Þjóðviljinn - 20.09.1972, Qupperneq 9
Miðvikudagur 20. september 1972>jöðVILJINN — SÍÐA 9.
Tekst IBV að sigra
Frammistaða
þeirra
í Noregi
var framar
vonum
Um næstu helgi leika
Vestmannaeyingar siöari
leik sinn við Víking frá
Stavangri, en fyrri leikur-
inn fór fram i Noregi og
sigruðu þá heimamenn
með einu marki gegn engu.
Sá árangur Vestmannaey-
inga er mjög góður og sam-
kvæmt skeytum frá Noregi
voru þeir sízt lakari í þeim
leik. Þaö er því ekki fjar-
stæðukennt að reikna með
íslenzkum sigri um helgina
og ef leikurinn vinnst með
meira en einu marki eru
Vestmannaeyingar komnir
i 2. umferð UEFA-
keppninnar.
Nk. sunnudag leika Vest-
mannaeyingar siðari leik sinn i
fyrstu umferð UEFA-keppninnar.
Leikurinn fer væntanlega fram á
Laugardalsvellinum. Andstæð-
ingar Vestmannaeyinga i fyrstu
umferð eru Vikingar frá Stav-
angri i Noregi. mjög sterkt lið og
skemmtilega leikandi.
Fyrri leikur liðanna fór fram
fyrir stuttu i Noregi og lauk með
sigri heimamanna, 1-0. Takizt
Vestmannaeyingum að sigra með
meira en eins marks mun eru þeir
komnir i 2. umferð keppninnar.
Samkvæmt blaðaskrifum norskra
blaða og skeytum frá Noregi virð-
ast þó nokkrar likur á að is-
lenzkur sigur fáist úr þessum leik
þvi liðin voru mjög jöfn að styrk-
leika i fyrri leiknum.
Okkur hafa nú borizt upplýs-
ingar um liðin og hér er stutt
ágrip um þau bæði:
íþróttaféiagið VIKING:
iþróttafélagið Viking var stofn-
að i Stavangri 10. ágúst 1899. A
vegum þess eru æfðar allar
greinar iþrótta en knattspyrnan
er þó langvinsælust og getur liðið
státað af mörgum fræknum sigr-
um.
Áhugi á knattspyrnu i Stav-
angri hefur margfaldast eftir að
Viking tók svo geysilegum fram-
förum á stuttu timabili að engu
lagi er likt. Þeir hafa sýnt stór-
kostlega leiki i sumar og hafa nú 3
stig fram yfir næstefsta liðið i 1.
deildinni norsku. Þó á Viking eftir
Þessi mynd er tekin af liði tBV áður en það hélt til Noregs. Ef grannt er skoðað má sjá.að myndin er tekin af þaki Hótel Esju.
Þessi mynd er af liði Vikinga frá Stavangri. Hægfara leikaðferð þeirra varö þeim næstum að falli gegn hraða ÍBV og sennilegt er aö
þeir hafi nú breytt keppnisstil sinum i samræmi við hraða IBV. Að minnsta kosti gerir iþróttafréttaritari hjá Arbeiderbladet sér vel ijóst
hvaö olli hinum nauma sigri Vikinga úti i Noregi þegar hann skrifar: „islandsk hurtighet ble nesten Vikings bane”
að leika fjóra leiki og alla á
heimavelli
Leikvangur félagsins er einn
glæsilegasti félagsvöllur i Noregi.
Hann rúmar 16.000 áhorfendur og
nýlega var sett upp fullkomin
flóðlýsing á völlinn. Ljósin voru
vigð i leik Vestmannaeyinga þar
ytra.
Meðalaldur leikmanna Vikings
er tæp 25 ár og er leikreynsla
þeirra i samræmi við það. Þetta
þykir nokkuð hár meðalaldur hér
á Islandi en Norðmennirnir eru
mjög friskir og einmitt leik-
reynslan hefur fært Viking mörg
stig undanfarið.
Olav Nilsen, miðjuleikmaður,
hefur flesta leiki að baki. Hann
hefur leikið 325 leiki með liðinu og
62 landsleiki. Þó hann sé tengi-
liður hefur hann skorað flest
mörk af núverandi leikmönnum
liðsins eða 96, en Arvid Knutsen
fylgir fast á eftir með 94 mörk.
Olaf Nilsen hel'ur einnig leikið
flesta landsl. liðsmanna, eða 62.
Samtals hafa leikmennirnir leikið
102 landsleiki, 37 unglingalands-
leiki. 5 b-landsleiki og 18 sinnum
hefur einhver leikmanna liðsins
leikið með héraðsúrvali.
