Þjóðviljinn - 07.09.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. september 1972
DJOÐVIUINN
mAlgagn sósíalisma,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljana.
Framkvæmdastjórl: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson,
Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjórí: Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur).
Askrlftarverð kr. 225.00 á mánuðf.
Lausasöluverð kr. 15.00.
Pnsntun: Biað&prent h.f.
AFLAMEVNKUN ER AÐALVANDAMALIÐ
Stjórnarandstöðublöðin hafa mikið
skrifað um rekstrarörðugleika frystihús-
anna að undanförnu. Ýmsir talsmenn
frystiiðnaðarins halda þvi fram, að tap-
rekstur frystihúsanna á þessu ári muni
nema um 200 milj. kr., aðrir segja að vanti
miljarð króna til þess að rétta af afkomu
frystihúsanna. Talsmenn frystihúsanna
viðurkenna þó, að ýrhis fyrirtæki hafi
mjög þokkalega afkomu, eins og þeir orða
það sjálfir. Hins vegar hafa ekki komið
fram frá þessum aðilum tillögur um lausn
vandans. Það er sem fyrr hrópað á hjálp
I opinberra aðila. Er fróðlegt að bera sam-
an annars vegar afstöðu einstakra aðila i
fiskiðnaðinum til einkareksturs og rekstr-
arfyrirkomulags atvinnufyrirtækja yfir-
leitt og hins vegar hávær hróp þeirra á að-
stoð hins opinbera þegar eitthvað bjátar á.
Þeir lifa og hrærast eftir þeirri megin-
reglu, að einkaaðilarnir eigi að hirða
gróðann er hann gefst, en siðan eigi að
I þjóðnýta tapið.
Tvær meginástæður liggja til þess, að
nú er um að ræða erfiðleika i afkomu
I frystihúsanna. Hin fyrri er sú, að verð-
I lagsþróunin innanlands hefur verið þess-
| um atvinnugreinum óhagkvæm. Það staf-
ar af þvi að núverandi rikisstjórn tók við
! óleystum verðlagsvandamálum fráfar-
; andi stjórnar, og þeim vandamálum hefur
f ekki tekizt að ráða fram úr enn. Sumir
\ talsmenn frystiiðnaðarins kvarta yfir þvi,
! að kjarasamningarnir fyrir tæpu ári hafi
valdið hér miklu um erfiðleikana, en slik-
um staðhæfingum ber að svara með þvi,
að rekstur sem ekki getur greitt sæmileg
laun hlýtur að vera alvarlegt vandamál
sem slikur, burt séð frá öllum öðrum þátt-
um málsins. En önnur og höfuðástæðan
fyrir erfiðleikunum er miklu alvarlegri:
Hún er sú að fiskaflinn hefur minnkað
stórfellt hér við land á undanförnum mán-
uðum, þrátt fyrir aukna sókn, fleiri skip
og betri tækjabúnað. Ef miðað er við ver-
tiðina i fyrra, minnkaði þorskafli bátanna
um 41,6% frá mai i fyrra miðað við sama
mánuð i ár.
í júnimánuði siðastliðnum var þorskafli
bátanna 14,8% minni en i sama mánuði i
fyrra, og i júli varð minnkun þorskafla
bátanna 12,5%. Sömu sögu er að segja af
togurunum. Þorskafli þeirra minnkaði um
20,4% i mai sl. miðað við sama mánuð i
fyrra, um 15,4% i júni miðað við sama
mánuð i fyrra og i júli um liðlega 7%.Hér
er um að ræða ægilegar staðreyndir, og af
þessari ástæðu telja fiskifræðingar nú að
minnka verði sóknina um 50% á þorsk-
stofninn við ísland. En þessi samdráttur
þorskaflans er ekki fyrst að koma til núna
á þessu ári: Aflinn milli vetrarvertiða ár-
in 1970-1971 minnkaði um 6 af hundraði, og
enn á þessu ári varð samdráttur i afla-
magninu.
Þetta er höfuðástæðan fyrir þvi, að
frystiiðnaðurinn á i erfiðleikum. Það er
ekki unnt að kenna núverandi rikisstjórn
um að ekki fæst þorskur úr sjónum. Nú-
verandi rikisstjórn hefur þvert á móti sýnt
það — strax og hún kom til valda — að
lausn þessara mála felst i þvi að færa
landhelgina út, og það hefur þegar verið
gert. Árangur útfærslunnar mun sjást áð-
ur langur timi liður, er nýting fiskimið-
anna hefur verið skipulögð með tilliti til
fiskverndunarsjónarmiða. En erfiðleikar
fiskiðnaðarins eru aðeins angi af miklu
stærra og geigvænlegra vandamáli: Of-
veiði fiskistofnanna við landið.
