Þjóðviljinn - 10.08.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.08.1972, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11. Fiskimál Á LEIK ! Öragg gce&^jun Ótrúleg verl^T VeriÖ örugg veÖjiÖ a BARUM Sterkur leikur þab - öllum bílaeigendum I hag! BARUM BREGZT EKKI. w SHODH BÚDIN AUOBREKKU 44 - 46, KÓPAVOGI — SlMI 42606 Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við taugalækninga- deild Landspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavikur og stjórnar- nefndar rikisspitalanna. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5 fyrir 1. september n.k. Ileykjavik, !). ágúst 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Stúlkur 17 ára og eldri Húsmæðraskóli kirkjunnar á Löngumýri i Skagafirði býður ykkur upp á hagnýtt nám. Skólinn starfar frá 1. október til mailoka, en býður einnig upp á styttri námskeið frá októberbyrjun til 16. desember og frá 7. janúar til mailoka. Upplýsingar eru gefnar á Löngumýri og i sima 15015 i Reykjavik. Umsóknir óskast sendar sem fyrst til Margrétar Jónsdóttur, Löngumýri. Vélamiðstöð Rey kj avíkurborgar vill ráða nokkra menn til vinnu á vinnu- vélum; upplýsingar veitir vélamiðlari fyrirtækisins i Skúlatúni 1. Framhald af 5. siöu. Þá er komið að siðasta liðnum sem eru niðursoðnar og niður- lagðar fiskafurðir. Þarna eru Bandariki Norður-Ameriku lang- stærsti kaupandinn en næst koma Bretland ásamt Norður-lrlandi, Ástralia og Sviþjóð. Það er at- hyglisvert að fylgjast með þvi, að með hverju ári stækkar fiskniður- suðumarkaður Norðmanna i Bandarikjunum. Eftirliti með möskvastærð í togvörpum ábótavant Þvi aöeins koma samþykktir að gagni, að eftirlit sé haft með framkvæmd þeirra, og þau lönd sem að þeim standa, virði i verki samþykktirnar. i gildi á að vera lámarks möskvastærð i tog- vörpum, sem notaðar eru á norð- austur Atlanzhafi. En sökum ónógs eftirlits og vöntunar á skilningi margra þeirra sem þarna eiga hlut að máli, er sam- þykktin um lágmarks möskva- stærð meira og minna brotin. Norsk eftirlitsskip rannsökuöu möskvastærð fimm franskra togara á hafi úti út af Noregs- strönd nú i sumar og reyndust þeir allir með of litla möskva- stærð i vörpu. Þetta hefur verið kært til franskra yfirvalda. En samkvæmt gildandi samþykkt um möskvastærð hefur strandriki rétt til rannsóknar á möskva- stærð erlendra skipa á hafi úti. í tilefni af þessari frétt svo og þrálátum orðrómi um, aö möskvastærðarsamþykktin sé bæði sniðgengin og brotin af veiðiskipum margra þjóða, þá vill fiskimálaþátturinn beina þvi til landhelgisgæzlunnar svo og hlutaðeigandi yfirvalda, að rétturinn til mælingar á möskva- stærð i togvörpum, ekki aðeins islenzkra skipa, heldur lika er- lendra, bæði i islenzkum höfnum, svo og á hafi úti við strendur tslands sé notaður, og niðurstöður þeirra athugana birtar opinber- lega. Verður Norðursjóvar síldveiði Norðmanna takmörkuð í bræðslu? 1 stjórn fiskimála i Noregi hefur það verið rætt i vor og sumar hvort ekki sé orðin nauðsyn á að takmarka veiðar norskra skipa á Norðursjávarsild i bræðsiu. Fiskimálastjórnin hefur stungið upp á þvi, að leyfð hámarksveiði yrði bundin við 90,000 tonn af bræðslusild úr Norðursjó, en þetta er 75-80% af veiði þeirra i bræðslu siðustu árin. Árið 1969 fengu norskar sildar- verksmiðjur 121,000 tonn af Norðursjávarsild til vinnslu. 