Þjóðviljinn - 07.09.1972, Blaðsíða 8
8. SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 7. september 1972
JENNY BARTHELIUS:
(5
SPEGIL-
MYND
— Hafði ekki áhyggjur af Rolf,
sagði Ingela lágum rómi, — Hann
étur einhverjar töflur sem hann
ætti ekki að gera, og fyrir bragðið
heldur hann að hann geti gert það
sem honum sýnist. Hann er bara
umborinn vegna þess að Bert vor-
kennir honum.
Einhver stakk glasi i höndina á
honum, og hann tæmdi það i ein*
um teyg. Fann að hann varð að
hella i sig vini til að geta þolað
þetta fólk. Glasið var fyllt aftur,
einhver fleygði ismola ofani það,
og stúlka sem Ingela kallaöi
„Ketchup” stakk ólifu upp i hann.
— Ég elska ólifur, sagði hún til
skyringar.
Ingela stakk hendinni undir
handlegg hans og teymdi hann
með sér um herbergið. Nöfn og
andlit urðu að einni bendu; sviðið
var óraunverulegt eins og i
draumi. Ekkert var raunverulegt
nema höndin á Ingelu og glasið
með whiskjýinu. Hann drakk nú
varlegar, þvi að hann var farinn
að finna slátt i sárinu undir um-
búðunum. Hún dró hann niður i
sófa.
— Þú er fölur, sagði hún. —
Sittu hérna hjá mér.
Siðhærða Krists-imyndin var að
framkvæma einhvers konar
mimuleik á gólfinu,og hinir stóðu
eða sátu meðfram veggjunum og
horfðu á. Rolf himdi úti i horni i
fýlu, en gat ekki að sér gert að
gjóta augunum þangað lika.
— Kenneth er á leikskóla,
hvislaði Ingela. — Hann og Rolf
eru alltaf að rifast, þeir hata hvor
annan. Kenneth er á öðru ári og
hann er ofsalega gáfaður. Heldur
sjálfur að hann sé ný útgáfa af
Marxbræðrum. bú ættir að sjá
hann taka skopstælinguna á
fyllirii.
— Sagðirðu skipstæling? sagði
Rolf sem hafði nálgazt þau hljóð-
laust og stóð nú yfir þeim. — Ef ég
væri eins moldfullur og hann er
vanur að verða i lokin, þá gæti ég
lika leikið fyllibyttu.
Hinir sussuðu,og Kenneth sem
var i miðri flókinni en ósýnilegri
atburöarás, rak út úr sér tunguna
framan i Rolf.
— Ef þú þegir ekki, þá fleygi ég
þér út, sagði hann. — Eg ætla ekki
að hanga hér og kasta perlum
fyrir svin; ég vil heldur fleygja
svfnunum út.
— Það var ekki ég sem var að
tala,heldur Toni, hrópaði Rolf. —
Fyrst kemur hann hingað til að
stela stelpunum og svo kjaftar
hann i miðri sýningu. Ég legg til
að við fleygjum honum út. Ég
skal kæra til stjórnandans.
Og með löngum skrefum og
virðulegu fasi gekk Rolf i áttina
að hálfopnum dyrum i hinum
enda stofunnar.
— Þessi Toni þinn truflar sýn-
inguna, hrópaði hann skerandi
röddu.
Dyrnar opnuðust.og á þröskuld-
inum stóð Bert. Hann var með
röndótta herrasvuntu,og ljós aug-
un voru uppglennt eins og hann
hefði séð draug. Yfirlæti hans var
gersamlega horfið, hann sýndist
ringlaður, næstum hræddur.
— Hver fjandinn, tautaði hann.
Svo brosti hann allt i einu, og yfir
andlit hans færðist gamli guð-
lyndissvipurinn.
— Nei, hæ, gamli félagi, sagði
hann og steig áfram með útréttan
arminn. — Þú komst þá. Ég var
næstum hættur að vonast eftir
þér. Ertu búinn að hitta alla?
Láttu eins og þú sért heima hjá
þér. Ertu búinn að fá whiský?
— Sæll, Bert. Já, þakk fyrir, ég
er búinn að fá whiský. En af-
hverju kalla allir mig Toni?
Bert hló.
— Tja, ég hef stundum kallað
þig það þegar ég hef minnzt á þig.
Mér finnst þú ættirað heita Toni.
Þú litur þannig út.
Hann leit á úrið sitt.
— Nei, gott fólk, nú þurfum við
að fá okkur eitthvað i svanginn.
Gerið svo vel, það er allt klárt i
eldhúsinu!
