Þjóðviljinn - 18.08.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.08.1972, Blaðsíða 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. ágúst 1972 Þelta kort sýnir héraöskiptingu á ttaF iu: dekkstu svæftin þrjú eru Toscana, Umbria og Kmilía-Komagna, þar sem kommúnistar eru i meirihluta. Kommúnistaflokkur Italíu er hinn sterkasti í Vestur-Evrópu, og styrk sinn sækir hann meðal annars til forræðis sína yfir Rauða beltinu svo nefnda — þrem héruðum af fimmtán á ítalíu. Aj Völd héraðsstjórna eru nú orðin mjög víðtæk, og því hafa kommúnistar haft allmikið svigrúm til þjóðfélagslegrar til raunastarfsemi. ju Þeir þykja fyrirmyndar stjórn- ** endur og jafnvel kardinálinn í Bologníu játar það i einkavið- ræðum, að þeirra stjórnsýsla sé miklu betri og heiðarlegri en hjá Kristilegum demókrötum. ju Italskir kommúnistar segjast vil ja skapa eins mikið lýðræði og unnt er innan kapitalisma og stefna með því að sósíalisma. * Margir spyrja, hvort þetta sé hægt, hvort það eigi ekki fyrir þeim að liggja að koðna niður í sósíaldemókratisma, gefast upp fyrir kerfinu. ýþ Fréttamaður franska vinstririts- ins Le Nouvel Observateur, Guy Sitbon, gerði sér ferð á hendur til Rauða belisins fyrir skömmu til að skoða nánar frammistöðu þess flokks sem áhugaverðastur er allra þeirra sem standa til vinstri við sósíaldemókrata í Evrópu. Við birtum í dag og á morgun hina f jörlegu frásögn hans í þýð- ingu og endursögn. — áb. I því kapitaliska Iandi, Italiu,er einn af hverjum 25 ibúum meðlim- ur i kommúnistaflokknum — og eru þá með taiin kornbörn, út- lendingar og öldungar. Og menn spyrja: hvað hefur þessi firna- stóri flokkur verið að gera þann aldarfjórðung sem liðinn er frá striðsárunum? Svarið er liklega einna helzt að finna á þeim svæð- um á laliu þar sem áhrif hans eru mest; þar fara kommúnistar með raunveruleg völd. f vor gaf italska stjórnin loks út tilskipun um mál, sem hægri öflin hafa streitzt gegn siðan stjórnar- skrá lýðveldisins var samþykkt eftir strið: hún yfirfærði hluta af völdum sinum yfir til stjórna ein- stakra héraða. Eftir það eru þrjú af fimmtán héruðum ftaliu undir stjórn kommúnista: Umbria, Toscana og þó fyrst og fremst Emilia. Við munum þess ekki dæmi áður að kommúnistar hafi l'arið með raunveruleg völd yfir umtalsverðum hluta Vestur- Evrópu. Auðvitað er þetta for- vitnilegt. Og ég fer til Emilíu. Uéraðiö heitir opinberlega Emilia-Romagna og er fyrir norðan ttaliu miðja. Romagna er á Adriahafsströndinni, þar er Rimini, þar baða menn sig. 1 Emilíu eru borgir eins og Parma, Modena og Bolognia — en hún verður hiklaust kölluð sú’stórborg heims þar sem bezt er að búa. Um það skal ég deila við hvern sem er. Og á þessum slóðum er engin pólitisk létúð á ferðum — hér kjósa menn Kommúnistaflokk ttaliu. Menn spyrja: hvernig stendur á þvi að Emiliumenn, smáborgara- legir fram i fingurgóma allt til siðasta betlara, fólk sem i dag- legri hegðun fylgir hefðum, sem munu fæddar á endurreisnartim- um, hvernig hafa þeir fengið sig til að „kasta sér i faðm Moskvu og guðleysis” fyrir um þrjátiu ár- um — og unað sér hið bezta I sliku kelirii siðan? Helzta svariö er jafnan það— að hér forðast flokk- urinn að„styrkja aðstöðu sina”, eins og annars er sagt þegar út- skýra á afl hans, heldur breiðir hann úr sér eins og vin sem hellt er á borðdúk. Siðasta meiriháttar borgin i héraðinu, sem kommúnistar ,,tóku”, var Ravenna. Allt svæðið var rautt, en Ravenna hélt áfram að vera bleik i mesta lagi. Vesl- ings borgin fékk að kenna á þessu — þar voru sifelldir kosninga- skjálftar, ómögulegt að mynda meirihluta. Fimmtán borgar- stjórnarkosningar voru haldnar i Ravenna á fimmtán árum. Að lokum sáu Ravennabúar sæng sina út breidda — i kosningunum 1968 tóku kommúnistar undir sig stökk og hlutu 40% atkvæða. Sið- an hefur allt verið i föstum skorö- um i borginni. Er hún troðin undir stigvélahæl bolsévika? Nei, herra minn trúr, kommúnistafl. kall ar einmitt alla aðra flokka til samstarfs. Hann hefur meirihluta i borgarstjórn, en hann bauð sósialistum borgarstjóraembætt- ið. Jafnvel Kristilegum demó- krötum, hægriflokk sem hefur verið við völd á ttaliu öll eftir- striðsárin, var boðin þátttaka, og meirihluti þeirra samþykkti. Eft- ir að kommúnistar komu til valda i Ravenna rikir þar þjóðareining. Þeir buðu reyndar ekki nýfasist- um til veizlunnar, en hver ætlast til þess? Hér virðast byltingar- menn sem sagt sokknir i endur- skoðunarstefnu upp fyrir haus. En hvað um stéttarbaráttuna? Sjáum nú til. Mjög voldugur maöur t Emiliu er náungi einn sem heitir Monti, rikastur kapítalisti þar um slóðir. Alls staðar var hann kominn þar sem peninga- lykt var að finna. Hann á oliu- hreinsunarstöðvar, hótel, blöð og sykurverksmiðjur. t nánd við Ravenna er framleitt mikið af sykurrófum. En til að mega breyta þeim i sykur þarf leyfi frá stjórninni i Róm, sem setur kvóta I þeim málum. Þar höfðu verið samþykktar lánveit. til að end- urnýja sykuriðnaðinn. Og af þvi að herra Monti var þar þegar inn- an dyra, voldugur maöur og eig- andi hægrisinnaðra dagblaða, þá ákvað stjórnin að lána honum nokkra miljarða til að reisa nýja sykurverksmiðju i Ravenna og framleiða þar nokkur hundruð þúsund lesta. Ef valdhafar hefðu verið þeir sömu og áður i Ravenna þá hefði allt gengið þegjandi og hljóða- Iaust. Og herra Monti hefði innan skamms haft enn meira beint vald yfir enn fleira fólki. En þá voru kommúnistar einmitt komn- ir i ból bjarnar. Þeir sögðu við þá i Róm: — Ekki er þetta nógu gott hjá ykkur, heillavinirnir. Hér eru fyr- ir ágætis bændur, sem framleiða sykurrófur, fyrirmyndar sykur- gerðarmenn, sameinaðir i sinum verklýðsfélögum og einnig önnur samtök, sem geta myndað sam- vinnufélag og lagt fram sina mil- jarði til að reisa miklu betri syk- urverksmiðju en Monti. — Engan æsing, sögðu þeir hjá rikisstjórninni. Þið vitið ekki, hvað þið eruð að tala um. Við höf- um okkar reglur um úthlutun lánsfjár. Signor Monti er þegar I sykurbransanum og það er i þeim iðnaði,sem fyrir er á markaðnum, sem hrinda á i framkvæmd þeim áætlunum sem eru á dagskrá. — Það var og, sögðu kommún- istar. Þeir sneru heim með kennara einn fertugan I fararbroddi, sem jafnan hafði orð fyrir þeim. Til að fá fólk á sitt band. Nefndirnar voru stofnaðar, haldnir fjölda- fundir, sendar bænaskrár, kapp- ræðufundir — allt þetta gamla og góða. En þetta var ekkert einka- mál kommúnista. Kommúnistar hér um slóðir eru ekkert gefnir fyrir að vera einir út af fyrir sig. Þeir buðu „fulltrúum allrar al- þýðu” að taka þátt i baráttunni um sykurhreinsunarstöðina. Og hvernig gat nokkur kristilegur demókrati i Ravenna, sem vildi halda virðingu sinni, lagzt gegn þvi að kjósendur hans eignuðust verksmiðju og stutt einhvern „gróssera”, sem átti ekki einu sinni