Þjóðviljinn - 07.09.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — Þ.IÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. september 1972
Þctta er ein af liöfuftkcmpunum útburöarliöi blaösins, Einar ólafs-
son, en hann hefur boriö blaöiö út I meira en ár.
Enn eitt gatið
á skattalöggjöfinni
Þau eru undarleg lög,
skattalögin.
Uppi í Breiðholti eru
sambýlishússem byggð eru
annars vegar af einkaaðil-
um, hins vegar af Fram-
kvæmdanefnd byggingar-
áætlunar.
Löglegum
útsölutíma
lokið
Löglegum útsölutima er nú lok-
iö. en samkvæmt lögum er útsölu-
timi vefnaöarvöruverzlana út-
runninn frá og meö deginum i gær
aö telja, og útsölur i slikum verzl-
unum þvi ólöglegar eftir þann
tima.
Löglegur útsölutimi vefnaðar-
vöruverzlana er frá 10. janúar til
10. marz, og frá 20. júli til 5.
september. —úþ
Þegar haustar kemst
útburður blaðanna í
feikilegar ógöngur, og
áskrifendur fá ekki
blöðin fyrr en eftir dúk
og disk.
Þessa stundina vantar
Þ jóðviljann blaðbera i 24
hverfi víðsvegar í
Reykjavik. Um þennan
vanda hafði Jóhannes
Harðarson afgreiðslu-
stjóri blaðsins þetta að
segja:
„Meginorsökin fyrir þessum
vanda er sú, að krakkar eiga
erfitt með að sinna þessu með
skólanum yfir veturinn, en á
hverju hausti. um það leyti
sem skólarnir byrja, upphefst
sama leitin eftir blaðberum.
Það hefur sem betur fer
Einn eigandi íbúðar í
fjölbýlishúsi sem byggt var
af Framkvæmdaáætlun
hringdi til okkar þau und-
arlegu tíðindi, að um mis-
sköttun á íbúðum væri að
ræða þar efra; svo mikla að
ekki yrði orða bundizt.
Fasteignaskattur af 60
fermetra íbúð, sem byggð
var af Framkvæmdaáætl-
un var 13.000. 00 krónur.
Fasteignaskattur af 78
fermetra íbúð, sem byggð
var af sama aðila var
14.700. 00 krónur.
En fasteignaskattur af
120 fermetra ibúð, sem
byggö var af einkaaðila
var 12.800. 00 krónur, eða
lægri en af helmingi minni
ibúð sem Framkvæmda-
áætlun lét byggja.
Kvaðst maðurinn hafa snúið sér
til skattstofunnar vegna þessa
máls og spurzt fyrir um það
farið i vöxt, að fullorðið fólk
hefur tekið að sér blaðburð og
litur á blaðburðinn sem hæfi-
legt morguntrimm.
Að byggja útburðarkerfið
upp á starfskröftum á barna-
skólaaldri er mjög erfitt, og
þvi aðeins fáum við traust og
gott dreifikerfi, að fullorðið
fólk — ekki sizt húsmæöur —
láti málið til sin taka og dreifi
blaðinu.”
Ekki fer hjá þvi, að heilsu-
hvernig slikt mætti vera.
Það kemur að visu engum á
óvart, aö þar fékk hann engin
svör, heldur visaði hver á annan,
þar til málið var komið a.m.k.
eipn hring milli embættismann-
anna.
Ef ekki er til neitt svar við þvi
hvernig svona nokkuð getur
gerzt, verður nefnd sú sem ennþá
endurskoðar skattalögin að fylla
upp þetta gat i lögunum ásamt
önnur svikagöt, svo ekki þurfi
að leggja fram spurningu þessari
lika framar. —UÞ
Aukinn skákáhugi
Heimsmeistaraeinvigið i skák
hefur kveikt mikinn áhuga á
skákiþróttinni almennt. Hjá
Bréfaskóla StS & ASl eru tveir
kennslubréfaflokkar i skák, byrj-
endaflokkur og æfingaflokkur.
Siðustu daga hefur ekki linnt
fyrirspurnum um skákkennsluna
hjá skólanum, og á fáum dögum
hafa innritazt fleiri nemendur en
allt s.l. ár.
far morgunsvæfra húsmæðra
batnaði til muna, ef þær tækju
sig nú tii og vöknuðu klukkan
hálf-átta á morgnana til þess
að bera blaðið út.
Þar með er þetta orðið að
áskorun til þeirra.
—- Á meðan við biðum eftir
lausn málsins er vonazt til
þess, að áskrifendur sýni blað-
inu þolinmæði unz komizt er
yfir erfiðleikana.
—úþ.
Fleiri húsmœður
þurfa að taka að
sér blaðaútburð
Brezkir skipbrots-
menn í Stykkishólmi
fyrir 65 árum
Þar sem brezkir hafa nú
egnt okkur til stríðs við sig
með þvi að neita að viður-
kenna yfirráðarétt okkar
yfir hafinu ofan land-
grunnsins út að 50 mílum
og þar með afsalað sér vin-
áttu okkar um hrið er ekki
úr vegi að rifja upp eitt-
hvað af þvi sem gert hefur
verið fyrir brezkir sjómenn
viö island, á þeim timum
er þeir áttu hér vini í landi
og sýndu ekki af sér for-
kastanlegan yfirgang.
Jóhann Kafnsson i Stykkis-
hólmi sendi okkur mynd þá sem
fylgir hér með, og sagði okkur
jafnframt þaö sem hér fer á eftír.
— 19. janúar 1907 strandaði
brezki togarinn Imperialist frá
Hull á skeri við Melrakkaey i
mynni Grundarfjarðar.
Skipshöfnin komst i björgunar-
bát og hraktist i versta veðri inn i
eyjar við Jónsnes og Sellón vestur
af Stykkishólmi.
Bændur úr Þormóðsey og
Sellóni björguðu þeim degi eftir
strandið. allhröktum. og komu
þeim til Stykkishólms.
Þar. sem ferðir voru strjálar,
eins og þá var altitt einkum á
vetrum. dvaldist skipbrotsmönn-
um nokkuö i Stykkishólmi og
virtust þeir una hag sinum vel.
Nokkrum skipbrotsmanna var
komið fyrir á hótelinu i Hólmin-
um. en þeir sem þar komust ekki
fyrir dvöldu á heimilum
Hólmaranna.
Loks komust þó Bretarnir
ieiðar sinnar og sendu Hólmur-
um. utan frá Englandþ kveðjur
sinar og þakkir, og einnig
nokkrar myndir af sér sem þeir
létu taka eftir komuna til Bret-
lands.
Imperalist var 96 nettotonn að
stærð, og skipstjórinn var 35 ára
gamali, Joseph Wood frá Hull.
-úþ.
Tryggingastofnun ríkisins
Bótagreiðslur
Almannatrygginganna
í Reykjavík
Útborgun ellilifeyris i Reykjavik hefst
þessu sinni föstudaginn 8- september.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Brezku skipbrotsmennirnir af Imperialist frá Hull, sem strandaöi I
mynni Grundarfjaröar áriö 1907. Einn skipbrotsmanna vantar á
myndina.
Auglýsingasími ÞJÓÐVILJANS
er 17500
Atvinna
Viljum ráða röskan mann til starfa við
gólfræstingavél. Upplýsingar hjá starfs-
mannahaldi eftir kl. 3.
St. Jósepsspitali
Landakoti.