Þjóðviljinn - 10.08.1972, Blaðsíða 2
2.S1ÐA — ÞJÖÐVILJINN ! Fimmtudagur 10. ágúst 1972
Stúlkan með brúnu
vörtuna á hægra
kinnbeininu
Höfundur: Erlendur stólpi
Fyrsta afmœlisbók Reykjavíkurborgar
Einhver mun hafa glaðzt i
hjarta sinu, þegar opinberlega
var tilkynnt, að hér eftir
skyldi ár hvert, á afmælisdegi
Reykjavikur, hinn 18. ágúst,
„verja árlega þrjátiu þúsund
krónum til þess aö verðlauna
frumsamda islenzka barna-
bók og fimmtán þúsund krón-
um til þess að verðlauna þýð-
ingu á erlendri barnabók”.
Þetta mun hafa verið kunn-
gert við opnun norrænnar
bókasýningar hinn 18. júli s.l.
Oðrum mun hafa fundizt slik
verðlaunaveiting vera tilræði
við ritmennskuna i landinu, og
þá einkum þann hluta, sem
verið er að nefna „barnabæk-
ur” — og rökin fyrir verðlaun-
unum af fátæklegum toga
spunnin.
En nú er þetta orðið að veru-
leika og verðlaunaba'kurnar
fyrir árið nitján hundruð og
súrkál hafa verið ákveðnar.
— Fjórar islenzkar frum-
samdar barnabækur komu til
greina að þessu sinni, segir
formaður dómnefndar i við-
tali. Hin fyrsta: Silli og Ávaldi
fara i sveit. — Onnur: Stúlkan
með brúnu vörtuna á hægra
kinnbeininu. — Þriðja: Kara
litla meö stóra hjartað. — Og
hin fjórða: Leyndardómurinn
i kjallaranum. — En aðeins
ein þýdd bók kom til greina.
Hún heitir: Byssuþjófur átta
ára.
— Hvers vegna aðeins ein
þýdd bók?
— Oss dómendum þótti hún
bera af i lýsingu á glæpsam-
legri hugkvæmni svona litils
drengs. Slika bók getur is-
lenzkur höfundur ekki skrifað,
til þess vantar byssumenning-
una i islenzkt umhverfi. Vér
töldum þessa bók auðga vorar
fátæklegu barnabókmenntir.
— En hvað um innlendu
bækurnar?
— Þvi er til að svara, segir
dómarinn, — að vér dómendur
viruðumstað lesa auglýsingar
útgefenda, til þess að verða
ekki fyrir áhrifum af sterku
lýsingarorðunum þeirra. Þess
i stað ákváðum við að nota
sumarfriið okkar til að lesa
fyrra árs barnabækur. — ég
hafði t.d. með mér 62 bækur og
þurfti þess vegna að lesa tvær
og hálfa bók á dag, — gat fyrir
vikið aldrei farið til berja með
börnunum minum.
— Já, um þær bækur, sem
ég nefndi, vill dómnefndin
segja þetta: — Silli og Ávaldi
fara i sveit segir frá þvi, að
tveir strákar úr Flúðaþorpi
fara i sveit og lenda i alls kon-
ar ævintýrum. Þeir liggja i
tjaldi, og þó að drengir séu að
visu búnir að liggja i tjaldi i
tuttugu og sjö barnabókum, þá
lætur höfundur af mikilli hug-
kvæmni óvæntan gest læðast
inn i tjaldið til þeirra, klukkan
tiu minútur yfir tvö eftir mið-
nætti. Vér dómendur urðum
spenntir að vita um þennan
óvænta gest og lásum þvi bók-
ina spjaldanna milli. Áhrifa-
mikil bók fyrir hrausta stráka
á aldrinum frá niu og hálfs árs
til ellefu ára eða vel það.
önnur bókin héitir: Kara
litla með stóra hjartað og er
eftirSesseliu.Hún segir á mjög
varfærinn hátt frá veiklulegri
telpu, sem kemur upp um
gamlan mann, sem hefur ver-
ið að narra litinn dreng til þess
að stela fyrir sig siginni
grásleppu af hjalli frá öðrum
gömlum manni. Þetta er ein-
staklega heilbrigð bók i frá-
sögn allri með kristilegum
grunntóni og nálgast Nýja-
testamentið að göfgi. Tilvalin
bók fyrir foreldra að lesa fyrir
6 til 7 ára börn á kvöldin áður
en þau lesa bænirnar sinar.
Leýndardómurinn i kjallar-
anum heitir þriðja bókin, sem
til greina kom að verðlauna.
