Þjóðviljinn - 10.08.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.08.1972, Blaðsíða 6
6. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN1 Fimmtudagur 10. ágúst 1972 Krnst Kischcr Einn helzti ERNST FISCHER LÁTINN, 73 ÁRA AÐ ALDRI kcmur Fischer einkum inn á þetta cr hann gcrir grein fyrir réttarhöldunum i Moskvu — en liann fckk þaft hlutverk að skrifa uin þau skýrslu. Fischer gerði sér ekki margar blekkingar um þessar hreinsanir, en hann hélt samt fast við það, að hinir ákærðu væru sekir, og hélt óskertu trausti sinu á Stalin. ,,Það sem hafði áhrif á mennta- menn cins og mig var sá hæfileiki Stalíns að geta einfaldað hluti og þar ineð gefa til kynna rétta at- liöfn við þverstæðufullar að- stæður. Þetta var skelfilegt i iillum sinum eint'aldleika. Ilina gagnrýnu skynsemi varð að bæla niður til að við gætum unnið okkur þrótt til athafnar.” FISCIIKR BKEYTTI UM AFSTÖDU er hann sneri aftur til rannsókna á listum og gerir þær að sannleiksinælikvarða. Hann heitir vitnisburði listarinnar gegn innantómum frösum ýmissa fyrri samherja i valdastólum, fjallar uin listir sem nauðsynlegt tæki til gagnrýninnar rcynslu, sem bcndir fram á við ., og gefur til kynna grunnlit nýrra tima”. menningarfrömuður marxismans er látinn ÞANN FYRSTA AGÚST lézt á sjötugasta og fjórða aldursári hinn þekkti austurriski bók- nienntafræðingur og marxisti Krnst Fischer. Fischer var lengi vel einn af helzt áhrifamönnum Kommúnistaflokks Austurrikis, en hann var rekinn úr honum vegna gagnrýni sinnar á þvi sem hann kallaði sjálfur „skriðdreka- sósialisma” — innrásinni i Tékkóslóvakiu. Fischer cr ásantt Ungverjanum Georg I.ukacs viðfrægastur þeirra maiiiia sem hafa fjallað um listir og bókmenntir frá marxisku sjónariniði ( „Nauðsyn listarinnar”, „List og friðsamleg sambúð" ofl. ) Brezki gagnrýn- andinn Kenneth Tynan nefndi Fischer „Aristoteles marxismans". Fischer átti sér flókna sögu og sambúð hans eigin tilhneiginga og þeirrar pólitísku kröfugerðar, sem hann taldi þeim æðri, var ckki alltaf friðsamleg. Hann leit svo á sjálfur, að liann væri ekki fær um að starfa að pólitik. „Ég verð aldrei pólitiskur for- ingi, ég er þvi hlutverki ekki vax- inn. Má vera að mér takist að gefa öðrum innblástur, en mér tekst aldrei að skipuleggja þá", segir Fischer i siðustu bók sinni, scm hann nefnir „Kndurminning- ar og hugleiðingar” (Erinnerung- en und Iteflexionen). tvitnun þessi er einmitt frá 1934 þegar hann gekk i koininúnistaflokkinn „i fullri vitund um að það væri skref sem tekið var vegna mál- staðarins og gegn sjálfum mér, hæfileikum ininum og tilhneig- inguin”. ERNST FISCHER VAIt sonur austurriks herforingja, fæddur i Kæheimi árið 1899. Honum tókst unguin að koma undir sig fótum sem Ijóðskáldi og leikskáldi, ineðal annars með stuðningi Stefans Zweigs. llann gerðist blaðamaður við inálgagn sósial- demókrata meira út úr neyö en af löngun, en hann varð að hverfa frá náini vegna fátæktar. Sem rit- stjóri blaösins Arbeiterwille, sem var málgagn svonefnds austro- inarxisina, varð liann fljótlega einn af lielztu áhrifamönnum vinstra arms