VIÐHORF BRETA TEL FISKVERNDUNAR
Bretar borguðu tveimur eða þremur is- þessa dagana sýna Bretar hins vegar vilja
lenzkum dagblöðum peninga fyrir að birta sinn i verki með þvi að taka stærsta rann-
á heilu siðunum auglýsingar um afstöðu sóknarskip sitt, ,,Cirolana”, út úr rann-
Breta til landhelgismálsins. í þessum sóknum á fiskimiðunum, en i staðinn er
auglýsingum Breta var meðal annars skipið notað til þess að vernda brezka sjó-
reynt að gera mikið úr vilja þeirra til fisk- ræningja við ísland. Þetta er að sýna við-
verndunar og friðunar fiskistofna. Nú horf sin i framkvæmd.
Mannasiðir í utanríkismálum
Sjálfstæðismenn virðast ekki
vita þann sannleika, að forsenda
utanrikisstefnu sjálfstæðrar þjóð-
ar er sú, að þeir sem með þau mál
[ fara liti á sjálfa sig og þjóð sina
'• sem sjálfstæða menn og sjálf-
stæða heild. Þeir verða alltaf að
hugsa um hagsmuni og reisn
(vafasamt að ..sjólfstæðismenn''
skilji þaö hugtak) þjóðarinnar,
sóma og sjálfræði. Allt frá fyrstú
tið hefur ..sjálfstæðisflokkurinn”
rekið utanrikisstefnu þýsins. Það
erlikastsem þessir veslingar séu
alteknir þýlund og þrælslund, og
! áliti að hagsmunum þjóðarinnar
sé bezt þjónað með þvi að liggja
sem flatastir fyrir yfirgangi og
kröfum annarra rikja. Hvort
þessi hegðunarmáti þeirra er
heimafenginn, þeir hafi alizt upp
viö þær aðstæður að álita
; þýlyndið hentugast til frama, skal
ósagt íátið, en af einhv. hefur
þessi brotalöm skekkt og bjagað
alla þeirra hegðun i utanrikis-
málum.
Þegar Þjóðverjar fóru fram á
I gær birti Morgunblaðið frétt
um að innan rikisstjórnarinnar
hefðu verið mikil átök um hvort
gera ætti samninga við Belgiu-
menn á grundvelli samningsupp-
kasts sem rætt hafði verið við þá,
um fiskveiðar i islenzkri land-
helgi. Nú er það mála sannast, að
i flestu er farið rangt með i frétt
Morgunblaðsins. Hins vegar
hefur Þjóðviljinn enga aðstöðu til
bréf til
blaósins
flugvallaraðstöðu hér á landi
nokkru fyrir styrjöldina, og
Hermann Jónasson ráðherra
þverneitaði þeim tilmælum, þá
þótti slikt ekki vel gott að dómi
..sjálfstæðismanna” og vits-
munaveranna við Morgunblaðið.
Þegar Bandarikjamenn tóku að
ásælast aðstöðu til herstöðva hér
á landi þá þótti það sjálfsagt, að
dómi þessara aðila, þótt þeir
þyrðu ekki að játa öllu vegna ótta
við fylgistap meðal þjóðarinnar,
fyrst i stað. Skömmu siðar var
þessu komið i kring með inngöngu
tslendinga i Nató.
þess að skýra frá þvi sem gerist á
rikisstjórnarfundum.
En það vekur athygli að eitt
blað, Morgunblaðið, virðist
stundum hafa aðgang að fundum
rikisstjórnarinnar. Morgunblaðið
gat til dæmis greint frá einstök-
um orðaskiptum manna á
ákveðnum fundi i upphafi rikis-
stjórnarinnar sem nú situr. Þá
hefur siðar komið i ljós, að
Alla stjórnartið „viðreisnar-
innar” var ástandið þannig i
utanrikismálum, að jaðraði við
algjöra leppmennsku, það var
alltaf spurt fyrst. hvort þessi eða
hin stefnan samrýmdist hags-
munum og vilja Bandarikjanna
eða hinna svonefndu ,,lýðræðis-
þjóða og bandamanna okkar”.
Lágkúran var slik, að það var
ákaflega leiöinlegt að þurfa að
segja, ,,þetta er islenzkur utan-
rikisráðherra”.