Leikmenn Víkings
Erik Johannesson, mark-
vörður, nemi, hefur leikið 11 ung-
lingalandsliðsleiki og 49 leiki með
aðalliði Vikings, sýndi frábæran
Olga Korbut:
Hef eignast marga
vmi
Eftir leikana, þegar ég hef loks-
ins haft ráðrúm til að hugsa mig
um. hef ég oft lagt fyrir mig
spurninguna: Hvað var það, sem
stuðlaði að sigri minum? Til þess
liggja margar ástæður: Mikil og
erfið þjálfun. hjálp og aðstoð sér-
menntaðra þjálfara, góður andi
innan liðsins og svo auðvitað
löngunin til að sigra. sem er
eiginleg hverjum iþróttamanni.
En það er ein ástæða ennogþað er
sambandið við áhorfendur. Lófa-
tak áhorfenda hvatti mig á erfið-
ustu minútum.
Margir i Miinchen voru að-
dáendur minir og fyrir það er ég
þeim þakklát, en það kom svo á
daginn. að ég átti ekki eingöngu
-aðdáendur i Múnchen, þvi að ég
fékk bréf og skeyti frá þúsundum
sjónvarpsáhorfenda i ýmsum
borgum Vestur-Þýzkalands. Á
Olympiuleikunum eignaðist ég
ótal nýja vini og slikt hefur alltaf
dásamleg áhrif.
APN.
leik móti Vestmannaeyingum um
daginn.
Arvid Knudsen, útherji, 28 ára
kennari sem hefur leikið 5 ung-
lingalandsliðsleiki. 5 leiki með
héraðsúrvali og 260 leiki með að-
alliði Vikings.
Svein Kvia, miðjuleikmaður, 25
ára reikningssörfræðingur, hefur
leikið 10 a-landsleiki og 214 leiki
með aðalliði Vikings. Kvia skor-
aði markið i leiknum gegn Vest-
mannaeyingum.
iþróttabandalag
Vestmannaeyja:
iþróttabandalag Vestmanna-
eyja var stofnuð árið 1946 af
iþróttaíélaginu Þór, Knatt-
spyrnufélaginu Tý og Golfklúbbi
Vestmannaeyja. Siðar gengu i
bandalagið Tennis- og bad-
mintonfélag Vestmannaeyja og
Iþróttafélag Vestmannaeyja.
IBV var fyrst tslandsmeistari i
4. flokki árið 1964.
Meistaraflokkur lék fyrst i 1.
deild 1968, en þá var liðið búið að
vera mörg ár i úrslitum i 2. deild.
Sama ár varð liðið bikarmeistari
og 1969 keppti liðið við búlgörsku
meistarana Leski — Sparta.
Siðan hefur liðið verið i fremstu
röð i deildinni og 1971 lék það úr-
slitaleikinn um islandsmeistara-
titilinn, en varð að lúta lægra
haldi fyrir ÍBK, 4-0.
ÍBV er létt leikandi lið og
skemmtilegt fyrir það,að varnar-
leikur sézt aldrei heldur er sókni'n
þeirra bezta vörn.
Leikmenn iBV:
Páll Pálmason markvörður 27
ára verkstjóri. mjög leikreyndur
og hefur verið meistaraflokks-
maður siðan 1962, en hann helur
leikið einn landsleik.
Ársadl Sveinsson markvörður.
17 ára nemi. Markvörður ung-
lingalandsliðsins.
Ólafur Sigurvinsson bakvörður
nr. 2, 21 árs pipulagningamaður.
Fyrirliði iBV liðsins og hefur
leikið 10 landsleiki og 3 unglinga-
landsleiki. M jiig fljótur og leikinn
varnarleikmaður.
Einar Friðþjófsson bakvörður
nr. 3 22 ára lögfræðincmi. Hefur
leikið með mcistaraflokki ÍBV
siðan 1968. ilarður varnarleik-
maður.
Þórður Hallgrimsson mið-
F'rh. á bls. 15
Hola í höggi
Sá fágæti atburður gerðist fyrir
skömmu að slegin var hola i höggi,
en það er draumur sem allir kylf-
ingar eiga sér. Það var Bert
Hanson, stórkaupmaöur, sem sló
holu i höggi á 3. braut
vallarins, sem er um 150 m að
lengd, par 3, sem er ein af erfið-
ustu par 3 holum á landinu.
Bert notaði járn nr. 6 og voru 3
meðlimir klúbbsins viðstaddir
þennan atburð.
Handknattleiks-
mót Gróttu
Hið árlega handknattleiksmót
Gróttu i meistaraflokki kvenna
fer fram dagana 23. 24. og, 28.
sept. n.k. i iþróttahúsinu Sel-
tjarnarnesi. Nánari upplýsingar i
sima 43723.