Bert opnaði upp á gátt og allir
ruddust inn og að borðinu.
Beatrice tók upp vinberjabrenni-
vin og deildi út ölflöskum. Allir
hrópuðu og hlógu og töluöu hver
upp i annan. 1 eldhúsinu var
þröngt og heitt og mikill reykur;
fólkið talaði of hátt og hló of mik-
ið. Hann fann að hönd var lögð á
öxl honum.
— Drekktu ekki svona mikið ef
þér liður ekki vel. Ég skal reyna
að opna gluggann.
Það var Ingela. En áður en hún
komst að glugganum, haföi Rolf
dregið hana niður á stól.
— Sitjið kyrr i bátnum, hrópaði
einhver.
Hún rétti fram hendurnar i
uppgjöf.
Hitinn og reykurinn og hlátur-
inn og vinið sameinaðist i mjúka
þoku sem lagðist að höfði hans,
álika þétt og umbúðirnar. Hann
mundi ekki lengur hvar hann var,
hann át bara og drakk öldungis
vélrænt, reykti og hló aö fyndni
sem hann skildi ekki. Hamingjan
góða, hugsaði hann, hvernig get-
ur fólkið þetta? Hvernig hefur
það þrek til þess?
Gegnum þokuna sá hann Bert
lyfta glasi; gegnum hlátrana og
raddakliðinn heyrði hann Bert
hrópa:
— Skál fyrir Toni, dularfulla
vini minum úr eyðimörkinni. Sem
fegrar og prýðir þetta samkvæmi
með höfðingjaandliti sinu. Vel-
kominn i lágreist hvbýli okkar, þú
sonur viðáttunnarf
Allir drukku og hlógu,og honum
fannst hann varnarlaus og utan-
veltu og framandi með bjánaleg:
ar umbúðir og köflótta jakkann,
sem var of þröngur um herðarn-
ar.
— Heyrðu mig, hrópaði Bert og
rýndi gegnum reykjarsvæluna. —
Af hverju fórstu ekki i rúskinns-
jakkann þinn? þú ætlar þó ekki að
segja mér að þú sért búinn að
týna honum? Hann sem var svo
snotur!
Og Bert hló hátt og tæmdi glas-
ið sitt,og hinir tóku undir hlátur-
inn þótt hann hefði ekki sagt neitt
sérlega fyndið.
Og einhvers staðar sló klukka
tólf högg, og það var komið lág-
nætti.
Mánudagur.
Nýr dagur var orðinn til. I há-
vaða og hlátrasköllum og dynj-
andi tónlist hafði hann kviknað.
Enn var hann alveg nýr og ekkert
mikilvægt var enn farið að ger-
ast. Hans hafði verið beðið af hópi
ungs fólks i brjálæðislegri ibúð
uppi undir þaki i miðlungsstórri
borg. Baksviðið að fæðingu dags-
ins var i sterkum litum: loftin
svört, veggir fjólubláir, tjöld eit-
urgræn.
Það var ekki enn farið að dofna
yfir veizlunni. Þvert á móti voru
allir i þessu hálfkæringshugará-
standi þegar allt getur gerzt.
Kenneth, leiklistarnemandi á
öðru ári við rikisleikhúsið, klifr-
aði útum glugga i svefnherberg-
inu, hélt jafnvæginu úti á þaki og
kom gluggamegin inn i stofuna og
mælti: — Nú urðuö þið ferlega
spæld!
Rolf svaf á hvitu lambskinni á
miðju gólfi. Hitt fólkið stuggaði
öðru hverju við honum með skó—
lausum fótum þegar það dansaði
hjá. Það var rétt eins og honum
hefði verið fórnað einhverjum ó-
þekktum guðdómi, sem hitt fólkið
tignaði með dansi, engdist og
hoppaði. Skuggarnir dönsuðu
hljóðlausan striðsdans með æðis-
legum hreyfingum á veggjunum.
Pia var altekin tilfinningasemi
og sagði blaðamanni frá kvöld-
Brúðkaup
Þann 11. júni voru gefin saman
i hjónaband ungfrú Sigriður
Ivarsdóttir frá Forsæludal A-
Húnavatnssýslu og Ármann Ingi
Olgeirsson frá Vatnsleysu.
Heimili þeirra er að Vatnsleysu
Fnjóskadal S-Þing.
Ljósmynd LOFTUR.
