Þjóðviljinn - 09.09.1972, Page 3

Þjóðviljinn - 09.09.1972, Page 3
l augardagur *). septeinber 1972 PJOÐVILJINN — StÐA 3 Aðild Dana samþykkt í þinginu: Úrslitaátökin um EBE Kristjánsborgarhöll — aðsetur danska þingsins. Ef þeir taka lögsögu okkar alvarlega eru hafin Kaupmannahöfn 8/9. —Frá fréttaritara Þjóðvilj- ans. Barátta dönsku þjóðarinnar gegn aðildinni að Efnahagsbandalaginu er nú að komast á ákvörðun- arstigið. Þjóðþingið samþykkti i morgun lögin um aðild Dana að EBE, en lögin eiga, samkvæmt stjórnarskránni, að fara til þjóðaratkvæðagreiðslu sem á sér stað 2. október. Andstaðan við EBE vex stórum skrefum i Danmörku. Samþykkt aðildar i þjóðaratkvæðagreiðslunnieri hæsta máta vafasöm. Blaðafulltrúi ríkisstjórn- arinnar, Hannes Jónsson, tók á móti erlendum frétta- mönnum i gær og skýrði fyrir þeim ýmis atriði land- helgismálsins, eins og þau nú horfa við. M.a. komu til umræðy þær orðsendingar islenzku rikisstjórnarinnar til þeirrar brezku sem Bret- ar hafa ekki svarað, ýmist alveg hunzað eða ekki svarað efnislega. Var það gert Ijóst að islendingar eru reiðubúnir til viðræðna. Erlendu fréttamennirnir höfðu greinilega veitt samkomulaginu við Belga mikla athygli, og lagði blaðafulltrúinn áherzlu á að nú yrði ekki um neitt villzt: tslend- ingar væru reiðubúnir til alvar- legra samninga við þá sem tækju islenzka lögsögu alvarlega. Samþykkt laganna var með 145 atkvæðum gegn 34. Þetta þýðir að lögin eru ekki fullgild nema þau verði samþykkt i þjóðaratkvæða- greiðslu. Á móti greiddu atkvæði: Allir 17 þingmenn SF. 12 sósial- demókratar og 4 frá Róttæka vinstri flokknum. Loks greiddi Moses Olsen frá Grænlandi at- kvæði á móti. Hann gerði þá grein fyrir afstöðu sinni. að aðild að EBE myndi koma i veg fyrir út- fa-rslu landhelginnar við Græn- land i 50 milur. Klofningurinn i þjóðþinginu endurspeglar klofninginn meðal dönsku þjóðarinnar, þar sem sið- ustu skoðanakannanir sýna að um 1/3 hluti kjósenda er hlynntur aðild að EBE. þriðjungur er and- vigur og einn þriðji hefur enn ekki tekið ákvörðun. Áður en atkvæði var greitt i þjóðþinginu stóðu umræður i samfellt 24 tima. Er það lengsta umræða þjóðþingsins siðan 1945. 61 ræða var flutt við umræðurnar sem einkenndust af málefnaleg- um málflutningi andstæðinga .að- ildarinnar. sem meðal annárs sýndu l'ram á að hagur Danmerkur við aðild vænkast litt. Jafnframt mun aðild hafa i för með sér ófyr- irsjáanlegar afleiðingar i utan- rikismálum og hernaðarmálefn- um. llápunktur umræðnanna var ræða Svens Skougmanns. frá Rót- tæka vinstri flokknum. Hilmar Baunsgaard. formaður Rótta'ka vinstri flokksins og fyrrum for- sa'tisráðhérra mótma'lti harð- lega. llann hótaði Skougmann óbeint að hann yrði rekinn úr llokknum. en Skougmann hélt fast á gagnrýni sinni og sagði að íorustumenn stjórnmálaflokk- anna hefðu meðvitað reynt að blekkja þjóðina um kosti þess að Danir fengju aðild að EBE. Hreyfingin gegn aðildinni að EBE er breiðasta þjóðarhreyfing i Danmiirku siðan á striðsárun- um. Andsta'ðingar aðildar eru i öllum stjórnmálaflokkum lands- ins. og andstaðan vex að styrk með hverjum deginum sem liður. Hundruðum þúsunda króna heíur verið salnað til þess að kosta starfsemina gegn aðild að Eína- hagsbandalaginu. 90% danskra blaða eru hlynnt aðild að EBE - aðeins sósial- demókratiska blaðið ..Demokrat- en” i Árósum og ,,I,and og folk’,’ Framhald á bls. 11. Áríðandi leiðrétting 1 viðtali Þjóðviljans við Lúð- vík Jósepsson i gær féll niður orð, sem gjörbreytti inerkingu inálsgreinar. Itétt cr máls- greinin svona: ,,Þá sögðu fulltrúar Breta, að það væri skilyrði af þeirra bálfu að eina lokaða svæðið yrði jafnt lokað fyrir báða að- ila, miðað við samskonar skipastærðir beggja. Þeir vildu þó fallast á að öll skip UNDlIt 115 fetum, þ.e. 280—300 tonnum inættu veiða á þessum lokuðu svæðum en önnur skip ekki. Þetta hefði þýtt i raun og veru, að þetta eina svæði befði lokazt öllum islenzkum togurum og liluta bátaflotans, en Bretar hefðu baft rélt til þess að senda inn á svæðin sin skip, þ.e. þau skip sem eru UNDIlt nefndri stærð”. Þjóðviljinn biður lesendur sina og alla blutaðeigandi að- ila vclvirðingar á þessum mistökum, en skekkjan breytir auðvilað gjörsamlega inerkingu málsgreinarinnar. Hjónin tíndu 70 kg. af berjum á tveim dœgrum Kaupmaöur einn á Njálsgöt- unni fór með konu sinni um sið- ustu helgi vestur i Arnarfjörð og tindi