heima i borginni? Það var náttúrulega óhugsandi. Stjórn Kristilegra demókrata i Róm var ofsareið: — En sú uppákoma! Hvilikur djöfuls gauragangur út af einni sykurverksmiöju. Það er ekki við menn að eiga i þessari andskot- ans borg, Ravenna. Jafnvel okkar menn svikja okkur! Nú var jarðvegurinn undirbú- inn. Ravennumenn komu aftur til Rómar og spurðu i allri kurteisi: — Hvað um sykurverksmiðjur okkar? — Við höfum hugsaö rækilega um tillögur ykkar, sögðu Róm- verjar. Áætlan ykkar um sam- vinnufélag er mjög merkileg og reyndar gætum við vel fallizt á að hnika til reglunum um Ián. En þarna er annað stórt ljón i vegin- um. Sykurframleiðslan er undir samevrópsku eftirliti. Þetta er alls ekki mál okkar Itala einna — allt hefur þegar verið ákveðið i Briissel, og við höfum ekki efni á að ganga gegn þeirra vilja. — Óekkí, sögðu Ravennumenn. Þetta áttuð þið að segja strax. Blessaðir og sjáumst bráðum aft- * ur. Þegar ég hitti að máli kennar- ann og kommúnistann, sem áður var nefndur i ráðhúsinu i Rav- enna, var hann að pakka niður. Hann var að fara til Briissel á- samt nokkrum kristilegum demó- krötum. Sem góður fulltrúi franskra vinstrisinna réðist ég að honum: — Þetta eru samt, fjandinn hafi það, hægrimenn, þessir föru- nautar þinir, þeir hafa barizt gegn ykkur i 30 ár. Þið hafið endaskipti á öllu. Hvernig getið þið hugsað ykkur að fylgja fram- Bolognia I miftri kosningabaráttu: hér er tiunda hvert mannsbarn I flokknum Fasistar sýna lit vift jarðarför eins og af foringjum sinum: hér þýðir ekki fyrir afturhald ift að sýna klærnar. Föstudagur 18. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7. Kröfuganga, útifundir, kappræður: við reynum að fá alla með f að leysa mál, sem varða daglegt lif. FYRMHLUTI í næsta blaði birtist nið- urlag þessarar greinar, og þar verður meðal annars fjallað nánar um, hvernig samstarfi kommúnista við aðra flokka er háttað, hvernig þeir reyna að bjóða upp á, í sem flestum grein- um, eitthvað annað en það sem fylgir borgaralegum yfirráðum. farastefnu meö þvi að styðjast við ihaldsmenn? — Það er ekki flokksskirteinið sem greinir á milli ihaldsmanns og lýðræðissinna. Ihaldsmenn eru alls staðar, jafnvel i okkar eigin flokki. Og kennarinn hélt áfram: — Ég lit svo á aft lýftræðissinni sé sá maftur, sem beitir sér fyrir lýöræðislegum markmiðum. Syk- urverksmiftjan á aft verfta eign verkamanna og bænda. Og sá sem berst gegn Monti, meft verkamönnum og bændum, til aft vinna þessa sykurverksmiðju, er aft minum dómi ekki afteins lýð- ræðissinni, hann er byltingar- inaður, hann er minn félagi. En ef þú átt aflögu nokkra miljarfta handa okkur til aft reisa fyrir syk- urverksmiftjuna, þá tökum við við þeim. Og ef þú hefur lýftræftis- legri formúlu fram aft færa, þá skaltu koma með hana strax. Ég er aft pakka niftur. Þarna er itölsk endurskoðunar- stefna lifandi komin. Og hún get- ur komið enn meir á óvart. Tök- um aftur dæmi af Ravenna. Borg- in átti mikið land — sex þúsundir hektara af ræktanlegu landi, sem litið var notað. Hvað gera nú kommúnistar þegar þeir koma til valda? Stofnuðu þeir stórt rikis- bú? Nei — þeir skiptu landinu i litla skika og seldu það landbún- aðarverkamönnum. — Hvernig stendur á þvi, spurði ég einn af ábyrgðarmönn- um þeirra, að þið kommúnistar breytið almenningi i litlar einka- jarðir? Er þetta ekki afturför? — Alls ekki. Við framkvæmum gamla