Þann 19/8 voru gefin saman i
hiónaband i Þjóðkirkjunni i
Hafnarfirði af séra Garðari Þor-
steinssyni ungfrú Valgerður
Jónsdóttir og Hjörtur Haralds-
son. Heimili þeirra er að Skúla-
skeiði 38, Hafnarfirði.
Ljósmyndastofa Kristjáns
Þann 19/8 voru gefin saman i
hjónaband i Þjóðkirkjunni i
Hafnarfirði af séra Garðari Þor-
steinssyni ungfrú Herdis Jóns-
dóttir og Allan Flink. Heimili
þeirra er i Danmörku.
Ljósmyndastofa Kristjáns.
FIMMTUDAGUR 7. september.
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.45. Morgunleikfimi kl.
7.50. Morgunstund barn-
annakl. 8.45: Lilja S. Krist-
jánsdóttir heldur áfram
sögunni af „Mariönnu” eftir
van Holst. (4). Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög milli liða.
Popphorniðkl. 10.25: Jethro
Tull og Emerson, Lake &
Palmer syngja og leika
nokkur létt lög. Fréttir kl.
11.00. Hljómplötusafnið
(endurt. þáttur G.G.).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni.Eydis Ey-
þórsdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P.G. Wodehouse.
Jón Aðils leikari les (19).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar: Ensk
tónlist. Kvintett fyrir
blásturshljóðfæri og pianó
eftir Alan Rawsthorne.
Hljóðfæraleikarar úr ,,Mus-
ic Group of London” leika.
„Les Illuminations”, „Upp-
ljómun”, samfelldur laga-
flokkur fyrir tenorrödd og
strengjasveit eftir Benja-
min Britten við ljóð eftir
Arthur Rimbaud. Heather
Harper syngur ásamt
hl jómsveitinni Northern
Sinfonia: Neville Marriner
stj. „Facade”, hljóm-
sveitarsvita eftir William
Walton. Filharmóniusveitin
i New York leikur. André
Kostelanetz stj.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Heimsmeistara-
einvigið i skák.
17.30 „Jói norski”/ A sclvcið-
um með Norðmonnum,Er-
lingur Daviðsson ritstjóri
færði i letur og flytur (2).
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Frá ólympiuleikunum i
MQnchen. Jón Asgeirsson
segir frá.
19.40 Þegninn og þjóðfélagið,
Ragnar Aðalsteinsson sér
um þáttinn.
20.05 Einsöngur i útvarpssal.
Ölafur Þ. Jónsson syngur
lög eftir Þórarin Guð-
mundsson, Karl O. Runólfs-
son, Jón Björnsson, Mariu
Brynjólfsdóttur, Markús
Kristjánsson, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Sigvalda
Kaldalóns og Árna Thor-
steinson. Ólafur Vignir Al-
bertsson leikur undir á
pianó.
20.35 Leikrit:
„Maraþonpianistinn” eftir
Alan Sharp. Þýðandi Ingi-
björg Jónsdóttir. Leikstjóri:
Gisli Alfreðsson. Persónur
og leikendur: Sögumaður:
Ævar R. Kvaran, Pianó-
leikarinn: Þórhallur Sig-
urðsson, Framkvæmda-
stjórinn: Pétur Einarsson
Aðrir leikendur: Ingunn
Jensdóttir, Guðrún Alfreðs-
dóttir, Anna Guðmundsdótt-
ir, Einar Sveinn Þórðarson
Hákon Waage, Sigurður
Skúlason, Jón Aðils og
Randver Þorláksson.
21.05 Sinfónia nr. 1 i g-moll op.
13 eftir Tsjaikovsky. Fil-
harmóniuhljómsveit Vinar-
borgar leikur, Lorin Maazel
stj.
21.45 Talað við skattheimtu-
mann um skáldskap. Ljóð
eftir Vladimir Majakovskij i
þýðingu Geirs Kristjánsson-
ar. Erlingur E. Halldórsson
les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Maðurinn sem breytti
um andlit” cftir Marccl
AyméJKristinn Reyr les (21)
sögulok.
22.35 A lausum kili.Hrafn
Gunnlaugsson sér um þátt-
inn.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
VEITINGAHUSIÐ
ÓÐA
VIÐ AUSTURVOLL
!l iiiffcngir rciiir
iv þrúgunuóöur
I ramrciu frá
kl IMn 15oo
I j':..,,! oc k I I S 2.1 10
:j;i| Borðpantanir h|á
ijl1;! yfirfram rei<Vlutnanni
Sínu 11122
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert ð land sem er.
GÚMMfVINNUSTOFAN H.F.
Sklpholti 35 — Reykjavfk — Síml 30688