Þjóðviljinn - 20.09.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7. Oscar Alcades, kúbanskur sendiherra °g byltingarmaður: Oscar Alcades heitir sendiherra Kúbu i Svíþjóð, og hefur hann gegnt þvi embætti um fjögurra ára skeið. Alcades kom hingað i stutta heimsókn í siðustu viku til viðræðna við íslenzka ráðamenn og til að kynna sérog undirbúa starf hins nýstofnaða Kúbuvina- félags. Þrátt fyrir starf sitt, segist Alcades ekki vera diplómat að köllun, heldur byItingarmaður, og það getur hann sagt með full- um sanni. Hann var í þeim kjarnahópi uppreisnar- manna, er hóf byltinguna á Kúbu með hinni fífldjörfu árás á Moncadaherstöðina hinn 26. júlí árið 1953. Arás- in fór út um þúfur og flestir byltingarmannanna voru teknir höndum, þar á með- al Alcades, sem sat i tvö ár i dýflissum Batista einræð- isherra fyrir vikið. Alcades er alþýðlegur maður i við- móti, og mál hans og fas lýstu trú á framtið þjóðar sinnar og sósialismans er hann ræddi stundarkorn við fréttamenn Þjóðviljans á laugardaginn. Oscar Alcades. að rifta honum. Þetta er flota- höln, sem rúmað getur flugvéla- móðurskip, og sex þúsund Bandarikjam. eru þar að stað- aldri. Það er grunnt á því góða með herstöðvarliðinu og okkar mönnum. Bandarikjamenn hafa .haldið uppi endurteknum ögrun- um þar, og komið hefur til mann- skæðra átaka. En við gerum sitt- hvað til að greiða þeim rauðan belg fyrir gráan, fyrir nokkrum árum skrúfuðum við fyrir vatnið til herstöðvarinnar, svo að Bandarikjamennirnir verða nú að flytja ferskvatn þangað sjóleið- ina. Framfarir. — Hér i hinum ,,frjálsa heimi” hefur verið skrifað allmikið um misbresti á efnahagsáætlunum ykkar. Hvað er hæft i þvi? — Efnahagsáætlanir okkar hafa gengið vel þegar á heildina er litiö. Það er svo margt og mis- jafnt skrifað um Kúbu. Ýmsir blaðamenn, sem þangað hafa komið, einblina á allt það sem þeim finnst aflaga fara, en skeyta engu þeim framförum sem orðið hafa. Slika niðurrifs- gagnrýni látum við sem vind um eyru þjóta. Hins vegar ástundum við sjálfir, og gefum gaum að, gagnrýni, sem sprottin er af jákvæðum skilningi á byltingunni og forsögu hennar. Ég hef rekið mig á það i Svi- þjóð, að Skandinövum gengur oft býsna örðuglega að átta sig á þeim gifurlegu framförum sem orðið hafa á Kúbu siðan byltingin var gerð. Kyrir byltinguna var þriðji hver maður ólæs og óskrif- andi, fátæktin var óskapleg og þeir, sem ekki gátu greitt morð fjár fyrir læknishjálp, hrundu niður úr sjúkdómum. Þegar mað- ur segir, að nú sé heilbrigðisþjón- usta vel skipulögð og ókeypis og að allir eigi kost á skólagöngu, yppta Skandinavar öxlum, og finnst fátt til um. En við, sem munum hvernig ástandið var fyrrum, vitum að breytingarnar eru beinlinis með ólikindum. Nú er öllum gefinn kostur á menntun, og ungir sem aldnir nota sér það dyggilega. En við gætum þess vel að láta námið ekki slitna úr tengslum við daglegt lif og störf. Það er enginn stéttarmunur á menntamanni og landbúnaðar- verkamanni á Kúbú. Allir verða að leggja hönd á plóginn, i orðsins fyllstu merkingu. Skólafólk stundar nám sitt á morgnana og vinnur á akrinum á daginn. Sem dæmi má nefna, að læknastúdent- ar hefja nám sitt með þvi að vinna öll almenn störf á sjúkra- húsum, og þar fér kennslan fram, en ekki i háskólanum. Sama máli gegnir um t.d. landbúnaðarfræði, þau eru ekki k4nnd i háskóla, heldur uppi i sveit. — Hvernig geugur sykurupp- skeran i ár? — Hún lofar góðu, og virpist Framhaldá 11. siðu. Sykurinn er Kúbumönnum sá grundvöllur sem fiskurinn er ykkur, segir sendiherrann og