Þjóðviljinn - 20.09.1972, Page 1
Miðvikudagur 20. september — 37. árg. 211 tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
k á
VIÐRÆÐUM ÞRIGGJA
AÐILA VAR HAFNAÐ
Sendiherrum
Bretlands og
Vestur-Þýzkolands
afhent svör
islenzku
rikisstjórnarinnar
i gœrdag
Einar Ágústson utan-
ríkisráðherra afhenti í gær
sendiherrum Breta og
Vestur-Þjóðverja svör
isienzku ríkisstjórnarinnar
við boði Vestur-Þjóðverja
um þriggja ríkja viðræður í
Bonn 28. og 29. september
um fiskveiðiréttindi við
ísland.
i svari rikisstjórnarinnar
kemur fram, að hún neitar
að taka þátt í fjölþjóð-
legum viðræðum um land-
helgismálið, en kveðst
reiðubúin að ræða við
hverja þjóð fyrir sig. Þá
eru Bretar minntir á að þeir
hafi engu svarað orðsend-
ingu íslenzku ríkisstjórnar-
innar frá 11. ágúst.
Svarið til Vestur Þýzkalands
var svohljóðandi:
,,Með tilvisun til munnlegrar
orðsendingar yðar varðandi viö-
ræður við stjórn yðar og fulltrúa
frá rikisstjórn Bretlands i Bonn
28. og 29. september, óskar
islenzka rikisstjórnin að taka
fram eftirfarandi:
Þrátt fyrir þaö, að rikisstjórn
Islands metur mikils þetta frum-
kvæði yðar, vill hún ekki taka þátt
i fjölþjóðaviðræðum varðandi
sérstök réttindi erlendra fiski-
manna innan 50 milna markanna,
en er reiðubúin að eiga viðræður
við hverja einstaka þjóð, sem hlut
á að máli.
Vérerum reiðubúnir til þess að
halda áfram viðræðum við
Sambandslýðveldið Þýzkaland og
leggja fram ákveðnar tillögur
varðandi fiskveiðar Þjóðverja
innanhinna nýju fiskveiðimarka.
Af sérstökum ástæðum er timi
sá, sem tiltekinn er, 28. og 29.
september, ekki þægilegur og
þyrftu báðir aðilar að samþykkja
annan tima, sem þægilegur væri
fyrir báða”.
Svarið til Breta var svohljóð-
andi:
„Með tilvisun til boðs rikis-
stjórnar Sambandsiýðveldisins
Þýzkalands um þriggja rikja við-
ræður varðandi sérstök réttindi
fyrir brezk og þýzk skip innan
nýju fiskveiðimarkanna, vil ég
tilkynna yður, að islenzka rikis-
stjórnin hefur svarað, að hún vilji
ekki taka þátt i fjölþjóðavið-
ræðum varðandi þetta mál, en er
reiðubúin til þess að eiga við-
ræður við hverja einstaka þjóð,
sem hlut á að máli.
Vér erum reiðubúnir til þess að
taka á móti fulltrúum frá rikis-
stjórn Bretlands þegar i þessari
viku eða siðar. Af sérstökum
ástæðum eru dagarnir 23.-29.
september ekki þægilegir fyrir
oss.”
Bretinn reyndi að kafsigla
Fylki
Ben Lui
Rœtt við
skipstjórann
á Fylki
í gær gerði brezki togarinn
Ben I.ui frá Abcrdeen tvær til-
raunir til þess að sigla niður
togbátinn Fylki NK 102, 13 til
14 sjómilur suðaustur af
Langanesi.
Samkvæmt frásögn skip-
stjórans á Fylki skeði þetta
rctt fyrir hádegi i gær. Fór
fyrri tilraunin þannig fram, að
togarinn sigldi á fullri ferð
framhjá stjórnborðssiðu báts-
ins og snarbeygði i bakborða
fyrir bátinn. Siðan kom togar-
inn á fullri ferð og stefndi
beint á bakborðssiðu bátsins,
en hann komst undan.
Þjóðviljinn náði sambandi
við skipstjórann á Fylki NK
102um kl. 17 i gær. Var bátur-
inn þá kominn á Héraðsflóann
og byrjaður að toga þar. Heitir
skipstjórinn Trausti Magnús-
son og er frá Seyðisfirði. Hann
sagði:
—„Þeir voru búnir að vera
úti i sólarhring og höfðu byrj-
að veiðar á Þistilfjarðardýpi.
Fengu þar litinn afla og voru á
suöurleið.
Rétt fyrir hádegi voru þeir
staddir um 14 sjómilur suð-
austur af Langanesi. Var
þokuslæðingur og vont
skyggni á þessum slóðum er
brezki togarinn kom allt i einu
að norðan og sigldi aðeins 40
til 50 metra fyrir framan
stefnið á bát okkar, sagði
Trausti. Attum við réttinn
enda var togarinn á öfugum
bógi við okkur.
