Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 1
Hafnbann á íslenzk skip í Bretlandi — en við eigum mótleik Landhelgisdeilan við Breta er að harðna. Eim- skipafélagi íslands barst i gær tilkynning frá um- boðsmönnum sinum i Englandi og segir þar, að hvorki islenzk skip né vörur til eða frá íslandi verði afgreidd i þeim ensku höfnum, sem islenzk skip hafa aðallega siglt á. Bretar virðast halda, að þeir geti brotið niður landhelgisbaráttu íslendinga með viðskipta- striði, en svo er ekki. tJtflutningur okkar til Bret- lands hefur verið miklu minni en innflutningur þaðan og auðvelt fyrir íslendinga að neita sér um brezkar vörur. Það er hægt að kaupa jafn góðar i öðrum lönd- um. í stjórnmálasamþykkt flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins, sem birt er á 7. siðu Þjóðviljans i dag, er mörkuð sú afstaða, að við- skiptabanni af hálfu Breta ber þegar i stað að svara með þvi að hætta öllum innflutningi frá Bretlandi. hafna. Var Dettifoss væntan- legur til Felixstowe i gær. Askja er væntanleg til Weston Point seinni hluta þessarar viku, sagöi Sigurlaugur Þor- kelsson hjá Eimskip i gær. Eru þetta þær tvær aðalhafnir er Eimskip siglir til i Bret- landi siðan ferðir Gullfoss hættu með viðkomu i Leith. Um helgina fékk Ljósafoss ekki afgreiðslu i Grimsby. Atti að losa þar frystan fisk og hélt skipið áfram til Hamborgar. Felixstowe er lítil hafnar- borg i grennd við Lundúni og gegnir mikilvægu hlutverki i póstþjónustu Bretlands. Þangað fer allur póstur til Bretlands sjóleiðina og þaðan til fjarlægra heimsálfa eins og til Astraliu, Al'riku og Asiu. Bögglapóstur til vina og ættingja fyrir jól fer i gegnum Felixstowe til áðurgreindra heimsálfa. Er hann einkum sendur með skipum i nóvember. t gær- kvöld sagði Rafn Júliusson hjá pósti og sima að beinast lægi við að senda sjópóst til Kaup- mannahafnar og Hamborgar til dreifingar með skipum út um heim. Til þeirra borga er sjópóstur sendur til dreifingar um meginland Evrópu með járnbrautarlestum. Ennfrem- ur sjópóstur til Suður Ameriku. Hefur heldur færzt i vöxt að senda sjópóst til Kaupmannahafnar og Ham- borgar siðari ár vegna betri þjónustu viö póstinn i þessum borgum. Er hægt að álykta af þessum ummælum Rafns, að póstur verði þannig sendur I vaxandi mæli til hafnarborga Evrópu. Hætt verði við sila- legri þjónustu við póstinn i enskum hafnarborgum. Liggur það orð á Bretum að þeir veiti verri þjónustu i þessum efnum. ☆ Samband flutningaverka- manna i Bretlandi hcfur lýst yfir afgreiðslubanni á islenzk skip i brezkum höfnum. Frá- leitt er aö stjórn þessa verka- lýðssambands geti snúið sér til Alþjóðasambands flutningaverkamanna og farið fram á afgreiðslubann á islenzk skip i höfnum Evrópu og viðar eins og heyrzt hefur i útvarpsfréttum. Sjómanna- samband Islands er lika aðili að þessu Alþjóðasambandi og er ekki hægt að gera upp á milli verkalýösfélaga frá tveim þjóðum i slikum efnum. Eftirfarandi fréttatilk. barst blaðinu i gær frá Eim- skipafélagi tslands h.f. „Kl. 3 i dag, mánudaginn 23. október, barst Eimskipa- félaginu skeyti frá umboðs- mönnum þess i Felixstowe og Weston Point, þess efnis, að vcrkalýðsfélög hafi tilkynnt að engin Islenzk skip né vörur til og frá tslandi verði afgreidd i nefndum höfnum fyrst um sinn og þar til annað verði til- kynnt.” H.F. EIMSKIPAFÉLAG tSLANDS. Skip Eimskip halda uppi vikulegum ferðum til þessara Tvær freigátur reiðu- búnar til íhlutunar LONDON — Fulltrúar útgerðarmanna, sjómanna og verkalýðsfélaga áttu i dag fund með James Prior, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Breta, og var erindið það að biðja um herskipa- vernd fyrir brezka togara á íslandsmiðum. Ráðherrann mun hafa sagt þeim að brezka stjórnin mundi ekki veita herskipavernd að svo stöddu, en hins vegar mundu tvær freigátur, Achilles og Phoebe, verða i nánd við ísland, utan 50 milna. Hins vegar kvaðst sjávarútvegsráðherrann mundu hafa i huga þess beiðni um herskipavernd og ræða málin nánar við brezku rikisstjórnina. Lúðvík Jósepsson: Hafnbannið skaðar Breta fyrst og fremst Lúðvik Jósepsson Þjóðviljinn náði tali af Lúðvik Jósepssyni, viðskipta- og sjávar- útvegsráðherra, og spuröi um álit hans á hafnbanni Breta. Lúðvik sagði: „Hafnbann Breta af þessu tagi mun ekki hafa mikil áhrif á við- skiptastööu okkar tslendinga eins og nú standa sakir. Þær vörur, sem við seljum til Breta getum við auðveldlega selt til annarra landa, og þær vörur, sem við höf- um keypt frá Bretum getum við lika keypt frá öðrum löndum. Við hljótum nú að gera ráö- stafanir til þess að undirbúa okkur undir þessa viðskipta- breytingu. Enginn vafi er á þvi, að hafnbann af þessu tagi, skaðar Breta miklu meira en okkur. Vilji Bretar endilega losa sig við viö- skipti við islendinga geta þeir auövitað gert það.” I DAG Einhugur og sigurvissa, frásögn af flokksráðsfundi AB - 6. siða Skipan hinnar nýju miðstjórnar AB - 15. siða Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins - 7. siðu Ræða Þrastar Olafssonar um efnahagsmái - 12. siða

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.