byltingarmaðurinn i meðfylgj- andi viðtali. —Mynd: Frá sykur- uppskeru á Kúbu. Fiskur og sykur. - — Hver er megintilgangurinn með komu yðar hingað? — Ég er hingað kominn seml sendiboði, til að auka sam- skipti Kúbumanna og ts- lendinga á sviði viðskipta- og menningarmála. Hvað viðskipti varðar, þá hef ég rætt við ráð- herra um hugsanlega samninga, og þær viðræður hafa veriö jákvæðar, þótt enn sé eftir að fjalla nánar um eðli og tegund þeirra. Við Kúbumenn höfum mikinn hug á að kaupa af ykkur fisk, og ef viðskipasamningar tækjust, myndum við væntanlega selja ykkur sykur og romm. Likt og þið erum við háðir einni fram- leiðsluvöru, fiskveiðar eru höfuð- atvinnuvegur ykkar og sykurrækt er meginþáttur okkar fram- leiðslu. En við vinnum markvisst að þvi að gera atvinnuvegi okkar fjölþættari og okkur miðar vel áfram. Til dæmis hafa fiskveiðar okkar stóraukizt. Við veiðum ekki aðeins túnfisk, humar og rækju á Karabihafi, heldur stund- um og veiðar á alþjóðamiðum og Atlanzhafi sunnanverðu, og út- hafsfiskimenn okkar hafa bæki- stöð á Kanarieyjum. — Hverja afstöðu takið þið til útfærslu fiskveiðilögsögunnar hér við land? — Við styðjum ykkur eindregið i landhelgismálinu, á sama hátt og við styðjum 200 milna land- helgisútfærslu frændþjóða okkar á Kyrrahafsströnd Suður- Ameriku. Sjálfir myndum við færa lögsögu okkar út ef kostur væri, en það getum við ekki sakir olrikis Bandarikjamanna. Herstöðvar. — Þið sitjið uppi með banda- riska herstöð eins og við, hvernig gengur sambúðin við heims- valdasinnana? — Þvi miður erum við á sama báti i þeim efnum, þ.e. að hluti lands okkar er hersetinn. Hins vegar eigið þið sýnu auðv. með aö losna við Bandarikjamennina en við. Þið getið rekið herinn úr Jandi með litilli fyrirhöfn. Það, getum við ekki. Ein þeirra gerræðisstj. er sat fyrrum að völdum á Kúbu gerði sáttmála við Bandaríkjastjórn um herstöðvasamning til 99 ára. Hann rennur ekki út fyrr en árið 2001, og Bandarikjastjórn neitar Maurice Schumann kemur til islands Maurice Schumann, utanrikisráðherra Frakk- lands, kemur í opinbera heimsókn til íslands í dag, og er það í fyrsta skipti sem franskur ráðherra kemur hingað i opinbera heim- sókn. Hann mun halda héð- an aftur á morgun. Maurice Schumann fæddist i Paris árið 1911. Að loknu magistersprófi árið 1932 gerðist hann blaðamaður, ferðaðist mjög viða og skrifaði greinar i blöð og timarit. Hann var einn helzti leið- togi stjórmálahreyfingarinnar ,,ungt lýðveldi”, sem er flokkur kristilegra demókrata. Árið 1939 gerðist hann sjálf- boðaliði i brezka hernum, en hann var tekinn til fanga af Þjóð- verjum i undanhaldi Breta og Frakka 1940. Honum tókst þó að flýja úr haldi og komast til Englands, þar sem hann gekk i lið með de Gaulle hershöfðingja. A styrjaldarárunum var hann talsmaður Frakka i útvarpssend- ingum frá London. 1 júni 1944 tók hann þátt i innrásinni i Normandie, og hlaut æðsta heiðurmerki Frakka fyrir frammistöðu sina. Strax eftir frelsun Frakklands var hann skipaður formaður kristilega alþýðuflokksins og kos- inn þingmaður héraðsins Armentieres i Norður Frakk- landi. Þvi þingsæti hefur hann haldið siðan. Maurice Schumann var að- stoðarutanrikisráðherra á árunum 1951 til 1954 á dögum fjórða lýðveldisins. Hann varð svo visindaráðherra i stjórn Pompidous 1967, félagsmálaráð- herra i stjórn Couve de Murville árið 1968, og utanrikisráðherra i stjórn Chaban-Delmas 22. júni 1969. Maurice Schumann, utanrlkisráðherra Frakklands EFLUM SAMSKIPTI ÍSLENDINGA OG KÚBUMANNA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.