Höfundurinn kallar sig Álf
Álísson, sem mun vera dul-
nefni. Bókin segir frá góðum
Pésa og vondum Palla, sem
báðir hafa læðzt inn i sama
kjallarann sama kvöldið, en
hvorugur veit af hinum. Þeir
eru báðir að njósna fyrir
mömmur sinar, Pési á að telja
sultukrukkurnar á hillunum
hjá frú Aróru, en Palli ætlar
að telja eggin hjá sömu frú.
Nú vill svo til, að kjallaranum
er lokað áður en drengirnir
komast út, svo að þeir dúsa
þarna um nóttina. Þó að búið
sé að segja frá áþekkum
leyndardómum i þrjátiu
barnabókum, þá er hér um
sérlega spennandi atburð að
ræða. Hvað gerist að morgni?
Góð hugvekja til foreldra að
skilja ekki eftir opnar geymsl-
ur, þar sem þeir geyma sultu-
krukkur og egg.
En fjórða bókin, semdómar-
ar voru alveg sammála um að
bæri af hinum fyrrnefndu heit-
ir: Stúlkan með brúnu vörtuna
á hægra kinnbeininu eftir Er-
lend stólpa.
Sagan segir frá 12 ára
stúlku, sem heitir Sigriður, en
er kölluð Gunna Rósa. Og
Sigriður, sem er kölluð Gunna
Rósa, verður einmana sökum
þess, að hún hefur vörtu á
ha>gra kinnbeininu og heldur
að allir horfi á hana þess
vegna og ýmist hlæi að henni
eða vorkenni henni. Hún fer þá
að biðja guð á hverju kvöldi,
að hún hitti stelpu með vörtu á
kinnbeininu, þá muni hún
eignast vinkonu með sam-
eiginlegar hugsanir. En Sig-
riður kölluð Gunna Rósa hittir
ekki stelpu með vörtu á kinn-
beininu, heldur strák, sem er
með vörtu á vinstra kinn-
beininu. Þau eru saman i
gagnfræðaskóla og einhverju
sinni eftir skemmtun dettur
þeim i hug að mæla saman
vörturnar. En við það að koma
svona saman með vangana,
snertust varir þeirra ofurlitið.
En það þurfti ekki meira. Þau
íundu þarna hvort um sig vin.
sem þau höfðu þráð. Frá. þessu
segir herra Erlendur stólpi af
svo mikilli hugkvæmni, að
engu er likara en hann sé að
lýsa sinni eigin reynslu. Þetta
er fyrsta bók i bókarflokki,
sem boðaður er á baksiðu
„Vörtunnar”. Þar er gefið i
skyn, að i næstu bók verði sagt
frá hinni hreinu æskuást þess-
ara ungmenna, en i þriðju
bókinni verði aöalspenningur-
inn um það, hvort barnið, sem
Sigriður kölluð Gunna Rósa
gengur með, verði með vörtu á
kinnbeininu, eins og for-
eldrarnir.
Þá hefur höfundurinn verið
spurður að þvi, hvernig svona
verðlaunabók verði til.
— Jú, svarar Erlehdur
stólpi, — ég varð fyrir inn-
blæstri. Árla morguns vaknaði
ég i hvilu minni með bókartitil
i huga: Stúlka með vörtu. —
Nú vel ég láta þess getið, að ég
er latur maður, — þykir gott
að slóra, — ég lygndi augun-
um, — svo kom þetta allt i einu
yíir mig;-eins var það meö
ljóöin, þegar ég var ljóðskáld.
Sem sagt: ég sá fyrir mér
vörtu, siðan hugsaði ég mér
vörtuna á stúlkuandliti fyrir
norðan og þá var ég kominn á
spórið. Þetta gekk siðan með
eölilegum vélritunarhraða, —
ég hvildi mig vel á eftir, slór-
aði, — lét mér liða vel, ég er
latur maður. — En þess vil ég
láta getið,segir höfundur, — að
útgefandi minn á heiðurinn af
hinum snjalla bókartitli. Hann
sagöi: Við verðum að búa til
sölutitil á bókina. Það er ágæt
hugmynd þetta með vörtuna,
en ég vil setja vörtuna á kinn-
beinið, segjum hægra kinn-
beiniö, og ég vil hafa vörtuna
brúna. Snjallt. Og þá er það
komið, sagði hann: Stúlkan
með brúnu vörtuna á hægra
kinnbeininu.
— En hvernig er það, —
stendur ekkert ártal á bók-
inni?
— Jú, einhvers staðar átti
að standa á henni: 19 hundruð
og súrkál.
— Og hvers vegna svo?
— Þér að segja, þykir hag-
sýnum útgefendum þetta
þjóðráð. Ef bókin er ártalslaus
má alltaf segja fávisum al-
múga að bókin sé ný (en það
er bezt að segja ekki frá þessu
i blaðinu).
Þá varð blaðamaður vor
heyrandi aö eftirfarandi sam-
tali i bókabúð:
Frú Hreins: Mig vantar bók
fyrir litla stúlku.
