Þjóðviljinn - 20.09.1972, Side 6
6 SÍÐA — bJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. september 1972
Dauðsföll í Frakklandi
af völdum barnapúðurs
bannig litur franskur teiknari á máiið.
óþörf og
hættuleg efni
notuð
eftirlitslaust
í neyzluvarningi
Faul Berty, forstjóri franska fyrirtækisins „Morhangc"
Aö undanförnu hefur
talsvert verið rætt um
dauðsföll ungbarna í
Frakklandi af völdum tal-
kúms/ sem innihélt sótt-
hreinsandi efnið hexa-
kiórófen. Vmis blöð hér á
landi vildu að vísu efast um
þessar fréttir og töldu að
þær væru ýktar, þar eð
hexaklórófen hefði verið
notað lengi og ekkert hefði
komið fram, sem benti til
þess að það væri skaðlegt.
En þetta var rangt, þvi að
vandleg opinber rannsókn
hafði sýnt fram á dauða
meira en 30 ungbarna af
völdum þessa efnis og þar
sem það er næsta óliklegt,
að frönsk yfirvöld hafi
viljað hræða almenning
með æsifréttum, má búast
við því að sú tala sé fremur
of lág, en of há.
Nú er verið að rannsaka málið
til að reyna að komast að þvi hver
beri ábyrgðina á þessum mistök-
um i framleiðslu talkumsins, og
má búast við þvi að rannsóknin
taki mjög langan tima. En þetta
mál beinir huganum óhjákvæmi-
lega að viðtækara vandamáli;
efnanotkun og efnaneyzlu i nú-
timaþjóðfélagi og mistökum, sem
áður hafa orðið af þessu tagi.
Sá siður færist stöðugt i vöxt að
blanda alls kyns efnasulli i
neyzluvarning. Mikið hefur verið
rætt um efni, sem sett eru i mat-
vörur til þess að bæta bragðið,
auka geymsluþolið eða jafnvel
aðeins til þess að fegra litinn. Nú
er búið að sýna svo rækilega fram
á skaðsemi margra efna, sem
þannig voru sett i matvæli (eða
komust i þau vegna mengunar)
að fjölmargar þjóðir m.a.
Norðurlandaþjóðirnar, hafa sett
mjög strangar reglur um þetta,
og banna á heimamarkaði sölu
matvæla, sem hafa slik efni að
geyma. Það kemur þó reyndar
ekki i veg fyrir, að þau séu fram-
leidd — og flutt til landa, sem
hafa ekki sett eins strangar
öryggisreglur! Þannig er hægt að
kaupa i Suður-Evrópu niðursuðu-
dósir með reyktri þorskalifur frá
Danmörku, sem fyrir löngu er
búið að banna sölu á i Danmörku
sjálfri.
Hins vegar mun fáum vera það
ljóst, að alls konar efnasulli er
blandað i sápur, fegrunarlyf og
viðlika vörur. Ástandið er þó mun
verra á þessu sviði, þvi að ekkert
opinbert eftirlit er haft með þvi.
Auk þess er framleiðslan á þess-
um vörum ein sú allra gróðavæn-
legasta i „hreinlætisþjóðfélagi”
nútimans og ekkert er sparað til
þess að fá neytandann til þess að
kaupa sem allra mest af sem
allra dýrustum (og óþörfustum)
vörum: sápa er góð, en þvi meira
af „undraefnum” sem i henni er,
þvi betra. Sagan um hexaklórófen
er góð dæmisaga um þetta.
Árið 1941 fékkst ungur visinda-
maður. William S. Gump, sem
vann á Givaudan rannsóknar-
stofnununum i Sviss, við það að
framleiða ýmis gerfiefni til að
sótthreinsa húðina. Givaudan
fyrirtækið framleiddi ilmvötn, en
leitaðist þá við að ná undir sig
markaðinum fyrir sótthreinsandi
lyf og lykteyðandi efni. Það fól
Gump þvi að finna upp sótt-
hreinsandi efni, sem væri lyktar-
laust og unnt væri að setja i
sápur. Hann rannsakaði mörg
gerfiefni og valdi eitt, sem virtist
uppfylla allar kröfur: hexa-
klórófen. Þetta nýja efni varð
siðan mjög útbreitt á markaðin-
um eftir heimsstyrjöldina undir
nafninu g-ll.
En meðan efnið breiddist út um
markaðinn voru gerðar ýmsar
tilraunir um áhrif þess á nagdýr,
og kom þá i ljós að það hafði mjög
skaðleg áhrif á taugakerfið:
þriðjungur tilraunadýranna
drapst úr taugaskemmdum. Þótt
undarlegt megi virðast voru
skýrslur um þessar tilraunir ekki
gefnar út fyrr en 1968 - árið sem
einkaleyfi Givaudan-fyrirtækis-
ins á efninu rann út.