Við stöðvuðum bátinn til
þess að forða árekstri og sett-
um siðan á hæga ferð áfram
og keyrði togarinn á undan
okkur smástund. Allt i einu
snarsnýr togarinn i bakborða
og stefndi beint á siðu bátsins.
Beygðum viö þá undan honum
á 10 til 11 milna ferð og tilbúnir
að setja á fulla ferð. Sneri þá
togarinn frá okkur og var þá
með toghlerana hangandi á
siðunni. Þykir mér ekki ólik-
legt, að hann hafi kastað
þarna skömmu siðar, sagði
Trausti.
Það var heldur óhugguleg
tilfinning að verða fyrir þess-
um tilraunum togarans til
þess að keyra okkur niður.
Maður veit aldrei, hvað mikil
alvara er á bak við svona til-
raunir. Við sáum bát þarna
skammt frá okkur. Var það
Hólmanes BA 180 frá Patreks-
firði”, sagði Trausti.
Sex sjómenn eru á Fylki NK
102. Eru þrir frá Neskaupstað,
einn frá Seyðisfiröi og tveir
frá Reykjavik. Gerðu þeir ráð
fyrir að vera allt að viku úti
áður en þeir færu inn til Nes-
kaupstaðar aö lokinni þessari
veiðiferð.
— Fylkir er 92 tonna stál-
bátur smiðaður i Vélsmiðju
Seyðisfjarðar og var sjósettur
fyrir aðeins þremur mánuð-
um. Hefur Trausti veriö skip-
stjóri frá upphafi.
— Ben Lui er nýr skuttogari
700 til 800 tonn að stærð og„sá
ég togarann við bryggju i
Aberdeen" sagði Jónas Arna-
son við blaðið i gær. Ég man
eftir skipstjóranum á togaran-
um, sem heitir Charles
Grimmer og kom fram i sjón-
varpsþætti okkar Magnúsar i
sumar.
Þetta var hægur maður og
sat framariega i salnum og
var heldur friðsamur á þess-
um fundi. Þykir mér furðu-
legt, ef búið er að æsa svona
friðsemdarmann upp og hann
farinn að sigla niður islenzka
togbáta, sagði Jónas.
Jónas sagði að forskeytið
Ben þýddi fjall á gelisku og
væru allmargir togarar
kenndir við fjöll.
— Smiðaár togarans er 1971
og er hann 160 fet á lengd. Er
Ben Lui fyrsti stóri skuttogari
þeirra Aberdeen manna. —
g.m.
ræða um fiskveiðar við
Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra:
Við viljum
hvern aðila fyrir sig
Þjóöviljinn ræddi i gær
viö Lúövík Jósepsson
sjávarútvegsráðherra i til-
efni þeirra orðsendinga,
sem ríkisstjórnin hefur nú
sent Bretum og Vestur-
Þjóðverjum.
— Hvað vilt þú segja um þessi
svör rikisstjórnarinnar og um
ástæðuna fyrir þvi að rikisstjórn-
in neitar að taka þátt i marghliða
umræðum?
— Við teljum að viðræður um
landhelgismálið eigi að fjalla um
það(með hverjum hætti sé unnt að
leysa þau vandamál sem fiskiskip
viðkomandi þjóða verða fyrir, er
landhelgin er færð út við ísland.
Vandamál hinna ýmsu þjóða,
sem hér hafa átt veiðiskip, eru
mismunandi og við teljum þvi
eðlilegast að tæða við hvern aðila
fyrir sig. Við viljum ræða um
þessa hlið málsins, en viljum ekki
taka upp neinar viðræður um
samningsgerðina 1961 né önnur
almenn grundvallaratriði á sam-
eiginlegum grundvelli. Umræður
á marghliða grundvelli þjóna
engum hagsmunum.
— En hver er þá afstaða ykkar
til samninga við Breta?
— Viö sendum Bretum tilboö
11. ágúst og við þvi tilboði hefur
ekkert svar borizt. Það er þvi
eðlilegt að við minnum á það áð-
ur en samningar geta hafizt. Við
teljum, að ef Bretar vilja i raun
og veru efna til samningavið-
ræðna, sé i fyrsta lagi eðlilegt, að
þeir svari okkar tillögum og i
öðru lagi að þeir ræði þá við okkur
hér á landi.
Við höfum sett fram ákveðnar
tillögur við Breta. Þær eru i
grundvallaratriðum svipaðar
þeim, sem samkomulag náöist
um við Belga. Þetta byggist á þvi,
að við hefðum með að gera fram-
kvæmd og eftirlit með þeim
samningum sem gerðir yrðu.
Þetta hafa Belgar fallizt á, og
veiða hér samkvæmt leyfum og
vissum skilyrðum. Og þetta höf-
um við lagt áherzlu á við Breta
einnig, að veiðar sem við kynnum
að heimila þeim hér, yrðu að vera
undir okkar eftirliti og umsjá. A
þessum grundvelli verða samn-
ingar að byggjast. Þar að auki
höfum við lagt áherzlu á, að Bret-
ar verði að draga verulega úr
fiskveiðum sinum hér við land frá
þvi sem verið hefur.