Sósialdemókrata- flokksins. Svik flokksins og slátrun Dolfussstjórnarinnar á vcrkamönnum. sem uppreisn gerðu 1934, fengu hann til að stiga skrefið til fulls og ganga i lið með ko m inúnistum. Vegur Fischers meðal hinna nýju félaga sinna varð allmikill. hann var hraðmælskur ræöu- maður og skarpur penni. A út- lcgöarárunum i Moskvu var hann yfirinaður þess áróðurs sem beint var að Austurriki. Arið 1945 sneri liann heim til Vinar i sérstakri sovézkri flugvél. Hann varð þá u m t i in a m e n n t a ín á 1 a r á ð - herra Austurrikis og rektor há skóla i Vin eitt kjörtimabil. Arið 195(1 var hann enn á þann veg stemmdur. að liann neitaöi að skrifa undir mótmæli rithöfunda gegn sovézkri ihlutun i Ungverja- iandi og var þá rekinn úr PEN- kltibbi Austurrikis. Siðar hefurj Fischer skýrt svo frá, að hannf hafi bælt niður með sér það, sem honum fannst sjálfum rétt, til þess aö koma betur að gagni mál- staönum, byltingunni. FLEIRI KOMMÚNISTAR EN FISCIIER hafa reynt þessa af- neitun sjálfsins i nafni pólitískrar kröfu. í endurminningum sinum llin pólitiska „villutrú” Fischers byrjaði fyrir alvöru þegar Tékkar tóku til við að cndurineta bókmenntalega arf- leifð Franz Kafka og reisa hana til nýrrar virðingar. Allt frá hinni sögulegu ráðstefnu um Kafka sein haldin var i Tékkóslóvakiu 19(13 og fram að innrásinni 1968 setti Fischcr traust sitt á tékkó- slóvakiskan umbótakommún- isma, og það varð þvi rökrænt að „skriðdrekakommúnisminn” táknaði endanleg vinslithans við flokkinn. Þau táknuðu og klofning innan Kommúnista- flokks Austurrikis, en meirihluti miðstjórnarmanna greiddi at- kvæði með Fischer. Flokkurinn liefur ineð naumindum lifað af brotthvarf sins frægasta félaga, en L'ischer hefur siðan unnið með ýmsum marxistum er sama sinnis voru og hann að timarita- útgáfu um marxisma á vorum dögum. Fischer og Lukacs er oft likt saman, en þeir voru um margt ólikir. Þrátt fyrir allt hélt Lukacs tryggð sinni við flokkinn til hins siðasta — það kemur frani i fagurfræði hans þar sem ekki er mikið plass fyrir tilrauna- starfsemi og „úrkynjaða” list. Fischer er ljóðrænni, óútreiknan- legri. A siðustu árum taldi Fischer inargt sameiginlegt með hug- myndum sinuin og uppreisn æskufólks. Kndurminningabók hans er skrifuð i þeim tilgangi að miöia kunnáttu og reynslu til þessarar nýjukynslóöar. „Ég finn að ég er skyldari byltingarsinn- aöri æsku en minni cigin kynslóö. Hún er rómantisk cins og við vorum — en hún er algáðari og skýrari i hugsun...” Þetta var i upphafi litið fyrirtæki með 5 starfs- menn, og hlutaféð var 125 þús. kr. Frá 1952 til 1965 voru smiðaðir 27 fiskibátar úr tré, allir undir 100 tonnum. Málamyndafyrirtækið Bjarmi h.f. var stofnað 1964, og Rafnaust h.f. 1966. 