúbbur! Það er ekki
spennandi. Hvers vegna skylduð
þið ekki nefna hann einhverju
fögru nafni — sannlega á skák-
visu? Það mundi fá allan fjölda
sovézkrar alþýðu til þátttöku. Ef
þið kölluðuð t.d. klúbbinn ykkar
Skákklúbburinn fjórir riddarar,
eða „Rauða endataflið” eða
„Fórn fyrir hraöann”. Það væri
flott. Það hljómar vel.
Hugmyndinni var vel tekiö.
—Já einmitt, sögðu Vasjúkar,
hvers vegna skyldum við ekki
kalla klúbbinn Fjögurra riddara
klúbbinn?
Og þar sem stjórn skák-
klúbbsins var öll á staönum skaut
Ostap þegar á fundi, þar sem
hann var sjálfur i heiðursforsæti
og þar var einróma samþykkt að
breyta nafni klúbbsins i „Skák-
klúbburinn Riddararnir fjórir.”
Þessi þýðingarmikli atburður
boðaði dagrenningu skák-
hugsunar i Vasjúki.
—Skáklistin, sagði Ostap. Vitið
þið hvað skáklistin er i raun og
veru? Hún boöar ekki aðeins
framþróun menningarinnar,
heldur og ekki siður framfarir i
efnahagslifinu. Gerið þið ykkur
ljóst, aö skákkiúbburinn ykkar,
Riddararnir fjórir, getur —■
sé réttilega að málum staðið —
gjörbreytt borginni Vasjúki?
Ostap hafði ekkert étið siðan
einhvern tima i gær. Þess vegna
varð hann aldeilis óvenjulega
mælskur.
—Já* hrópaði hann upp. Skák-
listin auðgar ættjörðina. Ef þið
falliztá hugmynd mina, þá munið
þið getað gengið niður á bryggju
niður eftir marmaratröppum.
Vasjúki verður miðstöð tiu
héraða. Hvað höföuð þið áður
heyrt um borgina Zemmering?
Ekki nokkurn skapaðan hlut. En
nú er þetta þorp auðugt og við-
kunnugt aðeins vegna þess, að
þar var haldið alþjóðamót. Þvi
segi ég: t Vasjúki þarf að halda
alþjóðlegt skákmót.
—Hvernig? æptu allir sem einn.
Það er fullkomlega raunhæft,
svaraði stórmeistarinn. Persónu-
leg sambönd min og starfsemi
skákklúbbsins ykkar — það er allt
sem til þarf, og er alveg nóg til að
skipuleggja alþjóðlega skákmótið
i Vasjúki. Hugsið ykkur hvað
þetta verður gaman að heyra:
Hiö alþjóðlega Vasjúkinska skák-
mót 1927. Það er öruggt að þeir
koma José Raul Capablanka,
Emmanuel Lasker, Aljokin,
Nimzovitsj, Reti, Marottsi,
Tarrasj, Vidmar og doktor
Grigoréf. Og þar að auki mun ég
áreiðanlega koma.
—En peningarnir, stundu
Vasjúkar. Það þarf að borga
þeim öllum. Mörg þúsund
peninga. Hvar eigum við að fá
þá?
—Þaö er allt með i reikningn-
um, sagði O. Bender. Peninga
verður aflað með samskotum.
—Hver ætti svo sem borga
svona mikið hérna? Vasjúkar....
—Hvaða Vasjúkar? Vasjúkar
eiga ekki aö borga neitt'. Þeir eiga
aö fá þá.
—Þetta er allt nauðaeinfalt.
Ahugamenn um skáklist koma úr
Framhald á bls. 11.