Bóksalinn: Hvað er hún
gömul?
Frú Hreins: Verður 10 ára
eftir áramótin.
Bóksalinn: Þá hef ég bók-
ina. Hér er sagan af Sigriði,
sem er kölluð Gunna Rósa:
Stúlkan með brúnu vörtuna á
hægra kinnbeininu, — og það
stendur einmitt hér á baksið-
unni: Úrvalsbók fyrir telpur
tiu og hálfs árs til ellefu og
hálfs árs.
— En hún Bára min verður
ekki 10 ára fyrr en eftir ára-
mótin, svo að þetta passar
ekki fullkomlega fyrir hana, —
va ntar 5 til 6 mánuði.
— Satt er það, en er stúlkan
ekki þroskaðari en gerist og
gengur á hennar aldri?
— Frú Hreins: Þó að ég
segi sjálf frá, þá þori ég að
segja það um hana Báru mina,
— jú, ég ætla aö kaupa bókina.
2.
Eftirmáli: Hér hafa
athyglisverðir atburðir gerzt.
Hinn 20. mai 1970 samþykkir
fræðsluráð Reykjavikur að
„óska heimildar borgarráðs
til þess að mega árlega
(undirstrikun blaðamanns)
verja þrjátiu þúsund krónum
til þess að verðlauna frum-
samda islenzka barnabók og
fimmtán þúsund krónum til
þess að verðlauna þýðingu á
erlendri barnabók”. — Og 22.
júli 1970 er á fræðsluráðsfundi
„lagt fram bréf borgarstjóra,
þar sem hann tilkynnir að
borgarráð hafi samþykkt að
veita umbeðna heimild til þess
að verja árlega (undirstrikun
blaðamanns) þrjátiu þúsund
krónum til þess að verðlauna
frumsamda islenzka barna-
bók og fimmtán þúsund krón-
Framhald á bls. 11.
bréf til
blaðsins
Breiðu bökin og
y iðr eisn ar stj órn
Já, batnandi mönnum er bezt seinast, að gengisfelling yrði ekki
að lifa. Ég er einn af þeim, sem
get sagt hvað viðreisnarstjórnin
gerði fyrir gamla fólkið. Það er
bezt að byrja að segja frá, þegar
ég fór að safna peningum til ell-
innar. Ég var sjómaður i góðu
skipsrúmi og þénaði vel. Ég gat
lagt peninga fyrir i mörg ár og
geymdi þá i bankahólfi, þvi að
þar var ég viss að þeim yrði ekki
stoliö. Ég hætti, þegar ég var
sjötiu ára að aldri allri sjó-
mennsku og fór að vinna i landi og
gat unnið tæp fimm ár. Þá áttum
við hjónin nokkur hundruð þús-
und til ellinnar. Nú urðum við að
lifa á ellilaununum, en þau dugðu
heldur stutt, þó að við ættum smá
ibúð. Við urðum að bæta við öðru
eins og var þá gott að eiga pen-
inga i banka þvi að þá dugðu rent-
urnar. Okkur leið prýðilega þar
til árið 1967 er kosningar urðu til
Alþingis.
Þetta ár var bezta árið fyrir
verkalýðinn, sem komið hafði i
lengri tima. Ekkert mátti hækka
og allar dýrustu matvörur voru
greiddar niður, ótrúlega mikið.
Og viðreisnin vann kosningarnar.
Rétt eftir kosningar fór að
heyrast, að peninga vantaði i
rikiskassann, og væri þvi ekki
hægt að greiða vörur niður. Enda
var þvi hætt og allt hækkaði gifur-
lega. Það voru engir peningar til
að greiða niður fyrir kosningar.
Þetta var þvi ekkert annað en
blekking.
1968 lækkaði sterlingspundið
um 14% að mig minnir. Viðreisn-
arstjórnin gat ekki tekið það á
sig og lækkaði krónuna um 25%,
sem sagt um fjórðu hverja krónu,
sem fólkið átti i banka. Ekki var
verið að hlifa gömlu fólki, sem
hætt var að vinna og átti peninga i
banka, sem það ætlaði að brúka
seinustu árin til þess að láta sér
liða vel. Ekki voru gæðin ofarlega
i þeim þá gagnvart gamla fólk-
inu.
Rétt eftir gengisfellinguna tal-
aði einn háttsettur úr rikisstjórn-
inni i fikisútvarpið og afsakaði
gengisfellinguna, og sagði hann
Til varnar
Ingólfi Jónssyni
Bæjarpóstur Þjóðviljans hefur
gefið orðið laust um skattamálin
með þeim árangri, að mjög ólik
sjónarmið hafa komið fram. S.l.
föstudag birtist bréf, sem ég vil
gera nokkrar athugasemdir við.
