Þjóðviljinn - 18.08.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.08.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. ágúst 1972 Horn ✓ 1 * Hringekja missagnanna Það er sanni næst aö fullyrða megi, að ef saman yrði safnað öllu þvi, sem embættismenn hafa sagt um herliðið i Miðnes- heiðinni, missögnum, skröki og þversögnum, yrði um að ræða efni i nokkurra binda leksikon. Ef þessi samantekt freistar ein- hvers sagnagrúskara skyldi hann láta veröa úr henni fyrr en siðar, þvi að óðum vaxa mis- sagnirnar og verkefnið getur orðið óviðráðanlegt aö stuttum tima liðnum. Litið dæmi um hringekju missagnanna skal hér tint til. Fyrir 3 vikum eða svo var hér i Þjóðviljanum litillega drepið á það gifurlega svindl sem við- gengst vegna leigusöiu Islend- inga i Keflavik og Njarövik á ibúðum til Amerikana. Suðurnesjatiðindi, hægri- sinnað staðarblað Suöurnesja- svæöisins, birtir 2 dögum siðar undarlega grein, þar sem haft er eftir formanni Varnarmála- nefndar, Páli Ásgeiri Tryggva- syni, að fjöldi hermanna i byggðunum undan herstöðinni sé háður samþykki viðkomandi hreppsnefnda eða bæjarstjórna. Undirrituðum þótti atarna undarleg ummæli, og gerði margitrekaðar tilraunir til aö ná tali af umræddum formanni, en tókst það ekki fyrr en 17 dög- um eftir að ummæli hans birtust i Suðurnesjatiðindum. i millitiðinni fengust þær upp- lýsingar hjá sveitarstjóra Njarðvikurhrepps, Jóni Asgeirssyni, sem gegnt hefur þvi starfi i 18 ár, að aldrei þann tima hafi það verið borið undir hreppsnefnd hversu margir Kanar fengju inni þar. Þegar loks náðist i Pál Ásgeir sagði hann að ekki væri rétt að tilvist „varnarliðsmanna” i byggðum væri háð samþykki sveitastjórna. Þar með var þetta mál komið einn hring eða svo. Einnig gaf formaður um- ræddrar nefndar þær upplýs- ingar að fjöldi Kana i byggi^ þeirra sem hafa ibúðir á leigu, væri 270, en nýverið voru gefnar þær upplýsingar að rúmlega 70 ibúðir væru leigðar Könum i Njarðvik einni og fjórfalt fleiri i Keflavik, eða samtals um 350 hersetnar ibúðir. Sé miðað við meðal fjölskyldustærð er fjöidi i byggð 1100—1400, en tslend- ingabyggðin i Keflavik og Njarðvik er 7000 manns. Og svo eru upplýsingar fyrir starfsama bindindismenn og antísmyglara. Amerikönum er leyft að flytja út matvæli af vellinum sem svarar til 11 dollara fyrir hvern fullorðinn og 8 dollara á hvert barn á viku. Þetta lögverndaða smygl er aðeins bundið við mat- væli, en hvorki fatnað, vin eða tóbak. Nú vita Suðurnesjamenn i bindindishreyfingunni mæta vel að vart býr svo hermaður utan girðingar að ekki eigi hann ein- hverjar birgðir af smygluðu vini, bjór eða tóbaki. Hvernig væri nú að bindindis- menn á Suðurnesjum tæku sig saman i andlitinu og létu hefja húsleit hjá nokkrum dátum? Slik framtakssemi gæti orðið til þess að einhverjir færu aö taka mark á skráðu ætlunarverki bindindishreyfingarinnar. Þvi er þetta mál sett hér með upplýsingum um hringekju mis- sagna embættismanna rikisins, að helzti forvigismaður bind indishreyfingarinnar sunnan Straums er einmitt einn slikur, sem gæti fundið hjá sér hvöt til að elta upp missagnir og raða þeim saman i samfelidan texta, og ágætt upphaf slikrar vinnu væri að kanna birgðir smyglaðs varnings i fórum Amerikana, en með þvi ræki væntanlegur sagn- fræðingur sig einmitt beint á eina þversögnina: — áhrif af dvöl „varnarliðsmanna” i byggðunum hefur hverfandi áhrif á aðra ibúa þeirra. — —úþ. Nýir vísubotnar Okkur berast enn botnar við fyrripartinn sem einn af skáld- mæringum þjóðarinnar Ijóðaði um Matthias Jóhannesen rit- stjóra, og sjáum við ekki betur en hér sé um verðlaunabotna að ræða. Fyrriparturinn var svona: Matthias á meyjafans mærðarfullum augum renndi. Og nýjustu botnarnir: Og sannspá reyndist hyggja hans um hugvitssnilli skorandans. Með æðrulausum elegans allt fer vel i Drottins hendi. Arnór Þorkelsson. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavik — Simi 30688 sjónvarp nœstu viku SUNNUDAGUR 20. ágúst 1972 17.00 Endurtekið efni. Gull- eyjan. Bandarisk biómynd frá árinu 1934, byggð á hinni heimskunnu, samnefndu sjóræningjasögu eftir Ro- bert Louis Stevenson. Leik- stjóri Victor Fleming. Aðal- hlutverk Wallace Beery, Jackie Cooper og Lionel Bárrymore. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Enskur unglingspiltur kemst yfir uppdrátt, þar sem sýnt er, hvar sjóræningjar hafa falið fjársjóði sina á afskekktri eyju. Hann fær til fjársterka vini sina að manna skip og halda i leiðangur, til þess að leita fjárins.Aður á dagskrá 24. júni síðastliðinn. 18.40 Enska knattspyrnan 19.30 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Sálumessa. Bandarisk kvikmynd, þar sem greint er frá trúarbrögðum Tibet- búa og sýndir ýmsir helgi- siðir þeirra. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 20.50 Böl jarðar. Framhalds- 21.00 Kveðjuhófið.Brezkt sjónvarpsleikrit eftir Laur- ence Wells. Lgikstjóri Voy- tek. Aðalhlutverk Ancharad Rews, Ray Brooks og Peter Parkworth. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Leikurinn gerist i hófi, sem haldið er til heiðurs fráfarandi fram- kvæmdastjóra, og greinir meðal annars frá áhuga- málum og vandamálum ýmissa, sem þangað koma. 21.55 Umbreyting. Leikur að formum og tónum eftir öi- stein Sommerfeldt, byggður á hugleiðingum um ein- manaleikann og furðuheim frumeindanna. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.05 Sovétrikin i dag. Fram- hald sænsku myndarinnar um valdatimabil Stalins i Sovétrikjunum, sem sýnd var I byrjun siðustu viku. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.35 Dagskrárlok. Þriðjudagur 22. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar þykir einleikið. En hann finnur brátt ráð, sem dugar til að halda eljaranum i hæfilegri fjarlægð. 22.10 Nóvember-stúlkan. 1 þessari mynd segir mynda- smiðurinn Sam Haskins frá ljósmyndun sem listgrein og lýsir viðhorfum sinum gagnvart henni. Einnig er sýnt, hvernig hann tekur myndir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 22.35 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 25. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Af sjónarhóli Svisslend- ings. Hér lýsir svissneskur rithöfundur löndum sinum og hendir gaman að ýmsum siðvenjum þeirra. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.05 Frá Listahátið i Reykja- vik 1972. Bandariski pianó- leikarinn André Watts leik- ur tólf valsa eftir Franz Schubert. 21.20 Ironside. Bandariskur sakamálaflokkur. Bræður Enska knattspyrnan, vinsælasta efnið sem sjónvarpið sýnir, byrjar aftur á laugardaginn I sjónvarpinu. leikrit, byggt á skáldsögu eftir danska rithöfundinn Gustav Wied. 3. þáttur. Efni 2. þáttar. Mortensen hvetur Manuel til að kaupa Myllu- bæ, og þeim dettur jafnvel i hug að koma Korneliusi fyr- ir kattarnef. Knagsted held- ur áfram gönguferðunum með Mörch og þeir ræða i si- fellu um konu Mörchs, sem nú er látin. Manuel kemur að systur borgarstjórans, þal- sem hún er að stela blómum i kirkjugarðinum, en hún kemst undan. (Nord- vision — Danska sjónvarp- ið) Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.45 Skip verður til. Pólsk verðlaunamynd um smiði og sjósetningu skips i skipa- smiðastöðinni i Gdanzk. 22.00 Shari Lewis. Brezkur skemmtiþáttur með söng og dansi, glensi og grini. Þýð- andi Sigriður Ragnarsdótt- ir. 22.25 Frá Heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 22.45 Að kvöldi dags. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur kvöldhug- vekju. 22.55 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 21. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fljótalandið Guyana. Lokaþáttur myndaflokks, sem sænskir leiðangurs- menn gerðu um fugla- og dýralíf i frumskógum Guy- ana i Suður-Ameriku. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 20.30 Ashton-fjölskyldan. 17. þáttur. Er ferðin nauðsyn- leg?Þýðandi Jón O Edwald. Efni 16. þáttar: Philip Ash- ton er á vigstöðvunum i Norður-Afriku. Hann verður viðskila við herdeild sina og lendir i eins konar fanga- búðum. Hann kemst síðan aftur i eldlinuna og fær þar að sjá með eigin augum, hversu villimannlegt striðið er i raun og veru. Og loks verður hann vitni að þvf, er vinur hans er myrtur af þýzkum striðsfanga. 21.25 Ólik s jónarm ið . Um- ræðuþáttur um áfengismál. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 22.05 iþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 22.55 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 23.15 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 1972. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Steinaldarmennirnir. Aumingja Fred litli. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.55 Ekkert járntjald. Brezk kvikmynd um dýralif og náttúruvernd i Sovétrikjun- um. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.20 Valdatafl.9. þáttur. Við- koma i Róm.Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 8. þáttar: Sir John Wilder kemst að raun um að Pamela, kona hans, á vingott við Hagadan verkfræðing. Þessi vitn- eskja kemur honum mjög á óvart og veldur honum meira hugarangri en honum munu berjast. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 22.10 Erlend málefni. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 22.40 Frá Heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 23.00 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 26. ágúst 1972. 18.00 Enska knattspyrnan. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. Felli- bylurinn Millie. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.50 Myndasafnið.Umsjónar- maður Helgi Skúli Kjartansson. 21.20 H. M. Pulham. Banda- risk biómynd frá árinu 1942 byggð á skáldsögu eftir John P. Marquand. Leik- stjóri King Vidor. Aðalhlut- verk Hedy Lamarr, Robert Young, Ruth Hussey og Charles Coburn. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. Myndin greinir frá vel metnum Amerikumanni, sem kominn er af auðugu fólki og hefur komizt sér- lega vel áfram i lifinu. Það verður nú að samkomulagi hjá félögum hans frá há- skólaárunum, að þeir skuli allir skrá ævisögu sina og draga ekkert undan. Og þegar hann hefst handa, rifjast upp hálfgleymdar minningar um stúlkuna, sem hann unni forðum á ungdómsárum sinum i New York. 23.15 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.