1970 16^000 tonn og 1971 117,000 tonn. Fiskimálastjórnin hefur sent norska Sjávarútvegsráðuneytinu framangreinda ósk um tak- mörkun á veiði Norðursjávar- sildar i bræðslu. Þá hefur þetta mál lika verið lagt fyrir Norges Fiskarlag til umsagnar, og hefur nýlega borizt svar þaðan, þar sem þessi félagsskapur norska sjávarútvegsins styður tillögu fiskimálastjórans. Stúlka með vörtu Framhald af bls. 2. um til þess að verðlauna þýð- ingu á erlendri barnabók”. Sem sagt: Árlega skal veita verðlaun fyrir islenzka frum- samda barnabók og þýdda er- lenda barnabók,—ekkert undanfæri. Reykjavfkurborg hefur rutt brautina og sem mikil fyrir- mynd haft áhrif á aðrar borgir á landinu. Stærsta borgin á Norður- landi, Akureyri, veitir hlið- stæð verðlaun á næsta ári, og metnaðarins vegna hækkar upphæðin i 31 þúsund krónur og 15 þúsund 250 krónur. Á þvi ári veitir Vestmannaeyjaborg á Heimaey til verðlauna fyrir barnabækur 31 þúsund og 400 krónur og 15 þúsund og 300 krónur. Og enn bætast við á þjóðhátiðarárinu borgir úr öörum fylkjum landsins. Stærsta borg Vestfjarða, Isa- fjörður, — Nesborg við Norð- fjörð og borgirnar á Suður- nesjum, Keflavik, Hafnar- fjörður og Kópavogur. Verð- launaupphæðin er þá komin upp i 32 þúsund 125 krónur og 16 þúsund 230 krónur. Og þá hafa þessi tiðindi gerzt: Átta borgir á tslandi hafa skipað átta dómnefndir um beztu barnabókina, en engum ber saman. Til hátiðar landsbyggðarsögunnar á Þingvöllum mæta þvi átta verðlaunahöfundar fyrir það herrans ár. Þar mynda þeir stétt og stofna Félag verð launahöfunda á tslandi. Og þar eö reikna má með þvi, að ver.ðlaunahöfundum fækki ekki á árunum til aldamóta, verða verðlaunamenn áriö 2000 orðnir 208. En þó að reikna megi með þvi, að 10% af þessum fjölda verði kominn á hærri plön, þar sem hver og einn gefur sjálfum sér verð- laun, þá verða félagsmenn þó að minnsta kosti 188 um alda- mótin. En á þjóðhátiðarárinu er svo komið, að litið verður nið- ur á Reykjavik með lægstu verðlaunaveitinguna. Þannig eru laun heimsins. Gunnar M. Magnúss. Breiðablik Framhald af bls. 9. Þetta mun vera fyrsti sigur Breiöabliks yfir Skagamönn- um, en þessi lið hafa leikiö fjölmarga leiki, bæði i 1. deild og Litlu bikarkeppninni. Næstu leikir i 1. deild eru á iaugardaginn, þá mæta Skagamenn Fram á Akranesi og ÍBV mætir ÍBK i Vest- mannaeyjum. — S.dór Skattar Framhald af bls. 1. mitt fyrir um mjög svipað leyti, lauk rannsókn á þvi og sendi til saksóknara. Hvert á veg dómstigsins það mál er nú komið er ekki vitað, ánnað en það að þvi mun ekki vera lokið fyrir dómstólum. Þó að svo virðist i fljótu bragði sem slikar uppljóstranir séu þar með til litils, er virkilega ástæða til að ætla að einhver breyting til bóta sé i vændum á dómskipan i landinu, og þar verði miðað að þvi að hraða dómsmálum, og koma rekstri slikra mála úr höndum ýmissa þeirra sem nú fjalla um þau og hafa fjallað allt of lengi. Slik breyting á dómskipaninni ,mun vera skemur undan, en margan grunar. — ú.