meginreglu sósialista: landið til þeirra sem yrkja það. Um leið sjáum viö til þess, að komið sé á fót samvinnufélögum, sem hjálpa bændum að fá upp- skeru, sem ekki er minni en hjá stórjarðeigendum. Annar kommúnisti segir við mig: Til þessa hafa sósialisku rikin ekki boðið upp á hina beztu fyrirmynd um lýöræðislega þróun landbúnaðarins. Við reynum að finna okkar leið — reynum i senn að reynast trúir grundvallaratr- iðum i sósialisma og taka tillit til staðhátta og verða um leið virk- ari en kapitalistar. Valdið í héruðunum. Kommúnistar við völd i Austur- Evrópú hafa ekki siður en aðrir á- huga á reynslu kommúnista i Emiliu. Ég hitti i Bologniu aust- ur-evrópskan kommúnista sem sagði: „Þessir menn hér glima við næstum þvi sömu vandamál og við, og það er mjög fróðlegt fyrir okkur hvernig þeir byrja á að leysa þau — enda þótt þeir fari ekki meö allt rikisvald”. Kommúnistar börðust i tiu ár fyrir þvi aö staðið yrði við ákvæði stjórnarskrárinnar um völd hér- aðsstjórna. í þessu landi þar sem miðstjórnarvald er miklu minna en til dæmis i Frakklandi, hafa vinstrimenn aldrei látið hægri- sinna um að berjast fyrir auknum völdum héraðanna. Ef lýðræðið getur ekki orðið virkt i raun nema neðanfrá, þá ber að taka völd af rikinu og færa þau nær fólkinu. 1- haldsmenn þæfðust gegn þessu eins lengi og þeir gátu. Ataka- haustið mikla 1969 leysti þennan hnút. Hægrimenn létu undan, og kommúnistar létu ekki á sér standa að sækja fram. Samþykkt voru lög um almennar kosningar til héraðaþinga, um stjórnir sem ábyrgð bæru fyrir þessum þing- um og um mikil völd ásamt með tekjustofnum til að fylgja þeim á eftir. Hér er um aö ræða landbún- aðarmál, samgöngur, heilbrigð- ismál, smáiðnað , hlut fræðslu- mála, borgamál og umferðarlög- reglu — allt þetta heyrir ekki lengur undir Rómarstjórn. Þann 31. marz komu sýslumenn héraðsins saman i ráðhúsinu i Bo- logniu til hátiðlegrar athafnar: þeir afhentu kommúnistastjórn- inni i Emiliu þau völd sem lög höfðu af þeim tekið. Þegar hinn nýji forsætisráð- herra Emiliu, Guido Fonti, hélt frá ráðhúsinu hefði vel verið hægt að bregða fæti fyrir hann með lögreglubrellum. Menn hefðu get- að fundið i Austinbifreið hans tvær skammbyssur og handtekið hann. Til þessa kom sem betur fer ekki, en það hefði verið mögulegt, fræðilega séð. Þvi landsstjórnin hefur öll her- og lögregluvöld i sinum höndum áfram, að umferð- arlögreglunni undanskilinni. En þetta er reyndar aðeins fræðilegur möguleiki. Þvi enda þótt héraðsstjórnin stjórni ekki lögreglunni, hefur hún stuðning flokksvélarinnar og meirihluta i- búanna. Og menn vita það vel i Róm að flokkurinn getur fleira en selt blöð sin á götuhornum. Arið 1960 reyndu öfgamenn til hægri i Kristilega demókrataflokknum að taka völdin i Róm. Um alla ttaliu, og þá ekki sizt i Emiliu hinni rauðu, mótmæltu vinstrimenn þessari tilraun með fjöldaaðgerð- um. I Reggio Emilia lagði fólkið undirsig götur borgarinnar. Lög- reglan beitti skotvopnum: sjö kommúnistar létu lifið og fleiri særðust. Kommúnistaforinginn Guido Fonti ók til Reggio Emilia og var þar allt i uppnámi. Hvað átti að gera? Svara i sömu mynt umsvifalaust? Það heföi jafngilt þvi að fallast á borgarastrið, sem andstæðingurinn hafði timasett, og enginn gat séð fyrir hvernig færi. Guido Fonti fór til þingmanns eins úr flokki Kristilegra demó- krata: „Heyrið mig, segðu þess- um leikbræðrum