Bréfið var frá einhverjum P.M.
og var andsvar við hógværum
athugasemdum frá Ingólfi Jóns-
syni um skattana á ellilifeyris-
þega. Ingólfur var ekki fyrst og
fremst að kvarta vegna eigin
skatta, heldur var hann að benda
á veilu og aðvara stjórnvöld um
að fara nú ekki aftur að ganga á
hlut gamla fólksins. Nú munu
flestir viðurkenna að orð hans
voru á rökum reist.
Ástæða er til þess að minna á,
að Ingólfur Jónsson var aldrei
meðal þeirra lægst launuðu i
þjóðfélaginu, þó að hann stæði
fast með þeim i kjara- og rétt-
indabaráttunni, af hugsjón og
réttlætistilfinningu. Með þeirri
baráttu á hann drjúgan hlut i
þeim kjarabótum sem elli og
örorkulifeyrisþegar hafa nú feng-
ið og er þvi annara um það en
öðrum að þær séu ekki aftur af
þeim teknar með sköttum.
Ef nauðsynlegt er nú að skatt-
leggja einhverja þegna þjóðfé-
lagsins, meira en gert hefur
verið, leyfi ég mér að benda á þá
sem nú ferðast meö fjölskyldur
sinar i lystireisur, sumir tvisvar á
ári. Þeir fá sinn ferðakostnað og
lögmætan gjaldeyrisskammt á
sama verði og 1968, og mun sú
verðstöðvun einsdæmi. Ó.L.
gerð oftar. Ég trúði þessum
manni. — Þá voru margir jafn-
aðarmenn á þingi og margir i
ráðherrastólum. Ég treysti einnig
þessum mönnum til að láta ekki
verða fleiri gengisfellingar. Ég
sætti mig þvi við gengisfelling-
una. Tapað sem tapað var, en
mikið var eftir i bankanum.
Eftir gengisfellinguna dugðu
ekki renturnar, og varð nú að
taka af höfuðstólnum. En það
gerði ekkert til, þvi að peningarn-
ir voru til þess ætlaðir að brúka
þá, þegar við þyrftum. Þetta gekk
sæmilega og við höfðum nóg að
lifa af.
Svo kom árið 1969. Þegar kom
fram á árið fór að heyrast, að
gengisfelling væri framundan. Ég
trúði þvi ekki og sagði, að þetta
væri lýgi og áróður gegn stjórn-
inni. Þvi miður reyndist orðróm-
urinn réttur og rikisstjórnin felldi
krónuna um 32%. Og ekki liðið ár
frá fyrri gengisfellingu, sem sagt
57% á einu ári.
Gylfi og allir jafnaðarmenn á
þingi sögðu já athugasemdar-
laust. Þar feilaði ykkur illa, þvi
þá áttuð þið að segja nei. Hefðuð
þið gert það sætuð þið liklega i
ráðherrastólunum enn og hefðuð
bætt mörgum atkvæðum við
Alþýðuflokkinn. Svona var að
svikja fólkið, sem treysti ykkur
og kaus ykkur.
Nú eru gömlu foringjarnir
fallnir. Við hefðum þurft að eiga
nokkra þeirra lika á þingi nú á
timum. Við seinni gengisfelling-
una hefðu þeir sagt stórt NEI.
Nú hef ég sagt frá þvi, hvernig
viðreisnarstjórnin lék gamla
fólkið, sem átti peninga til ell-
innar. Þeir tóku meiri partinn af
þeim og sköffuðu þá öðrum, lik-
lega þeim, sem voru rikastir og
áttu miklar eignir og miklar
skuldir, sem þeir borguðu með
verðlausu krónunni. Nú viljið þið
gera allt fyrir gamla fólkið, og
það á ekkert að borga. Það er
bara of seint að iðrast eftir dauð-
ann.
Gamall jafnaðarmaður
á niunda tugnum.
Þessu þarf
að breyta
Getur það verið rétt að elli-
launagreiðslur lækki við hækk-
aðar lifeyrisgreiðslur? — Eitt-
hvað á þessa leið var spurt i lok
lesendabréfs, sem Þjóðviljinn
birti á dögunum. Og svarið er já-
kvætt — þvi miður. Ekkjur starfs-
manna rikisins sem njóta eftir-
launa þeirra verða — samkvæmt
lögum frá 1963 — fyrir skerðingu
ellilifeyris almannatrygginga ef
eftirlaunin hækka. Þetta stafar af
þvi að lagaákvæðið er þannig orð-
að að samanlagður ellilifeyrir og
eftirlaun skuli nema fastri pró-
sentu af launum i viðkomandi
launaflokki rikisstarfsmanna.
— Þjóðviljinn telur að þessu
ákvæði þurfi að breyta.