1965 er ákveðið að hefja smiði stálskipa. Stækkun stöðvarinnar er fjármögnuð af almannafé, á ábyrgð almennings, en i þágu hluthafanna. Frá 1967 er Slippstöðin rekin með bullandi tapi, en Itafnaust h.f. virðist skila miklum hagnaði. A 5 árum nemur tap fyrirtækisins 76 milj. kr. FORSAGA Slippstöðin h.f. á Akureyri var stofnuð i nóvember 1952 i þeim til- gangi að reka dráttarbraut og annast skipaviðgerðir og nýsmiði skipa. Starfsmenn voru þá fimm, en hlutafé nam 125 þús. kr. Stofn- endur fyrirtækisins voru þrir skipasmiðir á Akureyri ásamt nokkrum fleiri aðilum þar á staðnum. Forstjóri var ráðinn Skafti Askelsson, en hann var einnig aðalmaður i stjórn hlutafé- lagsins. Á hann eftir að koma nokkuð viö sögu þessa. Slippstöðvarinnar er sjaldan getið i fréttum þessi ár, enda engra stórtiðinda þaöan að vænta. Starfsemin gengur vel, og forystumenn fyrirtækisins virð- ast starfinu fyllilega vaxnir, og annáð starfsfólk unir vcl við sinn hag. Frá 1952 til 1965 eru smið- aðir 27 fiskibátar úr tré i stöðinni allir undir hundrað tonn á stærð. Þetta er timabil þess þáttar kapi- taliskrar hagþróunar, þegar engin rof eru á milli stjórnunar og eignar. Verkefnin eru ekki fjármagnsfrekari en svo, að ekki þarf að leita eftir meiru almanna- fé en þvi sem fæst i gegnum við- skiptabanka fyrirtækisins. Það er ekki fyrr en árið 1964, að vart verður hræringa i kringum félagið á Oddeyrinni nyrðra. Það árerstofnað hlutafélagið Bjarmi. véla- og plötusmiðja. Stofnendur eru flestir starfsmenn og / eða hluthafar Slippstöðvarinnar h.f., en framkvæmdastjóri þess er Skafti Askelsson, forstjóri Slipp stöövarinnar. Þegar þetta gerist er Slippstöðin h.f. orðin að stór- fyrirtæki með tæplega hundrað starfsmenn. Bjarmi h.f. var rekið sem verk- takafyrirtæki og yfirtók allar viðgerðir i smiðjum Slippstöðv- arinnar. Ekki verður á þessum blöðum fjölyrt um raunverulegan tilgang með stofnun þessa mála- Fimmtudagur 10. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7. Aðalskrifstofur Slippstöðvarinnar — „Engin breyting varö á rekstri eða stjórnun fyrirtækisins við þaö að breytast úr litlu handverksfyrirtæki i stóriðnaöarfyrirtæki ...” Ljósm. Matthías Ó. Gestsson. UM SLIPPSTÖÐINA A AKUREYRI Stálplöturnar logskornar. Ljósm. Matthías ó. Gestsson. Mcö smiöi stálskipa uröu þáttaskil f starfsemi fyrirtækisins. Smiöi straiulferðaskipanna Esju og Ileklu hófst voriö 1968 Myndin sýnir Heklu i framhlaupi. — myndafyrirtækis, en ótrúlega hefur það verið þeim fjárhags- legur baggi. Hitt verður látið liggja milli hluta hvaða gagn Slippstöðinni var að þessu félagi, hins má geta i þessu sambandi að stofnun sníkjufyrirtækja er al- geng aðferð hérlendis til að hag- ræða hagnaði milli fyrirtækja. En Bjarmalandsferö Slipp stöðvarinnarerþóvarla meira en ómerkileg prufukeyrsla áður en lagt er út i vænlegri veiðiferðir. Slippstöðin h.f. er hægum en ör- uggum skrefum að feta sig út úr formyrkvun nafnleysisins inni uppljómun frægðarinnar. Saga hennar er að hefjast. En hvort það hefur nú verið fengsælni Bjarmalandsferðar eða athafna- semi eigendanna um að kenna, þá er ákveðið á árinu 1965 að hefja smiði stálskipa. Þáttaskil verða i starfsemi fyrirtækisins. Ráðizt er i miklar fjárfestingar og starfs- fólki fjölgað að mun. Hafin er smiði skipasmiðahúss og verk- stæðisbyggingar. Umsvif öll virðast einkennast af stórhug og framsýni. A árinu 1966 — eða um svipað leyti og Bjarmi h.f. er yfirtekinn af Slipp- stöðinni — er