þinum i Róm, að þeir skuli kalla herinn aftur inn i herbúðirnar, þvi að ég er ekki viss um hvort ég geti lengur hald- ið aftur af minum strákum. Segðu þeim lika, að ef einn einasti mað- ur i viðbót særist, þá verðum það við sem skjótum næst. Minntu þá lika á það, ef þeir hafa gleymt þvi, að hér erum það við sem er- um sterkari”. Þessar röksemdir hrifu. Ekki var hleypt af fleiri skotum og öfgamenn til hægri gáfust upp á tiltæki sinu. Nú þegar h'éraðsstjórnaskipan er á komin eru röksemdir vinstri- manna enn þyngri á vogarskál- um. Oft er að þvi spurt erlendis, hvort óstöðugleiki i itölskum stjórnmálum feli ekki i sér hættu á valdaráni hersins svipuðu þvi og gerðist i Grikklandi. I Emiliu skilst manni, að þessi tilgáta er röng. Einhverjum iðjulausum fasistaliðsforingjum gæti dottið i hug að reyna slikt, en þeir hefðu ekki minnstu möguleik á að fylgja þeirri tilraun eftir. Lýðræði að neðan. — Við skulum gera ráð fyrir þvi, segir einn af leiðtogum kommúnista i Emiliu, að herfor- ingjar reyni valdarán i Róm. Allt landið mundi reyndar snúast til andstöðu — en ekki nóg með það. Rikiö er ekki bara i Róm. Þeir yrðu ekki að fremja eitt valdarán heldur fimmtán, það er lika i hér- uðunum. Það er einmitt þess vegna sem hægri öflin hafa svo lengi neitað að láta ákvæði stjórn- arskrárinnar um völd til ein- stakra héraða koma til fram- kvæmda. Kapitalisminn hefur jafnan tvö járn i eldinum. Hann leikur lýðræöisleikinn meðan hann er viss um að hagnast á þvi, en ef hann er viss um að tapa, þá leggur hann lýðræðið niður i skúffu og dregur um fasismann. Þegar vald er i höndum héraðs- stjórna stendur hann andspænis nýjum valkostum: „annaðhvort lýftræfti með kapitalisma efta lýft- ræfti án kapitalisma.” Kommúnistar vilja nota hér- aðsvöld sin i Emiliu og annars staðar til að koma á eins sterku lýðræði og unnt er innan kapital- ismans i þvi skyni að stefna að sósialisma. Hvað þýðir þetta i reynd? Fyrsta markmiðið er þátttaka almennings i stjórnun. Þessu orði — meðákvörðunar- réttur — hafa italskir vinstrisinn- ar ekki leyft ihaldsmönnum að spilla. Bolognia var fyrsta borgin á Italiu sem kom á fót hverfaráð- um, sem starfa á ákveðnum, lagalegum grundvelli. öllum al- menningi er boðið að taka þátt i umræðu um vandamál hverfisins. Og þar er ekki aðeins talafe um daginn og veginn. Ráðin hafa mjög raunveruleg völd. Byggingaleyfi eru til dæmis ekki veitt með leynd i opinberum skrifstofum, heldur af ibúum hverfisins sjálfs þar sem byggja skal. Eftir að hlutaðeigandi þjón- ustustofnanir hafa rannsakað málið, eru það ibúar hverfisins sem velja og hafna. Heildar- skipulag um þróun borgarinnar er lagt fyrir þá, og þeir ræða það lið fyrir lið. — Þegar maður biður fólk um að láta álit sitt i ljós á vandamál- um, sem eru ofar skilningi þess, þá er það ekki nema eðlilegt, að það hafi ekki nægan áhuga. Það hefur annað að gera við timann en að afla sér upplýsinga um póli- tisk stórmál. Þetta er að visu slæmt, en svona er þetta. En þeg- ar menYi eiga að taka ákveðnar á- kvarðanir á þeim sviðum, sem koma við daglegu lifi þeirra, — þá fá þeir heldur betur málið, þvi máttu trúa. Hvernig tekst ítölskum kommúnistum að fylgja eftir boðorðinu: Völdin til fólksins? Lögreglan heyrir ekki undir héraftsstjórnina — stuftningur fólksins er vls gegn ævintýramennsku frá hægri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.