Allir siðaðir íslendingar
skömmuðust sin fyrir framkomu
fulltrúa „viðreisnarinnar” á
Morgunblaðið hafði furöumiklar
upplýsingar af fundum stjórnar-
innar, sem þó eru lokaðir fyrir
öðrum en ráðherrum, eða
aðstoðarmönnum þeirra, og
ráðuneytisstjóra forsætisráðu-
neytisins. Nú ætlar Þjóðviljinn
engum þessara manna að segja
frá trúnaðarmálum út i frá, og þó
að ráðuneytisstjórinn i forsætis-
ráðuneytinu hafi tekið virkan þátt
i kosningamaskinu ihaldsins 1971,
dettur undirrituðum ekki i hug að
saka hann um eitt eða neitt. En
undirrituðum kemur þó til hugar,
að nauðsynlegt sé að rikisstjórnin
geri ráðstafanir til þess að hindra
slúðursagnir Morgunblaðsins —
eða að hún hreinlega haldi opna
fundi og bjóði öllum blöðum að
sitja við sama borð.
Tilefni þessara skrifa er sum-
opinberum vettvangi. Al-
samningurinn er gott dæmi um
hegðunarmátann á alþjóðlegu
viðskiptasviði og samningurinn
um landhelgina við Breta og
Þjóðverja frá 1961 er landráða-
samningur, hreinn og
ópiengaður. Á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna skarst
Island langoftast úr leik, þegar
aðrar Norðurlandaþjóðir stóðu
saman um réttlætismál. Sagan
um afstöðu „sjálfstæðismanna”
og „Alþýðuflokksins h/f” til um-
sóknar Kinverja að Sameinuöu
þjóðunum er gott dæmi um það.
Stefnan einkenndist af læðupoka-
hætti og eymingjaskap, þar fóru
ekki fulltrúar sjálfstæðrar þjóðar
heldur leppmenni.
Þvi urðu gifurleg umskipti i
utanrikisstefnu Islendinga strax
eftir stjórnarmyndunina sumarið
1971. Menn þurftu ekki að bera
kinnroða fyrir islenzka utanrikis-
stefnu, það var likt og frjáls-
bornir menn hefðu tekið við af
þýjum. lslendingar tóku að hegða
part fréttin um ágreining i rikis-
stjórninni vegna samningstilboðs
Belga og sumpart grein i
Morgunblaðinu eftir formann
Sjálfstæðisflokksins Jóhann
Hafstein. Þar heldur hann þvi
fram, að litið beri á milli Breta og
Islendinga i landhelgismálinu og
þvi eigi bara að semja strax!
Greinilegt er, að Jóhann Hafstein
veit ekkert um það sem er að
gerast i landhelgismálinu. Hvar
hefur maðurinn verið? Hann
kemur greinilega af fjöllum þar
sem hvorki hefur verið útvarp
eða dagblöð. Væri ekki ráð að
Morgunblaðið tæki að sér að
fræða Jóhann Hafstein um það
sem er að gerast i landhelgis-
málinu áður en það tekur að flytja
klofningstiðindi af fundum rikis-
stjórnarinnar? Fjalar.
sér á alþjóðavettvangi eins og
siðaðir menn og iðka mannasiði.
Þetta voru mikil umskiptgenda
má greina andúðina i málgögnum
stjórnarandstöðunnar.
ess.
Notkun öryggis-
belta hefur aukizt
Gerðar hafa verið athuganir á
notkun öryggisbelta, og eru
niðurstöður þessar:
1. Athugun gerð i júli 1971:
Belti notuð af farþega og öku-
manni: 52,4%
2. Athugun gerð i júni 1972:
Belti notuð af farþega og öku-
manni: 46,0%
:t. Athugun gerð i ágúst 1972:
Belti notuð af farþega og öku-
manni: 92.0%
Athuganir þessar tóku ein-
göngu til umferðar á þjóðvegum,
þ.e. utan þéttbýlis, og bifreiða,
sem búnar eru öryggisbeltum, en
talið er að nú séu 18-19 þús. bif-
reiðir með öryggisbelti.
Teflt á Svalbarða
Leiðangursmenn á rannsóknar-
skipinu Bjarna Sæmundssyni
komu við á Svalbarða i
rannsóknarleiðangri sinum. Um
komu sina til Svalbarða segja
leiðangursmenn i fréttatil-
kynningu:
Þar eru á annað þúsund Norð-
menn við kolanám. Á öðrum stöð-
um á Svalbarða eru um 2000
Rússar, einnig við kolanám, og
eru samskipti þessara þjóða tölu-
verð, ma. á sviði iþrótta og
skáklistar. Norðmönnum vegnar
betur i iþróttunum, en Rússum i
skáklistinni.
O O
Vill rikisstjórnin halda opna fundi?