þar ber i svonefndum Baulu- skriðum nála'gt bænum Auðkúlu. Tfndu þau hjón 70 kg. af kræki- berjum og komu i bæinn með rnarga plastpoka af berjum. Litið varum bláber og þau ilía sprottin þar vestra. Kampala 8/0 Skýrl var frá þvi i Kampala, höfuðborg Uganda i dag. að stjórn Kenýa hefði ákveðið að loka landama'runum lyriralla Ugandabúa. Sagt var að þessar takmarkanir myndu gilda unz annað yrði ákveðið. Krafan um að Leikfélag Reykjavíkur greiði hœrri húsaleigu: ÓLÖGLEG Stjórn Alþýðuhússins h/f i Reykjavik hefur nú i hótunum við Leik- félag Reykjavikur og hyggst knýja Leik- félagið til að greiða hærri leigu af Iðnó þar sem leigusamningur Leikfélagsins við Alþýðuhúsið h/f er út- runninn. Hótar stjórnin banni við allri starf- semi LR i Iðnó, ef ekki verði gengið að kröfum hennar. Krafa stjórnar Alþýðuhússins h/f er fullkomlega ólögleg þar sem i gildi eru lög um verðstöðvun sem ná jafnt til húsnæðis sem annars. Samningaleitanir stóðu yfir i allan gærdag, en þar sem stjórnarformaður Alþýðuhúss- ins með prókúruumboði, Jón Axel Pétursson, fyrrum banka- stjóri, liggur i sólbaði i Suður- löndum ganga viðræður fremur hægt,og við hann verða þær að fara fram gegnum sima. Stjórn Alþýðuhússins fer fram á það, að i stað þess að Leik- félagið greiði ákveðið gjald fyr- ir hverja sýningu greiðist viss upphæð fyrir hverja viku, en alls nema hinar ólöglegu hækk- unarkröfur stjórnar hússins 50%. Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri LR, sagði blaðinu i gær, að stjórn hússins hefði lagt fram samning i gær, og með þvi fororði, að verði hann ekki undirritaður þegar mætt verður til leiks nú i dag, fari ekki frekari starfsemi fram i Iðnó á vegum LR. Sagði Guðmundur að búið væri að loka aðaldyrum hússins fyrir leikfélagsmönnum, og öðrum dyrum til. Samt sem áð- ur hafa leikfélagsmenn aðgang að húsinu, og halda sinu striki við æfingar. Um það hvort ákvörðun hefði verið tekin um það af stjórn Leikfélagsins hver yrðu við- brögð þess við þessum ólöglegu hækkunarbeiðnum, vildi Guð- mundur litið segja annað en það, að ekki yrði skrifað undir samning þann sem nú lægi frammi til undirritunar. Engin hækkunarbeiðni til ráðuneytisins. Blaðið hafði samband við Hjálmar Vilhjálmsson, ráðu- neytisstjóra i Félagsmálaráðu- neytinu, og spurði hann hvort sótt hefði verið um heimild fyrir hækkun húsaleigu i Iðnó, og kvað hann nei við. Sagði hann að hækkanabeiðn- Á æfingu I Iðnó i gærdag. Framkvæmdastjóri Leikfélagsins, Guðniundur Pálsson, sagði um starfsem ina: ,,Við höldum okkar striki, og höldum æfingum áfram svo lengi sem fært er”. ir sem þessi yrðu að leggjast fyrir alla rikisstjórnina til sam- þykkis, og sér væri ekki kunnugt um að það hefði verið gert. Eins og kunnugt er þarf slika heimild til að hækka húsaleigu þar sem i gildi eru lög um verð- stöðvun, en brot á þeim lögum varðar sektum allt að hálfri miljón. Lögfræðingur og fyrrverandi banka- stjóri i lögbroti. Eigandi Iðnós er Alþýðuhúsið h/f, Reykjavik. 1 firmaskrá Reykjavikur stendur svo um ætlunarverk þessa félagsskap- ar, að hann sé ætlaður til að reka skrifstofu og samkomuhús, og annast veitingarekstur, verzlun og skyldan rekstur FYRIR ALÞÝÐUSAMTÖKIN 1 REYKJAVIK. Þegar þessi félagsskapur var stofnaður mun hafa látið nærri að hann hafi starfað fyrir alþýðusamtök. Siöan hafa margir hlutir gerzt, og sumir allskuggalegir svo ekki sé meira sagt, og heilu fyrirtækin og stofnanirnar, sem starfrækt voru ,,fyrir alþýðuna” hurfu sporlitið. En það er önnur saga og annað mál. Stjórn Alþýðuhússins er þann- ig skipuð samkvæmt firma- skrá: Stjórnarformaður með prókúruumboði er Jón Axel Pétursson, fyrrum bankastjóri, og með honum i stjórn Jón Ingi- marsson, lögfræðingur og Þór- unn Valdimarsdóttir. Fram- kvæmdastjóri með prókúruum- boði er Jón Árnason. — 0 — Úr þvi að málum er nú svo komið að stjórn Alþýðuhússins hefur sjálf sett sig i sviðsljósið með þeirri ákvörðun sinni að fremja lögbrot og þvinga aðra til að samþykkja slikt út úr neyð,væri ekki úr vegi að sak- sóknari rikisins athugaði hvað hér væri um að vera og þá jafn- framt að hve miklu leyti Alþýðuhúsið h/f er rekið eftir lögskráðu ætlunarverki, það er að segja fyrir alþýðusamtökin i Reykjavik, hversu mikið félagið greiðir til alþýðusamtaka, og til hvaða alþýðusamtaka greitt hefur verið undanfarin starfsár. — úþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.