stofnað nýtt mála- myndafyrirtæki, Rafnaust h.f. Stofnendur eru sumir helztu að- standendur og nokkrir starfs- menn Slippstöðvarinnar. Þegar hér er komið sögu hefur fyrirtækið vaxið verulega og um- svif orðin mjög mikil eins og að framan getur. En eigendurnir virðast ófúsir til að fjármagna þessa stækkun með eigin fjár- magni, þvi lítil sem engin aukn- ing verður á hlutafé. Einhvern- tima á árabilinu milli 1952 og 1970 eykst það um 20 þúsund kr. i 145 þús. kr., það er allt og sumt. Stækkunin er þvi fjármögnuð af almannafé án þess að almenn- ingurhafi nokkra möguleika á að hafa gát á fyrirtækinu eða hvern- ig fénu er eytt. Þetta hefur i för með sér algert ábyrgðarleysi eig- endanna.Fyrirtækið er stækkað á ábyrgð almennings en rekið i þágu hluthafanna. , Það er ekki ástæða til að fara út i smáatriði hér, en rétt er að geta þess svona til fróðleiks að á sama tima og Slippstöðin h.f. var að smiða Strandferöaskipin Heklu og Esju — en smiði þeirra hófst um vorið 1968 — lét forstjóri Slippstöðvarinnar, Skafti Áskels- son, Rafnaust h.f. vinna alla raf- lögn i skipunum. Rafnaust h.f. bauö ekki i verkið eins og alvöru verktakafyrirtæki sæmdi, heldur vann það i reikning, og er það haft fyrir satt, að Rafnaust h.f. hafi haft af þeim viðskiptum mikinn hagnaö, en Slippstöðin h.f. er rekin með bullandi tapi allt frá árinu 1967. Til að undirstrika þau einkar nánu tengsl.sem Rafnaust h.f. hafði við Slippstöðina h.f. má geta þess, að Slippstöðin h.f. mun hafa legið með lager Rafnaustar. Ýmislegt virðist benda til þess, að ekki hafi verið gætt fyllstu ráð- deildar og grandvara á þessum umbrotatimum, því af siöari hlutafjárþátttöku rikissjóös má ráða að fyrirtækið hafi skuldaö tolla og einnig virðist eitthvað ekki allt eins og skyldi i sambandi við tollendurgreiöslur vegna ný- smiða. Engin breyting varö á rekstri eða stjórnun fyrirtækisins við það að breytast úr litlu handverksfyr- irtæki i stóriðnaðarfyrirtæki. Hvorki bókhald né skipulagning verka breytast að marki, enda ber öll áætlanagerð og undirbún- ingur tilboða þess merki. Enda fcr fljótlega að halla undan fæti þegar farið er út i stálsmiðina. Hallarekstur fyrirtækisins hefst árið 1967 en það ár nemur tapið 7,1 miljón kr. Arið á eftir er tap upp á 6,6 milj. kr. Siðan fer það ört vaxandi. Árið 1969 er það 12,6 m.kr., 1970 nemur það 13,4 m.kr. og á siöasta ári kemst tapið upp i 17,9 m.kr. Alls eru þetta 57,6 m.kr. Ef með eru taldar 18,4 milj. kr. mismunur á samningsverði og kostnaðarveröi strandferðaskip- anna, nemur tapið þcssi fimm ár alls 76,0 miljónum króna. Dálag- lcg upphæð það! Fæst fyrirtæki standast slikt mótlæti árum saman, enda er svo komið i árslok 1969 að fyrirtækið er komið i algjört greiðsluþrot, lánstraust þess er gengið til þurrðar og traust þess út á við búið að vera Þá nemur tap þess 26,3 milj. kr. siðustu þrjú ár. Að visu verður þess ekki vart að nokkuð kreppi að fjárhagsafkomu eða lifnaðarháttum „eigend- anna”, en fyrirtækið sjálft er i andarslitrunum. Nú voru góð ráð dýr. (Niðurlagá morgun)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.