Allan þann tima, sem Givaudan
hafði einkarétt á efninu, hafði það
reynt að takmarka notkun þess
við vörur. þar sem engin hætta
var á ferðum. Þó urðu nokkur
siys i sambandi við skordýra-
eitur, sem innihélt efnið, og lyf,
sem einnig innihélt það, og var
notað til að sótthreinsa brunasár.
Það kom þá i ljós, að hexa-
klórófen var a.m.k. sex sinnum
eitraðra en D.D.T.
Þegar einkaleyfið rann út, fóru
önnur fyrirtæki að nota hexa-
klórófen. Givaudan vildi ekki
missa markaðinn og gerðist þá
óvarkárara i notkun þess. A árun-
um rétt fyrir 1970, greip hreint
æði um sig, og hexaklórófen og
önnur skyld sótthreinsandi efni
voru sett i næstum þvi öll
fegrunarlyf og einkum þó i lykt-
eyðandi lyf.
Ekkert eftirlit hefur verið haft
með þessum lyfjum, og má segja
að menn séu notaðir sem til-
raunadýr. P’yrir þremur árum
vildu umboðsmenn bandarisks
fyrirtækis gera könnun á markaði
fyrir barnaáburð, sem hexa-
klórófen var i. Þeir sem gerðu
könnunina fóru i hús og gáfu
mæðrum þrjár flöskur. án merki-
miða með mismunandi litum
áburði i. Nokkrum vikum siðar
komu þeir aftur i húsin og spurðu
mæðurnar um áburðinn.
En þegar hexaklórófen var
orðið svona útbreitt tóku banda-
risku neytendasamtökin að hafa
nokkrar áhyggjur, og komu þvi til
leiðar að gerðar voru nýjar til-
raunir. Þær sýndu að þrir af
hundraði þess hexaklórófens,
sem snertir húðina, siast þegar
inn i hana, og breiðist fyrst út um
likamann með blóðinu en sezt
siðan i taugakerfið. Þar eyðist
efnið ekki, heldur getur safnast
saman, og valdið mjög alvarleg-
um heilaskemmdum.
Niðurstöður tilraunanna þóttu
svo alvarlegar að bandariska
stofnunin, sem hefur eftirlit með
matvælum i landinu (Food and
drug administration) fór fram á
það i febrúar i vetur, að notkun
hexaklórófens i fegrunarlyfjum
yrði bönnuð. En það kom fyrir
ekki. enda er fegrunarlyfja-
iðnaöurinn einn allra arðvæn-
legasti iðnaður kapitaliskra
landa. Og meðan óþörf sótt-
hreinsunarefni eru sett i vörur
eins og talkúm, geta alltaf komið
fyrir mistök eins og urðu með tal-
kúmið Morhange, i Frakklandi.
Slikir atburðir hafa orðið áður.
Árið 1952 sýktust 290 börn og 70
dóu i Frakklandi af völdum
barnapúðurs að nafni Baumol:
það höfðu orðið mistök i fram-
leiðslu þess. Rannsóknin tók sjö
ár, og að henni lokinni fengu fjöl-
skyldur barnanna skaðabætur, en
framleiðandinn var aðeins
dæmdur i átján mánaða fangelsi,
skilorðsbundið.
Tveimur árum siðar létust 102
menn og 150 lömuðust i Frakk-
landi af völdum húðsjúkdóma-
lyfs, sem var nefnt hinu furðuiega
nafni „Stalinon”. Það hafði ekki
verið reynt nógu vandlega áður
en það var sett á markaðinn og
var skaðlegt. Sá, sem hafði fundið
lyfið upp, var dæmdur i tveggja
ára fangelsi, en forstjóri fyrir-
tækisins, sem hafði framleitt það,
var hins vegar sýknaður.
Loks mun thalidomid — málið
vera öllum i fersku minni. Höfðað
var mál á hendur fyrirtækinu,
sem hafði framleitt það og var
ekki talinn nokkur vafi á þvi, að
fyrirtækið fengi þungan dóm. En
skyndilega voru réttarhöldin
stöðvuð.Fyrirtækiðgaf hins vegar.
110 miljónir marka til uppeldis
hinna vansköpuðu thalidomid-
barna (þau eru sennilega nálægt
20000). Þjóðverjar sögðu „hinir
seku borguðu 110 miljónir til að
sleppa undan dómi”.
Ef litið er á dómana virðist sem
svo, að mistök i lyfjaframleiðslu
og brot á reglugerðum, sem leiða
til dauða fjölmargra manna, séu
talin litið afbrot i kapitaliskum
löndum, enda myndi það kannske
skaða hagvöxtinn að taka strangt
á þeim.
(að nokkru eftir „Le Nouvel
Observateur”)