þ. Þúsund ár Framhald af bls. 3. Þóra segir okkur að það sem þarna blasir við sé frá Innrétt- ingunum, sem stóðu þarna á 18. öld. Hinsvegar hefur verið graf- iðdýpra i einu horninu og þar er þegar komin i ljós vegghleðsla frá landnámstið, en nokkuð er langt i land með að hún verði fullkönnuð og jafnvel kemur fátt markvert þar i ljós fyrr en næsta sumar þegar haldið verð- ur áfram uppgreftri þar. Til gamans má geta þess að þau Mjöll og Guðmundur sögð- ust hafa fengið óvænta og skemmtilega heimsókn á dög- unum, sem var Kristján Eld- járn forseti. Hann er eins og menn vita fornleifafræðingur. Mjöll fullyrti að hann hefði öf- undað þau af starfinu, — ég sá það á svipnum á honum, sagði hún. - — S.dór Husak Framhald af bls. 4 þjóðernisstefnu”. Á Dubecek-tim- anum skrifaði Htibl meðal annars þetta: ,,Það er alveg i anda Karls Marx þegar ég heid þvi fram, að það nægi ekki að treysta góðum vilja leiðtoga eða halda að aðeins hinir beztu menn verði leiðtogar. Félagarnir verða að hafa lög- bundna tryggingu fyrir þvi að þeir ráði eðlilegu vali leiðtoga, geti stöðugt haft eftirlit með þeim og skipt um foringja ef vill.” En á miðstjórnarfundi Kommúnistaflokks Tékkósló- vakiu, áriö 1969 tilkynnti Husák, að sá timi sé liðinn að hægt sé að skipta um foringja. „Þið skuluð ekki halda að þið getið farið á bak við mig og undirbúið nýjan jan- úar (i janúar uröu mikil manna- skipti i forystu tékkneska kommúnistaflokksins). Ég hefi lært af ávirðingum Novotnys og ég þoli enga andstöðu —■ hvorki i blöðum, visindaakademiunni né flokksapparatinu, Þið munuð ekki getað sett mig af eins og Novotný.*' Aðalforsenda hinna nýju réttarhalda sýnist einmitt vera óttinn við nýja andstöðuhreyf- ingu, en ekki hefnd eða refsing fyrir það sem gerðist 1968. Til þessa bendir og þungi refsing- anna, sem auðsjáanlega á að hafa þau áhrif að hræða menn. Hðbl er sá sem hingað til hefur hlotið þyngsta refsingu, eöa 6 1/2 árs iangelsi* Kyncl 20 mánaða og Bartosek tólf mánuði skilorðs- bundið... „Þessi málaferli varða ekki innanlandsástandið eitt, — þau vekja upp spurningar sem við verðum að svarat*sagði 1’ Unitá, málgagn italska kommúnista- flokksins um málaferlin i Prag. Og eftir langvarandi hik hressti einnig Kommúnistaflokkur Frakklands sig upp i aö láta i ljós vanþóknun — en hann hefur siðan i júni verið i alþýðufylkingar- bandalagi við sósialista: „F'jand- menn sósialismans ber að ein- angra með virkri pólitiskri og hugmyndafræðilegri baráttu — en ekki með málaferlum”. (Eftir der Spicgel) Iimilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúö og vinarbug við andlát og jarðarför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR FELLSMÚLA 14 Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki dcildar 3C, Landsspitalanum, fyrir góða hjúkrun og umönnun í veikindum bans. Aðalbjörg Sigurðardóttir Eygló Bjarnardóttir Magnús Bjarnarson Erla Bil Bjarnardóttir Guðlaugur Hallgrimsson Ingibjörg Bjarnardóttir Geir Ólafsson og barnabörn. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og viná'l við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömn, KRISTÍNAR VILHJÁLMSSOl' ÁLFHEIMUM 31 Sérstaklega þökkum við Eimskipafélagi tslands h.f. þá viröingu, sem félagið sýndi hinni látnu við útför hennar. Thor Vilhjálmsson llclga Vilíijálmsson Guömundur W. Vilhjálmsson Margrét Norland Margrét Indriðadóttir Magnús Magnússon Guðbjörg Vilhjálmsson Sverrir Norland og barnabörnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.